Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Róandi hjólreið Þótt sumum sé heitt í hamsi vegna ástandsins á Fróni taka aðrir því með ró og fara í stóíska hjólreiðaferð. Ómar Með neyðar- lögunum frá 7. október 2008 veitti Alþingi öllum banka- innistæðum jafnan for- gangsrétt, þeg- ar kæmi til skipta á búum íslenzku fjár- málafyrirtækj- anna. Kröfum sparifjáreig- enda í íslenzku bönkunum, hvort sem þeir voru starf- ræktir á Íslandi eða í öðrum löndum, var veittur forgangur umfram flestar aðrar kröfur. Þarna var skapaður nýr rétt- ur til handa sparifjáreig- endum á kostnað annarra kröfuhafa bankanna. Þessarar auknu réttarverndar njóta meðal annars þeir, sem áttu innistæður í íslenzku bönk- unum í Bretlandi og Hollandi, þ. á m. á Icesave-reikning- unum. Með þessari ráðstöfun leit- uðust Íslendingar meðal ann- ars við á neyðarstundu að uppfylla hollustuskyldu sína gagnvart almenningi á Evr- ópska efnahagssvæðinu sam- kvæmt grundvallarreglum Evrópuréttarins. Þetta er annað en sagt verður um brezk stjórnvöld, sem þrátt fyrir sams konar hollustu- skyldu gagnvart Íslendingum, beittu í framhaldinu íslenzka ríkið, stofnanir þess og fjöl- marga saklausa einstaklinga sérstökum kúgunaraðgerðum – og auðvitað Landsbankann, sem flestir aðrir hefðu senni- lega látið duga. Brezk stjórn- völd bættu þó um betur: út- hrópuðu Ísland sem gjaldþrota ríki og beittu sér fyrir því ásamt Hollendingum, að öll ríki Evrópusambands- ins voru látin taka þátt í til- raunum til þess að kúga ís- lenzka ráðamenn, þar sem þeir lágu á fjórum fótum eftir hrunið hér heima, hóta þjóð þeirra útskúfun og hindrunum á aðgangi að hvers konar lífs- nauðsynjum frá samstarfs- ríkjunum. Neyðarlögin ein og sér dugðu auðvitað engan veginn til þess að draga úr því neyð- arástandi, sem var að skapast á Íslandi eftir hrun bankanna. Við blasti efnahagskreppa, sem þurfti að milda eftir föng- um, en einnig það sem verra var, þjóðfélagshrun með upp- reisn og árásum á opinberar stofnanir, ef almenningur og fyrirtæki hefðu ekki átt að fá aðgang að meginhluta fjár- magns síns fyrr en við út- hlutun úr þrotabúum bank- anna. Þetta voru afleiðingar íslenzka bankahrunsins, sem blöstu við á Íslandi og voru bundnar við Ísland eitt, en náðu ekki til annarra ríkja innan Evrópska efnahags- svæðisins. Við þessum sér- íslenzku aðstæðum urðu ís- lenzk stjórnvöld að bregðast með sérstökum ráðstöfunum fyrir Ísland, ef ekki átti að koma til algerrar upplausnar í landinu. Það er í þessu ljósi, sem skoða verður ákvarðanir íslenzkra yfirvalda að veita al- menningi og fyrirtækjum á Ís- landi aðgang að bankainn- istæðum sínum óskertum í gegnum nýtt íslenzkt banka- kerfi. Þetta voru viðbrögð við aðstæðum, sem einungis ríktu á Íslandi, en ekki í öðrum ríkjum. Við slík- um aðstæðum var íslenzkum stjórnvöldum ekki aðeins bæði lagalega og sið- ferðislega rétt að bregðast, heldur beinlínis skylt gagnvart þjóð sinni. Það getur ekki verið lagaleg eða siðferðileg skylda nokkurs ríkis gagnvart sam- starfsríkjum sínum að láta sig sökkva án viðleitni til þess að bjarga sér með tiltækum ráð- um. Það verður ekki séð, að Íslendingar hafi með aðgerð- um sínum gengið lengra í sjálfsbjargarviðleitninni en góðu hófi gegnir eða gripið til aðgerða, sem aðrar þjóðir í svipaðri aðstöðu hefðu ekki gripið til með góðri samvizku. Engin samstarfsþjóða okkar Íslendinga hefði verið betur sett, eða borgarar þeirra, þó að Íslendingar hefðu með að- gerðaleysi látið þjóðfélag sitt liðast