Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 14
Morgunblaðið/Valdís Thor
Við leiði Hér er umhirðan góð.
„Umhirða yfir sumartímann felst í
því að slá í þeirri miklu grassprettu
sem er yfir hásumarið á Íslandi. Það
verður því meiri graslubbi í einhvern
tíma. Við höfum reynt að slá garðana
rúmlega tíu sinnum að sumri,“ segir
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, aðspurður um sýnileg áhrif af
minni ríkisframlögum í ár.
Af Þórsteini má skilja að fólk þurfi
að huga betur að beðum við leiði lát-
inna ættingja sinna í sumar.
„Beðin í görðunum verða síður
hirt en áður vegna mannfæðar. Eins
er um alla þjónustu sem varðar blóm
og annað í görðunum. Minni framlög
draga líka úr möguleikanum á að
verða við beiðnum um þjónustu.
Beðin verða vanhirtari að sjá.“
– Hvað finnst þér um þessa þróun?
„Þetta er komið í algjört lágmark
fyrir kirkjugarðana. Við búum við
30% tekjurýrnun miðað við 2009.
Um 80% af tekjum garðanna fara í
laun. Við getum heldur ekki endur-
nýjað tæki. Menn verða að leiðrétta
kúrsinn þegar færi gefst. Garðarnir
endurspegla menningu hvers tíma,“
segir Þórsteinn. baldura@mbl.is
Vanhirtari kirkjugarðar
Minni framlög munu þýða minni umhirðu og slátt í sumar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Landakotsskóli við Túngötu í
Reykjavík er skreyttur listaverkum
eftir nemendur auk þess sem nýjar
og gamlar myndir úr sögu skólans
hanga uppi í tilefni þess að skólinn
er 115 ára um þessar mundir, en op-
ið hús verður í skólanum á morgun.
Í hugum margra er Landakots-
skóli kaþólskur skóli enda var hann
það lengi vel en ekki lengur. Skólinn
er einn elsti starfandi skóli landsins,
stofnaður 1896, og fram til 2005 var
hann rekinn af kaþólsku kirkjunni,
en síðan hefur hann verið rekinn
sem sjálfseignarstofnun með sjálf-
stæðri stjórn. „Ég tók við í haust
sem skólastjóri og ég veit ekki hvað
margir hafa sagt við mig: „Ekki vissi
ég, Sölvi, að þú værir kaþólskur“,“
segir Sölvi Sveinsson skólastjóri.
Um 30% nemenda koma úr
Vesturbænum, um 30% annars stað-
ar úr Reykjavík og frá nágranna-
sveitarfélögum, um 30% eru útlend-
ingar, meðal annars börn starfsfólks
sendiráða og erlendra starfsmanna
einstakra fyrirtækja og stofnana og
um 10% íslensk börn sem hafa alist
upp erlendis. Sölvi segir að samstarf
þessara ólíku hópa gangi mjög vel
og börnin fái margvíslega séraðstoð,
en þá sé þeim tímabundið kippt út
úr tímum þar sem styrkleikar þeirra
liggi. Altalandi frönsk börn fari
þannig úr frönskutímum og fái
aukakennslu í íslensku í staðinn.
Læra tungumál 5 ára
Landakotsskóli er sjálfstætt
starfandi grunnskóli fyrir 1. til 10.
bekk ásamt deild fimm ára barna.
Hann starfar samkvæmt grunn-
skólalögum og kennsla er í samræmi
við aðalnámskrá en Sölvi bendir á að
skólinn hafi ákveðna sérstöðu. Lögð
sé áhersla á fámenna bekki og mark-
miðið sé að hafa um 17 nemendur að
meðaltali í bekk. Miðað við þann
fjölda sé hægt að sinna öllum nem-
endum prýðilega.
Tungumálakennsla hefst þegar
í 5. bekk. Þá er byrjað að kenna
börnunum lestur og íslensku auk
frönsku og ensku. „Þetta gengur
ótrúlega vel,“ segir Sölvi og bætir
við að þegar börnin séu orðin læs og
farin að lesa bækur á erlendum mál-
um hafi þau náð valdi á framburð-
inum. Fleiri tímar séu í íslensku og
stærðfræði heldur en námskrá kveði
á um auk þess sem allir nemendur
séu í list- og verkgreinum öll skóla-
árin. Þetta fyrirkomulag hafi meðal
annars skilað þeim góða árangri að í
síðustu Pisa-könnun hafi nemendur
Landakotsskóla verið langhæstir í
náttúrufræði og stærðfræði yfir allt
landið og næsthæstir í lesskilningi.
Aukin tungumálakennsla held-
ur áfram á miðstiginu, þegar börnin
byrja að læra dönsku og spænsku
og á unglingastigi geta nemendur
valið spænsku og þýsku.
Um 120 nemendur eru í skól-
anum en stefnt er að því að þeir
verði milli 180 og 190 innan þriggja
ára. Sölvi segir að óeining í skól-
anum fyrir nokkrum árum hafi leitt
til þess að nemendum hafi fækkað.
Sá tími sé að baki. Umsóknum hafi
fjölgað til muna og útlit sé fyrir að
150 nemendur verði við skólann í
haust. Með fleiri nemendum verði
reksturinn hagkvæmari auk þess
sem hægt verði að gera meira fyrir
krakkana.
Heppilegt húsnæði
Við skólann starfa um 30
manns í 20 stöðugildum. Kennt er í
þremur húsum, þar á meðal einu al-
friðuðu. Auk þess er kennt í gamla
prestsbústaðnum, sem er frá 1854,
og í nýrri viðbyggingum. Kaþólska
kirkjan á húsnæði skólans og segir
Sölvi það einkar vel til skólarekst-
urs fallið. Hægt sé að stúka það í
sundur og því séu yngstu börnin
sér, miðstigið út af fyrir sig sem og
unglingarnir. Eins sé skólinn af-
skaplega vel búinn til listakennslu. Í
húsakynnunum sé danssalur, sérbú-
in myndmenntastofa, sérbúin text-
ílstofa, tónmenntastofa og smíða-
verkstæði. Sölvi bendir á að allir viti
hvar Landakotsskóli sé en fæstir
hafi komið inn í skólann og nú sé
lag.
Fjölmenningarlegt
yfirbragð í Landakoti
Morgunblaðið/Kristinn
Afmæli Sölvi Sveinsson skólastjóri með nokkrum nemendum Landakotsskóla síðdegis í gær.
Landakotsskóli ekki kaþólskur skóli heldur öllum opinn
115 ára afmæli
» Um þessar mundir eru 115
ár liðin síðan skólastarf hófst í
Landakoti og af því tilefni verð-
ur opið hús í skólanum frá kl.
8:30 í fyrramálið og fram eftir
degi.
» Kennsla fer fram með
hefðbundnum hætti en opið
verður inn í allar skólastofur
og geta gestir og gangandi
fræðst um starfið.