Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur sagt að hann útiloki ekki þann möguleika að senda uppreisnarmönnum í Líbíu vopn til að steypa einræðisstjórn landsins af stóli. Stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa einnig léð máls á þessum möguleika en a.m.k. þrjú ríki, sem taka þátt í lofthernaðinum í Líbíu – Danmörk, Noregur og Belgía – leggjast gegn því að upp- reisnarmönnunum verði send vopn. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst telja að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 17. mars heimilaði vopnasendingar til líbísku uppreisnarmannanna. William Hague, utanríkisráðherra Bret- lands, tók í sama streng og sagði að ályktunin heimilaði „aðstoð við fólk til að gera því kleift að verja sig við sérstakar aðstæður“. Breskir fjölmiðlar höfðu eftir sér- fræðingum í þjóðarétti að slík aðstoð kynni að vera brot á ályktun öryggis- ráðsins frá 26. febrúar um bann við sölu vopna til Líbíu. „Bannið virðist ná til allra í átökunum og þar af leið- andi er ekki hægt að sjá uppreisnar- mönnunum fyrir vopnum,“ hafði The Guardian eftir Philippe Sands, pró- fessor í þjóðarétti við University College í London. Stjórnvöld í Frakklandi og á Ítalíu telja að ályktunin, sem heimilar „all- ar nauðsynlegar aðgerðir“ til að vernda íbúa Líbíu, leyfi ekki vopna- sendingar til uppreisnarmannanna. „Ég minni á að þetta er ekki hluti af ályktun SÞ – sem við Frakkar hvik- um ekki frá,“ sagði Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands. Hann bætti þó við að Frakkar léðu máls á viðræðum við bandamenn sína um að vopna uppreisnarmenn- ina. „Við erum ekki í Líbíu til að vopna fólk, heldur til að vernda fólk,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastóri NATO. Stjórnvöld í Belgíu, Danmörku og Noregi tóku í sama streng. Örlar á al-Qaeda Hillary Clinton viðurkenndi að bandarísk stjórnvöld vissu ekki nógu mikið um byltingarráð uppreisnar- mannanna í Líbíu. James Stavridis, aðmíráll og yfirmaður herafla NATO, sagði að í leyniþjónustu- gögnum kæmu fram óljós merki um að al-Qaeda eða Hizbollah ættu full- trúa í byltingarráðinu og rannsaka þyrfti það betur. The New York Times hefur eftir Bruce O. Riedel, bandarískum sér- fræðingi í málefnum Mið-Austur- landa, að ekki sé vitað hversu margir uppreisnarmannanna komi úr röðum íslamskra öfgamanna. „Spurningin sem við getum ekki svarað er þessi: Eru þeir 2% uppreisnarmannanna, 20%, eða jafnvel 80%?“ Ljá máls á því að senda vopn Reuters Vilja vopn Uppreisnarmenn fagna á brynvagni sem þeir náðu af liðsmönnum Gaddafis í bænum Ajdabiyah. Öryggissveitir Gaddafis sneru vörn í sókn í gær og náðu þremur bæjum á sitt vald, Ras Lanuf, Uqayla og Brega.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi útiloka ekki þann möguleika að vopna upp- reisnarmenn í Líbíu  Sérfræðingar í þjóðarétti telja slíka aðstoð geta verið brot á vopnasölubanni SÞ Tvíeggjað sverð » Þeir sem leggjast gegn vopnasendingunum segja þær geta orðið til þess að vestrænu ríkin dragist inn í langvinnt borgarastríð í Líbíu. » Bandaríkjamenn hafa slæma reynslu af því að vopna uppreisnarmenn, m.a. þegar þeir dældu vopnum í íslamista sem börðust gegn sovésku hernámi í Afganistan. Margir þeirra börðust seinna með tali- bönum gegn Bandaríkjaher. Franski heimspekingurinn Bern- ard-Henri Lévy hlýtur að teljast áhrifamesti heimspekingur heims nú um stundir eftir að hafa gegnt mikilvægu hlutverki í því að fá Nicolas Sarkozy, forseta Frakk- lands, til að samþykkja hernaðar- íhlutun í Líbíu. Lévy tók málstað uppreisnar- manna í Líbíu upp á sína arma eftir að hafa átt fund með Mustafa Abdul Jalil, leiðtoga byltingarráðs þeirra og fyrrverandi dómsmálaráðherra Líbíu. Lévy fór til Líbíu 4. mars á vegum franska blaðsins Libération, tók viðtal við Jalil og spurði hann hvort byltingarráðið gæti sent full- trúa til Parísar. „Ég hringdi í for- seta Frakklands frá Benghazi og sagði við hann: Hér er gott fólk; þessir menn hafa sömu gildi og við og deyja, hver einn og einasti, ef við leyfum Gaddafi að ljúka glæp- samlegri rökleiðslu sinni. Myndir þú samþykkja að taka á móti þeim í París og senda slátraranum sterk skilaboð?