Morgunblaðið - 31.03.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
✝ Marinó Einars-son var fæddur
í Reykjavík 3. des-
ember 1961. Hann
lést á Filippseyjum
26. janúar 2011.
Foreldrar hans
voru Sólveig Þór-
hildur Helgadóttir,
f. 25. júní 1928, og
Einar Jóhannsson,
f. 5. september
1926, d. 23. sept-
ember 1989. Bróðir Marinós er
Rögnvaldur, f. 21. júní 1966.
Marinó ólst upp í Hafnarfirði
og gekk þar í skóla. Hann hélt
ungur til sjós og
starfaði lengi sem
sjómaður.
Fyrir um það bil
áratug flutti Mar-
inó til Noregs og
stundaði þar meðal
annars sjó-
mennsku, þar til
hann lenti í alvar-
legu vinnuslysi.
Seinustu árin bjó
Marinó á Filipps-
eyjum. Marinó var ókvæntur og
barnlaus.
Bálför Marinós hefur farið
fram á Filippseyjum.
Það er sagt um börn að þau séu
bráðþroska ef þau leika blindandi
á píanó eða taka heljarstökk aft-
urábak um það leyti sem þau
hefja skólagöngu sína. Um Mar-
inó heitinn Einarsson er einnig
hægt að segja að hann hafi verið
einstaklega bráðger, þótt það
væri ekki á ofangreindum sviðum.
Hann ólst upp í Hafnarfirði og
kornungur var hann kominn upp
á kant við skólakerfið. Um svipað
leyti fór hann um borð í erlend
skip í höfninni, lét sig hverfa und-
ir þiljur og kom til baka klyfjaður
áfengi og sígarettum sem hann
seldi á svörtum markaði.
Marinó hélt ungur til sjós, var
lengi á togurum og hörkudugleg-
ur til allra verka. Hann var einnig
mikill sveitamaður í sér, hafði
yndi af hestum og fór stundum í
heimsókn til vinafólks síns í Mart-
einstungu í Holtum til að njóta
sveitaloftsins.
Marinó var ófeiminn að bregða
sér í allskonar hlutverk til að
skapa furðulegar kringumstæð-
ur. Þessi hlutverk lék hann án
þess að bregðast bogalistin;
stundum var hann norskur heila-
skurðlæknir og alloft var hann
skipstjóri úr Vestmannaeyjum
sem átti flugvél og flaug á henni
til Reykjavíkur til að skemmta
sér. Einn veturinn starfaði Mar-
inó sem dönskukennari í kauptúni
á Suðurlandi, þótt hann hefði
naumast lokið grunnskólanámi.
Þegar hann var spurður um þessa
kennslureynslu sína sagði hann:
„Þetta gekk mjög vel, þakka þér
fyrir, ég setti bara smá vodkalögg
á kaffibrúsann. Þetta er alveg satt
maður, hvað, trúir þú mér ekki?“
Hugmyndaflug Marinós í þess-
um efnum átti sér engin takmörk.
Eitt sinn bjó hann sem guð-
hræddur Færeyingur í Garðabæ,
með færeyska Biblíu á náttborð-
inu, en svo fréttist af honum í
Danmörku þar sem hann kyrjaði
búddabænir. Næst stundaði hann
hrossakaupmennsku, ferðaðist
um sveitir Íslands og keypti hesta
til útflutnings. Þá sló hann um sig
á bæjum, prúttaði við bændurna
og hló dátt. Allir urðu kátir: hest-
arnir fóru í utanlandsferð en
bændurnir fengu brennivín og
Viagratöflur.
Marinó var mjög lífsglaður
maður, mannblendinn, örlátur og
vinur vina sinna. Hann var fjöl-
skylduvinur okkar um 30 ára
skeið og við eigum ógrynni ótrú-
legra minninga um hann. Líklega
munum við aldrei kynnast öðrum
eins manni og honum. Heimsókn-
um hans fylgdi ævinlega hress-
andi blær; hrossahlátur, Camel-
reykur og allskonar sprell. Börn-
in okkar hændust að honum, enda
var hann einstaklega barngóður.
Hann minnti sjálfur stundum á
stórt barn, þótt hann væri hrjúfur
á yfirborðinu var hann tilfinn-
inganæmur og á viðkvæmum
stundum flóðu tárin úr augum
hans.
Seinasta áratuginn bjó Marinó
erlendis, fyrst í Noregi þar sem
hann lenti í alvarlegu vinnuslysi
og gat lítið unnið eftir það. Síð-
ustu árin bjó hann á Filippseyjum
þar sem hann veiktist hastarlega
og þurfti að taka af honum annan
fótinn. Hann lést úr hjartaslagi
26. janúar síðastliðinn.
