Ný saga - 01.01.1996, Side 33

Ný saga - 01.01.1996, Side 33
Torfi H. Tulinius Guðs lög í ævi og verkum Snorra Sturlusonar IÞorgils sögu skarða segir frá því er Finnbjörn Helgason, bandamaður For- gils og Gissurar Þorvaldssonar, vænir Hólabiskup um að vera hallur undir þá sem höfðu tekið þátt í Flugumýrarbrennu tveimur árum fyrr:' Um sum illvirki þeirra er sumum mönnum eigi tvímælislaust, hvárt þér munið þurrt hafa um setið allar vitundir, en það vitu all- ir, að brennuvargar eru rækastir gervir bœði í guðs lögum og manna. I fljótu bragði mætti ætla að Finnbjörn sé að vísa til almenns siðgæðis kristinnar trúar þeg- ar hann nefnir „guðs lög“, þ.e. til siðalögmála sem búa að baki fordæmingu brennuvarga í lögum. Næsta víst er þó að hann eigi hér við nokkuð sem menn hafa lítið leitt hugann að um Sturlungaöld, þ.e. að þá voru tvenn lög í landinu, annars vegar landslög sem samþykkt voru á Alþingi, hins vegar guðs lög sem páfi setti í Róm og giltu fyrir alla kristna menn. Skyldu kirkjunnar menn reyna eftir megni að fá leikmenn til að virða kanónísk lög, eins og þau eru kölluð, m.a. með því að breyta lögum sínum til samræmis við þau. í þessari grein verður því haldið fram að þekking á kanón- ískum rétti geti varpað nýju ljósi á athafnir ís- lenskra höfðingja á 13. öld auk þeirra bók- mennta sem þá voru settar saman. Tveimur árunt áður en Finnbjörn lét áður- nefnd orð falla, hafði það verið samþykkt í Lögréttu 1253 að guðs lög skyldu ráða ef þau greindi á við landslög.2 Pessa samþykkt ber að skoða í ljósi átaka sem geisað höfðu með hlé- um frá því Þorlákur helgi reyndi að ná for- ræði yfir eignum kirkjunnar með litlum ár- angri, og tóku sig aftur upp þegar Guðmund- ur Arason var kjörinn biskup á Hólum 1202. Deilur hans við höfðingja snerust annars veg- ar um sjálfsforræði kirkjunnar og hins vegar rétt leikmanna til að kveða upp dóma um klerka. Höfðingjar úr leikmannastétt vildu ekki viðurkenna dómsvald biskups í mörgum málum, sem lög kirkjunnar kváðu á urn að hann skyldi dæma í. Samþykktin 1253 var því mikilvægur áfangasigur fyrir kirkjuna.3 Varla hefði hún þó hlotið brautargengi nema að á undan hefði farið löng þróun með tilheyrandi hugarfarsbreytingu. Þegar heim- ildir eru athugaðar má sjá að allar götur frá því snemma á 12. öld hafði kanónískur réttur sett mark sitt á lögin í landinu. Þannig eru ákvæði Kristinna laga þáttar Grágásar meira eða minna ættuð úr lögum kaþólsku kirkj- unnar, en hann er verk biskupanna Ketils Þorsteinssonar á Hólum og Þorláks Runólfs- sonar í Skálholti sem sátu samtíða 1122 til 1133. Enda var hann settur að ráði Össurar erkibiskups í Lundi og nutu biskuparnir að- stoðar Sæmundar fróða „og fjölmargra kenni- manna annarra“.J Skömmu eftir setningu Kristinna laga þátt- ar, eða um miðja 12. öld, hófst mikilvæg þró- un í kanónískum rétti suður í Evrópu. Þá tók Gratíanus nokkur, munkur og kennari í Bol- ogna, sem þá var miðstöð lögfræði í álfunni, sér fyrir hendur að safna saman og skipa í kerfi miklum fjölda samþykkta, fyrirskipana og reglna sem settar höfðu verið af páfum frá upphafi kristindóms. Með því vonaðist hann til að geta leyst úr sýnilegu ósamræmi kanón- ísks réttar, enda nefndi hann verk sitt Concor- dantia discordantium canonum, eða Samrœm- ing ósamhljóða laga. Oftast er verkið nefnt Þá voru tvenn lög ílandinu, annars vegar landslög sem samþykkt voru á Alþingi, hins vegar guðs lög sem páfi setti í Róm og giltu fyrir alla kristna menn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.