Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 23

Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 ✝ Sigríður Óla-dóttir fæddist á Þórshöfn 12. apríl 1935. Hún lést á líknardeild Land- spítalans, Landa- koti, 30. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru Óli Pétur Möller skólastjóri, f. 5. apríl 1900, d. 6. ágúst 1973, og Helga Jóna Elías- dóttir, skólastjóri og kennari, f. 26. nóvember 1905, d. 8. mars 2003. Systkini: Elías Pálmi, f. 1. maí 1934, maki Elsa Axelsdóttir, f. 1. ágúst 1940. Davíð, f. 30. október 1936, maki Kristjana Friðriksdóttir, f. 5. júlí 1945. Gyðríður Elín, f. 17. nóvember 1941, maki Gerðar Þórðarson, f. 20. apríl 1940. Sigríður giftist 30. mars 1956 Gunnari Eysteini Sigurbjörns- Börn Þorsteins með Sigríði Birnu Thorarensen eru Edda Ósk og Rúnar Helgi. e) Erlu Dögg, f. 19. ágúst 1967, maki Þorsteinn Grétar Einarsson, f. 11. október 1964. Börn þeirra eru Sunna Rós, Ásgeir og Árni Gunnar. Sigríður var í foreldrahúsum á Þórshöfn fram yfir fermingu, í Laugaskóla veturna 1950, 1951 og 1952 og í kaupavinnu á sumr- in bæði í Öxarfirði og á Héraði. Veturinn 1953-54 var hún í hús- mæðraskólanum að Löngumýri og kynnist þar manninum sínum og var síðan ráðskona að Hótel Varmahlíð sumrin 1954 og 1955. Eftir að hún flutti suður var hún ráðskona við barnaskólann í Reykholti í Biskupstungum 1958-59 og svo aftur veturinn 1962-63, en pabbi hennar var skólastjóri þar. Síðast vann hún við heimilishjálp hjá fé- lagsþjónustu Kópavogs í 27 ár. Sigríður verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 7. apr- íl 2011, og hefst athöfnin kl. 15. syni frá Grófargili, f. 17. september 1934, múrarameist- ara í Kópavogi. Sig- ríður og Gunnar fluttu í Kópavog í júlí 1956 og hafa búið þar síðan, nú síðast að Voga- tungu 29a. Þau eignuðust fimm börn: a) Sigurbjörn Tryggva, f. 20. des- ember 1954, maki Magnea Bjarnadóttir, f. 30. júní 1960. Þau eiga tvö börn, Gunnar Ey- stein og Guðnýju Maríu sem er í sambúð með Guðna Ingvarssyni. b) Óla Pétur, f. 25. júní 1956. Börn Óla með Aldísi Pálsdóttur eru Páll Óli, Ólafur Ingvi og Sig- ríður. c) andvana fæddan dreng 25. júní 1956. d) Þorstein Marinó, f. 24. júní 1959, maki Lilja Sig- urðardóttir, f. 15. júní 1965. Elsku mamma mín kvaddi þetta jarðneska líf þann 30. mars síðastliðinn á 55 ára brúðkaups- afmæli sínu og pabba. Ég get ekki lengur leitað til hennar um ráð við matargerð, bakstur eða mín hjartans mál eins og ég var vön að gera. Mamma var einstök kona, hjálpsöm, greiðvikin og með ein- dæmum þrifaleg, ég kallaði það reyndar tuskuæði og fannst oft erfitt að gera henni til hæfis með þrifin þegar ég bjó í foreldrahús- um. Það var sko ekki langt í húm- orinn hjá henni mömmu minni og hún var mjög góð leikkona, það segja synir mínir að minnsta kosti. Ég get aldrei þakkað mömmu og pabba allt það sem þau hafa gert fyrir mig í gegnum árin, það er ómetanlegt. Mamma varð mjög ánægð þeg- ar ég kynntist honum Grétari mínum og sagði við hann að þeg- ar ég væri flutt til hans þá gæti hann aldrei skilað mér aftur. Henni fannst ég vera einstaklega heppin með mann sem væri svona góður við mig og Sunnu Rós okk- ar, loksins vorum við komnar í örugga höfn og hún þurfti ekki að hafa áhyggjur af okkur lengur. Grétar