Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Undirritaður var um tíu ára gamall þegar Duran Dur- an-æðið stóð hvað hæst. Þá skiptust menn í tvær fylk- ingar, annað hvort voru þeir Duran Duran-menn eða Wham-arar. Það þótti ekki mjög karlmannlegt að hlusta á Wham og því var gengið til liðs við Duran Dur- an. Duran Duran var alltumlykjandi á þessum tíma nýrómantíkurinnar, íslensk ungmenni með sítt að aftan og í Don Cano-galla að skaka sig við „Wild Boys“. Og núna, 27 árum síð- ar eða svo, er hljómsveitin enn að og nýjasta plata hennar, All You Need Is Love, eins og ferðalag aftur í tím- ann. Þetta er 13. hljóðversskífa sveitarinnar og býsna magnað hvað tónlistin er keimlík þeirri sem Dur- an Duran gerði á hápunkti ferils síns. Nýrómantíkin lifir vissulega þó heldur sé farið að slá í hana. Lögin eru upp og ofan, engin sem grípa við fyrstu hlustun en mörg býsna fín engu að síður og fagmannlega út- sett. Duran Duran lifir! Duran Duran - All You Need Is Now bbbnn Hárið síkk- ar að aftan Helgi Snær Sigurðsson Þegar ég tók progg- ið föstum tökum í ástríðufullum sagn- fræðirannsóknum mínum hvað popp og rokk varðar á unglingsárum heill- aði ein sveit mig upp úr skónum. Ekki var það Yes, E.L.P eða Floyd, nei það var hin skrítilega nefnda Van der Gra- af Generator. Og þá sérstaklega plöt- urnar H to He, Who Am the Only One (1970) og Pawn Hearts (1971). Geð- veikislegur saxófónninn og sú netta sturlun sem hangir yfir allri fram- vindu heillaði ungan manninn. Pete Hammill, leiðtogi Generator, fór lengra á vissan hátt en samtíðarmenn- irnir, var hugrakkari og áhættusækn- ari. Og þetta er ástæðan fyrir því að ég var ekki lengi að smella þessari nýjustu hljóðversplötu undir geislann þegar hún barst mér í fang. Og gleði- fréttirnar eru þær að Hammill er enn við sama heygarðshornið og það gerir hann án þess að hljóma staðnaður eða fortíðarfíkinn. Ef þú ert með uppskrift sem virkar, er þá einhver ástæða til að vera að hræra í henni? Ennþá sama geðveikin Van der Graaf Generator – A Grounding in Numbers bbbbn Arnar Eggert Thoroddsen Nægu púðri hefur verið eytt í fyrir- bærið Britney Spears að undan- förnu, skoðum aðeins tónlistina sem kom henni fyrir það fyrsta á kortið. Enn bíða popp- lendingar spenntir eftir nýrri plötu frá fyrrum popp- drottningunni en það kæmi mér ekki á óvart þó að þessi muni reynast síð- asti naglinn í framakistu Spears. Það er yfrið framboð af hæfi- leikaríkum poppstirnum sem gera þetta mun betur en Spears og hún og hennar fólk virðast ekki búa yfir endursköpunargaldri líkt og Ma- donna. Í raun var þetta búið fyrir tíu árum en þá kom síðasta þrekvirki söngkonunnar út, hin samnefnda Britney. Fátt hefur verið um fína drætti síðan og tvær síðustu plötur, Blackout og Circus voru fremur dræmar (Blackout þó sýnu skárri). En það er eitthvað endanlegt við Femme Fatale. Það er eins og Brit- ney sé bara ekki á staðnum, rödd hennar er fjarlæg og sjarminn sem gerði lög eins og „Oops! … I Did It Again“ eða „Toxic“ er víðsfjarri. Það er eitthvað póstmódernískt við þetta, plata með Britney Spears án þess að Britney Spears sé raunveru- lega á henni!? Her upptökustjóra fer því mikinn í að raða saman hljóm- skeiðum og tölvutöktum en melódíur og eitthvað sem væri hægt að kalla „djús“ vantar algerlega. Platan rúll- ar í gegn, köld og ópersónuleg