Við söknum þín, elsku Malli.
Bara að þú kæmir í enn eina
heimsóknina í Mosfellsdalinn til
að segja okkur ævintýralegar
sögur af sjálfum þér; ótrúlegar,
ýktar, furðulegar, sannar og logn-
ar; eins og lífið sjálft.
Hvíl í friði.
Bjarki Bjarnason og Þóra
Sigurþórsdóttir.
Krumpaðir seðlar í gallabux-
um, hávær hlátur, Camel-sígar-
ettur og Mackintosh eru hlutir
sem ég tengi við Marinó. Undan-
tekningarlaust þegar hann kom í
heimsókn til foreldra minna gaf
hann okkur Mackintosh og oftar
en ekki dró hann krumpaðan seðil
upp úr gallabuxunum til þess að
gefa manni. Raunin var sú að
Marinó var sérlega barngóður og
börn hrifust af honum og ég var
þar engin undantekning.
Eitt minnisstæðasta tímabil
unglingsára minna voru sumrin
sem ég bjó hjá Marinó í Noregi
þar sem hann útvegaði mér vinnu
við að tína jarðarber. Þessi sumur
voru ólík öllum öðrum og stund-
um finnst mér eins og þau tilheyri
öðru lífi en mínu. Á þessum tíma
kynntist ég Marinó mjög vel og
fékk tækifæri til að fylgjast með
honum og taka þátt í lífi hans. Við
bjuggum á litlum og rólegum stað
en Marinó lifði þó ekki rólegu lífi
eða lét sér á nokkurn hátt leiðast.
Hann hafði alltaf eitthvað fyrir
stafni, hvort sem það var að selja
útlendingum íslenska hesta,
redda fólki vinnu, selja eldri borg-
urum ferskan fisk og sígarettur
eða fylla frystikistur fólks af mat.
Á sama tíma hleypti hann orku í
þetta litla sjávarpláss.
Ég hef heyrt þess getið að ekki
sé hægt að greina karakter frá
gjörðum og ég held að það sé satt.
Sögurnar sem tengdust Marinó
voru öðruvísi en þær sögur sem
tengjast flestu fólki. Þær voru
uppfullar af ævintýralegum uppá-
tækjum, hlutverkaleikjum og
furðulegum atburðum. Það er
ljóst að sögurnar hefðu ekki orðið
til nema vegna Marinós sjálfs.
Eftir því sem ég verð fullorðnari
átta ég mig betur á því hvað það
er mikilvægt að til sé fólk eins og
Marinó sem er tilbúið að hreyfa
við raunveruleikanum, leika sér
að hlutverkum og snúa upp á
sannleikann. Ég kveð nú fyrst og
fremst góðan vin.
Vilborg Bjarkadóttir.
Marinó Einarsson
Elsku Sigríður er
látin, hún lést á líknardeild
Landakotsspítala þriðjudaginn þ.
22. febrúar.
Hún var svo góð við mig, einu
sinni tók hún síamskött sem ég
gat ekki haft, svo hún kom hon-
um fyrir. Sigríður og sambýlis-
maður minn heitinn, Örn Helgi
Bjarnason, þekktust og voru
miklir vinir.
Einu sinni passaði hún Persí-
an-kött og allt gekk vel. Ég veikt-
ist fyrir allmörgum árum og þar
sem bróðir minn hafði gefið kött-
inn fannst mér sárt að hafa engin
dýr. Mér var gefinn köttur sem
hafði fundist bundinn á staur fyr-
ir framan Kattholt og Sigríður
tók hann inn. Ég varð glöð og
hann var góður, einu sinni fannst
kötturinn í Garðabæ og var kom-
ið í Kattholt, ég var miður mín
þar sem ég átti í veikindum og
Sigríður Svanlaug
Heiðberg
✝ Sigríður Svan-laug Heiðberg
fæddist í Reykjavík
30. mars 1938. Hún
andaðist á líknar-
deild Landakots-
spítala 22. febrúar
2011.
Sigríður var
jarðsungin 3. mars
2011.
vissi ekki hvar kött-
urinn var. Ég
hringdi til hennar
og þar var hann bú-
inn að vera hjá
henni og mikið hélt
hún upp á hann. Ég
kom og sótti hann
og sagði ég henni
farir mínar, hún
stóð þétt við hlið
mína. Ég bý í blokk
en með sérinngang,
kvartanir bárust, sumir höfðu of-
næmi, aðrir hræddir við ketti, ég
sagði að ég væri með krabbamein
og það væri lækning að hafa góð
dýr hjá sér. Pési minn átti til að
skríða inn um glugga og sérstak-
lega þar sem börn voru. Láttu
hann bara vera úti og láttu ekki
brjóta þig niður, hún stóð vel við
hlið mína. Ég fékk svo hjá henni
yndislegan kettling sem hún
hafði tekið þar sem ekki var hægt
að fóðra hann heima, svo að Pésa
leiddist ekki þegar ég væri ekki
heima. Síðast þegar ég hafði sam-
band við Kattholt var mér sagt að
hún væri veik.