mat hana mömmu líka mikils og fannst hún mikil per- sóna og þakkar fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og allar sam- verustundirnar í gegnum árin. Ásgeir átti margar góðar sam- verustundir með ömmu sinni við spjall í eldhúsinu þegar við for- eldrarnir vorum ekki heima og fannst henni hann koma skemmtilega á óvart, hvað hann var skrafhreifinn og einlægur við hana og henni fannst mjög vænt um þessar stundir, það sagði hún mér. Ég var svo lánsöm að geta ver- ið hjá henni mömmu minni síð- ustu dagana sem hún lifði og er það mér mjög mikils virði og er ég þakklát fyrir það. Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að geta verið án hennar og ég veit að það verður mjög erfitt á fermingar- daginn hans Árna Gunnars og henni sjálfri fannst það erfitt að geta ekki fylgt yngsta barna- barninu þann dag og fannst eins og hún væri að svíkja hann, elsku drenginn sinn. Svona hugsaði hún mamma. Minning þín lifir í hjörtum okkar, elsku mamma, takk fyrir allt. Þín dóttir, Erla Dögg. Elsku tengdamamma mín. Nú er komið að kveðjustund og það allt of fljótt. Okkar kynni hófust fyrir um það bil 34 árum þegar við Bjössi, ykkar elsti son- ur, hófum að rugla saman reyt- um. Þá bjugguð þið Gunnar tengdapabbi í Lyngbrekkunni þar sem við Bjössi svo byrjuðum að búa á neðri hæðinni. Þá kynnt- ist ég þeirri fyrirmyndarhúsmóð- ur sem þú varst. Ávallt með tusk- una á lofti enda var heimilið fallegt og snyrtilegt. Það var þinn siður að taka vel á móti gestum með heimalöguðu bakkelsi eða góðum mat, enda listakokkur. Þú lagðir ekki í vana þinn að fylgja öllum uppskriftum frá a til ö heldur bættir um betur og gerðir þær að þínum. Þú varst einnig mjög lagin á saumavélina og eru ófá heimilin sem hafa fal- legar gardínur fyrir gluggum sem þú hefur saumað. Þar hef ég líka notið góðs af. Eftir að við Bjössi fluttum í sveitina, fyrst Ásmúla og síðar Ásamýri, hafið þið tengdó verið okkur ákaflega hjálpsöm. Ófáar ferðirnar hafið þið farið austur fyrir fjall og aðstoðað okkur við hin ýmsu verk. Þau voru mörg handtökin þín í sveitinni og gat ég oft notið góðs af því. Á meðan þú sinntir heimilisstörfunum gat ég einbeitt mér að útiverkum og komið svo inn í hlaðborð á kaffi- og matmálstímum eins og hitt heimilisfólkið. Ég dáðist að verklagni þinni og snyrtimennsku þegar þú komst að hjálpa mér í slátur- og kæfu- gerð. Vinnugleðin réð ríkjum og tvímælalaust var kæfan þín sú allra besta. Þegar stund var á milli stríða áttum við oft mikið og gott spjall og þá var slegið á létta strengi og þinn skemmtilegi húmor alltaf til staðar. Oftar en ekki fengu þá leikhæfileikar þínir að njóta sín, en þú hafðir oft orð á því að þig hefði langað að læra leiklist. Já, Sigga mín, það var hægt að tala við þig um allt og hafa barna- börn þín oft talað um hversu gott væri að spjalla við ömmu sína. Hjá þér voru þau umvafin ást og hlýju. Þó þú hafir ekki alltaf verið heilsuhraust þá gafstu þér alltaf tíma fyrir aðra og hafa margir notið höfðingsskapar og góðsemi ykkar hjóna í gegnum árin. Hugur minn er hjá þér, elsku tengdapabbi, mikill er missir þinn. Megi guð styðja þig og styrkja. Elsku Sigga, takk fyrir allt og allt, ég mun sakna þín mikið en minningin lifir um einstaka konu og góða vinkonu. Þín