Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
✝ María BjörkSkagfjörð
fæddist í Reykja-
vík 4. febrúar
1944. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 28.
mars 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristján K. Skag-
fjörð, f. 31. desem-
ber 1907, d. 9.
febrúar 1979, og Sigríður J.
Skagfjörð, f. 22. júlí 1908, d.
26. apríl 1995. Systur Maríu
voru þær Hrönn Thorarensen,
f. 13. september 1933, d. 23.
janúar 2011, og Guðlaug Skag-
sínum, þann 4. febrúar 1989,
fyrir átti hann dæturnar Ragn-
heiði, f. 1961, og Steinunni, f.
1964, og voru henni báðar
mjög kærar.
María var gagnfræðingur og
stundaði einnig nám á Eng-
landi. Hún byrjaði ung að
vinna og starfaði m.a. hjá LÍÚ,
Iceland Food Center í London,
Ha tryggingum, Happdrætti
Háskólans og Flugmálastofnun.
Hún opnaði sína eigin verslun,
Gala Tískuhús, árið 1990 og
rak hana til ársins 1996 er hún
varð að hætta rekstri hennar
vegna veikinda. Hún stundaði
einnig félagsstörf, m.a. hjá
KFUK, söng með söngsveitinni
Fílharmóníu og einnig voru
störf hennar í „Netinu“, sam-
tökum kvenna í atvinnulífinu,
henni einkar hugleikin.
María verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 7. apríl
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
fjörð, f. 1. júní
1937, d. 23. ágúst
1997.
María giftist
1962 Jóni Inga
Baldurssyni og
áttu þau soninn
Jón Inga, f. 1968,
þau slitu sam-
vistum. Jón Ingi er
kvæntur Jóhönnu
Sveinsdóttur og
eiga þau tvær dæt-
ur, Maríu Eiri, f. 1998, og
Önnu Sigríði, f. 2000. María
giftist Friðþjófi Valgeiri Ósk-
arssyni árið 1978, þau slitu
samvistum. María giftist Hann-
esi Hall, eftirlifandi eiginmanni
Það er svo margt að muna,
þakka, geyma
því mild þú áttir ríka kær-
leikslund.
Það var svo gott að vera hjá
þér heima,
þú vaktir trú og græddir
hverja und.
Í sjúkdómsraunum sýndir þú
með prýði,
að sanna áttir dyggð og
hetjulund.
Og það er gleði, sár þó harm-
ur svíði,
að sæla eigum von um end-
urfund.
Ó vertu sæl, þig geymi Guð á
hæðum
göfga móðir, amma, systir
kær.
Þú varst svo auðug ástúðar
og gæðum,
að ástrík minning birtu á
veginn slær.
Og við, er síðast vorum með
þér heima
nú viljum þakka hverja liðna
stund.
Og marga gleði minning-
arnar geyma,
sem mætar vaka, þó að svíði
und.
(Ó.Á.)
Við fráfall Maddýjar höfum
við ekki bara misst stjúpmóður
okkar heldur einnig eina af
okkar bestu vinkonum. Hennar
verður sárt saknað og minning
hennar mun lifa með okkur.
Ragnheiður og Steinunn.
Við kynntumst Maríu Björk í
ferð Netsins að Hellnum á
Snæfellsnesi árið 1989. Á því
ári varð María 45 ára. Netið er
samskiptanet kvenna á vinnu-
markaði og stofnað 1986. Í Net-
inu hittast konur á öllum aldri,
í fjölbreyttum störfum með
mismunandi reynslu og mennt-
un að baki. Þessi ferð að Helln-
um var fyrsta ferðalag Netsins
og er okkur ógleymanleg. Í
faðmi íslenskrar náttúru var
lagður grunnur að langri vin-
áttu. Rætt var um lífið í sinni
fjölbreyttu mynd, um sorg og
gleði, ósigra og sigra. Það ríkti
traust og einlægni, stuðningur
og hvatning og einnig mikil
kátína.
Eftir göngutúr undir
stjörnubjörtum himni þar sem
öfl náttúrunnar undir jökli
fylltu okkur krafti og gleði, var
kveikt á Gufunni og hátt á ann-
an tug kvenna steig dans fyrir
svefninn við lög í þætti Her-
manns Ragnars Stefánssonar.
Þarna sagði María okkur frá
gömlum draumi sínum um að
stofna tískufataverslun.
