Morgunblaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011
Látið hefur verið í
veðri vaka að höfnun
Icesave III í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni
9. apríl nk. muni ann-
aðhvort leiða til þess
að ríkið þurfi að
borga yfir þúsund
milljarða og okurvexti
til Breta eða þá að Ís-
land verði útilokað
frá viðskiptum við
ESB.
Endanlegur dómur
Verði Icesave III hafnað í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni verða inn-
heimtumenn Bretastjórnar að fá
atbeina íslenskra dómstóla til þess
að komast í vasa íslensks almenn-
ings: ríkissjóð. Íslenskir dómstólar
dæma samkvæmt lögum sem eru
skýr hvað þetta mál varðar.
Hverfandi líkur eru því á að inn-
heimtumennirnir komist þá leiðina
í vasana. Þeir treystu sér ekki til
þess eftir að Icesave II var synjað
og litlar líkur til að þeir reyni þó
Icesave III verði hafnað. En ef
svo færi þá dæma íslenskir dóm-
stólar ekki okurvexti svo að hót-
unin um þúsund milljarðana er
byggð á vanþekkingu. En verði
Icesave III-samningurinn aftur á
móti samþykktur flyst úrskurð-
arvald um ágreiningsmál undir
ensk lög og óvíst hvernig nið-
urstöður þar yrðu.
EFTA-dómstóllinn
Eini erlendi dómstóllinn sem
getur gefið út einhvers konar úr-
skurð um Icesave er EFTA-
dómstóllinn. Úrskurðir hans yrðu
um hvort Ísland hafi brotið EES-
samninginn og eru hvorki bind-
andi né heldur duga þeir til að
gera aðför að ríkissjóði Íslands.
EFTA-dómstóllinn úrskurðar oft-
ast samkvæmt áliti ESA (eftirlits-
stofnun sem sér til þess að Ísland,
Noregur og Liechtenstein fylgi til-
skipunum ESB samkvæmt EES-
samningnum). Hann gæti því úr-
skurðað að Ísland bryti reglur
veitti það ekki ríkisábyrgð á Ice-
save en ESA gaf út álit í maí
2010, byggt á geðþóttatúlkun á
reglugerðinni um innistæðutrygg-
ingarnar, sem segir að ríkissjóður
Íslands eigi að ábyrgjast Icesave.
Slíkur úrskurður frá EFTA-
dómstólnum yrði þó ekki í sam-
ræmi við lög og reglugerðir sem
dómstóllinn á að úrskurða eftir og
þess vegna er möguleiki að hann
úrskurði að ríkissjóði sé óskylt að
veita ábyrgðina. En dómgæsla
undir hatti ESB hefur á sér orð
fyrir að vera „skapandi“ og því
ekki hægt að treysta að dómstólar
þar láti gildandi lög hemja sig um
of.
Reknir úr EES?
Verði úrskurður EFTA-
dómstólsins (sem reyndar hefur
ekkert með EFTA sjálft að gera
heldur aðeins ákveðin lönd þar) sá
að ríkissjóður eigi að bera ábyrgð
á Icesave verður Íslandi gert að
laga sitt kerfi í framhaldi af úr-
skurðinum og gefinn frestur til
þess. Það þýðir ekki að ríkissjóður
sé skyldugur að greiða Icesave.
En rukkarar Bretastjórnar hér-
lendis segjast nú vera orðnir
hræddir um að borgi Ísland ekki
muni ESB segja upp EES-
samningnum.
Samningur sem hefur
runnið sitt skeið
Margir virðast telja að afnám
EES-samningsins yrði einhvers
konar áfall fyrir Ísland. Mjög lítil
umæða hefur verið um þennan
samning hérlendis. En í Noregi,
sem líka er aðili að EES, eru
menn smátt og smátt að átta sig á
að Noregur hefur ekki lengur hag
af samningnum. Það
sama á við um Ísland.
Ef ESB segði EES-
samningnum upp
hefði það litla þýðingu
fyrir viðskipti við
ESB. Vöru- og þjón-
ustuviðskipti Íslands
við lönd sambandsins
stjórnast að mestu af
fríverslunarsamn-
ingnum frá 1972, sem
er í fullu gildi og í
notkun og er sjálf-
stæður samningur.
