Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir semganga er-inda ríkis-
stjórna Breta og
Hollendinga hörfa
úr hverju víginu á
fætur öðru. Lengi
var reynt að halda
því fram, að myndi
íslenskur almenningur næsta
laugardag vísa út í hafsauga
kröfum sem honum koma ekki
við, væri sá sami almenningur
að velja svo kallaða dómstóla-
leið. Og til þess að gera hana
sem ógnvænlegasta var því
haldið að fólki að sú leið myndi
enda hjá EFTA-dómstólnum í
Lúxemborg. Norskur for-
stöðumaður ESA var áður bú-
inn að hafa æruna af þeim
dómstól og lýsa honum sem
eins konar stimpilpúða, sem
gerði einungis það sem honum
væri sagt. Ritari EFTA-dóm-
stólsins, Skúli Magnússon lög-
vísindamaður, sló þá fölsun út
af borðinu og staðfesti að kysu
Bretar og Hollendingar að
fara í mál yrði það rekið í
Reykjavík og færi að íslensk-
um lögum að sjálfsögðu.
Fáum dettur í hug að kröfu-
þjóðirnar myndu leita til dóm-
stóla með mál sín sem ekki
hafa lagastoð. Þessi innantómi
áróður hefur því að mestu guf-
að upp. Næst var því haldið
fram að erlendir lánamarkaðir
myndu opnast og lánsfjármat
hækka ef Ísland gengist undir
tug- eða hundraða milljarða
skuldir, sem að auki væru
óvissar og þar sem áhættan öll
væri á íslenskum herðum.
Gerð var könnun á því hvort
hið fyrra ætti við rök að styðj-
ast og haft samband við þá sem
helst hafa í gegnum tíðina
þjónustað Ísland með lánafyr-
irgreiðslu. Beggja vegna Atl-
antshafsins var staðfest það
sem líklegast var að Icesave
hefði ekkert með slíkt að gera.
Eina undantekningin væri
tveir opinberir byggðabankar,
sem væru enn misnotaðir gegn
Íslendingum, en þeir skipta
litlu máli og til lengri tíma litið
engu máli fyrir viðskipta-
sambönd Íslands.
Ekki batnaði þessi áróð-
ursstaða þegar upplýst var að
slysaðist þjóðin til að sam-
þykkja Icesave þá myndu
Steingrímur og Már þegar í
stað taka tæpa þrjátíu millj-
arða af gjaldeyri þjóðarinnar
og afhenda Bretum og Hol-
lendingum, en fyrir þá upphæð
mætti reisa þá virkjun sem er í
burðarlið hjá Landsvirkjun!
Ástæða þess að Moody’s hefur
sagt að það kynni að vera nei-
kvætt fyrir Ísland ef þjóðin
segði nei á laugardag er að
matsfyrirtækið virðist líta svo
á að íslenska ríkis-
stjórnin sé þegar
búin að taka á sig
hinar þungu skuld-
ir og spurningin sé
bara sú hvort um
greiðslur semjist
eða ekki. Þarna
hefur matsfyr-
irtækið því verið vitlaust mat-
að. Engin þjóð í veröldinni fær
betra lánshæfismat ef hún
hleður á sig skuldum, svo ekki
sé talað um stórkostlegri
áhættu að auki.
Næst var reynt að koma því
inn hjá fólki að með því að sam-
þykkja Icesaveskuldir væru
menn í raun að láta þær
hverfa! Þetta afbrigði, sem var
það vitlausasta, lifði ekki lengi.
Þá var loks reynt að spila á
sanngirnisstrengi þjóðarinnar
og sagt að innstæður Íslend-
inga væru tryggðar af ríkinu í
íslenskum bönkum og við
mættum ekki mismuna þeim
og breskum og hollenskum
innistæðueigendum. Halló!
Breskir og hollenskir inni-
stæðueigendur eru búnir að fá
allt sitt og rúmlega það. Þeir
hafa engan áhuga á málinu.
Breska ríkisstjórnin, sem er
ábyrg fyrir stórárásum á Ís-
land eftir hrun með því að
setja íslenska þjóð á sama bás
og fjöldamorðingjann Osama
bin Laden, er að reyna með
hótunum að láta íslenska
skattborgara endurgreiða í
ríkissjóð fjárhæð sem breska
stjórnin ákvað einhliða og án
nokkurs samráðs að greiða úr
honum. Það gerði hún af eig-
ingjörnum hvötum til að
vernda innlenda bankakerfið
hjá sér. Jafnvel þótt þetta væri
ekki staða málsins sem hún er,
fengi mismununarkenningin
ekki staðist. Þótt íslenska ríkið
hefði með lögum ákveðið (sem
það hefur ekki gert) að gera
meira en lágmark fyrir ís-
lenska innstæðueigendur og
íslenska skattborgara fyrir ís-
lenskt skattfé mundi það ekki
gera stöðu annarra lakari. Og
breska og hollenska inn-
stæðueigendur í Icesave snert-
ir það vitanlega ekki neitt, því
þeir hafa þegar fengið allt sitt.