Skömmu síðar lét hún verða af
því og stofnaði Tískuverslunina
Gala á Laugaveginum, sem hún
rak af alúð og eljusemi. Hún
verslaði með glæsilegan fatnað
sem hún valdi sjálf í innkaupa-
ferðum til Parísar og rekstur-
inn gekk vel. Það var alltaf gott
að koma í Gala, spjalla við Mar-
íu, fá kaffisopa og skoða nýj-
ustu fatasendingarnar frá Par-
ís.
Eins og gengur og gerist í
stórum félögum myndast oft
minni hópar innan þeirra. Við
undirritaðar hittumst ásamt
Maríu einnig utan Netfunda og
fórum í nokkrar yndislegar
ferðir saman innanlands og ut-
an. Má þar nefna Tyrklands-
ferð og ferð á Langanesið. Þar
lét heimsdaman María sér
lynda að kúra í tjaldi á hjara
veraldar, þótt hennar stíll væri
nú frekar lúxussiglingar í Kar-
íbahafinu. Þetta voru skemmti-
legar og gefandi samverustund-
ir þar sem ýmislegt var brallað.
Þó mikið væri hlegið voru einn-
ig endalausar umræður um lífið
og tilveruna.
Um fundi og ferðir Netsins
gegnum árin eigum við einkar
ljúfar endurminningar eins og
Pragferðina 1992 og allar inn-
anlandsferðirnar vor og haust.
María Björk var virkur þátt-
takandi þar til hún varð fyrir
áfalli. Það má segja að þá þeg-
ar höfum við misst að hluta til
þá Maríu sem við þekktum svo
vel. Hún hætti með verslunina
og hægt og rólega dró hún sig
til baka út úr félagslífi. Hún
hélt okkur glæsilegt matarboð
skömmu áður en hún dró sig
endanlega út úr samskiptunum,
eins konar kveðjuhóf. Þar var
öllu því glæsilegasta til tjaldað
í veisluföngum, borðbúnaði og
umgjörð allri, allt að hætti
Maríu Bjarkar. María og Hann-
es eiga fallegt heimili í Stiga-
hlíð. Þau voru samstiga hjón og
það duldist okkur ekki hve ást-
fangin hún var af Hannesi og
hve þakklát hún var örlögunum
fyrir að hafa hitt hann.
María var glæsikona og
heimsborgari. Hún var falleg
kona innra sem ytra, skemmti-
leg, ljúf og hláturmild. Nær-
vera hennar var alla tíð hlý og
notaleg. Hennar verður sárt
saknað en ljúfar minningar um
hana Maríu okkar lifa með okk-
ur áfram.
Marta Hildur Richter, Auð-
ur Halldórsdóttir, Anna
Sveinsdóttir, Hanna Helga-
dóttir, Ingibjörg Bjarn-
ardóttir og Ulla Magn-
ússon.
Það var fyrir rúmum tuttugu
árum sem fundum okkar Maríu
Bjarkar bar fyrst saman.
Nokkrar Netkonur gerðu sér
ferð um hvítasunnuhelgi til að
hlaða andleg og líkamleg batt-
erí með útiveru undir áhrifum
og dulmögnun Snæfellsjökuls.
Ein af gestum í ferðinni var
María Björk Skagfjörð. María
vakti athygli við fyrstu kynni
fyrir gott skopskyn og smitandi
hlátur. Hún hafði sérstaka per-
sónutöfra og glæsilegan klæða-
burð. Ekki svo að hún passaði
ekki í hópinn og umræður um
baráttumál starfandi kvenna í
atvinnulífinu, vonir og vænting-
ar í framtíðinni fyrir hönd
kvenna, og þó. Hún gekk gjör-
samlega fram af okkur þegar
hún sagði það draum sinn að
opna flotta tískuverslun. Við
störðum agndofa á þessa bjart-
sýnu konu sem átti sér svo
óraunhæfan draum í lok níunda
áratugarins. Þegar möguleikar
kvenna til stofnunar fyrirtækis
voru harla litlir og vitað að
konur fóru alla jafna bónleiðar
til búðar í viðtölum við banka-
stjóra. Málaleitan um banka-
fyrirgreiðslu var yfirleitt á þá
lund að konan var spurð hvort
hún ætti ekki eiginmann. Mann
sem gæti haft milligöngu um
fjárfestingarmál hennar við
bankann. Jú, María var einmitt
svo heppin að eiga Hannes sinn
að, en ég efast um að það hafi
gert gæfumuninn að henni
tókst að láta drauminn rætast.
