Morgunblaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Frumflutningur á tveimuríslenskum dansverkumfór fram í Tjarnarbíó síð-astliðinn föstudag. Fyrra
verkið er Gibbla, eftir dansflokkinn
Darí Darí og það síðara nefnist
Steinunn and Brian DO Art; How
to be Original, eftir Steinunni Ket-
ilsdóttur og Brian Gerke.
Gibbla fjallar um örlög og er
efniviðurinn sóttur í hinn goð-
sögulega arf; Ask Yggdrasils og
örlaganornirnar þrjár, Urði, Verð-
andi og Skuld. Samkvæmt nor-
rænni goðafræði spinna nornirnar
mönnum örlög; þær spinna þræði
fyrir hverja manneskju sem fæðist
á jörðinni og ákvarða þannig allt
lífshlaup hennar. Örlaganornirnar
búa við Urðarbrunn í Ásgarði, en
Urðarbrunnur stóð við eina af
þremur rótum Asks Yggdrasils.
Örlaganornirnar vökva Ask
Yggdrasils með hvítri leðju til að
viðhalda lífskrafti hans.
Í sýningarskrá segir að verkið
sé „afrakstur samstarfs listamanna
úr mismunadi greinum þar sem
dans, tónlist og kvikmyndagerð
fléttast saman og mynda eina sam-
rænda heild“. Þetta markmið hóps-
ins tókst þó ekki til fulls. Tónlistin
var mikilvægur þáttur verksins,
hún gerði það að verkum að áhorf-
andinn dróst inn í ákveðið ástand
sem lýsti hugmyndinni á bak við
verkið mjög vel. Vel unnu víd-
eóverki var varpað á stórt tjald
sem var staðsett aftarlega á svið-
inu. En oft vantaði mikið upp á
fléttuna eða samtalið á milli hreyf-
inga dansaranna og þess sem var
að gerast í vídeóverkinu. Þrátt fyr-
ir vel útfærð hreyfiform dans-
aranna leitaði augað oft frekar á
tjaldið þar sem vídeóverkinu var
varpað, en þar er uppsetningu sal-
arins líklega um að kenna. Í heild-
ina myndaði verkið ákveðna
stemningu sem áhorfandinn dróst
auðveldlega inn í. Hugmyndinni
voru gerð góð skil, en það hefði
mátt byggja upp meiri stígandi í
framvindu verksins þar sem engan
sérstakan hápunkt var að finna í
verkinu.
Steinunn and Brian DO Art;
How to be Original var seinna
verk kvöldsins. Verkið fjallar í
grunninn um náið samstarf og
vinnuferli danslistamanna. Tog-
streituna við starf og hlutverk
listamannsins sem vinnur að því að
koma köllun sinni í form sem hon-
um sjálfum, samstarfsmönnum og
mögulegum áhorfendum geðjast
að. Baráttu listamannsins við sköp-
unargyðjuna sem getur verið mis-
langt í burtu. Áhorfandinn fær það
á tilfinninguna að dansararnir og
danshöfundarnir Steinunn og Bri-
an séu að fjalla um sjálf sig og
samstarf sitt, en þau hafa unnið
töluvert lengi saman. Þessi tilfinn-
ing gerir það að verkum að verkið
verður mjög nærgöngult og áhorf-
endur geta jafnvel fundið til með
dönsurunum á sama tíma og þeir
hlæja hástöfum að því hversu öm-
urlegt líf dansarans getur verið.
Krafan um að finna upp hjólið,
gera sífellt betur og jafnvel vinna
til verðlauna á meðan efinn um að
þetta sé hið eina rétta kraumar í
þeim. Umgjörð verksins er mjög
einföld; látlausir búningar, engin
fyrirframgerð sviðsmynd og dans-
ararnir mynda hljóðheiminn að
miklu leyti sjálfir með líkama sín-
um, andardrætti og samtali. Inn á
milli er þó spiluð tónlist sem hent-
ar verkinu í flestum tilvikum mjög
vel. Steinunn og Brian tóku mikla
áhættu með þessu verki þar eð
efniviðurinn sem þau völdu er
vandmeðfarinn, en þeim tókst
sannarlega vel að skapa glæsilegt
dansverk úr honum.
Verk kvöldsins eru mjög ólík að
gerð og framsetningu. Mögulegt er
að kaupa miða á einungis annað
verkið en áhugavert er að fara á
báðar sýningarnar og sjá ólíkar
birtingarmyndir íslenskrar dans-
listar.
Úr verkinu Gibbla „Í heildina myndaði verkið ákveðna stemningu sem áhorfandinn dróst auðveldlega inn í. “
Ólíkar birtingarmyndir
Gibbla og „Steinunn and Brian
DO Art; How to be Original“
bbbnn
Frumflutningur á dansverkunum Gibbla,
eftir dansflokkinn Darí Darí og „Stein-
unn and Brian DO Art; How to be Orig-
inal“ eftir Steinunni Ketilsdóttur og
Brian Gerke.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Hinn ungi rússneski fiðluleikari
Mikhail Simonyan leikur einleik í
hinum sívinsæla Fiðlukonserti
Pjotrs Tsjajkovskíjs með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í kvöld.
Á efnisskrá tónleikanna eru einn-
ig Capriccio italien, sem er
skemmtiverk fyrir hljómsveit,
fjörug syrpa ítalskra söngva sem
varð til þegar tónskáldið dvaldi sér
til heilsubótar í Róm vorið 1880, og
Sinfónía nr. 5 eftir Tsjajkovskíj.