tengdadóttir, Magnea. Elsku amma. Það er erfitt að sætta sig við lífið án þín. Erfitt að hugsa til þess að maður muni ekki eiga fleiri góðar spjallstund- ir með þér við eldhúsborðið í Vogatungunni. Þar lékst þú á als oddi og naust þess að tala um allt milli himins og jarðar, gamla tíma og nýja og alltaf stutt í húmorinn. Það var eitthvað við það að koma til ykkar afa sem ýmist kallaði fram ró eða gleði. Ef það var eitt- hvað sem hafði valdið manni hug- arangri áður en maður kom til ykkar þá vissir þú alltaf hvað þú áttir að segja til að láta manni líða betur. Þú lést mann alltaf sjá það jákvæða, svo ég tali nú ekki um spaugilegu hliðarnar á öllu. Þær stundir sem við áttum saman þegar þið afi komuð í sveitina, hvort sem það var stutt heimsókn eða lengri, renna mér seint úr minni. Þá var nú ýmislegt brallað saman. Þú hafðir unun af því að hafa hreint og fallegt í kringum þig og bjóða upp á góðgæti ef einhver kom í heimsókn. Þegar svo kom að því að ég fór að búa þá hafðir þú gaman af því að miðla góðum heimilisráðum sem ég kann svo sannarlega að meta. Samskipti ykkar afa fengu mig alltaf til að brosa þar sem samvinna ykkar og vinátta var aðdáunarverð allt þar til yfir lauk. Við fjölskyldan mun- um passa vel upp á afa og óskum þess að hann komi oft í sveitina, en þar veit ég að þið nutuð ykkar vel saman. Hugur minn er hjá þér, elsku afi minn, megi guð styðja þig og styrkja á þessum erfiðu tímum. Þú skilur eftir margar góðar minningar, elsku amma mín. Minningar og ráð sem ég get hlýjað mér við og leitað til um ókomin ár. Takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar okkar saman. Hvíldu í friði. Guðný María. Elsku amma okkar, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allar skemmtilegu stundirnar. Við eig- um eftir að sakna þín svo mikið og jólin verða mjög erfiður tími þar sem þið afi hafið verið hjá okkur síðan við munum eftir okk- ur og núna vantar þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, elsku amma. Ásgeir og Árni Gunnar. Elsku amma mín, án þín er veröldin litlausari. Byrjunin er svolítið klassísk og ég gæti haldið áfram á þeirri braut. Að rifja upp minningar sem ég á um gylltar stundir með þér. Hjá þér hef ég átt samastað óháð því hvort ég hef átt erfitt eða gott. Ég var fyrsta barna- barnið og lét fyrir mér fara. Prakkarinn sem læddist upp að ömmu sinni, beit hana í rassinn og hljóp skellihlæjandi í burtu, fiktarinn sem kveikti í kaktusn- um í eldhúsinu og svo ungi fram- haldsskólastrákurinn sem hélt partíin í kjallaranum. Þetta var ég þér og já vonandi sitthvað meira. Hins vegar er komið að þeim kjarna í þínu lífi sem mig langar að varpa ljósi á en það er hvað þú varst fyrir mér og þeim sem eftir þig lifa. Þú varst stuðn- ingsmaður númer eitt, sálfræð- ingur og sálusorgari, uppalandi, vinur, gráts- og hlátursfélagi, þú fæddir okkur og klæddir og þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Í seinni tíð varð þér tíðrætt um að þú gerðir sífellt minna gagn að þínu mati en staðreyndin var hins veg- ar þveröfug. Þú spilaðir sífellt stærra hlutverk í okkar lífi. Þú spilaðir stóra rullu í mínu lífi fram á síðasta dag og rétt áður en þú kvaddir þá hjálpaðir þú mér í gegnum afar erfiða raun og skild- ir mig eftir með