Það sýndi sig að María skar
sig ekki úr hópnum aðeins fyrir
að vera flottari heldur en við
hinar, heldur fyrir bjartsýni,
einurð og dugnað við að láta
draum sinn rætast. Í júlí 1990
rann stundin upp þegar María
opnaði glæsilega verslun,
GALA tískuhús. Þá samglödd-
umst við og styrktumst í trúnni
að konur eigi ekki að hlusta á
úrtölur heldur vinna af einurð
að markmiðum sínum, hversu
galin sem þau virðast í fyrstu.
Með GALA fóru nýir tímar í
hönd hjá Maríu, líka hjá okkur.
Að koma við hjá Maríu í leið-
inni til að sjá það nýjasta end-
aði oft með að falla fyrir freist-
ingunni enda vöruúrval GALA
glæsilegt og vandað. Því miður
endaði kaupmennska Maríu
alltof fljótt í kjölfar þess árið
1996 að hún fékk heilablóðfall.
Eftir það mundi hún ekki síma-
númer né gat hún reiknað ein-
földustu samlagningu. Þá varð
þrautseig María að gefast upp
fyrir örlögum sínum.
Spaugsemi og kímnigáfa
Maríu gaf okkur margar gleði-
stundir í umræðum um ástina
og eilífðarmálin, sem voru
margar og gefandi. Í vangavelt-
um okkar um tilgang lífsins og
hvort líf væri eftir dauðann
setti María mörkin með yfirlýs-
ingu um að hún hefði sína
barnatrú og léti vangaveltur
sumra okkar um karma, end-
urfæðingu engu breyta.
Nú hefur sál Maríu fengið
svar við vangaveltum okkar um
lífið og tilveruna, lögmál lífs-
leiks almættisins og þján-
inguna, sem hún svo sannar-
lega fékk að reyna. Vonumst
við til að þýðing þess að vera
hjartahrein og góð manneskja,
eins og við minnumst Maríu
með hlýju, vegi þungt á vog-
arskál hins hinsta mats um að
jarðvistin hafi skilað tilætluðum
þroska sálarinnar.
Netið – félag kvenna í at-
vinnulífinu sendir Hannesi
Hall, eiginmanni Maríu Bjark-
ar, syni hennar Jóni Inga Jóns-
syni og aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Netsins,
Ingibjörg Bjarnardóttir.
María Björk
Skagfjörð
✝ Ragnar Valdi-marsson fædd-
ist á Akureyri 10.
febrúar 1935. Hann
andaðist á heimili
sínu að Lindasíðu
29 á Akureyri 31.
mars 2011. For-
eldrar hans voru
Valdimar Krist-
jánsson, iðnverka-
maður, f. 28.6.
1910, d. 5.7. 1975,
og Þorbjörg Stefanía Jónsdóttir,
húsmóðir, f. 25.5. 1902, d. 20.7.
1983. Ragnar átti tvo bræður
sem báðir eru látnir, Sigþór
Valdimarsson, vélstjóri, f. 27.11.
1931, d. 3.3. 1977, og Óðinn
Valdimarsson, söngvari, f. 21.1.
1937, d. 16.7. 2001.
Ragnar kvæntist eftirlifandi
konu sinni Sigrúnu Ásdísi Ragn-
arsdóttur, f. 16.12. 1934, frá
Lokinhömrum í Arnarfirði,
þann 17. júní 1958. Foreldrar
Sigrúnar voru Guðbjartur
Ragnar Guðmundsson, óðals-
bóndi, f. 9.9. 1900, d. 27.1. 1963,
og Halldóra Júlíana Andrés-
dóttir, f. 3.7. 1903, d. 26.4. 1990.
Börn Ragnars og Sigrúnar
eru: Ragna Dóra Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, f. 15.1.
1959, d. 2.8. 2002, Jónas Magnús
Ragnarsson, rafvirkjameistari,
f. 7.3. 1961, kvæntur Aðalheiði
Eiríksdóttur, f.
21.5. 1963, við-
skiptafræðingi, og
Sóley Ragn-
arsdóttir, versl-
unarstjóri, f. 25.2.
1975, sambýlis-
maður, Bjarki Páll
Jónsson, skilta-
gerðarmaður, f.
17.2. 1969. Synir
Rögnu Dóru eru:
Jónas Atli Krist-
jánsson, húsasmiður, f. 3.12.
1983, sambýliskona Eydís Eva
Ólafsdóttir, f. 16.9. 1988, og
Garðar Darri Gunnarsson,
menntaskólanemi, f. 11.11.
1993. Börn Jónasar og Að-
alheiðar eru: Eiríkur Jónasson,
nemi í rafmagnstæknifræði, f.
