Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 27
þá nýflutt til Íslands frá Kanada og sáum eins og gengur og gerist að kynna mætti hér á Fróni ým- islegt sem tíðkaðist í fyrri heim- kynnum. Er skemmst frá að segja að Sigurður var strax með á nótun- um og vann hann síðan af miklum krafti að skipulagningu og fram- kvæmd á „Hjólreiðadeginum mikla“ með vígorðinu „hjólað í þágu þeirra sem geta ekki hjól- að“. Hann stofnaði undirbúnings- nefnd þar sem voru fulltrúar ým- issa félagasamtaka, ásamt full- trúa frá umferðardeild lögreglunnar og félagi ungra áhugamanna um hjólreiðar. Kvennadeild Styrktarfélagsins varð öflugur bakhjarl og þátttak- andi í þessum vinnuhópi. Unnið var að undirbúningi með ýmsum hætti, farið í skólana og skrifað í blöð. Dagurinn rann upp og þúsundir hjólreiðamanna streymdu frá skólum, heima- hverfum sínum eða heimabæjum niður í miðbæ Reykjavíkur og enduðu á Lækjartorgi þar sem þeir afhentu gjafir sínar. Víst er að aldrei hafa jafnmargir verið á ferð í einu á reiðhjólum sínum í borginni og þennan dag. Leikurinn var endurtekinn næsta árið en frá og með þriðja ári tók Kvennadeild Styrktar- félagsins að sér hjólreiðadaginn af miklum dugnaði. Alllöngu síðar skipulagði svo Íþróttafélag fatl- aðra ásamt öðrum hinn árlega hjólreiðadag nokkur ár. Svipur hjólreiðadagsins hafði tvær hliðar. Annars vegar var til- gangurinn sá að auka skilning á aðstæðum fatlaðra og lamaðra og styrkja viðeigandi málefni með vænu fjárframlagi. Hins vegar var bent á nauðsyn fólks á hollri hreyfingu og á farartæki sem væri hollara en bíllinn. Á þessum degi voru líka skipulagsfræðingar Reykjavíkur minntir á tilvist hjól- reiðamanna og kröfur um hjól- reiðastíga og greiðar leiðir hverfa á milli. (Sjá annars ritling minn, Við ævihvörf, sem finna má við leit á Google). Sigurður Magnússon var mað- ur eigi einhamur. Ég minnist þess nú með þakklæti hvernig þessi galdramaður á sviði skipulags og framkvæmda töfraði fram fyrir mín vesölu orð um boðskap úr öðru landi, mikinn viðburð, já, stórar stundir á leiksviði raun- veruleikans þar sem þúsundir manna tóku þátt um alla borg. Vonandi kemur fram á sjónarsvið- ið fyrr eða síðar arftaki Sigurðar sem tekur upp þráðinn og hrindir af stað hjólreiðadegi með sinn tvö- falda tilgang. Ég votta Sigrúnu konu Sigurð- ar og fjölskyldunni allri samúð í söknuði þeirra. Þór Jakobsson veðurfræðingur. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 ✝ ÁsgerðurÁgústa Péturs- dóttir fæddist í Jón- asarbæ í Stykkis- hólmi 11. apríl 1919. Hún lést á Sóltúni í Reykjavík 29. mars 2011. Foreldrar Ás- gerðar voru Pétur Einar Einarsson bóndi, f. að Ási í Stykkishólmi 1885, d. 1961, og Jóhanna Jóhanns- dóttir húsfreyja, f. í Öxney á Breiðafirði 1889, d. 1970. Ás- gerður var fjórða í röð níu barna þeirra hjóna, Lára Karen er ein eftirlifandi, systkini Ás- gerðar eru hér upptalin í ald- ursröð: a) Svava Halldóra, f. 1915, d. 1992, b) Guðrún Sigríð- ur, f. 1916, d. 2006, c) Jóhann, f. 1918, d. 2006, d) Einar Jón, f. 1920, d. 1998, e) Guðrún Arn- björg, f. 1921, d. 2009, f) Sig- valdi, f. 1923, d. 2004, g) Ingi- björg Eygló, f. 1927, d. 2000, h) Lára Karen, f. 1931. 