Morgunblaðið - 31.03.2011, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
✝ Birna Matt-hildur Eiríks-
dóttir var fædd 4.
nóvember 1937.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð
22. mars 2011. Hún
var dóttir Eiríks
Einarssonar og eig-
inkonu hans Rut-
har Ófeigsdóttur.
Foreldrarnir voru
Skagfirðingar að
upplagi, en búsett á Akureyri
þegar Birna fæðist. Nánar til-
tekið í innbænum í húsi sem
kallað var Smiðjan. Birna var
fyrsta og eina stúlkubarn for-
eldra sinna en þegar hún fæðist
eru til staðar 5 bræður á aldr-
inum fjögurra til ellefu ára. All-
ir þessir eldri bræður Birnu,
usta Sunneva Völundardóttir, f.
1985, og b) Birki, f. 1991. 2)
Björk Viðarsdóttir, f. 1962, gift
Valdimar Freyssyni, f. 1958, þau
eiga tvö börn, a) Viðar, f. 1982,
unnusta Júlía Sigurbjartsdóttir,
f. 1981, þeirra sonur er Jökull
Máni, f. 2010, og b) Sunnu, f.
1995. 3) Gígja Viðarsdóttir, f.
1964, áður gift Hirti Narfasyni,
þau eiga þrjá syni, a) Daníel
Frey, f. 1992, b) Tómas Helga, f.
1996, og c) Jakob Bjarka, f.
2003. 4) Harpa Viðarsdóttir, f.
1964, gift Þorvaldi Jónssyni,
f.1964, þau eiga þrjú börn, a)
Jón Viðar, f. 1989, unnusta Anna
Rósa Halldórsdóttir, f. 1985,
þeirra sonur er Eiður Bekan, f.
2010, b) Karen Birnu, f. 1993, og
c) Sigrúnu Stellu, f. 1994. 5)
Ruth Viðarsdóttir, f. 1970, gift
Teiti Birgissyni, f. 1969, þau
eiga þrjú börn, a) Andra Leó, f.
1993, b) Almar, f. 1996, og c)
Telmu Rut, f. 1998.
Útför Birnu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 31. mars
2011, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Stefán, Ófeigur,
Bergur, Helgi
Hörður og Óskar
eru látnir. Allir fyr-
ir aldur fram. Síðan
bætist við í hópinn
Ragnar, árið 1945
þegar Birna er 8
ára, en hann er sá
eini eftirlifandi.
Birna giftist Við-
ari Helgasyni, f.
29.8. 1938, 6. sept-
ember 1959, hann lést 17. októ-
ber 1979 aðeins 41 árs að aldri
sem var mikið reiðarslag og
náði Birna sér aldrei af því.
Birna og Viðar eignuðust fimm
börn. 1) Reynir Viðarsson, f.
1960, giftur Önnu Margréti
Björnsdóttur, f. 1962, þau eiga
tvo syni, a) Björn, f. 1984, unn-
Elsku mamma ég kveð þig
með söknuði. Ég er þakklát
fyrir að hafa verið hjá þér og
haldið í höndina á þér þegar þú
kvaddir þennan heim. Þá sólar-
hringa sem ég vakti yfir þér í
lokin varð mér hugsað aftur í
tímann. Öll kvöldin sem við
spiluðum á spil, þar var haldið
vel utan um stigin enda báðar
miklar keppnismanneskjur.
Sunnudagarnir sem við bökuð-
um köku til að eiga þegar Hús-
ið á sléttunni byrjaði og við
grétum saman yfir. Það er
margs að minnast og eins og
hjá flestum eru bæði góðar og
slæmar minningar. Veikindi
þín reyndust mér erfið eins og
þér en eftir á hafa þau styrkt
mig.
Ég er fegin að nú ertu kom-
in til pabba og allra hinna sem
þú hefur misst og þeir eru ófá-
ir. Eftir að ég varð fullorðin
skildi ég betur hvað lífið lagði
miklar byrðar á þig. Þú varðst
ung ekkja og misstir 3 bræður
og móður á svipuðum tíma.
