Morgunblaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. M A R S 2 0 1 1
Stofnað 1913 72. tölublað 99. árgangur
SJÖ KONUR SELJA
SAMAN FISK OG
ÆFA ÞRÍÞRAUT
TÓNLIST ER
ÁSTRÍÐA OG
TILFINNINGAR
ÞVOÐI, ÞURRKAÐI,
FLÉTTAÐI OG
KRULLAÐI
SUNNUDAGSMOGGINN REBEKKA Í PRUFUTÍMA 10UNNIÐ Í GÖMLU PÓSTHÚSI 12
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Karl og kona á þrítugsaldri, með um
36 þúsund skammta af e-töflum í
farangrinum, voru stöðvuð af toll-
vörðum á Keflavíkurflugvelli aðfara-
nótt 23. mars síðastliðins. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
voru þau einnig með mikið magn af
LSD, vel yfir 4.000 skammta.
Þetta er eitt mesta smygl á e-töfl-
um hingað til lands sem um getur og
aldrei áður hefur verið lagt hald á
jafnmarga LSD-skammta í einu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru fíkniefnin falin í fölsk-
um töskubotni á stórri ferðatösku.
Voru þau bæði úrskurðuð í gæslu-
varðhald í Héraðsdómi Reykjaness,
karlmaðurinn í tvær vikur eða til 6.
apríl nk. og konan í viku eða til 30.
mars nk.
Þáttur annarra til rannsóknar
Fólkið, sem er íslenskt, var að
koma með leiguflugi frá Spáni.
Hafði það dvalið í viku á Las Palmas
á Kanaríeyjum. Flestir farþeganna,
jafnvel allir fyrir utan fólkið sem var
handtekið, voru á miðjum aldri eða
þaðan af eldri og er hugsanlegt að
það hafi verið meðal þess sem vakti
grunsemdir tollvarða og lögreglu.
Að sögn Gunnars Schram, yfirlög-
regluþjóns hjá lögreglunni á Suður-
nesjum, er rannsókn málsins í full-
um gangi og beinist m.a. að því
hvort fleiri standi að innflutningn-
um.
Bæði hafa þau komið við sögu lög-
reglu áður. Karlmaðurinn mun eiga
sér töluverða afbrotasögu, m.a. fyrir
fíkniefnabrot, en konan fyrir minni-
háttar brot. Karlmaðurinn fæddist
árið 1988 en konan ári síðar.
Tugir milljóna á götunni
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er götuverðmæti e-tafln-
anna talið vera yfir 70 milljónir
króna.
E-tafla er efni sem líkist amfeta-
míni, en hefur einnig ofskynjanir í
för með sér svipað og LSD. Íslensk-
ir dómstólar hafa tekið hart á þeim
sem flytja inn þessi efni.
Tekin með e-töflur og LSD
Karl og kona tekin með 36 þúsund e-töflur og yfir 4.000 skammta af LSD
Úrskurðuð í gæsluvarðhald Voru að koma frá Las Palmas á Kanaríeyjum
Rífandi stemning var í íþróttahöllinni á Akur-
eyri í gær, þegar börn af Norðurlandi reyndu
með sér í skólahreysti. Keppni var æsispennandi
og margir sýndu ótrúleg tilþrif; fréttnæmast var
að Snjólaug Heimisdóttir úr Giljaskóla setti Ís-
landsmet í armbeygjum, náði hvorki meira né
minna en 106, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Þessi fimi piltur er um það bil að ljúka síðustu
grein með því að klifra sex metra upp eftir kaðli.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skólahraustir Norðlendingar
Frumvarp um framlengingu gildis-
tíma gjaldeyrishaftanna til ársins
2015 verður lagt fram á Alþingi í
næstu viku. Samkvæmt núgildandi
lögum hefðu höftin átt að falla úr
gildi síðar á þessu ári.
Fram til ársins 2015 verður reynt
að vinda ofan af aflandskrónueign
erlendra aðila, meðal annars með því
að bjóða krónueigendum að verja
peningunum til langtímafjárfest-
ingar hér á landi. Takist það verður
ráðist í afnám haftanna sem snúa að
almenningi og þeim í kjölfarið gert
kleift að eiga í frjálsum viðskiptum
með gjaldeyri. »20
Höftin
framlengd
til 2015
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höft Már Guðmundsson og Árni
Páll Árnason kynntu áformin í gær.
Árið 2007 var lagt hald á 140 kg
af e-töfludufti sem hefði dugað í
tugþúsundir e-taflna. Málið sem
kom upp í vikunni er næst-
stærsta e-töflumálið. Árið 2001
var reyndar lagt hald á 67.000
e-töflur en sú sending var á leið
til Bandaríkjanna. Mesta magn
LSD sem fundist hefur í einu lagi
hér á landi er 4.000 skammtar.
Með stærstu
sendingum
STÓRT SMYGLMÁL
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Kosningar 2011
Nú göngum við til kosninga. Láttu þig málið varða,
VR er félag okkar allra.
Yfirvöld í Sýrlandi segja tíu manns
hafa látið lífið í mótmælum gegn
ríkisstjórn forsetans Bashar al-
Assad í gær. Sjónarvottar segja töl-
una mun hærri. Ólga hefur breiðst
hratt út í landinu undanfarna daga.
Stuðningsmenn forsetans hafa
flykkst til höfuðborgarinnar Dam-
askus og tekist á við mótmælendur.
Í borginni Daraa, um 100 km suður
af Damaskus, hafa átökin verið
einna hörðust. Fréttir hafa verið
stopular þaðan eftir að yfirvöld í
landinu ráku erlenda fjölmiðla á
brott. »22
Mannfall í mót-
mælum á Sýrlandi
Reuters
Damaskus Styðja forsetann.