En árétta verður að það hefur
ekki verið veitt nein einasta
ríkisábyrgð á íslenskar inn-
stæður með lögum. Þannig að
staðan er sú, að yrðu Icesave-
lög samþykkt en neyðarlög
dæmd ógild þá „skuldaði“ Ís-
land útlendu kröfuhöfunum
meira en 500 milljarða, en allir
íslenskir innstæðueigendur
væru með allt sitt í vindinum.
Nei er því ekki aðeins sjálfsagt
heldur beinlínis óhjákvæmi-
legt. Sífellt fleiri eru að átta
sig á þessu.
Breskir innstæðu-
eigendur eru ekki
aðilar að Icesave-
deilunni. Þeir eru
fyrir löngu búnir að
fá allt sitt.}
„Mismununarkenn-
ingin“ stenst ekki
E
kki rekur mig minni til þess að í
nokkurri þeirra fjölmörgu
greina sem birst hafa í Morg-
unblaðinu um Icesave-málið hafi
verið að finna hrós um Lee
Buchheit, formann íslensku samninganefnd-
arinnar. Vel má vera að mig misminni en mér
finnst það samt ekki líklegt. Og af því að
Morgunblaðið á að vera umræðuvettvangur
fyrir alls kyns sjónarmið en ekki lokaður
klúbbur þeirra sem eru á einni og sömu skoð-
un, þá er löngu tímabært að víkja góðu að Lee
Buchheit.
Buchheit mætti í Silfur Egils og ræddi um
Icesave-málið af lofsverðri yfirvegun og skyn-
semi. Í Icesave-umræðunni, þar sem menn
eru stöðugt að gera sig seka um svívirðingar í
garð þeirra sem þeir telja andstæðinga sína,
var beinlínis léttir að hlusta á hinn jarðbundna og hóf-
sama samningamann útskýra stöðuna og hugsanlegan
eftirleik á hvorn veg sem þjóðaratkvæðagreiðslan færi.
Umræðan um Icesave hefur vakið upp það versta í allt-
of mörgum hér á landi. Menn hafa farið offari í málflutn-
ingi og á það bæði við um já- og nei-menn. Ofsafyllstu nei-
mennirnir hafa sýnt áberandi meira hugmyndaflug í sví-
virðingaflaumnum en já-mennirnir. Það að kalla þá
landráðamenn sem vilja fara samningaleið í deilu milli
þjóða nær vitaskuld ekki nokkurri átt. Siðað fólk talar
einfaldlega ekki þannig.
Langskynsamlegast er að samþykkja Icesave-
samninginn fremur en að ana út í óvissuna. Og
hér er rétt, svona í framhjáhlaupi, að hrósa
Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð-
isflokksins, fyrir skynsama og ábyrga afstöðu
hans í þessu máli. Ýmsir mættu af honum læra,
til dæmis formaður Framsóknarflokksins.
Það kann að fara svo að meirihluti lands-
manna segi nei á laugardag. Landið lendir þá
sennilega í ruslflokki með tilheyrandi erfið-
leikum og efnahagsbatinn tekur lengri tíma en
ella. Þá er bara að vinna sig út úr því. Við sem
erum ekki rekin áfram af hugsun um að græða
sem mest af peningum kippum okkur ekki svo
mjög upp við það. Við teljum okkur vita margt
um hin sönnu gæði. Við höfum verið blönk og
þolum að verða það aftur. Við þurfum ekki
nautasteik og bernaissósu til að finna innri frið
og hamingju.
Ákjósanlegast væri að þjóðin sýndi þá skynsemi á
laugardag að samþykkja núverandi samning enda er
hann vel viðunandi. En hvernig sem fer þá ættum við að
huga að því að við erum ein þjóð í þessu landi. Við þurf-
um ekki að skipta okkur upp í lið þar sem þeir sem eru
ósammála okkur eru óvinir. Stundum rífast vinir, æsa sig
og skilja ósáttir en sættast af heilum hug næsta dag af
því þeir hafa áttað sig á mikilvægi þess að leyfa sér að
vera ósammála. Í þeirri uppgötvun felst viss þroski. Því
eins og nóbelsskáldið okkar gáfaða, Halldór Laxness,
sagði af sinni sönnu snilli: Alt er undir því komið að hafa
samkomulag um að hafa ósamkomulag. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Sundruð þjóð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
K
ostnaður Sjúkratrygg-
inga Íslands vegna
lyfjakaupa dróst sam-
an um 10,7% á milli ár-
anna 2009 og 2010,
þrátt fyrir að lyfjanotkun ykist um
tæp 6% á sama tíma. Kostnaðurinn,
að svokölluðum sjúkrahúslyfjum
undanskildum, nam tæplega 9,6
milljörðum króna í fyrra. Þetta kem-
ur fram í nýrri skýrslu lyfjadeildar
stofnunarinnar. Í krónum talið nam
lækkunin á milli ára 1149 milljónum,
en á föstu gengi og verðlagi ársins
2010 var lækkunin öllu minni, þ.e.
