Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Icesave-samningarnir við Breta annars vegar og
Hollendinga hins vegar, sem samninganefnd Ís-
lands kom með heim í farteski sínu frá Lund-
únum þann 10. desember, eru ekki endilega full-
gildir samningar. Ástæða þess að svo kann að
vera, eru ýmsar handritaðar breytingar, á
spássíum upprunalegu eintakanna, sem ekki var
búið að færa inn í endanlegan texta í rafrænu
formi, þegar samningamenn settu stafi sína við
samningana.
Það er mat Lárusar Jónssonar, sem hefur
grandskoðað upprunalegu samningana og borið
saman við þá óundirrituðu samninga sem eru
aðgengilegir almenningi á vef fjármálaráðuneyt-
isins, að samningunum sé stórlega ábótavant, í
lagalegu tilliti.
Lárus Blöndal, einn samninganefndarmað-
ur Íslands segir þetta vera ótímabærar vanga-
veltur. Það sé enginn Icesave-samningur í gildi,
heldur einungis þau drög sem samninganefndin
kom með heim frá London. Hann hafi ekki öðl-
ast gildi, því enn eigi eftir að staðfesta lögin um
Icesave.
Engin svör úr ráðuneyti
Lárus Jónsson, sem hefur áralanga reynslu
af gerð viðskiptasamninga erlendis, m.a. í Bret-
landi, segir m.a. í greinargerð sem hann hefur
tekið saman um Icesave-samningana:
„Þegar mér var ljóst að það voru engar
áritanir á útgáfunum sem íslenskum kjósendum
er boðið upp á, til að kynna sér samningana, þá
sendi ég eftirfarandi tölvupóst til fjármálaráðu-
neytisins hinn 17. mars:
„Ég er að undirbúa lestur á gögnum vegna
Icesave sem birtir eru á vefsíðu ráðuneytisins.
Þessi gögn eru öll óundirrituð, bæði af hálfu ís-
lensku samninganefndarinnar sem og samnings-
aðilum þeirra.
Vinsamlegast staðfestið að þau gögn (þ.m.t.
1.1 og 2.1) sem birtast á síðu ráðuneytisins séu
frumrit af þeim gögnum sem verða undirrituð ef
frumvarpið verður samþykkt í þjóðaratkvæði.“
Lárus fékk ekkert svar frá ráðuneytinu og í
tölvubréfi hinn 23. mars sl. til ráðuneytisins
ítrekaði Lárus erindi sitt og minnti á að „sam-
kvæmt 11. gr. upplýsingalaga frá 17. maí 1996,
hafið þið 7 daga til að svara þessum erindum.“
Lárusi hefur enn ekki verið svarað, 21 degi eftir
að fyrsta fyrirspurn var send.
Lárus reyndi sömuleiðis að fá samskonar
upplýsingar frá breska fjármálaráðuneytinu og
hann óskaði eftir frá hinu íslenska, með sams-
konar árangri – engum.
Sá hluti árituðu samningsdraganna sem
Lárus gerir alvarlegastar athugasemdir við, tek-
ur til kafla 9.11 í hollenska samningnum og
kafla 10.11 í þeim breska, en sá kafli heitir
„Fallið frá friðhelgisréttindum“ (e. Waiver of
Sovereign Immunity).
Í upprunalegu drögunum, þar sem samn-
ingamenn hafa sett upphafsstafi sína á hverja
blaðsíðu, er handritaður viðauki sem hljóðar
svo: „and (ii) nothing in this Agreement or any
other relevant Document is intended to remove
or shall have the effect of removing from Ice-
land its control of its natural resources and its
right to decide on the utilisation and form of
ownership thereof.“ (Í íslensku drögunum er
þessi handritaði viðauki kominn í rafrænt form
án undirritunar, sem og í ensku útgáfunni á vef
fjármálaráðuneytisins og textinn er svohljóð-
andi: „og (ii) engu í samningi þessum eða öðrum
viðkomandi skjölum er ætlað, eða mun leiða til
þess, að taka stjórn af Íslandi á náttúruauðlind-
um sínum eða réttinum til að kveða á um nýt-
ingu þeirra eða skipan eignarhalds á þeim.“)
„Enginn frá samningsaðilum UK, NL
(Bretlandi og Hollandi – innskot
blm.) hefur sett stafi sína á
þennan texta, a.m.k. hefur
ekki verið birt eintak af
þessum texta með áritun
erlendra samningsaðila
og enginn af hálfu Breta
eða Hollendinga hefur
staðfest vilja sinn til að und-
irrita þennan texta,“ segir
Lárus í greinargerð sinni.
Ekki hægt að kjósa „já“
Þar sem þessi þýðingarmikli
texti er ekki með áritun samninga-
manna, telur Lárus að hann hafi ekk-
ert lagalegt gildi og fullyrðir að dómstólar
myndu úrskurða á þann veg, færi samningurinn
fyrir dómstóla.
„Meðan hreinn vélritaður samningstexti,
sem áritaður er af viðurkenndum fulltrúum Hol-
lendinga og Breta, til staðfestingar því að þessir
samningsaðilar muni undirrita samning með
þessum endanlega texta, er ekki fyrir hendi, er
ekki hægt að kjósa „já“ í þjóðaratkvæði,“ segir
Lárus jafnframt í samantekt sinni.