Einnig hafa tolla- og viðskiptamál
þróast eftir að Alþjóðavið-
skiptastofnunin (WTO) tók til
starfa og eru nú komin ákvæði um
hámarkstolla í milliríkjaverslun
þannig að ríki geta ekki sett á háa
tolla lengur. Tollar á iðnvarning
eins og ál breytast ekki þó að
EES falli úr gildi, tollar á sjáv-
arafurðir breytast ekki heldur að
undanteknum nokkrum flokkum
sem hafa takmarkaða þýðingu og
eru yfirleitt seljanlegir á öðrum
mörkuðum. Aftur á móti mundu
ýmis tæknileg höft á viðskipti við
lönd utan ESB falla brott ef EES
félli úr gildi og ný viðskipti við t.d.
Bandaríkin og aðra heimshluta
opnast.
EES hamlar endurreisn
Útrás bankanna byggðist á van-
köntuðum Evrópureglum sem
settar voru hér með EES. Ný lög
og reglur um fjármálastarfsemi,
sem setja þarf hér í kjölfar hruns-
ins og áður en neyðarlögin verða
afnumin, verða í mörgum þáttum
ósamrýmanleg EES-samningnum,
t.d. ákvæðinu um frjálst flæði fjár-
magns sem ekki er hægt að láta
gilda hér að öllu leyti eins og fyrir
2008 þegar spákaupmennska og
brask komu fjármálakerfinu í upp-
nám. Sjálfstæð peningamálastefna,
sem er óumflýjanleg hér vegna
sveiflna sem verða í íslenskum at-
vinnuvegum, verður ómarkviss
meðan EES-samningurinn og til-
skipanir ESB um fjármálageirann
gilda hér óbreyttar.
Ísland gæti líka hótað!
Eftir áföllin með banka-
regluverkið, brot Breta og rang-
túlkun ESA um Icesave, er ljóst
að EES-samningurinn er að verða
vafasamur fyrir Ísland. Kæmi síð-
an til viðbótar úrskurður frá
EFTA-dómstólnum um að rík-
issjóði beri að gangast í ábyrgð
fyrir Icesave yrði það í andstöðu
við EES-samninginn og næg
ástæða fyrir Ísland til að segja
honum upp. ESB fær fúlgur fjár í
styrki frá Íslandi vegna EES og
ESB rennir auk þess hýru auga til
íslenskra auðlinda, það er því lík-
legt að menn þar á bæ hugsi sig
tvisvar um í stuðningi sínum við
ólöglega Icesave-kröfu Breta komi
hótanir um uppsögn EES frá Ís-
landi.
Er áhætta að segja
nei við Icesave III?
Eftir Friðrik
Daníelsson
» Ísland hefur sterka
stöðu í Icesave og
betri efni á að beita hót-
unum en Bretar og
ESA.
Friðrik
Daníelsson
Höfundur er verkfræðingur.
Skattar og gjöld
ríkis og sveitarfélaga
eru misfrumleg. Ein
þau frumlegustu á
þessum „síðustu og
verstu“ er „fimmtán
metra tunnugjaldið“!
Ef reynslan sýndi
ekki annað mætti
halda að þetta sé einn
brandarinn í viðbót
frá Besta flokknum.
En hann virðist hætt-
ur að grínast enda fáum hlátur í
hug við margs konar niðurskurð og
hækkandi gjöld. Hvað með þessa
tölu „15“ – er hún heilög? Hvers
vegna ekki 8 metrar? Kemur sú
tala í næstu sparnaðaraðgerð? Ef
þarf að rukka meira fyrir þessa
þjónustu hvers vegna hækkar
borgin ekki sorphirðugjaldið jafnt á
alla? Eru menn búnir að hugsa
málið til enda? Hvers eiga þeir að
gjalda sem keypt hafa húsnæði í
hverfum þar sem illgerlegt er að
koma sorptunnum fyrir fram við
götu?
Þannig hagar til í mörgum eldri
hverfum Reykjavíkur, til dæmis
þar sem skipulagshugmyndir Guð-
mundar Hannessonar voru útfærð-
ar og húsum er skipað á lóðir mið-
að við afstöðu til sólar (t.d. með
randbyggð við götur). Er þeim íbú-
um heimilt að hafa tunnurnar á
gangstéttinni? Fellur það kannski
að vel að hugmyndum skipulags-
ráðs að tunnur standi „heið-
ursvörð“ meðfram gangstéttum
borgarinnar? Og þótt sumir hafi
pláss fyrir „virðulegt skýli“ framan
við hús, er svo ekki um alla. Borgin
kemur með það snjallræði að þeir
geti þá fært tunnur
sínar nær gangstétt
þá daga sem á að
tæma þær! Hætt er
við að flestir vilji hafa
vaðið fyrir neðan sig
t.d. til að þurfa ekki að
byrja daginn með
tunnutilfærslu og færa
tunnur sínar að kvöldi
fyrir sorphirðudag.
