Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Tilburðir Steingríms J. til aðfela greiðslur ríkisins til
samninganefndarmanna um Ice-
save eru brjóstumkennanlegar.
Hann hefur farið undan í flæmingi
í nærri tvo mánuði, síðast með
Björn Val í hlutverki Ketils skræks
í hinum skuggalega
leikþætti. Nú hefur
Umboðsmanni Al-
þingis blöskrað eins
og öðrum. Hann
krefur Steingrím
skýringa. Um það
segir í fréttum:
Steingrímur segir að í morgunhafi verið fundað um þetta
mál í ráðuneytinu. „Við viljum
gera þetta alveg rétt samkvæmt
lögum og reglum,“ segir hann og
bendir jafnframt á að ráðuneytið
hafi haft þá vinnureglu að svara
fyrirspurnum á Alþingi á þinginu
sjálfu. (Spurning Björns Vals var
pöntuð eftir að fyrirspurn fjöl-
miðla kom fram, innsk.)
Steingrímur tekur fram að
kostnaðurinn sé ekki allur kominn
í hús. „Við höfum verið að taka
þetta saman en það verður að sjálf-
sögðu gerð grein fyrir því öllu
þegar þær upplýsingar liggja fyr-
ir,“ segir hann.
Spurður hvort upplýsingarnar
verði birtar áður en Icesave-
kosningarnar fara fram á laug-
ardaginn segir hann: „Alla vega
ekki svona sundurliðuð svör. Það
held ég að sé alveg ljóst. Við höf-
um ætlað að veita þær upplýsingar
sem við gátum á því stigi málsins
sem fyrirspurninni yrði svarað en
væntanlega með fyrirvara um að
ekki væru öll kurl komin til graf-
ar.“
Nefndin lauk störfum í desem-ber á síðasta ári. Hvaða
kostnaður er ekki kominn í hús
eða kurl til grafar?
Hætttu þessu, Steingrímur. Þaðsjá allir í gegnum þig.
Steingrímur J.
Getur ekki
sagt satt
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.4., kl. 18.00
Reykjavík 3 léttskýjað
Bolungarvík 4 léttskýjað
Akureyri 6 skýjað
Egilsstaðir 6 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Nuuk -7 heiðskírt
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 2 súld
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 22 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 13 súld
Berlín 13 skýjað
Vín 16 skýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 20 skýjað
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 22 heiðskírt
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg 3 léttskýjað
Montreal 2 léttskýjað
New York 10 heiðskírt
Chicago 12 alskýjað
Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:25 20:36
ÍSAFJÖRÐUR 6:24 20:47
SIGLUFJÖRÐUR 6:07 20:30
DJÚPIVOGUR 5:53 20:07
Símon Jón Jónsson flytur erindi í
stofu 102 í Gimli í dag kl. 17:00 á
vegum Félags þjóðfræðinga á Ís-
landi og námsbrautar í þjóðfræði
og safnafræði við Háskóla Ís-
lands.
Erindið er byggt á nýlegri MA-
rannsókn Símonar. Rannsóknin
varpar ljósi á það samfélag sem
var að mótast í kaupstöðum hér á
landi á fyrri hluta tuttugustu ald-
ar og samfélagsstöðu barna í ljósi
þeirra breytinga sem þá áttu sér
stað. Leitað er svara við því
hvaða leikir voru vinsælir, hvern-
ig þeir voru leiknir, hver sé upp-
runi þeirra og þeir bornir saman
við sambærilega leiki í nágranna-
löndum okkar. Í rannsókninni er
leikumhverfi, áhrifum þess á leik-
ina og aðstöðu barna til leikja á
þessum tíma einnig gerð skil.
Morgunblaðið/Ásdís
Leikur Börn láta sér ekki leiðast úti við.
Útileikir barna
Aðalfundur Fagfélagsins, sem er
félag iðnaðarmanna í byggingar-
iðnaði, samþykkti að styrkja Ljósið
um 500.000 kr. Frá stofnun Fag-
félagsins fyrir 3 árum hefur aðal-
fundur félagsins styrkt félaga-
samtök sem vinna að almanna-
heillum með einum veglegum styrk.
Áður hefur félagið m.a. styrkt
verkefni á vegum Krabbameins-
félagsins.
Ljósið er endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem
hefur fengið krabbamein/
blóðsjúkdóma og aðstandendur
þeirra.
Styrktu Ljósið