líkt og þú sért að fylgjast með framvindu mála í gegnum einangrunargler. Maður spyr, hver er tilgangurinn þá með þessu öllu saman? Æ já, ég var búinn að gleyma. Mammon karlinn. Þessi plata er ekki beint léleg. Hún bara er ekki … Hvar í skollanum er Britney? Britney Spears – Femme Fatale bbnnn Arnar Eggert Thoroddsen Horfin Britney Spears er fjarverandi á nýjustu plötu sinni. Erlendar plötur Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri tónlistarhátíð- arinnar Aldrei fór ég suður, kynnti hátíðina á blaðamannafundi í gærdag sem haldinn var á Ísafjarðarflugvelli. Á meðan fundargestir gæddu sér á ilmandi bakkelsi frá Gamla baka- ríinu stigu nokkrir hlutaðeigandi aðilar fram og kynntu aðkomu sína að hátíðinni. Kristján Freyr Halldórsson ræddi um aðkomu tónlist- arsjóðsins Kraums að hátíðinni, en staðið verð- ur að málþingi um íslenska tónlist og hún rædd á gagnrýninn hátt. Jón Þór rokkstjóri ræddi síðan um hvernig hátíðin hefði risið upp við dogg en á tíma var útlit fyrir að hún yrði slegin af. Bæði fyrirtæki og opinberir aðilar leggja hins vegar gjörva hönd á plóg í ár svo að hátíðin verði að veru- leika. Hera Brá Gunnarsdóttir frá Íslands- stofu, sem skrifaði meistararitgerð um hátíð- ina, var fulltrúi InspiredByIceland en þau samtök sjá um að streyma beint frá hátíðinni á netið. Kamilla Ingibergsdóttir frá Útón, Út- flutningsstofu íslenskrar tónlistar, fjallaði um það erlenda fjölmiðlafólk sem sækir hátíðina og að lokum var stuðsamningurinn undir- ritaður, og lýsti Daníel Jakobsson bæjarstjóri yfir mikilli ánægju með væntanlegt samstarf. Að lokum kynnti rokkstjórinn lista yfir þá sem munu spila og eru Páll Óskar, Ensími, Ný- dönsk, Sóley, Valdimar, Grafík og Jónas Sig- urðsson á meðal þeirra 30 listamanna sem koma fram en yfir 150 hljómsveitir og lista- menn sóttu um að fá að spila. Enn er eftir að kynna tvö stór tromp. Aldrei fór ég suður í áttunda sinn  Dagskráin kynnt á Ísafjarðarflugvelli  Śér- stakur stuðsamningur gerður við Ísafjarðarbæ Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnss Reffilegir Rokkstjórinn (annar frá hægri) ásamt vöskum samstarfsmönnum sínum. Sjáðu myndband við lagið "Hold It Against Me" LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - T.V. - KVIKMYNDIR.IS KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 6, 8 og 10 NO STRINGS ATTACHED Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50 - ROGER EBERT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS KURTEIST FÓLK KL. 5.45 - 8 - 10.10 L LIMITLESS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L BIUTIFUL KL. 6 - 9 12 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI KURTEIST FÓLK KL. 6 - 8 - 10 L LIMITLESS KL. 10 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 8 12 BLACK SWAN KL. 6 SÍÐASTA SÝNING 16 -H.S., MBL -Þ.Þ., FT KURTEIST FÓLK KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L KURTEIST FÓLK LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L LIMITLESS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 L BATTLE: LOS ANGELES KL. 10.15 12 NO STRINGS ATTACHED KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 RANGO ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L RANGO ENSKT TAL KL. 3.30 L -H.S., MBL -T.V. - KVIKMYNDIR.IS -K.S.B., MONITOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.