2.2. 1987, sambýliskona Kristín
Einarsdóttir, f. 19.5. 1989, og
Sigrún Arna Jónasdóttir,
menntaskólanemi, f. 11.1. 1994.
Ragnar byrjaði ungur að
vinna hjá RARIK og starfaði þar
í meira en hálfa öld lengst af
sem línumaður og verkstjóri.
Vinnan var hans líf og yndi og
síðastliðin sex ár starfaði hann
hjá syni sínum á Rafeyri. Hann
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
starfa fram á sinn síðasta dag.
Útför Ragnars fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 7. apríl
2011, og hefst athöfnin kl. 10.30.
Vinur minn, Ragnar Valdi-
marsson, kvaddi okkur hjónin
með orðunum „að hittast aftur
fljótlega“ eftir að hafa setið með
okkur og rabbað um landsins
gagn, nauðsynjar og gamla
daga. Ekki var að sjá á honum
að hann yrði allur fáum klukku-
tímum síðar. Enginn veit sína
æfi fyrr en öll er.
Ragnar starfaði stærstan
hluta starfsæfi sinnar við að raf-
væða sveitir landsins. Hann
vann lengst af hjá Rafmagns-
veitum ríkisins við að byggja og
viðhalda rafmagnslínum, stórum
og smáum, og koma rafmagni til
notenda í gegnum spenna og
rafstrengi. Hann vann trúnað
vinnuveitanda síns með færni
sinni, samviskusemi og dugnaði
og var fljótt trúað fyrir ábyrgð-
arstöðum. Hann var lengi yfir-
verkstjóri hjá rafmagnsveitun-
um á Norðurlandi eystra. Hann
mun hafa átt lengstan starfsald-
ur hjá fyrirtækinu, sem segir til
um trúmennsku og vinsældir
mannsins.
Ragnar, þessi góðlegi og
brosmildi maður, tók á móti mér
við starfsstöð Rafmagnsveitna
ríkisins á Akureyri fyrir nærri
hálfri öld. Upp frá þeim degi
urðum við vinir og störfuðum
mjög náið saman. Þá þekkti
hann sitt handverk út og inn
eins og lófana á sér og miðlaði til
annarra. Fleiri öðlingsmenn
voru þarna í vinnu, má nefna Pál
Jónsson, einstakan hæfileika og
dugnaðarmann sem alltaf var
þar sem þurfti á manni að halda,
einstaklega ráðagóður og ósér-
hlífinn maður. Einnig var þarna
Gestur Sigurðsson, fjalltraustur
og sterkur, skyldurækinn og
góður verkmaður. Þessir þrír
menn voru eins og ein vel sam-
hæfð vél við allt sem þeir voru
að vinna. Gamansemi og ánægja
var lýsandi fyrir þá, hvort sem
var við að grafa fyrir staurum
uppi á heiði í sumarblíðu, leggja
strengi í götur í þorpum og bæj-
um eða viðgerð á brotnum
staurum og slitnum línum í
öskrandi veðri og ófærð ein-
hvers staðar úti á landi. Bilunar-
leitir á rafveitukerfinu, í vond-
um veðrum, voru erfiðar,
vélbúnaður af skornum
skammti, vosbúð og hvíld í lág-
marki, en aldrei var að finna á
þessum mönnum neina uppgjöf.
Þeir höfðu tekið að sér að finna
bilun og gera við og unnu við
verkefnið til enda. Nú eru þessir
menn allir farnir, en minningin
um þá mun lifa meðal samferða-
manna þeirra. Þeir voru frum-
kvöðlar sem mótuðu störf raf-
veitumanna og unnu við erfið og
frumstæð skilyrði.
Ragnar var heilsteyptur og
einstaklega viðræðugóður mað-
ur, vel máli farinn og skýr í
hugsun. Honum var létt um að
segja sögur af spaugilegum at-
vikum frá langri starfsæfi. Aldr-
ei kom það fyrir að hann hnjóð-
aði í nokkurn mann í frásögnum
sínum eða á öðrum vettvangi.
Hann var einatt mjög varkár og
orðvar maður. Ragnar var vin-
margur og margir þekktu hann
sem rafveitumanninn sem leysti
úr vandræðum og rafmagns-
leysi, hvernig sem viðraði. Það
var gott að vera með Ragnari í
leik og starfi.
Við hjónin þökkum fyrir ára-
tuga kynni og einlæga vináttu
þeirra hjóna Ragnars og Sig-
rúnar. Við sendum Sigrúnu, Sól-
eyju og Jónasi og öðrum ætt-
ingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Minningin lifir um góðan
dreng.