1. júní 1940 giftist Ásgerður Vilhjálmi Guðmundssyni heild- sala, f. 20. sept. 1912, d. 6. nóv.1971. Foreldrar Vilhjálms Jóhann Sigurfinnur, f. 25. apríl 1950, kvæntist Guðmundu S. Ingjaldsdóttur, f. 1950, þau skildu. Þeirra börn eru Hjördís Ólöf, f. 1967, Ásgerður Ágústa, f. 1968, Guðmundur Halldór, f. 1970, og Íris, f. 1977. Barns- móðir Jóhanns er Ásdís Magn- úsdóttir, f. 1951, og þeirra sonur er Jóhann Þórir, f. 1967. Barna- barnabörn Ásgerðar eru átján og barnabarnabarnabörn tvö. Ásgerður ólst upp í foreldra- húsum í Stykkishólmi, í Jón- asarbæ til átta ára aldurs og svo á Ökrum sem faðir hennar byggði. Hún kom til Reykjavík- ur 19 ára gömul og var vinnu- kona á nokkrum stöðum áður en hún giftist Vilhjálmi. Í hjúskap- artíð þeirra var Ásgerður heimavinnandi. Bjuggu þau í Reykjavík fyrstu árin en keyptu sér síðar hús við Víðihvamm í Kópavogi sem var þeirra heimili þar til Vilhjálmur féll frá. 1973 giftist Ásgerður Kristjáni Magn- ússyni, bónda í Drangshlíð, f. 1917, d. 1999. Stundaði hún þar búskap. Þau skildu. Eftir það vann Ásgerður ýmis störf í Reykjavík, lengst af hjá Póst- inum. Frá árinu 2008 bjó Ás- gerður á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Ásgerðar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 7. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. voru Guðmundur Ari Gíslason, bóndi og hómópati, f. 1880, d. 1956, og Sigríður Helga Gísladóttir hús- freyja, f. 1891, d. 1970. Ásgerður og Vilhjálmur eign- uðust fjögur börn og fimmtán barna- börn sem hér eru talin: 1) Pétur, f. 10. nóv. 1940, kvæntur Auði Sjöfn Tryggvadóttur, f. 1943. Þeirra börn eru Sigrún, f. 1977, Vil- hjálmur Gunnar, f. 1981, og Tryggvi Áki, f. 1983. 2) Sigríð- ur, f. 26. ág. 1942, giftist Þor- móði Eggertssyni, f. 1937, d. 1999, þau skildu. Þeirra börn eru Jakobína, f. 1962, d. 2002, Guðmundur Ari, f. 1963, og Guðrún Hulda, f. 1968, d. 1980. 3) Jóhanna, f. 20. nóv. 1944, gift- ist Herði Þorvaldssyni, f. 1942, d. 2011, þau skildu. Þeirra börn eru Hrönn, f. 1965, og Vil- hjálmur Bogi, f. 1970, d. 2000. Seinni maður Jóhönnu er Örn Guðmarsson, f. 1943. Þeirra synir eru Höskuldur Örn, f. 1980, og Gunnar Ingi, f. 1981. 4) Þegar stiklað er á æviferli ömmu minnar og nöfnu, Ás- gerðar Ágústu Pétursdóttur, hér að ofan eru einungis ein- faldar staðreyndir dregnar fram, staðreyndir sem segja lít- ið um hvernig manneskja hún var eða hvernig lífi hún lifði. Fyrir mér var hún margbrotinn persónuleiki, sérstök, opin og skemmtileg. Hún þorði að prófa hluti, hafa sínar skoðanir og reyna eitthvað nýtt. Ásgerður var alltaf svolítið á undan sinni samtíð, hún end- urnýtti hluti, var úrræðagóð og sniðug og gekk snemma í Nátt- úrulækningafélagið. Hún kom okkur krakkastóðinu sem fyllti húsið hjá henni í Drangshlíð snemma upp á það að taka lýsið okkar og borða krúskuna á morgnana án þess að æmta. En krúskuna hennar ömmu ber alltaf á góma þegar við eldri barnabörnin hittumst. Jú, því okkur