Ný saga - 01.01.1996, Side 36

Ný saga - 01.01.1996, Side 36
Torfi H. Tulinius Meðferð Snorra á frásögninni sýnir þó að hann hafði fullan skiining á þessu ákvæði kanónísks réttar, jafnvel þótt það sé ekki í Grágás ir að Ólafs saga var samin. í mannhelgisbálki þeirra er kveðið á um að sá sem brýtur friðinn í páskavikunni skuli greiða tvöfalda sekt á við þann sem það gerir á venjulegum degi.18Hins vegar er greinilegt að sá sem setti saman Helgisöguna af Ólafi þekkti einnig páskafrið- inn. Par er einnig sagt frá Selsbana og þar er enn ljósara að fordæming Ólafs byggir á kristnum lögum: Konongrenn kveðr þenna mann sva mik- inn glœp hava gorvan, at ækci mætte hann frið hava, „braut fyst mitt boð oc nu drap hann þenna mann a sva hæilagre tið. Oc þo at þat se litils vært, at bloðet stock a mik oc a matenn, þa man ek æigi grið geva; firir þui ai þat er æigi rett, at hægna æigi slica luti, er kristnini er sva miok raskat.“19 Snorri og höfundur Helgisögunnar virðast styðjast við sömu glötuðu heimild, þar sem hugmyndin um páskafriðinn virðist þegar hafa verið fyrir hendi, enda var hún þá orðin gömul. Meðferð Snorra á frásögninni sýnir þó að hann hafði fullan skilning á þessu ákvæði kanónísks réttar, jafnvel þótt það sé ekki í Grágás. Hann tekur fram að atburðurinn eigi sér stað á fimmta degi páska en ekki á helgara degi, en svo nákvæmur er höfundur Helgisög- unnar ekki. Auk þess nefnir hann orðið „páskafrið" sem kemur heldur ekki fyrir í frá- sögn hennar. Loks lætur hann Ólaf segja að hann bryti sjálfur lög ef hann þyrmdi Ásbirni, sem sýnir að hann er að hugsa um lög en ekki siðalögmál, eins og hugsanlega mætti ráða af frásögn Helgisögunnar.20 Guðs lög í Eglu Langflestir atburðir Egils sögu gerast fyrir komu kristni til Norðurlanda og því kann að koma á óvart að leitað sé þar að áhrifum kanónísks réttar. Þess ber þó að gæta að sag- an er samin af kristnum mönnum, og þótt hún byggi vafalítið að einhverju leyti á arfsögnum um Egil á Borg, eru þær túlkaðar af kristnum höfundi á 13. öld sem hefur aukið miklu við munnlegar frásagnir.21 Veigamikill þáttur í at- burðafléttu sögunnar er sagan af brúðarráni Bjarnar Brynjólfssonar, föður Ásgerðar, eig- inkonu Egils, og afleiðingum þess fyrir réttar- stöðu hennar, en af henni sprettur deila Egils við Eirfk blóðöx löngu síðar. Pað sem á eftir fer bendir til þess að öll sú atburðaflétta hafi verið samin með hliðsjón af vissu ákvæði guðs laga sem vitað er um að var tilefni átaka milli kirkju og höfðingja í álfunni einmitt á þeim árum sem Egils saga er talin hafa verið sett saman.22 Sé þetta rétt styrkir það þá skoðun að sagan sé fyrst og fremst hugarsmíð höf- undar frá 13. öld og varpar einnig nýju ljósi á það hvernig hún endurspeglar og túlkar veru- leika íslenskra höfðingja á Sturlungaöld. í 32. kafla Eglu er sagt frá ungum manni í Noregi, Birni Brynjólfssyni, sem fær ást á Þóru hlaðhönd, biður hennar en er synjað ráðahagsins af bróður hennar, Eóri hersi. Hann rænir henni og gerir til hennar brullaup. Hann er gerður útlægur og flýr til íslands þar sem þeim fæðist dóttir. Fyrir milligöngu Skalla-Gríms er sæst á málið, ráðahagurinn hlýtur samþykki Póris, heimanfylgja Þóru er greidd út en dóttirin, Ásgerður, leidd til arfs eftir foreldra sfna. Þau snúa aftur til Noregs en Ásgerður verður eftir og elst upp á Borg. Mörgum árum seinna heldur Berg-Önundur, eiginmaður dóttur Bjarnar af seinna hjóna- bandi, því fram að Ásgerður sé óskilgetin, vegna þess að móður hennar var rænt og hún ekki föstnuð að frændaráði eins og lög gera ráð fyrir. Pví tekur hann til sín allan arf eftir Björn. Egill og Arinbjörn sækja málið á grundvelli sáttar Björns og Póris, en í henni var áskilið að Ásgerður væri til arfs leidd eft- ir föður sinn.23 Konungur leggst á sveif með Berg-Önundi. Egill rís upp gegn óréttlátum konungi, drepur Berg-Önund og marga vini konungs og loks son hans Rögnvald. Til er hugtak í kanónískum rétti sem nefn- ist legitimatio per subsequens parentum con- iugium, en í því felst að börn fædd utan hjóna- bands öðlast sama rétt til arfs og skilgetin börn eftir giftingu foreldra þeirra. Pað er í Liber extra frá 1234, en byggir þar á páfaúr- skurði sem var 60 árum eldri.24 Vitað er af snarpri deilu út af þessu ákvæði 1235. Þá reyndi biskupinn í Lincoln á Englandi að framfylgja stefnu páfa og fá þennan rétt við- urkenndan í landslögum en mætti ríkri and- stöðu konungs og háaðals sem vildu tak- marka erfðaréttinn sem mest til að fyrir- byggja að ríki þeirra skiptust milli margra erf- 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.