Morgunblaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 12
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Síðasta sýningarhelgi
Ingimar Waage
Listmunauppboð
Næsta listmunauppboð verður 11. apríl
Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold
Opnun kl. 15 • Allir velkomnir
Karólína Lárusdóttir
Sumarið er komið
• • •
Jóhannes Frank
Birtuskil
Vefuppboð
www.uppbod.is
Fyrsta vefuppboð Gallerís Foldar
lýkur sunnudaginn 27. mars
Fjöldi listaverka eftir marga af helstu listamönnum
þjóðarinnar er að finna á uppboðinu.
Jóhannes
S.Kjarval
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskur gengur kaupum og sölum út
um allan heim fyrir milligöngu
starfsmanna í gamla pósthúsinu í
Stykkishólmi. Hjá Marz Sjávaraf-
urðum eru sjö starfsmenn, allt kon-
ur, og fimm þeirra vinna í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins í
Stykkishólmi.
Erla Björg Guðrúnardóttir stofn-
aði Marz Sjávarafurðir ásamt manni
sínum, Sigurði Ágústssyni, þegar
hún var að ljúka námi í viðskipta-
fræði við Háskólann í Reykjavík,
vorið 2003. Hún var raunar búin að
koma fyrstu viðskiptunum á, áður en
hún lauk námi.
Ánægja með gamla pósthúsið
„Ég fór að læra eftir að ég kynnt-
ist manninum mínum og flutti í
Stykkishólm. Ég sá ekki mörg tæki-
færi fyrir mig hér og hugmyndin
varð til heima í stofu við þetta borð,“
segir Erla sem situr nú við gamla
stofuborðið á skrifstofum Marz Sjáv-
arafurða í gamla pósthúsinu. Þar er
raunar ekki margt sem minnir á fyrri
starfsemi. Fyrirtækið keypti póst-
húsið fyrir rúmu ári og lét gera það
allt upp.
Starfsemi fyrirtækisins var flutt á
nýja staðinn síðastliðið sumar og er
rúmt um starfsmennina fimm sem
vinna hjá fyrirtækinu á Íslandi. Tveir
starfsmenn til viðbótar eru í sölu-
deild í Álaborg í Danmörku. „Það var
tekið afar vel á móti okkur hér í mið-
bænum. Fólk er ánægt að sjá ein-
hverja uppbyggingu og þá ekki síst á
pósthúsinu sem er á áberandi stað í
hjarta bæjarins. Við fundum líka til
ábyrgðar að standa vel að verki svo
húsið félli vel að gömlu bæjarmynd-
inni í Stykkishólmi,“ segir Erla
Björg.
Á efri hæðinni, þar sem Árni
Helgason póstmeistari bjó lengi,
hafa verið innréttaðar fjórar skrif-
stofur með sameiginlegu funda-
herbergi og eldhúsi. Til stendur að
leigja þetta pláss út til lítilla fyrir-
tækja og nú þegar hefur Umferðar-
stofa komið sér fyrir í einu þeirra.
Aldrei unnið í fiski
Erla Björg hafði aldrei unnið í fiski
þegar hún hóf reksturinn. Hún hefur
þó kynnst verslun með fisk í gegnum
eiginmann sinn, Sigurð Ágústsson,
framkvæmdastjóra Agustson, sem er
með útgerð og fiskverkun í Stykk-
ishólmi og fiskverksmiðjur í Dan-
mörku. „Ég hef kynnst fjölda fólks
sem vinnur í fiskiðnaði um allan heim
þegar ég hef farið með Sigurði á sýn-
ingar og fundi. Það hefur nýst mér
vel við uppbygginguna,“ segir Erla.
„Ég ákvað að stökkva út í djúpu
laugina því þó ég hafi ekki haft þekk-
ingu á fiskvinnslu í upphafi þá hef ég
í gegnum tíðina getað leitað til fjölda
fólks með þekkingu og reynslu í
greininni,“ bætir hún við.
Fyrsta salan var eitt bretti af létt-
söltuðum þorskflökum sem seld voru
til Ítalíu. Eitt leiddi af öðru. Erla var
ein í upphafi og hafði aðstöðu í salt-
fiskverkun Agustson. Viðskiptin hafa
aukist með hverju ári og fjölgað um
einn starfsmann á ári. Nú eru seld
um sex þúsund tonn af sjávaraf-
urðum á ári. Vöxturinn kemur ekki
af sjálfu sér. „Við þurftum að vinna
okkur traust, hjá seljendum og kaup-
endum. Frá upphafi höfum við lagt
áherslu á að standa við orð okkar, við
tökum vöruna á umsömdum tíma, af-
hendum hana og greiðum á réttum
tíma,“ segir Erla.