Er borgin búin að
semja við veðurguðina
um að það komi ekki
aftakarok og tæmi
tunnurnar um allar
götur og gangstéttir áður en sorp-
hirðan mætir? Það gæti líka orðið
algengt næturgaman hjá ölvuðum
næturhröfnum að fella tunnur!
Hver ætlar að sjá um að hreinsa
allt „góðgætið“ af götunum? Eiga
rottur og mávar að sjá um það? Og
enn ein spurning: Hvað ef menn
gleyma (eða eru í fríi) að færa
tunnur sínar, fá þeir þá reikning
upp á 4.800 kr. inn um lúguna?
Hvers vegna er gjaldið það sama á
svartar tunnur og grænar sem
tæmdar eru mun sjaldnar? Og hvað
með hverfi sem eru staðsett langt
frá losunarstöðvum Sorphirðunnar,
væri ekki jafn sanngjarnt að rukka
íbúa þeirra um aukagjald? Það
kostar væntanlega töluvert meira
að sækja sorpið þangað!
Annað sem ber að hafa í huga er
að þegar borgin tók upp þá sjálf-
sögðu nýbreytni að skipta málm-
tunnum út fyrir plasttunnur gaf
Brunamálastofnun út orðsendingu
(nr. 20/1994) vegna aukinnar eld-
hættu. Þar segir í stuttu máli að
„…eitt eða tvö sorpílát skuli ekki
standa nær timburvegg en 3 m en
2 m sé veggurinn járnklæddur eða
með yfirborð í flokki 1, og þau
mega þó standa upp við vegg á
steinhúsi. Fjarlægðin skal þó aldrei
vera minni en 3 m miðað við stystu
láréttu fjarlægð í næsta glugga eða
timburvegg en 5 m sé mælt lóð-
rétt“…. „Séu sorpílátin 3 eða fleiri
skal miða við ofangreindar fjar-
lægðir að viðbættum 2 m.“
Svo, kæru borgarbúar, fari nú
allir út að mæla! Kannski ykkur sé
nauðugur einn kostur, að hafa
tunnurnar í yfir 15 m fjarlægð frá
götu.
Að lokum: Hvernig stendur á því
að stærsta sveitarfélag landsins er
svona langt á eftir mörgum öðrum
hér á landi (t.d. Stykkishólmi) að
bjóða mönnum ekki upp á það að
fara með flokkað sorp eins og
pappír, glerkrukkur og lífrænan
úrgang, í söfnunargáma. Tunnur
fyrir flokkaðan úrgang við hvert
hús er í raun sjálfsögð krafa í nú-
tíma borgarsamfélagi! Sjálfur hef
ég flokkað allan lífrænan úrgang í
safntunnur inni á minni lóð í ára-
tugi, en ekki fengið neina lækkun
gjalda vegna þess. Ég er því miður
hræddur um að þessi ákvörðun
borgaryfirvalda sé ekki bara léleg-
ur brandari – en útfærslan gæti
orðið það!
Fimmtán metra tunnugjaldið
Eftir Árna
Þorvald Jónsson » Svo, kæru borg-arbúar, fari nú allir
út að mæla! Kannski
ykkur sé nauðugur einn
kostur að hafa tunn-
urnar í yfir 15 m fjar-
lægð frá götu.
Árni Þorvaldur
Jónsson
Höfundur er arkitekt.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Markmið sjóðsins er að auka almenna
þekkingu á íslenskri náttúru svo að
umgengni okkar og nýting á verðmætum
hennar geti í ríkari mæli einkennst af
virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast
við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru
landsins og efla með því gott hugarfar,
mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við
umhverfið.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki
Virðing · Vægi · Verðmæti Markmiði þessu verði náð með því að styrkja
verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar
um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur
verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúru-
verndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er
20. apríl. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að
25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar
nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins:
www.natturuverndarsjodur.is.
Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10,
550 Sauðárkróki.
NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR
PÁLMA JÓNSSONAR
STOFNANDA HAGKAUPS