Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 5

Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 5
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Nei - því Icesave samningur festir gjaldeyrishöft í sessi Samþykkt Icesave samningsins mun framlengja gjaldeyrishöft til margra ára, eins og ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa einmitt boðað nýverið. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að atvinnulífið vaxi af nauðsynlegum krafti. Nei - því aðgangur að lánsfé ræðst af flestu öðru en Icesave Fullyrt er að samþykkt samninganna opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Vandséð er hvernig aukin skuldsetning með samþykkt Icesave-samninga á að laða að erlent lánsfé. Fjármagn leitar í arðsöm verkefni, við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Það sem torveldar aðgang að erlendu lánsfé nú er miklu frekar ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, gjaldeyrishöft, ómarkviss og afturvirk lagasetning og óhag- stæð skattastefna. Nei - því Icesave hækkar skuldir ríkisins og eykur ríkisábyrgðir um 50% Skuldir ríkissjóðs nema nú þegar eins árs landsframleiðslu og ekki er ráðlegt að bæta við þær óvissri viðbótarskuld í erlendum gjaldeyri. Burtséð frá óvissri hækkun skulda er ljóst að Icesave hækkar ríkisábyrgðir sem í gildi eru um 50%. Nei - því Icesave samningurinn kallar á hærri skatta á fyrirtækin Icesave samningurinn hækkar skuldir ríkisins og fjárþörf um 26 milljarða strax á þessu ári. Þessi fjárhæð verður ekki greidd nema með hærri sköttum á fyrirtæki og almenning. Nei - því skuldatryggingarálag hefur batnað síðan Icesave II var hafnað Skuldatryggingarálag í skuldabréfaviðskiptum hefur reynst betri mælikvarði á raunverulegt lánshæfi en einkunnir matsfyrirtækja. Á meðan matsfyrirtækin voru enn að gefa íslenskum bönkum hæstu einkunn var skuldatryggingarálag löngu búið að rjúka upp. Eftir að þjóðin felldi Icesave II hefur skuldatryggingarálag á skuldabréf ríkisins lækkað um meira en helming á sama tíma og það hefur hækkað hjá mörgum ríkjum Evrópu. Nei - því samþykkt Icesave samningsins skapar ekki traust Helstu viðskiptablöð heims, Financial Times og Wall Street Journal, birta í leiðurum sínum stuðningsgreinar við málstað Íslands í Icesave-deilunni. Það er aðeins í íslenskri umræðu sem sem menn trúa því að við þurfum að samþykkja Icesave- ánauðina til að „endurheimta traust erlendis”. Nei - því fjárfestar hafa áhuga á góðum viðskiptatækifærum Icesave-deila fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands hindrar ekki viðskipti íslenskra fyrirtækja við útlönd. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum hafa íslensk fyrirtæki fjármagnað sig með góðum árangri erlendis á undanförnum mánuðum. Það eru mörg hundruð ágreiningsmál í gangi milli ríkja í Evrópu. Icesave er bara eitt af þeim og fjárfestar munu ekki láta það koma upp á milli sín og góðra viðskiptatækifæra hér á landi. VæriJá gottfyrir atvinnulífið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.