Morgunblaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011
byggingum sem umlykja torgið.
Gamla bakaríið hefur lengi verið
ein helsta táknmynd miðbæjar-
ins og þangað hafa Ísfirðingar og
nágrannar sótt sín brauð og kök-
ur á annað hundrað ár. Inn í
þetta samfélag kemur síðan
Ruth tuttugu og níu ára gömul
sem hún síðan átti eftir að setja
mark sitt á næstu sex áratugina.
Hún sagði sjálf skemmtilega
sögu af sinni fyrstu upplifun í
Gamla bakaríinu, sem okkur
þykir við hæfi að varðveitist.
Hún sagði þessa sögu í þakkar-
ræðu þegar hún veðskuldað tók
við nafnbótinni heiðursborgari
Ísafjarðar fyrir fáeinum árum.
Allt var henni framandi fyrst,
ekki síst tungumálið sem hún
hafði fengið algjöra skemmri
skírn í. Tengdafaðir hennar,
Tryggvi J. Jóakimsson, fleygði
henni strax út í djúpu laugina
með því að setja hana í af-
greiðslu. Hann kenndi henni að-
eins lykilorð eins og fransbrauð,
rúgsigtibrauð, rúgbrauð, tvíbök-
ur og kringlur. Með þá kunnáttu
átti hún að afgreiða viðskiptavin-
ina. Einn hrekkjóttur góðborgari
frétti af þessu og vatt sér að
henni með orðunum: „Láttu mig
hafa einn þrumara.“ Þetta hafði
ekki komið fyrir í kennslubók
tengdapabba, svo Ruth fór inn á
skrifstofu til hans og spurði:
„Þrumari, hvad er det for no-
get?“ En Ruth átti eftir að nema
þetta torskilda mál fyrrverandi
þegna Kristjáns X en talaði það
samt ávallt með skemmtilegum
dönskuskotnum hreim sem full-
yrða má að Ísfirðingar kunnu vel
að meta.
Er maður Ruthar, Aðalbjörn,
lést langt um aldur fram, sem án
efa varð fjölskyldunni allri mikið
áfall, þá sýndi ekkjan úr Dana-
ríki hvað í henni bjó. Hún ásamt
börnum sínum stýrði rekstrinum
af miklum myndarskap og Gamla
bakaríið blómstrar sem aldrei
fyrr. Hún hefur að auki alltaf
verið boðin og búin að leggja
góðum málum lið eins og skóg-
rækt, menningar- og mannúðar-
málum. Fjölskyldu og vinum bjó
hún „yndlingshjem“ í sumarhús-
inu í Tunguskógi.
Veikindi tóku sinn toll síðustu
árin og Ruth kvaddi hinn 16.
mars sl. þegar aðeins tveir mán-
uðir voru í níræðisafmælið. Hún
skilaði miklu og góðu dagsverki á
langri ævi og segja má að hún
hafi haldið um stýrið til hinstu
stundar.
Við sendum börnum hennar,
tengdabörnum, barnabörnum,
ættingjum og vinum innilegar
samúðarkveðjur. Ísfirðingar allir
standa í þakkarskuld við þessa
konu sem gerði bæinn okkar
betri með lífi sínu og starfi. Guð
blessi minningu Ruthar
Tryggvason.
Ólafur Bjarni Halldórsson,
Salbjörg Jósepsdóttir.
Fallin er frá merkiskonan
Ruth Tryggvason á Ísafirði.
Ruth sem var fædd og uppalin í
Danmörku kom hingað ung að
árum. það hafa óefað verið henni
mikil viðbrigði að fara frá fóst-
urjörð sinni með sína miklu
dönsku skóga, til okkar hrjóstr-
uga lands sem beið viljugra
handa og hugar til að rækta.
Ruth hafði alla tíð mikinn áhuga
fyrir umhverfinu, ekki síst öllum
gróðri, hvort sem það voru smá-
blóm, stór tré eða heill skógur,
eins og sjá má við sumarbústað
fjölskyldunnar í Tungudal. Hún
fylgdist vel með gróðri og um-
gengni í skóginum og hafði unun
af því að miðla upplýsingum um
Tungudalinn og skóginn til gesta
og gangandi. Ruth gekk fljótlega
í Skógræktarfélag Ísafjarðar og
starfaði í því af miklum áhuga.