925 milljónir.
Miklar gengisbreytingar urðu á
tímabilinu, ekki síst á árinu 2008.
Þróunin á þessum árum skýrist að
nokkru leyti af því, en verð flestra
lyfja er skráð í erlendri mynt. Til
marks um hinar miklu sviptingar
lækkaði lyfjakostnaður á milli ár-
anna 2008 og 2009 um tæpa 2 millj-
arða, 16%, á föstu verðlagi, en hækk-
aði um 1,5 milljarða, 15,7%, á
verðlagi hvors árs.
Ódýrustu lyfin niðurgreidd
Lyfjanotkun hefur aukist um
4% að meðalatali á ári frá árinu
2003. Aukningin á síðasta ári, 5,9%
var þannig vel umfram það. Af því
mætti ráða, að öðru óbreyttu, að
kostnaður Sjúkratrygginga Íslands
vegna greiðsluþátttöku í lyfjakostn-
aði ykist frá ári til árs. Í grófum
dráttum hefur það verið raunin, en
sveiflurnar hafa verið nokkrar.
Þannig lækkaði kostnaður á milli ár-
anna 2004 og 2005, tók síðan að
aukast á ný og jókst verulega frá
2007 til 2009. Þessari þróun var
hrundið í fyrra, meðal annars með
breytingu á greiðsluþátttöku
Sjúkratrygginga. Áður voru öll lyf
niðurgreidd, en nú er aðeins komið
til móts við kostnaðinn sem hlýst af
kaupum á þeim ódýrustu.
Guðrún Gylfadóttir, deildar-
stjóri lyfjadeildar Sjúkratrygginga
Íslands, segir afleiðingar breyttrar
greiðsluþátttöku tvíþættar. Annars
vegar það að verð á mörgum lyfjum
hafi einfaldlega lækkað, þar sem
lyfjafyrirtæki sjái hag sinn í því að
selja lyf sem fáist niðurgreidd. Hitt
sé það að notkun ódýrari lyfja hafi
aukist og læknar skrifi frekar upp á
þau. Guðrún segir ekki endilega um
samheitalyf að ræða, réttara sé að
tala um sambærileg lyf. „Nú er
notkunin í mörgum lyfjaflokkum
komin í samræmi við notkun eins og
hún er á Norðurlöndunum. Ástæðan
fyrir þessum miklu breytingum er
sú að við hér á Íslandi vorum að nota
svo mikið af þessum dýru lyfjum,“
segir Guðrún. „Þetta hvatti okkur
áfram í að breyta reglunum. Nú er
notkunin orðin sambærileg við notk-
un á Norðurlöndunum, það er að
segja notkun ódýrari lyfja miðað við
hin dýrari.“
Miklar verðlækkanir á lyfjum
Þó breytingar á greiðsluþátt-
töku hafi haft mikil áhrif til lækk-
unar kostnaðar hafa verðlækkanir,
líkt og þær sem vísað er til hér að
framan, einnig vegið þungt. Þannig
eru dæmi þess að verð á ákveðnum
lyfjum hafi lækkað um allt að 70%.
Þá hafa ný samheitalyf komið á
markað, óháð reglugerð-
arbreytingum, og orðið til
þess að draga úr kostn-
aði. Sem dæmi um mikla
lækkun fór kostnaður við
blóðfitulækkandi lyf úr því
að vera 494 milljónir króna
árið 2008 niður í 154 millj-
ónir í fyrra. Stöðug aukning
hefur hins vegar verið á fjölda
einstaklinga sem hafa fengið
ávísun á slík lyf, 12% á ári að
jafnaði frá árinu 2003.
Miklar sviptingar í
kostnaði vegna lyfja
Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason
Apótek Lyfjanotkun jókst meira á milli áranna 2009 og 2010 en hún hafði
aukist að jafnaði næstu ár þar á undan. Kostnaður dróst hins vegar saman.
Læknar hafa í auknum mæli tek-
ið að skrifa út ódýrari lyf, sem
Sjúkratryggingar Íslands taka
þátt í að greiða. En þrátt fyrir að
Sjúkratryggingar taki nú aðeins
þátt í greiðslu fyrir ódýrustu
lyfin í helstu lyfjaflokkum er sá
möguleiki ekki útilokaður að
komið sé til móts við þá sem af
einhverjum ástæðum þurfa á
dýrari lyfjum að halda. Þá þarf
hins vegar læknir að rökstyðja
notkun dýrara lyfsins, en sá
rökstuðningur gæti meðal ann-
ars byggst á hugsanlegum
aukaverkunum sem
hljótast af notkun
ódýrara lyfsins sem
niðurgreitt er, eða
ófullnægjandi
virkni þess.
Læknirinn send-
ir umsókn um
greiðsluþátt-
töku fyrir dýr-
ara lyfið til
Sjúktratrygg-
inga.
Hægt að fá
dýrari lyfin
GREIÐSLUÞÁTTTAKA