Ný saga - 01.01.1996, Síða 6

Ný saga - 01.01.1996, Síða 6
En þegar Werner Gerlach tók við starfi aðalræðismanns vorið 1939, urðu þeir óákveðnu að gera upp hug sinn gagnvart Nasistaflokknum Snorri G. Bergsson Fangamir á Mön —wr ð morgni 10. maí 1940 stigu breskir #■+■1 hermenn á land í Reykjavík. Við her- J-—nám Breta varð ísland að hernaðar- mikilvægu svæði og lá því ljóst fyrir, að her- námsliðið þyrfti að grípa til aðgerða gegn Pjóðverjum, einkum nasistum, sem kynnu að vera hér á landi. Leyniþjónusta breska flotans taldi víst, að hér á landi væri starfrækt öflugt njósnanet Pjóðverja undir stjórn Werners Gerlachs ræðismanns. Humphrey Quill majór fékk það hlutverk að „uppræta“ slíka starf- semi og handtaka þýska ríkisborgara á ís- landi. Pór Whitehead prófessor segir svo frá: I flotaleyniþjónustunni hugsuðu menn sér gott til glóðarinnar, þar sem hernema ætti ísland. Loksins gætu þeir tekið ómakið af íslendingum og tætt sundur njósna-, fjar- skipta- og birgðanet Þjóðverja í landinu... Verkefni hans [Quills] væri að handsama Gerlach, starfslið hans og aðra Þjóðverja búsetta á íslandi og „smala saman vara- áhöfnum [þýskra] kafbáta“.' Upplýsingar flotaleyniþjónustunnar um starf- semi Þjóðverja á íslandi voru þó aðeins að hluta til réttar. Vissulega stóð Werner Gerlach að ólöglegum fjarskiptum með leyni- legri sendistöð, en aðrar upplýsingar Breta voru á litlum rökum reistar. Bretar ofmátu því áhrif þýskra nasista og starfsemi „fimmtu herdeildar“2 Þjóðverja á íslandi. „Fimmta herdeildin“ í lok apríl 1940 tók útlendingaeftirlitið í Reykjavík saman skrá um þýska þegna sem búsettir voru á íslandi. Reyndust þeir vera 119 talsins auk 27 Gyðinga sem misst höfðu þýskt ríkisfang sitt. Einnig voru undanskildir skipbrotsmenn, sjúkir farmenn og nokkrir aðrir Þjóðverjar sem dvöldust hér um stund- arsakir. Samtals höfðu 213 Þjóðverjar og þýskir Gyðingar skráða viðveru á íslandi, en aðeins um 30 þeirra voru komnir hingað fyrir 1935.3 Meðal Þjóðverja á íslandi voru skiptar skoðanir á nasistastjórn Adolfs Hitlers. Hinn 1. mars 1934, rúmu ári eftir valdatöku nasista í Þýskalandi, var íslandsdeild Nasistaflokks- ins (Ortsgruppe) stofnuð í Reykjavík, en fyrst í stað voru flokksfélagar fáir og líkast til hafði enginn þeirra tilheyrt flokknum fyrir 1933. Næstu árin bættist nasistum smám saman fylgi og nokkuð margir Þjóðverjar á íslandi höfðu gengið í raðir Nasistaflokksins á vor- dögum 1935. Gyðingar, pólitískir flóttamenn frá Þýskalandi og nokkrir „germanskir“ Þjóð- verjar létu sér þó fátt um nasista finnast, enda var þáverandi aðalræðismaður Þýskalands, dr. Gúnther Timmermann, mun áhugasamari um fuglalíf Islands en nasíska áróðursstarf- semi. Merkilegt er að frá vordögum 1935 og til ársins 1939 voru nær einu nýliðar flokksins úr hópi nýkominna Þjóðverja. En þegar Werner Gerlach tók við starfi að- alræðismanns vorið 1939, urðu þeir óákveðnu að gera upp hug sinn gagnvart Nasistaflokkn- um.4 Gerlach var enginn venjulegur stjórnar- erindreki. Hann var foringi í SS-sveitum nas- ista og vel kunnugur mörgum af leiðtogum Þýskalands. Ræðismaðurinn skyldi reka áróður nasista á íslandi, bæði meðal íslend- inga og Þjóðverja, og verja Þriðja ríkið óhróðri andstæðinga þess. Einnig var honum gert að senda veðurskeyti og aðrar mikilvæg- 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.