Elsku hjartans Sigríður mín.
Guð blessi þig og takk fyrir allan
kærleika þinn og ég votta eigin-
manni og öllum aðstandendum
djúpa samúð.
Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
BRAGI GUÐRÁÐSSON,
Blómvangi 16,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 26. mars.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.00.
Vigdís Bragadóttir,
Stefanía Bragadóttir, Gunnar O. Sigurðsson,
Sigríður Bragadóttir, Duane Casavecchia,
Helga Bragadóttir,
Erla Bragadóttir, Hallgrímur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL HELGASON
fv. kennari á Akranesi,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
25. mars.
Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ föstudaginn
1. apríl kl. 13.00.
Már Karlsson, Fanney Leósdóttir,
Þröstur Karlsson, Anna H. Gísladóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín,
SIGURBJÖRG FINNBOGADÓTTIR,
Heiði í Ásahreppi,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfossi miðvikudaginn 23. mars, verður
jarðsungin laugardaginn 2. apríl frá Hruna-
kirkju kl. 11.00.
Tryggvi Sveinbjörnsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
ALFREÐ JÓNSSON
fyrrum bóndi Reykjarhóli,
Fljótum,
Fornósi 9,
Sauðárkróki,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
þriðjudaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 11.00.
Jarðsett verður að Barði í Fljótum.
Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir,
Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, Símon Ingi Gestsson,
Bryndís Alfreðsdóttir, Sigurbjörn Þorleifsson,
Sólveig Stefanía Benjamínsdóttir,
Jón Alfreðsson, Guðlaug Guðmundsdóttir,
Hallgrímur Magnús Alfreðsson, Guðrún Ósk Hrafnsdóttir
og afabörnin.
✝
Frænka okkar og vinkona,
BORGHILDUR SJÖFN KARLSDÓTTIR,
Bjálmholti í Holtum,
lést sunnudaginn 27. mars.
Útför hennar fer fram frá Marteinstungukirkju
í Holtum laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Aðstandendur.
✝
Okkar ástkæri
EYÞÓR ÁGÚSTSSON,
fæddur í Flatey á Breiðafirði,
búsettur í Stykkishólmi,
varð bráðkvaddur í Flatey fimmtudaginn
24. mars.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Við bendum á minningarkort Flateyjarkirkju (Guðrún Marta
Ársælsdóttir og Sigurborg Leifsdóttir).
Dagbjört S. Höskuldsdóttir,
Óskar Eyþórsson, Helga Sveinsdóttir,
Ingveldur Eyþórsdóttir,
Aðalsteinn Þorsteinsson, Helga Finnbogadóttir,
Höskuldur Þorsteinsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EBERHARDT MARTEINSSON,
Hvassaleiti 17,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
sunnudaginn 27. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 5. apríl kl. 15.00.
Marteinn Eberhardtsson, Steinunn Ragna Hauksdóttir,
Einar Eberhardtsson, Hellen S. Helgadóttir,
Karen Eberhardtsdóttir,
Hilmar Eberhardtsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞÓREY EINARSDÓTTIR
kennari,
Mávahlíð 23,
Reykjavík,
lést á krabbameinslækningadeild Land-
spítalans föstudaginn 25. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. apríl
kl. 15.00.
Smári Þórarinsson,
Örvar Þóreyjarson Smárason, Birgitta Birgisdóttir,
Vala Smáradóttir, Illugi Torfason,
Adda Smáradóttir,
Alda Örvarsdóttir og Þórey Illugadóttir.
✝
Ástkær faðir minn,
KRISTINN Ó. GUÐMUNDSSON
hrl. og fyrrv. bæjarstjóri,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sigurður Ásgeir Kristinsson.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
HEIÐBJÖRT HLÍN KRISTINSDÓTTIR
frá Litla-Garði,
Eyjafjarðarsveit,
lést mánudaginn 21. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Kjarnalundi
svo og starfsfólks Heimahlynningar.
Sigríður Benediktsdóttir, Sverrir Sverrisson,
Harry Ólafsson, Ásdís Ívarsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Þuríður Þorsteinsdóttir,
Inga Ólafsdóttir, Sveinbjörn Daníelsson,
Kristín Gestsdóttir, Sigurður Jóhannsson,
Ármann Ólafsson
og fjölskyldur.