“ sagði Lévy í viðtali við Global Viewpoint Network. Nokkr- um dögum síðar fóru þrír fulltrúar byltingarráðsins í Élysée-höll til að ræða við Lévy og Sarkozy. Skömmu síðar viðurkenndi Sar- kozy byltingarráðið sem lögmæta ríkisstjórn Líbíu. Franska blaðið Le Figaro sagði að Sarkozy hefði hringt í Lévy 17. mars og sagst hafa ákveðið að beita sér af alefli fyrir loftferðabanni yfir Líbíu. Síðar um daginn samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun sem heimilaði að „öllum nauðsynlegum aðferðum“ yrði beitt til að vernda íbúa landsins, þó ekki hernámi. Brella óvinsæls forseta? Bandaríski blaðamaðurinn og Pulitzer-verðlaunahafinn Anne Applebaum veltir því fyrir sér í grein í vefritinu Slate hvort Sar- kozy hafi ákveðið að beita sér fyrir hernaðaríhlutuninni í því skyni að auka sigurlíkur sínar í forsetakosn- ingunum í Frakklandi á næsta ári. „Nicolas Sarkozy er óvinsæll vegna spillingar ríkisstjórnarinnar, vegna þess að efnahagur Frakk- lands er veikari en hann ætti að vera, vegna þess að hann og fyrr- verandi utanríkisráðherra hans veðjuðu á vitlausan hest í Túnis, og vegna þess að hann er reikull og óútreiknanlegur,“ skrifar Apple- baum í Slate. „Með því að taka af- stöðu með tilfinningaþrungnu ákalli Lévys um hernaðaríhlutun í mannúðarskyni – ákvörðun sem kom jafnvel utanríkisráðherra hans á óvart – virðist Sarkozy halda að hann geti fengið einhverja hlut- deild í glamúr heimspekingsins,“ segir Applebaum og skírskotar til þess að Lévy minnir stundum á poppstjörnu. „Sarkozy vonar aug- ljóslega að líbíska ævintýrið geri hann vinsælan líka. Þetta kemur engum á óvart. Á ráðstefnu í Bruss- el um helgina fylgdist ég með frönskum þátttakanda stæra sig af forystuhlutverki Frakka í lofthern- aðinum. Mínútu síðar var hann hjartanlega sammála því að þetta væri brella til að stuðla að endur- kjöri Sarkozy.“ Kosningabrella í boði fransks heimspekings?  Sarkozy sagður hafa beitt sér fyrir hernaði til að auka sigurlíkur sínar Reuters Spekingurinn Lévy á leið til fundar við fulltrúa líbískra upreisnarmanna. Reuters Forsetinn Sarkozy á fundi ESB. Ákveðið hefur verið að ákæra líbíska konu, Iman al-Obeidi, sem fór inn í hótel erlendra fréttamanna í Tripolí um helgina til að segja þeim að liðs- menn Muammars Gaddafis hefðu nauðgað henni. Obeidi var handtekin á laugardag eftir að hún skýrði fréttamönnunum frá því að fimmtán hermenn hefðu nauðgað henni. Talsmaður einræðis- stjórnar Gaddafis sagði að nokkrir af hermönnunum hefðu kært hana fyrir rangar sakargiftir. „Drengirnir sem hún sakaði um nauðgun hafa höfðað mál gegn henni vegna þess að það er alvarlegt lögbrot að saka menn um kynferðisglæpi,“ sagði talsmaðurinn. Óljóst er hvort konan er enn í haldi lögreglunnar í Tripolí. Einn forystu- manna líbíska byltingarráðsins segir að nákominn frændi Muammars Gaddafis sé á meðal hermannanna sem nauðguðu konunni. Hann kvaðst telja að liðsmenn harðstjórans hefðu nauðgað fjölmörgum öðrum konum í því skyni að skapa skelfingu meðal landsmanna og hræða þá frá því að rísa upp gegn einræðisstjórninni. Fórnarlambið verður ákært LÍBÍSK KONA SAKAR HERMENN UM NAUÐGUN Reuters Nauðgað Obeidi á hóteli í Tripolí. Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um Líbíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.