Hún sat í stjórn þess í mörg ár,
allt til dánardægurs. Ruth er nú
kært kvödd af skógræktarfólki
og henni þökkuð góð störf í þágu
Skógræktarfélags Ísafjarðar.
Fyrir hönd stjórnar Skóg-
ræktarfélags Ísafjarðar,
Magdalena Sigurðardóttir.
„Líður að lífskveldi
stirðir fætur
bera mig vart lengra.“
Þannig lýsti séra Jón Bjarman
líðan sinni að loknum erfiðum
degi. Nú er kveldið liðið og hann
sofnaður svefninum langa. Við
dánarfregn vinar sest ég niður og
verð hugsi.
Mynd af Jóni kemur upp í
hugann. Hann er staddur í marg-
menni. Umræður ganga manna á
milli. Allir leggja sig eftir að
heyra mál hans. Engu er líkara
en guðlegum geislum stafi frá
honum enda hafa orð hans sömu
merkingu og hjá spámönnunum
forðum.
Fullur manngæsku gladdi
hann sorgmædda, leysti ágrein-
ing sundurþykkra og sefaði sál-
arstríð niðurbrotinna. Fram-
koma hans einkenndist af
virðuleika, fágun og nærgætni.
Röddin var lágstemmd en samt
hljómmikil, mild og hlý. Hann
lagði áherslu á gleðina og
græskulaust gaman enda leið öll-
um vel í návist hans. Slíkur mað-
ur er sannur boðberi kristninnar.
Nafn Jóns Bjarman var mér
kunnuglegt er ég sá hann fyrst í
eigin persónu, þá nemandi í
Reykholtsskóla. Þangað kom Jón
í embættiserindum sem æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
Kennslan var umsvifalaust felld
niður, milliþiljum rennt til hliðar
á kennslustofum og nemendur
boðaðir á sal til að hlýða á erindi
um ungliðastarf kirkjunnar. Er
mér enn í fersku minni framsetn-
ing prestsins sem hreif okkur svo
að heyra hefði mátt saumnál
detta. Einnig minnist ég þess hve
Vilhjálmur Einarsson skólastjóri
var hreykinn, fyrir hönd okkar
nemendanna, að hafa fengið jafn
reynslumikinn og víðförulan gest
til að fræða okkur. Fór augsýni-
lega vel á með presti og skóla-
stjóra enda reyndust þeir vera
bekkjarbræður úr Menntaskól-
anum á Akureyri.
En rúmum þrjátíu árum síðar
lágu leiðir okkar Jóns saman í fé-
lagsstarfi fyrir Parkinsonssam-
tökin. Fyrsta samtal okkar var
fyrirvaralaust símtal. Jón svaraði
strax en var staddur í útlöndum.
Því bað ég hann að svara beiðni
minni skýrt og skorinort. „Já“,
svaraði hann eftir andartaks um-
hugsun. Upp frá þeirri stundu
vorum við miklir mátar. Lagði
hann ætíð gott til málanna og
hvatti félagana til að temja sér
jákvæðni og bjartsýni ásamt að
syngja og dansa meðan stætt
væri.
Er ég stend loks upp frá hugs-
unum mínum tek ég fram ljóða-
bók þá er hann gaf mér með
stuttri kveðju: Guðmundur
minn … frá Jóni. Bókin opnast af
sjálfu sér og við mér blasir kvæð-
ið „Skopmynd-sjálfsmynd“, en
þar beitir Jón alkunnri kímni
sinni við lýsingu á baráttunni við
illvíga sjúkdóminn, er leiddi okk-
ur að sama stalli.
Í síðasta myndbroti hugans
ganga falleg hjón í salinn á
jólahátíð Parkinsonssamtak-
anna. Viðstaddir lækka róminn.
Spurt er hver þar fari. Auðséð er
að öldungurinn má muna fífil
sinn fegri en eiginkonan hefur
séð til þess að hann fengi haldið
virðingu sinni á samkomu sem
var honum kær. Hafi Hanna
þökk fyrir.
„Látum aldrei sannfæringu
liggja í þagnargildi.“ Minnumst
Jón Bjarman
✝ Jón Bjarmanfæddist á Ak-
ureyri 13. janúar
1933. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 17. mars
2011.
Jón var jarð-
sunginn frá Hall-
grímskirkju 24.
mars 2011.
mannvinarins Jóns
Bjarman, með því
að geyma þessi vís-
dómsorð hans í
huga okkar. Með
söknuði kveð ég
góðan dreng og
sendi Hönnu og öðr-
um aðstandendum
innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur
Guðmundsson.