í sundur í kjölfar banka- hrunsins, meðal annars með því að láta yfir sig ganga skuldbindingar, sem íslenzkur almenningur á engan hlut að. Íslenzk stjórnvöld gripu í kjöl- far hrunsins aðeins til lág- marksráðstafana, sem brýn þörf var á til þess að koma ís- lenzka þjóðfélaginu í gang á nýjan leik og án þess að gera á hlut annarra þjóða. Talsmenn Breta og Hol- lendinga fyrir fullkomlega sameiginlegu skipbroti ís- lenzkra og brezkra/hollenzkra sparifjáreigenda geta huggað sig við það, að íslenzkur al- menningur, sem ekki átti þess kost að taka þátt í happdrætt- inu með Icesave-reikningana og tapaði því ekki beint á því happdrætti, tapaði stórum hluta af öðru sparifé sínu í ís- lenzka bankakerfinu, eins og í peningamarkaðssjóðunum og öllu hlutafé sínu í bönkunum. Það er því með góðri sam- vizku, sem ég segi nei við staðfestingu Icesave-laganna. Beri íslenzka þjóðin gæfu til þess að meirihluti hennar standi djarfur fyrir þjóð sína og segi nei, færi vel á því í kjölfarið, að íslenzk stjórnvöld fari að huga að kröfum Ís- lendinga á hendur Bretum vegna hinnar forhertu árásar þeirra á Ísland í október 2008. Nú hafa fleiri þjóðir og ein- staklingar en áður séð í gegn- um hinar raunverulegu hvatir stóru ríkjanna til þess að láta hin máttarminni ríki og skattborgara þeirra taka á sig byrðarnar af óhæfuverkum fjármálafyrirtækjanna og bandamanna þeirra í stjórn- málunum. Það er áætlun, sem verður að stöðva. Eftir Hörð Einarsson »Neyðarlögin ein og sér dugðu auðvitað engan veginn til þess að draga úr því neyðarástandi, sem var að skapast á Íslandi eftir hrun bankanna. Hörður Einarsson Höfundur er fyrrverandi hæstaréttarlögmaður. Icesave og varnaraðgerðir Íslands Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því, eða hafi hugsað út í það, að ef Icesave- samningurinn verður samþykktur, verða ör- yrkjar, aldraðir og annað láglaunafólk á Íslandi lát- ið greiða skuldir óreiðu- manna sem ráku einka- banka í Bretlandi og Hollandi. Þó ótrúlegt sé, greiðir allt þetta láglaunafólk skatta til ríkisins af sínum litlu tekjum og verður því meðal þeirra sem skikkaðir verða til að greiða skuldir óreiðumannanna, ef samningurinn verður samþykktur, eins og stjórnvöld og fylgdarlið þeirra gerir nú kröfu um. Þetta er fólk, sem í hundr- aða tali hefur á undanförnum mánuðum staðið í biðröðum til að fá gefins mat fyr- ir sig og börnin sín til að halda lífi. Er þetta íslenska, norræna velferðarkerfið? Það hefur vakið sérstaka athygli að sumir íslenskir verkalýðsleiðtogar hafa allt frá upphafi gengið fram og gert kröfu um að láglaunafólkið á Íslandi borgi þessar skuldir óreiðumannanna. Hafa þessir menn gleymt því að laun- þegar höfnuðu alfarið þessari kröfu í þjóðaratkvæðagreiðslunni á síðasta ári þegar 98% þátttakenda sögðu nei? Það er kaldhæðnislegt, ef þetta fá- tæka fólk verður nú skikkað til að greiða óreiðuskuldir manna sem rekið hafa einkabanka í Betlandi og Hollandi og hagnast um þúsundir milljarða, sem þeir hafa falið í löndum sem veita þeim skjól í kóngulóarvef lögleysu og spillingar og sérstakur saksóknari reynir nú að rekja slóð þeirra. Þá eru ekki taldar fjárfest- ingar óreiðumannanna í einkaþotum, skemmtisnekkjum, skíðabrekkum og milljarðaíbúðum víða um heim. Varla er hægt að leggjast lægra en að ætla þeim, sem verst eru settir og eiga sumir ekki fyrir mat, að greiða þetta. Þá skulum við ekki horfa fram hjá undirgengist 500 milljarða króna greiðsluna samkvæmt Icesave- samningnum, var ríkisstjórn Íslands og fylgdarlið hennar. Þegar íslenska þjóðin hafði sagt stórt nei kom í ljós að Bretar og Hollendingar sætta sig við einn tí- unda af fyrri kröfu. En það er vel skilj- anlegt að Bretar og Hollendingar héldu sig við 500 milljarðana úr því að rík- isstjórn Íslands og fylgdarlið hennar barðist svo hart fyrir því fyrir þeirra hönd. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sumum háskólamönnum, sem hafa ekki látið neitt tækifæri ónotað og hafa gert sér ferðir til annarra landa til að tala máli Breta og Hollendinga gegn málstað Íslendinga. Varla er hægt að leggjast lægra í undirlægjuhætti. Þessi saga verður skráð dökkum litum í Íslandssöguna þegar sagan verður skráð. Þegar íslenska þjóðin hafði talað sínu máli og sagt afgerandi nei í þjóð- aratkvæðagreiðslunni á síðasta ári, höfð- ust Bretar og Hollendingar ekkert að. Þeir skildu skilaboðin. En íslenska rík- isstjórnin skildi hins vegar ekki svar þjóðarinnar. Hún lét sig hafa það að fara krjúpandi á fund Breta og Hollendinga með liðsafla og bauð þeim greiðslur. Það er ekki undarlegt þó Bretar og Hollend- ingar tækju sendisveinunum frá Íslandi opnum örmum, sem enn komu færandi hendi vegna skulda óreiðumannanna og buðu þeim greiðslur frá fólkinu á Íslandi sem ekki á fyrir mat og þarf að biðja landa sína um aðstoð til að geta lifað. Er nema eitt svar við þessu? Nei. þeirri staðreynd að hryðju- verkalögin sem Bretar settu á Íslendinga hafa valdið allri þjóðinni ómældu tjóni, þar með talið láglaunafólkinu, sem stjórnvöld gera nú kröfu um að greiði óreiðu- skuldir bankaeigendanna. Manni sýnist að eðlilegra hefði verið að ráðamenn þjóðarinnar gerðu kröfur á hendur Bretum fyrir allt það tjón sem þeir hafa valdið okkur með hryðjuverkalög- unum, í stað þess að kné- krjúpa fyrir þeim og tala stöðugt máli þeirra um fébætur af okkar hendi, sem færustu lögmenn hafa skrifað margar og langar greinar um að engin lög standi til. Það er ljóst að Bretar og Hollendingar gera sér grein fyrir því að engin lagastoð er fyrir kröfum þeirra. Eða dettur ein- hverjum í hug að þeir hefðu horfið frá kröfunni um 500 milljarða greiðslu í að- eins 50 milljarða, ef þeir hefðu trúað því að krafa þeirra hefði stoð í lögum? Trúa menn því að þessi breytta afstaða ráða- manna Breta, sem beittu okkur hryðju- verkalögum, stafi af vinsemd þeirra í okkar garð? Nei, það er ljóst að þeir mátu stöðu sína þannig að þeir hefðu enga lagalega stöðu til að byggja kröfu sína á og fylgja henni eftir. Það sama á auðvitað við um núverandi samning. Þess vegna á að hafna honum og segja nei. Að tala máli Breta og Hollendinga Ég hygg að íslenska þjóðin hafi aldrei í sögu sinni upplifað það fyrr en nú, að þegar þjóðin hefur átt í deilu við aðrar þjóðir, hafa íslensk stjórnvöld og fylgd- arlið þeirra talað máli erlendu þjóðanna af svo miklu harðfylgi sem raun ber vitni. Hefur einhver heyrt þessa aðila tala máli Íslendinga? Í raun hafa and- stæðingar íslensku þjóðarinnar ekki þurft að hafa sig neitt í frammi, íslensk stjórnvöld hafa talað máli þeirra. Það var t.d. sérstaklega athyglisvert að hörð- ustu talsmenn þess að íslenska þjóðin Eftir Magnús L. Sveinsson » „Varla er hægt að leggj- ast lægra en að ætla þeim sem verst eru settir og eiga sumir ekki fyrir mat, að greiða þetta.“ Magnús L. Sveinsson Höfundur er fyrrverandi form. VR og forseti borgarstjórnar. Eiga öryrkjar, aldraðir og láglaunafólk að greiða skuldir óreiðumanna?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.