ráð og stuðning. Spurningin er bara hvernig ég endurgreiði þér allt þetta, mann- eskjunni sem gaf og gaf en bað aldrei um neitt í staðinn. Amma, ég er ekki að fara að óska þér hvíldar í friði því að þú færð nóg að gera. Því með mér og okkur, þínum ástvinum munt þú lifa áfram. Þú verður spurð ráða, það verður hlegið með þér og grátið, þú munt lifa í gegnum minning- arnar og hvernig við heiðrum þær í gegnum gjörðir okkar og lifnað. Amma, ég heiti þér því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að minn hluti í því ferli verði já- kvæður og geri þig stolta. Amma, ég er byrjaður, ég er til dæmis orðinn miklu duglegri að taka til en það tók ekki nema 31 ár að koma því inn í hausinn minn. Að lokum vil ég þakka þér fyr- ir að minna allrækilega á þig í lokin með því að kveðja á afmæl- isdeginum mínum. Sá dagur mun verða mér talsvert mikilvægari í framtíðinni og munu minningarn- ar um þig verða óttanum við gráu hárin eða hárleysi yfirsterkari. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þinn dekurdrengur, Gunnar E. Elsku besta amma mín, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá mér. Þegar leið mín liggur til Reykjavíkur hoppar alltaf sú hugmynd í huga minn að kíkja til ömmu og afa, setjast við eldhús- borðið og segja þér frá öllu og fífl- ast svolítið með þér. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, við eigum bara góðar og skemmtilegar minningar, allt sem við gerðum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig er alveg ómetanlegt. Minningar mínar þegar ég var að trufla þig við það sem þú varst að gera í eldhúsinu því mér leiddist og langaði í „mömmuleik“ eða í einhvern ann- an leik, þegar ég þurfti að laga til, en fannst miklu sniðugra að við myndum gera það saman því ég var svo þreytt, eða ísinn, ummmm, allur þessi ís og allar þessar sósur sem endaði eigin- lega alltaf í brain-freeze. Slátur- gerð og fleira sem margir krakk- ar geta ekki einu sinni ímyndað sér. Að hafa þig í lífi mínu er það besta sem ég veit um. Þú varst kletturinn minn, sú sem ég hef alltaf litið upp til, þú gerðir alltaf allt fyrir alla og ætl- aðist ekki til neins í staðinn, þú varst óeigingjarnasta og falleg- asta manneskja sem ég hef kynnst. Það er alveg kominn sá tími að þú fáir að hvíla þig, elsku besta amma mín, ég elska þig og sakna þín. En ég veit að það er bara fjör þarna fyrir handan hæðina hjá þér því sama hvar þú ert þá munt þú ávallt gleðja og kæta þá sem eru í kringum þig. Þó þung séu oft sporin á lífsins leið, og ljósið svo skelfing lítið, skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð, það virkar, en virðist skrýtið. Því vonin hún vinnur gegn myrkri og kvíða, og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl, sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða, að sólskinið sjáir, ég veit það er til. (SHL) Sunna Rós Heimisdóttir. Sigríður Óladóttir ✝ Sigríður Krist-ín Davíðsdóttir fæddist í Ólafsdal í Gilsfirði 25. októ- ber 1930. Hún lést á Landakoti 31. mars 2011. For- eldrar Sigríðar voru Geirlaug Kristinsdóttir og Davíð Grímsson. Þau eru bæði látin fyrir mörgum ár- um. Hún eignaðist fimm börn: Magnús Óskar Gunnarsson, f. 11. ágúst 1949, Davíð Geir Gunnarsson, f. 10. júní 1956, Ás- dís Sól Gunnarsdóttir, f. 