Um þetta segir lögfræðingur með áratuga
reynslu af alþjóðlegri samningagerð og ráðgjöf:
„Breskir lögfræðingar hafa í gegnum árin verið
afskaplega gætnir og þeir hafa, til skamms
tíma, ekki einu sinni tekið tölvupósta
til greina, þegar um breytingar á
samningum hefur verið að ræða,
eða viðurkennt svona nútímatækni
eins og „Track Changes“. Þeir
hafa verið mjög stífir á því, þegar
eitthvað hefur verið párað inn á
samningstexta, að samningsaðilar
settu stafina sína við slíkar breyt-
ingar. En ég ætla ekkert að full-
yrða um það hvernig þessu var
háttað í samskiptum Íslendinganna
við Breta og Hollendinga, né hvaða
skilning þeir lögðu í slíkar hand-
skrifaðar breytingar á frumtextan-
um.“
Icesave og lagabókstafurinn
Lögmæti dregið í efa, þar sem áritun eða upphafsstafi viðsemjenda skorti á þýðingarmikla,
handskrifaða viðauka Lárus Blöndal segir engan samning í gildi, bara ófrágengin samningsdrög
Lögmætt? Lárus Jónsson telur að handritaður viðauki sem þessi hafi ekkert lagalegt gildi, þar sem
áritun og /eða upphafstafir samningamanna allra ríkjanna þriggja fylgi ekki viðaukanum.
Lárus Jónsson, sem dregur lögmæti Icesave-samning-
anna í efa, segir að Íslendingar verði að láta íslenskar
auðlindir njóta vafans og því sé ekki um neitt annað að
ræða en segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laug-
ardag.
„Ég fór út í þessa vinnu við að greina upprunalegu
samningana, vegna þess að ég vildi vita hvað lægi undir
í þessum samningum, annað en bara höfuðstóll og vext-
ir.
Það sem ég rak mig á, þegar ég byrjaði að fara yfir
þetta, voru fjölmargir ágallar. Samanburðurinn við
Svavars-samninginn svonefnda, eða Icesave-II, sýnir
glögglega, að andi þess samnings svífur yfir Icesave-III
að stórum hluta,“ segir Lárus.
Hann segir það stórkostlega ámælisvert, að það að
undanskilja ekki veðhæfi íslenskra auðlinda (kafli 10.11
– innskot blm.) fyrr en á elleftu stundu og þá á þann
veg, að ólöglegt sé, að öllum líkindum. „Það var ekki
gert fyrr en 8. desember, með þessum handskrifaða
ramma á bls. 21 í breska samningnum og sá rammi er
ekki áritaður með upphafsstöfum
samningamanna og fulltrúum við-
semjenda. Það tel ég að geri það að
verkum, að þessi þýðingarmesta klá-
súla í samningnum gæti verið úr-
skurðuð ólögleg, kæmi samning-
urinn á annað borð til kasta
dómstóla,“ segir Lárus.
Lárus segir að í raun sé þetta
spurningin um veðsetningu á „Ís-
landi“ og þá hvað sé um að velja:
Veðsetningu í öllu, þ.m.t. öllum auðlindum landsins eða
veðsetningu í öllu nema auðlindum landsins. „Þetta er
einhvern veginn svona val um hvort þjóðin vilji láta
skjóta sig eða hengja. Ekki gleyma því að þetta snýst
um auðlindir Íslendinga og á meðan ég fæ ekki að sjá
fullfrágengin lögleg og árituð samningsdrög, þá á ég
ekkert val annað en það að láta auðlindirnar njóta vaf-
ans á laugardaginn. Og það finnst mér að allir Íslend-
ingar verði að gera,“ sagði Lárus Jónsson.
Látum auðlindirnar njóta vafans
LÁRUS JÓNSSON
Lárus Jónsson
Lárus Blön-
dal, einn ís-
lensku
samninga-
nefnd-
armannanna
í Icesave, í
samning-
unum við
Breta og
Hollendinga,
telur að vangaveltur um lög-
mæti Icesave-samnings séu
ótímabærar með öllu.
„Það er enginn Icesave-
samningur undirritaður og því
er enginn samningur í gildi,“
sagði Lárus í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Þessi drög eru bara það
sem samninganefndirnar
komu sér saman um og síðan
þarf að skrifa undir samning,
ef lögin verða staðfest í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni nú á
laugardag,“ sagði Lárus.
Lárus sagði að plaggið sem
nefndin hefði komið með heim
frá Lundúnum væri bara drög,
sem fulltrúar allra landanna
þriggja hefðu sett stafina sína
á, til þess að menn gætu stað-
fest hver fyrir sig, í sínu
heimalandi, hver varð sameig-
inleg niðurstaða samninga-
nefndanna þriggja.
„Bretar og Hollendingar
hafa ekki samþykkt neitt, ekki
frekar en Íslendingar. Þeir
segja einfaldlega: Við sam-
þykkjum ekki neitt fyrr en for-
setinn er búinn að skrifa undir
lögin og þau hafa öðlast gildi.
Enn hefur það ekki orðið,
þannig að hvorugur aðilinn er
skuldbundinn að neinu leyti
gagnvart þessu. Þetta er bara
vottun á því að þetta hafi ver-
ið samningsniðurstaða nefnd-
anna, þannig að hvort þessi
klásúla sem er handskrifuð
hafi eitthvert gildi fyrir dóm-
stólum, er ekkert sem skiptir
máli núna. Það sem skiptir
máli er, að menn munu ekki
gera neinn samning sem er
öðruvísi en þessi,“ sagði Lárus
Blöndal.
Enginn samn-
ingur í gildi
LÁRUS BLÖNDAL
Lárus Blöndal
Fæst e innig í bókabúðum víða um land
Frábærfermingargjöf!
Allt sem þú
þarft að vita
um útivist,
fjallgöngur
og útilegur!
w w w . b o k a k a f f i d . i s
Sæmundur útgáfa