Varðst ein með 5 börn og
þurftir samt að fara út að
vinna í fjölskyldufyrirtækinu
sem hefur verið mjög erfitt
enda hafði líf þitt snúist um
húsmóðurstörfin og barnaupp-
eldi. Á þessum tíma saumaðir
þú á okkur öll föt og gerðir
heimsins bestu sósur. Heimili
okkar var glæsilegt og garð-
urinn verðlaunagarður. Þú
varst hrókur alls fagnaðar í
veislum og komst vel fyrir þig
orði. Ég gleymi heldur aldrei
þegar ég fylgdist með þér og
dáðist þegar þú tókst þig til
fyrir Systrakvöld í Frímúrara-
húsinu sem var orðið eina
skemmtunin sem þú fórst á. Þú
varst glæsileg kona.
Við vorum mikið tvær einar
þegar ég var unglingur og þú
dekraðir við mig. Þegar ég fór
að búa kunni ég ekki einu sinni
að flysja kartöflu, þú sást um
allt fyrir mig. Þegar þú fórst
til útlanda komstu færandi
hendi með margar gjafir handa
mér. Engum var ekið eins mik-
ið í skólann og mér. Þú gafst
mér Matthildi, cavalier-tíkina
mína sem tekur við öllum mín-
um tárum og veitir mér mikinn
styrk.
Eins og ég sagði við þig í
lokin, mamma, þá er ég sann-
færð um að við hittumst aftur
þegar minn tími kemur. Nú
ertu laus við erfiði og þján-
ingar sem einkenndu síðustu
árin þín og síðast en ekki síst
komin til pabba. Ég enda hér á
ljóði eftir einn af þínum uppá-
haldshöfundum, Stein Steinar.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð
nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt
mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Takk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Ruth.
Í dag kveðjum við tengda-
móður okkar í hinsta sinn, en
hún Birna er farin og það er
okkar vissa að það var vel tek-
ið á móti henni er hún mætti í
sumarlandið.
Birna var mikil baráttukona
á mörgum sviðum og hún
þurfti snemma í sínu lífshlaupi
að takast á við erfiða hluti.
Hún varð ekkja 42 ára og í
framhaldi missti hún tvo af
bræðrum sínum og móður á
stuttum tíma, þetta átti eftir
að setja mikinn svip á líf henn-
ar, sérstaklega makamissirinn.
Birna var fylgin sér og
fylgdist vel með öllu heima,
svo og á vinnustað sínum, en
það fóru fáir þaðan út án þess
að hún væri búin að skoða
hvað þeir voru að gera, og ef
henni fannst eitthvað óljóst þá
komst viðkomandi ekki í burtu
fyrr en málið var komið á
hreint.
Birna var mikill sjálfstæð-
ismaður og þoldi illa að það
væri sett út á flokkinn, hún
varði hann en síðustu árin sem
hún hafði heilsu til var hún far-
in að tala um flokkinn á annan
hátt, henni fannst hann hafa
tapað gildum sínum.
Birna var höfðingi heim að
sækja, alltaf nóg að bíta og
brenna og hún sá vel um sína.
Fyrir um tíu árum síðan
veiktist Birna svo að hún gat
ekki séð um sig sjálf og var á
dvalarheimili eftir það til
dauðadags.
Birna var traust manneskja
og stóð við orð sín sem sást
best er hún gerði samkomulag
við Viðar, elsta barnabarn sitt,
um jólin en hann eignaðist
barn 30. des síðastliðinn. Þau
sömdu um það að hún mætti
ekki fara fyrr en hann hefði
komið með barnið til hennar.
Þau hittust 13. marz og hóf
Birna heimkomu sína 15. marz.
Margt fleira mætti segja en
við kveðjum tengdamóður okk-
ar með trega, og vottum börn-
um hennar svo og ættingjum
og vinum okkar samúðarkveðj-
ur.
Valdimar Freysson
Teitur Birgisson
Þorvaldur Jónsson.
Birna Matthildur
Eiríksdóttir
HINSTA KVEÐJA
Æ, amma, hvar ertu? Æ,
ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla
eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða
fórstu út á haf?
Eða fórstu til Jesú í sæl-
unnar stað?
(Höf. ók.)
Bless, elsku amma, það
er gott að þú ert komin til
afa og finnur ekkert til
lengur.
Þín
Telma Rut.
Elsku Anna
Björk okkar. Nú ert þú horfin á
nýjar lendur himinhvolfanna.