Góð dómgreind og hugrekki
finnst mér vera einkunnarorðin
þegar Jón Bjarman er kvaddur.
Það þarf góða dómgreind til þess
að átta sig á því hvenær á að
þegja og hvenær á að taka til
máls og hugrekki til þess að láta
til sín taka. Eins og svo margir
íslenskir unglingar á löngu ára-
bili kynntist ég séra Jóni Bjarm-
an þegar hann var æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar og hafði
umsjón með alþjóðlegum nem-
endaskiptum á vegum stofnunar-
innar. Jón boðaði mig til fundar
við sig á Hótel KEA, spurði hvort
ég vissi eitthvað um landið Bras-
ilíu sem ég hafði sótt um að fara
til. Ég sagði sem satt var að ég
hefði bara lesið Brasilíufarana
eftir Jóhann Magnús Bjarnason.
Ég líka, sagði séra Jón og brosti
svolítið dularfullt, þess vegna
ætla ég ekki að reyna að segja
þér neitt, hafðu augu og eyru op-
in og trúðu engu fyrirfram, taktu
menningu Rómönsku Ameríku
inn á eigin forsendum. Þegar á
hólminn var komið varð ég þessu
veganesti feginn, að þurfa ekki
að eyða stórum hluta dvalarinnar
í að brjóta niður rammgerð vígi
heimatilbúinnar heimsmyndar
og fordóma. Jón Bjarman hafði
næma tilfinningu fyrir stöðu Ís-
lands í samfélagi þjóðanna. Hann
vildi að við nýttum okkur þá sér-
stöðu að vera Vestur-Evrópuþjóð
sem aldrei hefði troðið illsakir við
eða arðrænt aðrar þjóðir, til þess
að byggja brú yfir til þróunar-
landanna. Það hefur enginn
ástæðu til þess að tortryggja
okkur ef við fyllum ekki huga
okkar af vestrænum hroka og
setjum ekki á nefið gömul gler-
augu gamalla heimsvelda. Séra
Jón Bjarman var hollráður
æskulýðsforingi í starfi sínu.
Mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar Jóns Bjarman saman í
stjórn Íslandsdeildar Amnesty
International. Þar kynntist ég
manninum sem vissi hvenær ber
að tjá sig á skýran hátt. Í starfi
sínu sem fangaprestur hafði
hann upplifað ógöngur íslenskra
yfirvalda við yfirheyrslur sak-
borninga í svokölluðu Geirfinns-
máli og honum ofbauð harkan.
Séra Jón Bjarman hafði hug-
rekki til þess að vekja athygli al-
þjóðar á þessum vansæmandi að-
ferðum og hann hafði hugarró
hins íhugula skálds til þess að
gera það á alvarlegan og drengi-
legan máta. Þegar Parkinsons-
veikin réðist að Jóni vissi ég að
þótt henni tækist að leggja hann
að velli myndi hún aldrei buga
hann. Og það fær ekkert bugað
samstöðu fólks eins og Jóns og
Hönnu. Það er sama hvar litið er
á sameiginlega vegferð þeirra.
Jafnvel á síðasta áfanganum,
þegar hann var kominn í hjóla-
stól, voru þau hiklaus og glæsileg
í samheldninni. Ég sendi Hönnu
hughreystingarkveðjur í erfiðri
glímu við söknuðinn.
Ævar Kjartansson.
Æskuvinur minn Nonni er lát-
inn.
Strax í öðrum bekk Barna-
skóla Akureyrar bundumst við
böndum sem haldist hafa æ síð-
an. Mig langar til að kveðja með
kvæðinu Hvíld eftir Stein Stein-
arr.
Dúnmjúkum höndum strauk kulið
um krónu og ax,
og kvöldið stóð álengdar, hikandi,
feimið og beið.
Að baki okkur týndist í mistrið hin
langfarna leið,
eins og léttstigin barnsspor í rökk-
ur hins hnígandi dags.
Og við settumst við veginn, tveir
ferðlúnir framandi menn,
eins og fuglar, sem þöndu sinn
væng yfir úthöfin breið.
Hve gott er að hvíla sig rótt, eins
og lokið sé leið,
þótt langur og eilífur gangur bíði
manns enn.
Friðbjörn (Bjössi).
