Morgunblaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. A P R Í L 2 0 1 1
Stofnað 1913 82. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
HEIMILISSKIPTI
Í FRÍUM HAFA
FÆRST Í VÖXT
DÝRT AÐ VERA
Á LOFTLITLUM
DEKKJUM
FIMMTÁN ÁRA
ÓSIGRANDI
GLÍMUKONA
VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS FREYJUMENIÐ ÍÞRÓTTIRGRÍÐARLEG FJÖLGUN 10
Morgunblaðið/Kristinn
Kosið Verði lögum ekki breytt þarf að
kjósa meirihluta dómara í Landsdómi.
Verði frumvarp sem gerir ráð
fyrir að framlengja skipunartíma
dómara við Landsdóm ekki að lög-
um rennur kjörtímabil þeirra út 11.
maí. Frumvarpið var tekið til fyrstu
umræðu í nóvember í fyrra en
lengra komst það ekki. Ekkert ligg-
ur fyrir um hvenær það verður
næst tekið á dagskrá.
Sigríður J. Friðjónsdóttir, ný-
skipaður ríkissaksóknari og sak-
sóknari Alþingis, segir að það sé af-
ar óheppilegt, svo ekki sé meira
sagt, komi til þess að Alþingi kjósi
nýja dómendur í Landsdóm, enda
hafi meirihluti þingmanna ákveðið
að ákæra skuli Geir. »2
Kjörtímabil dómara
rennur út 11. maí
Horft til næstu viku
» Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, segir í samtali við Morg-
unblaðið í dag að ljóst sé að
kjarasamningar verði ekki
gerðir fyrr en eftir helgina.
» Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, kveðst munu
verða upptekinn vegna aðal-
fundar samtakanna í dag.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Mér finnst forkastanlegt að haft
skuli í hótunum við launafólk með
þessum hætti. Ég minnist þess ekki
að menn hafi gengið svona langt, að
ætla nánast að taka völdin af stjórn-
völdum og síðan fólkinu í landinu,“
segir Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra, spurður um þau um-
mæli á vef sínum að ólíðandi sé að
Samtök atvinnulífsins og ASÍ skuli
tengja kjaraviðræður við Icesave.
„Það hefur enginn rétt á því að
hafa í hótunum við kjósendur. Og
hvorki samtök atvinnurekenda né
verkalýðshreyfingin getur tekið sér
slíkt vald. Fólk er að reyna að vega
og meta það hvort það styðji eða
hafni Icesave-samningnum. Það læt-
ur ekki segja sér fyrir verkum.“
„Óþolandi“ afskipti
Atli Gíslason þingmaður tekur
undir sjónarmið ráðherrans.
„Þetta eru náttúrulega óþolandi
afskipti Samtaka atvinnulífsins og
ASÍ af þjóðmálum. Þetta er ekkert á
þeirra borði. Hvað gera þeir næst?
Ég hef líka alltaf sagt að Icesave
sé skilgetið afkvæmi ESB-umsókn-
arinnar. Það varð kúvending í af-
stöðu VG frá því á haustmánuðum
2008 og fram í janúar 2009. Ég kann
enga aðra skýringu á umskiptum
míns fv. flokks í málinu en þá að
ESB-umsókn væri þar í húfi. For-
ysta VG fór þessa leið í þágu stjórn-
arsamstarfs,“ segir Atli Gíslason.
MKjaraviðræður í hægagangi »2
„Forkastanlegar hótanir“
Innanríkisráðherra átelur að SA og ASÍ skuli tengja kjaramálin við Icesave
Taki með því að sér landsstjórnina Þingmaður tengir málið við ESB-umsókn
Morgunblaðið/Golli
Skilanefnd Kröfuhafar geta tafið
útgreiðslur með mótmælum.
Tryggingasjóður innistæðueigenda
og fjárfesta gæti andmælt ákvörð-
unum slitastjórnar Landsbankans
um útgreiðslur þar til Ragnars
Hall-ákvæðið svokalla verður að
fullu útkljáð fyrir dómstólum, og
tafið þannig útgreiðslur úr þrotabúi
Landsbankans. Þar með gæti hugs-
anlegur kostnaður íslenska ríkisins
aukist, verði Icesave-lögin sam-
þykkt. Að sama skapi gætu deilur
milli almennra og forgangskröfu-
hafa tafið útgreiðslur, en fyrrnefndi
hópurinn hefur hagsmuni af því að
tefja útgreiðslur, þvert á hagsmuni
hins síðarnefnda. Þetta er mat Jóns
Gunnars Jónssonar, bankamanns,
sem starfað hefur á alþjóðlegum
lánsfjármörkuðum um áralangt
skeið.
Jón Gunnar bendir á í aðsendri
grein í Viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í dag að áætlanir fjármálaráðu-
neytisins um að 40% af eignum
gamla Landsbankans verði greidd
út í ár, gætu hæglega brugðist. „Öll
óvissa um endurheimtur er almenn-
um kröfuhöfum í hag, en forgangs-
kröfuhöfum í óhag,“ segir Jón
Gunnar. »Viðskipti
Útgreiðslur gætu tafist
Segir það hagsmuni almennra kröfuhafa að tefja ferlið
Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður tíðarfarið
skrykkjótt næstu daga. Suðvestan hvassviðri í dag
með rigningu eða slyddu, vægt frost norðanlands
í nótt en hlýnandi á morgun. Vætusamt verður um
helgina og í næstu viku er spáð kólnandi veðri.
Veðurklúbburinn á Dalvík spáir páskahreti þetta
árið og að það byrji að snjóa daginn fyrir skírdag.
Þessi ungi piltur á hjóli sínu í Laugardal kærði sig
þó kollóttan um veðrið. »4
Skrykkjótt tíðarfar og páskahreti spáð
Morgunblaðið/Ómar
Portúgal hefur
sótt um neyðar-
aðstoð Evrópu-
sambandsins
vegna gífurlegs
skuldavanda
evruríkisins.
José Socrates,
sem gegnir emb-
ætti forsætisráð-
herra Portúgals
til bráðabirgða, staðfesti þetta í
gærkvöldi. Suður-Evrópuríkið
fylgir þar með fordæmi Grikklands
og Írlands en ríkin fengu risalán
hjá ESB í fyrra. Ekki er ljóst hversu
mikil aðstoðin verður en rætt var
um 80 milljarða evra, um 13.000
milljarða króna, í gær.
Portúgal óskar eftir
neyðaraðstoð ESB
Jose Socrates
Lárus Jónsson, sem hefur ára-
tuga reynslu af alþjóðlegri
samningagerð, telur að Icesave-
samningarnir við Breta og Hol-
lendinga séu ekki lögmætir, þar
sem handritaðir viðaukar á upp-
haflegum samningsdrögum séu
ekki með áritun samninganefnd-
armanna Bretlands, Hollands og
Íslands.
Lárus Blöndal, einn samninga-
nefndarmanna Íslands, segir
þetta vera ótímabærar vangavelt-
ur, þar sem „það er enginn Ice-
save-samningur undirritaður og
því er enginn samningur í gildi,“
sagði Lárus Blöndal við Morg-
unblaðið. agnes@mbl.is » 16
Greinir á um
lögmæti Icesave