Eftir stöndum við og skiljum
hvorki almættið né örlögin.
Engan veit ég traustari vin en
þig, enga konu jafn bjartsýna,
duglega og áræðna til ýmissa
hluta. Við kynntumst í MR, sát-
um saman og vinaböndin voru
órjúfanleg, þó langt væri oft á
milli okkar varstu samt svo
nærri. Óumbreytanleg vináttan
veitti okkur öryggi og skjól á
stundum erfiðum tímum. Þú
varst einn af mínum helstu
verndarenglum í tilverunni og
það sem virtust stundum vera til-
viljanafundir voru mín björgun
þegar öldur lífsins risu hátt. Eftir
á er mér óskiljanlegt af hverju
við hittumst nákvæmlega þá en
Anna Björk
Magnúsdóttir
✝ Anna BjörkMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. apríl 1961. Hún
lést á heimili sínu í
Þingholtsstræti 30
21. mars 2011.
Útför Önnu
Bjarkar var gerð
frá Dómkirkjunni
28. mars 2011.
svona var þetta. Ef
ég á að lýsa þér með
fáum orðum er það
reisn, hógværð, fág-
un og virðing sem
standa hæst. En þú
varst líka kraftmik-
il, lífsglöð nærgætin
og ráðagóð. Þú
varst vinur minn og
Steinþórs og
barnanna og heim-
sóknir þínar til okk-
ar í Noregi voru yndislegar þar
sem þú byggðir snjóhesta í garð-
inum fyrir strákana og skrafað
var um heima og geima fram á
nótt. Þú barst þinn harm í hljóði
og barðist við illkynja sjúkdóm
sem læknir og vildir ekki leggja
álagið á aðra. Þegar ég heimsótti
þig var þér alltaf efst í huga líf
annarra þar sem ekkert bjátaði á
en ekki þín barátta við ofureflið.
Þú varst vinur vina þinna og þeir
eru margir sem bera harm eftir
þinn dag. Martin var eins og
klettur við þína hlið í veikindun-
um. Tryggð hans verður ekki tjáð
með orðum.
Orðin duga ekki til þegar þú
ert horfin. Við samhryggjumst
Martin, foreldrum þínum og ætt-
ingjum og stórum vinaskara víðs-
vegar að úr heiminum. Ég veit
við hittumst aftur hinum megin
og ég mun minnast þín á meðan.
Elsku vinur, veröld hrynur,
vélráð yfir okkur dynur.
Horfin ertu hinum megin.
Harmur, öll við erum slegin. Lýsir
áfram ljósið skæra.
Logi þinn mun framtíð næra.
Þú varst fögur yst og innst,
engin betri í veröld finnst.
Hjartað ei nú huggast lætur,
hugsar margur einn og grætur.
Minninguna ei máir stund,
mætust seinna í grænum lund.
Guðrún Hreinsdóttir.
Anna Björk mín.
Nokkrar línur ljóðskáldsins
Wislawa Szymborska úr ljóðinu
„Möguleikar“, lesnar með mjúkri
röddu þinni, koma í huga minn.
„Helst kvikmyndir“
Svo margar kvikmyndir, bæk-
ur, sýningar og tónleikar sem við
upplifðum saman. Þar á meðal
Milano, La Scala, Daniel Bar-
enboim að stjórna East-West
Orient Orchestra þar sem við
fengum tvo síðustu miðana.
„Helst kettir“
Þú fluttir frá heimili þínu í
Malmö hingað til mín til Lundar
þar sem þú dvaldir með Kizia,
svarta og hvíta kettinum og pass-
aðir hann meðan ég var í skíða-
ferð. Í eina viku var hurðin út í
garð alltaf opin ef ske kynni að
kisi þyrfti að komast óhindraður
út og inn. Þetta var í febrúar.
„Heldur þykir mér vænt um
fólk en ég elski mannkynið“
Ég þekki bara eina manneskju
sem þér líkaði ekki við. Þetta var
manneskja sem særði mig.
„Helst hef ég nál og þráð við
hendina“
Þetta var ætíð. Allar gjafir
sem þú gafst voru pakkaðar inn í
handsaumaðan poka, efni og litir
valdir af mikilli natni, ég á þá alla
í fórum mínum, þeir koma mér í
hátíðarskap og minna mig á jól
og afmæli.
