Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 6
Morgunblaðið/RAX
Gott ástand „Í langan tíma hefur ekki verið
jafn mikið af svo stórum fiski í stofninum.“
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fregnir af góðum þorskafla og góðu ástandi
fisksins koma fiskifræðingum ekki á óvart.
„Þetta er það sem stefnt hefur verið að með nýt-
ingarstefnu og aflareglu og við erum að byrja að
sjá árangur af því,“ segir Björn Ævarr Stein-
arsson, sviðsstjóri á veiðiráðgjafarsviði Haf-
rannsóknastofnunar. Togararalli er nýlokið,
stofnmælingu að vori, og er fyrstu niðurstaðna
að vænta í aprílbyrjun.
Björn segir að með nýtingarstefnu í þorsk-
veiðum sé miðað við að ná hámarksafkastagetu
úr þorskstofninum til lengri tíma litið. Til
skemmri tíma hafi stjórnvöld miðað við að
hrygningarstofn verði ekki undir ákveðinni
stærð 2015. Gert hafi verið ráð fyrir því í fyrra
að aukning yrði í stofnstærðinni á þessu ári og
það myndi væntanlega þýða einhverja aukn-
ingu í aflamarki samkvæmt aflareglu næsta
fiskveiðiár.
„Samkvæmt okkar gögnum hefur veruleg
aukning orðið á stærri fiski í stofninum á síð-
ustu árum og fréttir að undanförnu af góðum
aflabrögðum eru í samræmi við það,“ segir
Björn Ævarr. „Í langan tíma hefur ekki verið
jafn mikið af svo stórum fiski í stofninum. Þrátt
fyrir að árgangar hafi verið tiltölulega litlir þá
skilar eldri og stærri fiskur sér í veiðinni vegna
þess að verulega hefur verið dregið úr sókn.
Samkvæmt stofnmati hefur magn eldri fisks
tvö- til þrefaldast á síðustu fimm árum eða svo.“
Björn sagði að engar nýjar vísbendingar
væru um Grænlandsþorsk sem talið er að hafi
aukið stofnstærð um 50 þúsund tonn á Íslands-
miðum í fyrra. Talið væri að rek hefði orðið yfir
til Grænlands úr árganginum frá 2003. Búist
hefði verið við honum til baka 2009 og 2010 og
virtist það hafa gengið eftir.
Meira af karfa á Íslandsmiðum
Aðspurður um fréttir frá sjómönnum um
aukinn gullkarfa á Íslandsmiðum sagði Björn
að hann útlokaði ekki að þær ættu við rök að
styðjast. Einhver nýliðun væri greinilega í
karfastofninum og þar virtist vera karfi á ferð-
inni sem ekki hefði vaxið upp sem ungviði við Ís-
land. Hugsanlega væri eitthvert flæði á milli Ís-
lands og Grænlands. Fleiri atriði spiluðu þó inn
í fréttir um aukna karfagengd. Þessi atriði
skýrðust væntanlega betur þegar niðurstöður
úr togararalli lægju fyrir og önnur gögn sem
notuð eru við mat á stærð stofnsins.
Veruleg aukning á stærri fiski
Fregnir af góðum þorskafla undanfarið og góðu ástandi fisksins koma fiskifræðingum ekki á óvart
Talið að Grænlandsþorskur hafi aukið stofnstærð á Íslandsmiðum um 50 þúsund tonn í fyrra
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Okkur hjá CCP finnst gaman að
geta haldið þessa hátíð hér og
kynnt þetta fyrir samlöndum okkar
þannig að fólk fái aðeins nasaþef af
því út á hvað þetta gengur og geti
verið stolt af því hvað þetta er ár-
angursríkt og skemmtilegt fyrir-
tæki,“ segir Diljá Ámundadóttir,
framleiðandi hjá tölvuleikjafyrir-
tækinu CCP.
Hið árlega EVE Fanfest, hátíð og
ráðstefna CCP, hefst í Reykjavík í
dag og eru yfir 1.200 erlendir gest-
ir komnir hingað til lands af því til-
efni, bæði spilarar sem blaðamenn.
Við þetta bætast íslenskir gestir, en
met var slegið í miðasölu í ár og bú-
ist við allt að 3.000 manns á fjöl-
mennustu viðburðina.
Diljá áætlar að viðburðurinn skili
um 300 milljónum inn í þjóðarbúið.
„Við stefnum alltaf á hærri tölur
hvað varðar erlenda gesti og erum í
samstarfi við Icelandair um að
bjóða þessu fólki upp á þessar hefð-
bundnu ferðir, Gullna hringinn og í
Bláa lónið til dæmis. Því vilj-
um líka að fólk sé hér í
lengri tíma, upplifi landið
og skilji eftir sig peninga,“
segir Diljá og hlær.
Fjölmargir viðburðir eru
um allan bæ en aðal-
dagskráin fer fram í Laug-
ardalshöll, sem hefur verið
skreytt ríkulega. Hátíðinni lýkur
svo með allsherjar partíi þar sem
aðalnúmerið í ár verður þýska
plötusnúðateymið Booka Shade.