Marz Sjávarafurðir selja mikið til
Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu og
kaupa fisk frá öllum helstu fiskfram-
leiðslulöndum. Stór hluti vörunnar
kemur þó enn frá Íslandi.
Afurðirnar eru fjölbreyttar því þær
eru framleiddar til sölu í stórmörk-
uðum og veitingahúsum og til full-
vinnslu. „Markaðir sveiflast eftir efna-
hagsástandi og þess vegna getur verið
gott að hafa fjölbreytta starfsemi, að
hafa ekki öll eggin í sömu körfunni,“
segir framkvæmdastjórinn.
Mikilvægur þáttur starfseminnar
er að þróa afurðir með fiskframleið-
endum. Dæmi um slíkt þróunarverk-
efni hjá Marz Sjávarafurðum er beit-
arfiskur (e. tilapia) frá Indónesíu sem
er heitreyktur í verksmiðju Agust-
son í Danmörku. Erla Björg segir að
afurðin hafi fengið góðar viðtökur
alls staðar þar sem hún hafi verið
kynnt. Sala er að hefjast í stórmörk-
uðum í Danmörku og Þýskalandi.
Heitreyktir tilapiuhnakkar eru í úr-
slitum í keppni Evrópsku sjávar-
útvegssýningarinnar í Brussel um
bestu nýju fiskafurðirnar. Niður-
stöður keppninnar verða kynntar við
upphaf sýningarinnar í maí.
Grunnur til vaxtar
Erla telur vel hugsanlegt að starf-
semin vaxi áfram enda sé starfs-
mannahópurinn kröftugur og sam-
heldinn. Fyrirtækið hafi því góðan
grunn til frekari vaxtar. Hún tekur
þó fram að það verði að vera á for-
sendum fyrirtækisins. „Við viljum
hafa stjórn á vextinum þannig að við
getum alltaf sinnt viðskiptavinunum
á persónulegan hátt.“
Sjö konur selja fisk
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frískir starfsmenn Erla Björg Guðrúnardóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir sitja við borðið og fyrir aftan þær
standa Áslaug Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Elísabet Elísdóttir og Ásta Valdís Guðmundsdóttir.
Fisksölufyrirtækið Marz Sjávarafurðir hefur byggst upp á átta árum í Stykkishólmi
Höndlað með fisk um allan heim Höfuðstöðvarnar eru komnar í endurnýjað gamla pósthúsið
„Ég er séð. Með þessu fæ ég frískara starfsfólk. Eig-
inmennirnir hafa líka grennst og allir eru glaðari
heimafyrir. Allt skilar þetta sér inn á vinnustaðinn,“
segir Erla Björg Guðrúnardóttir. Starfsmenn Marz
Sjávarafurða tóku þátt í maraþonhlaupi í Amsterdam
í fyrra og æfa nú stíft fyrir þríþrautarkeppni sem
haldin verður í Barcelona í haust.
Allir sjö starfsmenn fyrirtækisins eru konur. „Við
höfum bara enn ekki fundið þann rétta,“ segir Erla
Björg þegar hún er spurð um það hvers vegna engir
karlmenn eru í starfsmannahópnum. Hún segir að
það eina sem skipti máli sé að hafa gott og samhent
starfsfólk og segist hafa verið afar heppin með það.
Væntanlega myndast öðruvísi samstarfsandi á
hreinum kvennavinnustað en blönduðum eða þar sem
karla ráða ríkjum. Stúlkurnar hjá Marz vinna vel sam-
an. Maraþonið og þríþrautin eru dæmi um það. Erla
segir að Áslaug hafi misst það út úr sér fyrir tveimur
árum að hún hefði áhuga á að hlaupa maraþon áður
en hún yrði fimmtug. Þá var allt sett í gang og þær
tóku allar þátt í maraþonhlaupinu í Amsterdam í
fyrrahaust.
Í framhaldinu var viðruð sú hugmynd að gera eitt-
hvað annað og meira að ári. Stefnan var tekin á þrí-
þrautarkeppni og byrjað að æfa og nú taka eigin-
mennirnir þátt í keppninni í Barcelona. Þríþraut er
erfið keppnisgrein og er því mikið æft. „Þetta hefur
þjappað liðsheildinni saman og við höfum alltaf um
nóg að spjalla þegar við berum saman bækurnar í há-
deginu,“ segir Erla Björg.
Höfum alltaf umræðuefni í hádegishléinu
SAMSTARFSKONURNAR ÆFA AF KRAFTI FYRIR ÞRÍÞRAUTARKEPPNI Í BARCELONA