„Helst fer ég nokkru fyrr“
Þetta er eina setningin í ljóð-
inu sem passar engan veginn við
þig. Enda sagðirðu við aðra vin-
konu okkar, Ann, að „Tíminn og
ég eigum enga samleið“.
Og núna, í fyrsta skiptið, ferðu
of snemma.
En þú verður ávallt í hjarta
mér.
Þín vinkona,
Lucyna, ásamt fjölskyldu og
vinum í Póllandi og Svíþjóð.
Anna Björk Magnúsdóttir
nam háls-, nef- og eyrnalækning-
ar við háls-, nef- og eyrnadeild
Sjúkrahússins í Helsingborg og
Háskólasjúkrahúsið í Malmö og
Lundi í Svíþjóð.
Á námstímanum var hún um
tíma á radd- og talmeinafræði-
deild þar sem hún fékkst við
vandamál tengd rödd, máli, tali
og kyngingarerfiðleikum. Þetta
fag vakti áhuga Önnu Bjarkar en
í þeim fræðum samtvinnast
læknisfræði og húmanísk vísindi.
Árið 2002 hlaut hún sérfræðirétt-
indi í greininni. Anna Björk hafði
mikla faglega dómgreind auk
þess að vera handlagin og því
reyndist henni auðvelt að sam-
tvinna raddbætandi aðgerðir og
meðferð taugasjúkdóma í radd-
og talfærum.
Eftir að hún flutti heim til Ís-
lands hóf hún störf á háls-, nef-
og eyrnadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. Þar markaði
hún sér stöðu sérfræðings í radd-
og talmeinum (Phoniatry), fyrst
íslenskra lækna. Þökk sé Önnu
Björk eru radd- og talmein nú
viðurkennd sérgrein innan lækn-
isfræði á Íslandi.
Félagsleg færni og opinn hug-
ur gerðu henni mögulegt að
byggja upp viðamikið faglegt
tengslanet. Anna Björk var virk-
ur meðlimur í Félagi sænskra
sérfræðilækna í radd- og tal-
meinum (Svensk Foniatrisk fö-
rening). Hún var alþjóðlega við-
urkennd og var kosin í stjórn
Evrópusamtaka sérfræðilækna í
radd- og talmeinum (Union of
European Phoniatricians). Þá
var hún einn af stofnendum Nor-
rænu raddverndarsamtakanna
(Nordic Ergonomic Voice Gro-
up).
Til að auka og viðhalda sér-
fræðiþekkingu sótti hún fjölda al-
þjóðlegra vísindaráðstefna í sinni
sérgrein. Hún skipulagði skand-
inavíska ráðstefnu sérfræði-
lækna í radd- og talmeinum og
ársfund Félags sænskra sér-
fræðilækna í radd- og talmeinum
í janúar 2009.
Síðastliðin þrjú ár hefur Anna
Björk verið einn af skipuleggj-
endum XXVI Congress of UEP
sem haldin verður í Lundi í Sví-
þjóð í maí 2011. Þrátt fyrir veik-
indi vann hún að undirbúningi
ráðstefnunnar af miklum eld-
móði.
Anna Björk var sérstaklega
hæfur sérfræðingur í sínu fagi.
Hún tileinkaði sér stöðugt nýj-
ungar á sviði vísinda, greininga
og meðferðar. Hún sýndi sjúk-
lingum sínum áhuga, góðvild,
samkennd, samúð og þolinmæði.
Í vinnu sinni sýndi hún mikla
hæfni, frjóa hugsun og gafst aldr-
ei upp við að leita leiða til að varð-
veita heilsu og líf sjúklinga sinna.
Hún var dyggur samstarfs-
maður, virt og dáð af kollegum og
öðru starfsfólki. Hún varð per-
sónulegur vinur margra sam-
starfsmanna á háls-, nef- og
eyrnadeildinni í Lundi og hélt
góðu sambandi við þá eftir að hún
flutti til baka til Íslands.
Sérfræðilæknar í radd- og tal-
meinum um allan heim, þó sér-
staklega í Svíþjóð og Lundi, sam-
einast í dag í djúpri sorg eftir
fráfall Önnu Bjarkar Magnús-
dóttur, dáðs félaga og vinar.