Stjórnandi á hljómleikunum er
Christian Lindbergh sem sagður er
sannkallaður básúnuvirtúós og hef-
ur komi áður fram hér á landi, sem
einleikari og stjórnandi. Hann hef-
ur frumflutt yfir 300 ný tónverk,
hljóðritað yfir 70 einleiksdiska og
semur einnig tónlist.
Mikhail Simonyan er sagður á
hraðri leið upp á stjörnuhimininn,
en til marks um það hefur hann ný-
verið gert samning við hina virtu
plötuútgáfu Deutsche Grammo-
phon. Simonyan hefur nýverið flutt
Fiðlukonsert Tsjajkovskíjs með Fíl-
harmóníuhljómsveit New York-
borgar en hann var einungis þrett-
án ára gamall þegar hann kom
fyrst fram í Lincoln Center.
Simonyan leikur á nýja fiðlu frá
Christophe Landon en á morgun
leikur hann með kvintett í Lista-
safni Sigurjóns, þar sem meðleik-
arar hans leika einnig á hljóðfæri
Landons.
Snjall fiðluleikari Mikhail Simonyan á
æfingu í Listasafni Sigurjóns í fyrrakvöld.
Rísandi stjarna
með Sinfóníunni
Skoska indísveitin
Glasvegas hlaut al-
mennt lof gagnrýn-
enda fyrir fyrstu
breiðskífu sína árið
2008, sem hét ein-
faldlega nafni
hljómsveitarinnar og platan var m.a.
tilnefnd til Mercury-tónlistarverð-
launanna 2009. Í fyrra gekk nýr
trommari til liðs við sveitina, hin
sænska Jonna Löfgren og hún lemur
húðir afbragðsvel á plötunni nýju
sem ber sex skástrik í titli sínum,
einhverra hluta vegna. Platan er hin
áheyrilegasta og má það ekki síst
þakka söngvaranum James Allan
sem jafnframt er helsti lagasmiður
hljómsveitarinnar. Og ekki skemmir
fyrir hnausþykkur, skoskur hreim-
urinn. Hljómsveitin hefur verið bor-
in saman við ýmsar sveitir, m.a. Jes-
us And Mary Chain, Clash og The
Smiths, svo menn átti sig betur á því
hvers konar tónlist hér er á ferð.
Hjörtu munu bresta við tregafullan
söng Allans og eflaust munu ein-
hverjir upplifa alsælu í dramatík-
inni. Fín plata/// en ekki frábær\\\.
Glasvegas - Euphoric ///
Heartbreak \\\ bbbnn
Alsæla og
hjartasorg
Helgi Snær Sigurðsson
Forevermore er
nýjasta plata stein-
aldarrokkarans
Davids Coverdales
og félaga í White-
snake. Led Zeppel-
in og bandarískt
áttunda áratugar rokk svífa yfir
vötnum, reyndar eru áhrifin frá
Zeppunum yfirþyrmandi á köflum,
sérstaklega í lögunum „Whipping
Boy Blues“ og „My Evil Ways“. Það
er svolítið eins og að fara í gamla
peysu að hlusta á plötuna; hún er
örugg, þægileg og hlý. En eins og
flestar gamlar peysur er Forever-
more ekkert sérlega spennandi.
Áferðin er kunnugleg og mikið er
sótt í eldri verk Whitesnake. Hún er
keimlík plötunni Good to be Bad
(2008) en sú plata var óneitanlega
betur heppnuð. Lagið „Love Will Set
You Free“ stendur upp úr sem og tit-
illagið en þar nýtur blúsuð og hlý
barítónrödd Coverdales sín vel. For-
evermore er ekki nauðsynleg öðrum
en hörðustu aðdáendum en er sveit-
inni þó ekki til vansa. Mælt er með
Saints & Sinners (1982) eða titilplötu
sveitarinnar (1987) fyrir byrjendur.
Óspennandi
peysa
Whitesnake - Forevermore
bbnnn
Skúli Á. Sigurðsson
Nú með batnandi
veðri er maður
byrjaður að leita að
einhverri tónlist
sem hægt er að
dilla sér við í sumar
og lofuðu því fyrstu
fréttir af sólóplötu Katy B góðu. Þar
er stórborgar-„dubstep“ að hætti
Lundúnabúa í fyrirrúmi en úr þar-
lendu höfuðborgarumhverfi hafa
sprottið upp margar bassaþungar
danstónlistarstefnur síðustu ár.
Katy B heitir fullu nafni Kathleen
Bryan og er 21 árs. Þrátt fyrir ung-
an aldur er hún ekki ný í brans-
anum. Hún hóf ferilinn undir nafn-
inu Baby Katy og söng í lagi DJ NG
útgefnu af Ministry of Sound. Fyrir
slíkum gestasöngvurum liggur
sjaldnast sú gæfa að verða popp-
stjörnur.
Þetta er alvöru-dansplata en ekki
poppplata sem er búið að smella í
nokkrum danstöktum hér og þar.
Platan er dansvæn en líka mjög mel-
ódísk og áheyrileg. Eins og í svo
mörgu öðru um þessar mundir eru
vísanir til tíunda áratugarins eða
nánar tiltekið til trylltra trommu-
takta í upphafi hans.
Lagið „Lights Out“ náði fjórða
sæti breska smáskífulistans og
gladdi það hjarta undirritaðrar mjög
að í því lagi fær hún til sín gesta-
söngkonu, enga aðra en Ms Dyna-
mite, sem lítið hefur farið fyrir síð-
ustu ár.
Fyrsta sumartónlistin er komin til
landsins. Takið upp ballskóna og
byrjið að dansa!
Sumarið er komið
Katy B - On a Mission
bbbbn
Inga Rún Sigurðardóttir
Dansvæn Plata Katy B er dansvæn en líka mjög melódísk og áheyrileg
Erlend tónlist