„Við tökum nýja hlutann af Laug-
ardalshöll og breytum honum í helj-
arinnar næturklúbb. Það er rosa-
lega mikið lagt upp úr þessu.“
Þetta er í sjöunda sinn sem EVE
Fanfest fer fram í Reykjavík. Fyrst
og fremst er um að ræða fögnuð og
uppskeruhátíð leikmanna en auk
þess verður hulunni svipt af fram-
tíðaráætlunum fyrirtækisins, í lyk-
ilræðu forstjórans, Hilmars Veigars
Péturssonar. „Þetta er orðinn svo
stór bransi þessi leikjaiðnaður og
margir bíða eftir tíðindum. Þessi
heimur lá alveg á hliðinni á síðasta
Fanfesti, þegar við kynntum nýja
tækni til að tengja saman tvo sýnd-
arveruleika.“
1.200 erlendir gestir á
tölvuleikjahátíð CCP
300 milljónir í þjóðarbúið Framtíðaráætlanir kynntar
Ýmsir sérstakir viðburðir eiga sér stað í tengslum við EVE Fanfest-
hátíðina, þar á meðal verða svonefndir skákhnefaleikar haldnir í
fyrsta sinn á Íslandi. Tveir starfsmenn í þrívíddarteymi CCP, þeir
Björn Jónsson og Daníel Þórðarson, ætla að keppa í skákhnefa-
leikum í Laugardalshöll á föstudaginn og verður frítt inn á þennan
lokaviðburð. Markmiðið með leikunum er m.a. að safna fyrir Sjón-
arhól, sem veitir ráðgjöf fyrir aðstandendur barna með lang-
varandi fötlun eða veikindi, og geta áhorfendur heitið á leik-
mennina. Keppt verður í lotum og er byrjað á skáklotu í 4
mínútur og því næst er hnefaleikalota í 3 mínútur.
Skákhnefaleikarnir verða sendir út beint á netinu
og talið líklegt að 10 til 20 þúsund Eve-spilarar
um allan heim muni fylgjast með bardaganum.
Keppt í skákhnefaleikum
SKÁKMEISTARI OG ÍSLANDSMEISTARI Í HNEFALEIKUM MÆTAST
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Búningar Sýndarveruleikinn í EVE Online er hannaður allt frá klæðnaði upp í heilu pláneturnar. Það fyrrnefnda
tekur einnig á sig fast form í raunheimum eins og þessir búningar sem leikmenn skoðuðu í Laugardalshöll í gær.
Skannaðu kóðann
til að sjá myndskeið
af skákhnefaleikum
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Grétar Eiríksson, yfirkjörstjórnar-
fulltrúi í Reykjavíkurkjördæmi
suður, hefur sent allsherjarnefnd
Alþingis samantekt um ágalla á
kosningum til stjórnlagaþings en
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, vitnar í
þessa samantekt í grein í Morg-
unblaðinu á mánudag. Grétar
gagnrýnir hart ýmis atriði í grein
sinni. Hann segir m.a. að ógerlegt
hafi reynst fyrir kjörstjórn að
framfylgja 5. gr. laga um rafræna
kjörskrá og fylgjast með því hvort
kjósandi hefði kosið bæði utan
kjörfundar og á kjörstað.
Grétar ræðir um kjörkassana
sem hverfis- og undirkjörstjórnir
hafi séð um að setja saman. „Inn-
siglum á kjörkassa var dreift og
fyrirmæli gefin um að innsigla
bæri kjörkassa að ofan. Ekki var
tilgreint að kassinn væri einnig
opnanlegur neðan frá. Sumar kjör-
stjórnir gripu til þess að eigin
frumkvæði að innsigla kjörkassa
að neðan líka, en það var mikill
minnihluti. Megnið af kjörseðlun-
um var því sennilega óvarið frá
upphafi kosninga uns þeir voru
komnir í hendur landskjörstjórn-
ar.“
Grétar segir mikið hafa verið um
vafaatkvæði. „Ástæðan var fyrst
og fremst tækni-
leg en skannarn-
ir náðu ekki að
lesa mjög stóran
hluta atkvæða.
Af þeim sökum
bárust afar mörg
vafaatkvæði
kjörstjórnum til
fyrsta úrskurðar.
Þetta skapaði mikil vandræði, enda
vorum við ekki á neinn hátt und-
irbúin fyrir þessa holskeflu.“
„Skapandi“ úrlestur á tölum
Hann ræðir einnig um innslátt-
arfólk sem hafi verið látið skrifa
undir trúnaðareiða en Grétar efast
um að fólkið hafi fengið mikla
kennslu áður en það hófst handa.
Þekkingarleysi þess hafi komið
niður á vönduðum vinnubrögðum.
„Sumt innsláttarfólkið stundaði
„skapandi“ úrlestur, giskaði á töl-
ur, og breytti jafnvel svo að pass-
aði við frambjóðanda,“ segir Grét-
ar. „Fyrir kom að eingöngu síðasta
tala var „misskráð“ hjá kjósanda
og tók innsláttarfólkið sér þá
stundum vald til að setja inn
„rétta“ tölu.“
Ástráður Haraldsson, formaður
landskjörstjórnar, sagðist aðspurð-
ur hafa heyrt um samantekt Grét-
ars en ekki lesið hana og ekki
heldur grein Vigdísar. Hann vildi
því ekki tjá sig um málið í gær.
„Holskefla
vafaatkvæða“
Settu þig í stellingar
20% afsláttur af stillanlegum heilsurúmum
Faxafeni 5 • Sími 588 8477