Fyrir hönd Union of European
Phoniatricians og Svensk Foni-
atrisk förening og starfsfélaga í
Lundi,
Roland Rydell.
Menn bregðast misjafnlega við
þegar þeim berst andlátsfregn.
Þegar sonur minn frétti að Anna
Björk vinkona mín væri dáin, brá
honum en sagði svo: „Hún sem
var svo ótrúlega góð.“ Þannig
held ég að við minnumst hennar
flest.
Ég kynntist Önnu Björk fyrst í
menntaskóla. Hún lét lítið á sér
bera, var hæglát en fór samt ekki
fram hjá neinum, falleg sem hún
ávallt var. Ég get vel ímyndað
mér að hún hafi snert strengi
rómantískra skólapilta sem
kannski sáu í henni Íslandssól
eða álfadrottningu Jónasar.
Leiðir okkar Önnu Bjarkar
lágu aftur saman í læknadeild og
báðar fórum við í sérnám til Sví-
þjóðar. Anna Björk fór í háls-,
nef- og eyrnalækningar, fyrst í
Helsingjaborg og síðar í Lundi.
Einbeitni, marksækni og sam-
viskusemi ásamt hlýju og virð-
ingu fyrir öllu lifandi gerði hana
að góðum lækni. Hún sinnti jafn-
framt vísindastörfum en það er
til marks um geðslag hennar að
örlög tilraunadýranna á rann-
sóknarstofunni létu hana ekki
ósnortna. Í Lundi eignaðist hún
marga góða vini sem sendu henni
blóm og kampavín þegar hún hélt
uppá fertugsafmælið sitt í Prag
og héldu henni kveðjuveislu þeg-
ar hún flutti aftur til Íslands. Þau
syrgja hana nú.
Að við Anna Björk skyldum
vera hvor í sínum landshlutanum
í þessu stóra landi kom ekki í veg
fyrir að við styrktum vinaböndin,
enda setti hún fjarlægðir aldrei
fyrir sig. Það var á þessum árum
sem leshringurinn okkar var
stofnaður og þegar tækifærið
gafst var gripið í badminton-
spaða eða skokkað, svo var
drukkið te og málin rædd. Það
stóð þó aldrei annað til en að
Anna Björk sneri aftur heim. Er-
lendis fannst henni erfitt að vera
fjarri foreldrum sínum. Hún
saknaði líka íslensku náttúrunn-
ar og sérstaklega fjallanna. Sem
dæmi um hvað fjöllin heilluðu
hana ferðaðist hún eina helgina
einsömul um 1200 km leið norður
í þjóðgarðinn Sarek og gekk upp
á topp Kebnekaise, hæsta fjalls
Svíþjóðar.
Þegar tími heimferðarinnar
rann upp kom Martin Johansson
og ástin inn í líf hennar. Anna
Björk naut hamingjunnar og
geislaði sem aldrei fyrr. Þau
Martin voru samferða uppfrá því,
hvort sem var á hlaupum yfir
Eyrarsundsbrúna, á skíðum á
Eyjafjallajökli eða uppá á tæpan
6000 m háan topp hins magn-
þrungna eldfjalls Cotopaxi. Í
þeirri þrekraun sem nú er að baki
stóð hann við hlið hennar sem
klettur veitandi bæði stuðning og
skjól.
Anna Björk unni fuglunum
sem sóttu í félagsskap hennar í
gróðursælum garðinum við
Brekkubæ. Því finnst manni að
það hafi ekki verið nein tilviljun
að dauðvona svanur valdi sér
grasblettinn hennar sem sinn síð-
asta áfangastað sumarið sem leið.
Nú syngja vorfuglarnir yfir
moldum vinu sinnar.
Við Þórhallur vottum foreldr-
um Önnu Bjarkar, Martin og
vinahópnum hennar trygga okk-
ar dýpstu samúð.
Sif Ormarsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Brautarholti,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
laugardaginn 26. mars.
Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á MS-félagið, sími 568 8620.
Guðríður Svala Haraldsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Alda Rut Sigurjónsdóttir,
Daníel Ingi Haraldsson, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir,
Halldór Friðrik Haraldsson, Arna Pálsdóttir,
Katrín Lilja Haraldsdóttir, Reynir Sigursteinsson,
Guðrún Birna Haraldsdóttir, Gísli V. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.