Meðfylgjandi grein er birt hér
aftur vegna meinlegrar villu sem
var í fyrri birtingu 24. mars síð-
astliðinn. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
„Það er ekkert erfiðara en að
bíða dauðans með fullri vitund.“
Þetta var eitt af því síðasta sem
vinur minn Jón Bjarman sagði í
mín eyru. Hann vissi um hvað
hann var að tala. Æðruleysið var
ríkur þáttur í fari Jóns. En ást
hans á lífinu var of mikil til þess
að hann kæmist hjá því að óttast
dauðann. Þannig fóru saman í
honum óttinn og æðruleysið. Það
er hvorki einfalt mál að lifa eða
deyja, síst af öllu þegar mennsk-
an er mikil. Hún var einmitt aðal
Jóns.
Jón Bjarman starfaði lengi
sem fangaprestur og síðar sem
sjúkrahúsprestur. Á sjúkrahús-
um hafnar fólk af ýmsu tagi og
lítið um það að segja. En fang-
elsin hýsa olnbogabörn sam-
félagsins. Ýmsum reynist erfitt
að sýna þeim skilning og virð-
ingu. Það vafðist hins vegar aldr-
ei fyrir Jóni. Það gerði funinn í
hjartanu. Og hann vissi að við
mannanna börn getum svo sem
sperrt bringuna hvert framan í
annað. En að lokum deilum við
engu nema smæð okkar frammi
fyrir skaparanum. Samkenndin,
sem Jóni Bjarman var svo eðl-
islægt að sýna þeim er minna
mega sín, kemur víða fram í ljóð-
um hans sem og í endurminning-
um hans „Af föngum og frjálsum
mönnum“. Sú bók er hverjum
manni holl lesning.
Það er vor í lofti og styttist í
bjartar nætur hér á norðurslóð-
um. Og björt er hún sólin sem
skein fyrst við Jóni á sal í
Menntaskólanum á Akureyri
forðum tíð og fylgdi honum síð-
an. Mikið jafnræði var með þeim
hjónum, Jóni Bjarman og Hönnu
Pálsdóttur, þótt þau væru um
margt ólík. Og fögur var sú um-
hyggja er hún veitti honum þeg-
ar dimmdi að. Við fjölskyldan
vottum Hönnu, börnum og
barnabörnum okkar innilegustu
samúð. Víst söknum við góðs
drengs en óskum honum um leið
fararheilla til betri heima.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýju við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÓSKARS K. ÓLAFSSONAR,
hjúkrunarheimilinu Mörk,
áður Steinagerði 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Markar, 3-norður, fyrir einstaka
umhyggju.
Ólafur M. Óskarsson, Hólmfríður Pétursdóttir,
Rúnar Óskarsson, María Antonsdóttir,
Valdimar Ó. Óskarsson, Kristín S. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
sr. INGIMARS INGIMARSSONAR
fyrrverandi prófasts.
Ingimar Ingimarsson, Hólmfríður Svavarsdóttir,
Þorkell Ingimarsson, Gunnþóra Önundardóttir,
Björn Ingimarsson, Sigrún Óskarsdóttir,
Sigurgísli Ingimarsson, Kristín Guðjónsdóttir,
Hrafnhildur Sigurgísladóttir, Bjarni Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum
sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Erlingur Magnússon,
Guðrún Tryggvadóttir, Gunnar Guðnason,
Jóhanna Tryggvadóttir, Ferdinand Hansen,
Ingveldur Tryggvadóttir,
Guðmundur Tryggvason, Ragnhildur Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og jarð-
arför okkar ástkæra
SIGURBJÖRNS ÞORGRÍMSSONAR,
Bjössa Biogen.
Sérstakar þakkir til vina Bjössa sem stóðu
að minningartónleikum honum til heiðurs.
Jenný Sigurbjörnsdóttir, Þorgrímur Baldursson,
Atli Már Þorgrímsson, Kristín Björk Einarsdóttir,
Hekla Atladóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
KALMANS STEFÁNSSONAR
bónda í Kalmanstungu.
Bryndís Jónsdóttir,
Stefán Kalmansson, Kristín Finndís Jónsdóttir,
Kristín Kalmansdóttir, Marcelo Audibert,
Jón Ásgeir Kalmansson, Ástríður Stefánsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móðursystur
minnar,
SIGURLAUGAR JÓHÖNNU
JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Droplaugarstaða fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sjöfn Jóhannesdóttir.