Arnar Sigtýsson.
Í dag kveðjum við Ragnar
Valdimarsson, fyrrverandi verk-
stjóra hjá Rafmagnsveitum rík-
isins, RARIK. Ragnar hóf fyrst
störf hjá RARIK á átjánda ári,
fyrst sem sumarstarfsmaður og
síðan sem fastur starfsmaður
þar til hann hætti sökum aldurs
er hann varð sjötugur á árinu
2005. Hann hafði áður verið til
sjós, en var fenginn til að fara
sem aðstoðarmaður í línuvinnu
austur í Þingeyjarsýslu á árinu
1952, við byggingu Laxárlínu.
Næstu ár á eftir starfaði hann
hjá RARIK á sumrin, en var á
veturna til sjós, uns hann var
fastráðinn til fyrirtækisins.
Ragnar starfaði á næstu árum
við línuvinnu, ekki eingöngu á
Norðurlandi heldur víða um
land. Hann tók á þessum árum
virkan þátt í þeirri miklu upp-
byggingu raforkukerfisins sem
einmitt stóð sem hæst upp úr
miðri síðustu öld. Þá þurfti
harðjaxla til að endast í þeim
störfum, enda voru tæki og tól
til línuvinnu ólík því sem nú
þekkist og vinnutími langur og
erfiður. Ragnar tók við verk-
stjórastarfi á Norðurlandi á sjö-
unda áratugnum og fór þá með
rekstrarflokk í verkefni víða um
Norðurland. Margir starfsmenn
RARIK hófu einmitt sinn starfs-
feril hjá honum, en einnig fjöl-
margir námsmenn sem komu í
sumarstarf við uppbyggingu
línukerfisins. Oft voru stórir
hópar sumarstarfsmanna í
vinnuflokki Ragnars, enda var
sumartíminn aðalframkvæmda-
tíminn og eiga margir góðar
minningar frá sumrum undir
handleiðslu og verkstjórn hans.
Ragnar þurfti alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni og var eirðar-
laus ef hann var ekki með verk-
efni í höndunum. Eftir áratugi í
línuvinnu sá hann síðustu árin
hjá RARIK um viðhald húsnæð-
is og lóða, en auk þess að vera
snyrtimenni var hann svo hand-
laginn að hann gekk í öll verk.
Hann hafði mikla ánægju af því
að fá að ganga vel frá húsnæði
og lóðum í kringum aðveitu- og
spennistöðvar og lagði mikið
upp úr því að planta trjám í
kring og jafnvel skreyta með
blómum. Þá var hann listamaður
og naut þess að nota í listaverk
sín efni og búnað sem tekinn
hafði verið úr notkun, til að
tengja við starfsemi fyrirtækis-
ins og liggja fjölmörg listaverk
eftir Ragnar hjá fyrirtækinu og
víðar. Nú þegar við starfsmenn
RARIK kveðjum Ragnar félaga
okkar og vin eftir langt og
strangt ævistarf, þá þökkum við
honum vináttu hans og trúnað
sem hann sýndi okkur og fyr-
irtækinu alla tíð og kveðjum
góðan vin. Við vottum Sigrúnu
og fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúð.
F. h. samstarfsfélaga á
RARIK til fjölda ára,
Tryggvi Þ. Haraldsson.
Ragnar
Valdimarsson
Elsku Bergþór
minn, ég rita hér
nokkur orð til þín,
en hægt væri að hafa þau svo
mörg, þín er mjög sárt saknað.
Þegar ég og synir mínir kynnt-
umst þér mynduðust strax náin
tengsl sem enn eru til staðar. Ég
sá dreng sem var svo kröftugur í
lífinu þrátt fyrir að þurfa svo oft
að mæta erfiðleikum. Það var
Bergþór
Friðriksson
✝ Bergþór Frið-riksson frá Fá-
skrúðsfirði fæddist
21. maí 1970. Hann
lést 24. mars 2011.
Bergþór var
jarðsunginn frá
Garðakirkju 1. apr-
íl 2011.
alltaf stutt í húmor-
inn og öllum þótti
vænt um þig. Þú
vildir reynast öllum
vel.
Ég veit þú ert
enn hér hjá okkur
og verður alltaf í
öruggum höndum.
Guð blessi þig og
englar varðveiti þig,
elsku Bergþór
minn.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín ástkæra
Bryndís Hólm Sigurðardóttir.