3. jan- úar 1959, Gunnar Máni Gunn- arsson, f. 1. mars 1960, d. 11. apríl 1963, og Gunnar Bolli Gunnarsson, f. 25. febrúar 1963. Sigríður Kristín giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Gylfa Traustasyni, 6. apríl 1982. Sigríður átti heima í Reykjavík frá sjö mánaða aldri. Strax að loknu gagn- fræðaprófi vann hún við alls- konar verslunarstörf. Sigríður Kristín verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju í dag, 7. apríl 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Mín elskulega móðir Sigríður K. Davíðsdóttir lést eftir erfið veikindi á Landakotsspítala fimmtudaginn 31. mars síðast- liðinn. Ég minnist móður minn- ar með mikilli hlýju og virðingu. Hún var einstök manneskja sem umhyggja og væntumþykja staf- aði jafnan frá. Hún laðaði fram góðar hugsanir þar sem hún var á meðal fólks. Hún vakti góðar tilfinningar með hlýleika sínum og framkomu. Hún var falleg og hún var góð. Henni á ég margt og mikið að þakka. Við móðir mín vorum mjög góðar vinkonur, við vorum sam- rýndar og áttum svo margt sam- an. Þegar hún er nú farin verða minningarnar um hana að ennþá dýrmætari perlum. Þær mun ég alltaf geyma. Ljóðperla skálds- ins á vel við um hana: Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson) Ég kveð þig, elsku mamma mín, hvíl þú í friði. Þín elskandi dóttir, Ásdís Sól Gunnarsdóttir. Elsku Sigga mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku systir. Inni- legar samúðarkveðjur til Gylfa, barna og fjölskyldna. Þín systir, Ósk. Hið göfugasta í lífi okkar er ást er móðir ber til sinna barna hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér og sækir styrk til lífsins dýpsta kjarna „hún veitir ljós sem ljómi bjartra stjarna“. (Árni Böðvarsson) Þessar línur lýsa vel um- hyggju og ástúð sem Sigga, okk- ar kæra mágkona, sýndi öllum sem áttu hana að. Líf hennar var oft á tíðum strembið en alltaf barðist hún áfram af ótrúlegum styrk og tók hnarreist á móti mótlæti og gladdist mjög þegar vel gekk. Sigga var afar mynd- arleg og glæsileg kona og lá ekkert á skoðunum sínum um málefni líðandi stundar. Það var oft fjör í fjölskylduboðum þegar við rökræddum um allt frá stjórnmálum til leikverka, en alltaf skildum við sátt þó skoð- anaskiptin væru oft ærin. Sigga og Gylfi voru dugleg að ferðast á meðan heilsan leyfði, sérstaklega fannst þeim gaman að fara til heitari landa eins og Spánar og eyjanna undan Spáni. Sólin og hitinn hafði góð áhrif á stirð liðamót, sem mikið hafði reynt á alla tíð, við heimilisstörf, uppeldi barna og verslunarstörf. Sigga var stoð og stytta Gylfa bróður okkar allan þeirra bú- skap. Hún bjó honum fagurt heimili á Flateyri, í Maríubakk- anum og nú síðustu árin í Frostafold í Grafarvogi. Um- hyggjan sem hún sýndi Gylfa og okkur öllum í fjölskyldu hans verður aldrei fullþökkuð, en með þessum orðum viljum við að leið- arlokum þakka þér, elsku Sigga, fyrir allar stundir sem við áttum með þér og biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér á himnum. Við sendum Gylfa, börnum og öðrum ættingjum Siggu og Gylfa okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Sunneva, Dagur, Friðbert, Sigrún og fjölskyldur. Sigríður Kristín Davíðsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.