hryllti við þessum morg- unverði. Í þessum ógnarpotti var hveitikím, hveitiklíð, rúgur, haframjöl og ýmis fræ sem börnum þóttu ekki ljúffeng. Krúskan gerði það þó að verk- um að við vorum orkumikil alla daga og aldrei veik. Amma fór með okkur á fjöll að tína grös og útbjó seyði úr fjallagrösum og blóðbergi. Hunang og flóaða mjólk fengum við svo á kvöldin fyrir svefninn og kamfóru ef eitthvað amaði að. Sem dæmi um útsjónarsemi ömmu vil ég minnast á polla- buxur sem hún bjó til á okkur krakkana eitt sumarið þegar hún var búin að fá nóg af því að þvo grasgrænuna úr buxunum okkar. Við gerðum okkur það ítrekað að leik að renna okkur niður brekkurnar undir Drangshlíðarfjalli. Amma fann þá til áburðarpoka sem voru úr þykku plasti, sneið úr þeim buxur og saumaði saman. Setti hún þessa plasthólka á hlaðið, en buxurnar voru það stífar að þær gátu staðið sjálfar, og sagði okkur að ef við ætluðum að renna okkur niður fjallið skyldum við nota þessi hlífð- arföt. Meiri grasgrænu þvægi hún ekki úr fötunum okkar. Þessu var vel tekið enda kom- umst við miklu hraðar niður fjallshlíðina á þessum þotubux- um. Amma var lífsglöð, seig og litrík manneskja. Hún gat verið dómhörð og sérlunduð eins og ættin á til en það var í stóru málunum. Í daglega lífinu reyndi hún að taka hverjum og einum eins og hann var. Frá því að hún var ung hafði Ásgerður verið næm og oft dreymt fyrir, séð eða fundið á sér hluti sem voru öðrum huldir. Hún var í Sálarrannsóknarfélaginu, stundaði fyrirbænir í fjölda ára og kenndi mér frá upphafi að máttur bænarinnar væri mikill. Amma var trúuð en aldrei þver- girðingsleg eða stíf. Hún nálg- aðist trúna með opnu hjarta, átti sterkt bænalíf og kenndi mér að tala við Guð eins og að hann væri við hliðina á mér. Fyrir mér var amma litríkur karakter sem kom sífellt á óvart. Lífsglöð kona með kosti og galla eins við öll. Kona sem kenndi mér að ekki er allt sem sýnist, að best væri að vera sjálfum sér trúr, að fylgja hjartanu og þora. Ég kveð hana ömmu mína með hlýju í hjarta og þakklæti fyrir það sem hún kenndi mér og sýndi. Hún vak- ir eflaust yfir okkur öllum með Vilhjálm afa sér við hlið. Mann- inn sem hún missti svo snemma og saknaði alla tíð. Hvíl í friði, kæra amma. Ásgerður Ágústa Jóhannsdóttir. Ég á einstakar og dýrmætar minningar frá sumrunum í Drangshlíð enda var hún engri lík hún amma mín. Það að fá að umgangast dýrin, vera áhyggjulaus við leik og störf og kynnast gangi lífsins í sveitinni var mér ómetanlegt. Það var agi hjá ömmu, allt í föstum skorðum, verkum var skipt og maður lærði ótalmargt. Amma spilaði óspart við okkur, kenndi okkur rommí og það var oft mikið fjör. Við hlustuðum á út- varpssögur og tónlist í eldhús- inu, lásum, lærðum bænir og bakstur. Umhverfið í Drangs- hlíð var ævintýraheimur. Kerið, Drangurinn, búið okkar, það að fá að fara í reiðskólann sumar eftir sumar og ótalmargt fleira. Á einni mynd sem ég á af ömmu í sveitinni er hún skæl- brosandi með rauðan tóbaks- klút á höfðinu á dráttarvél í heyskap. Það hefur eflaust ver- ið álíka sýn þegar hún fór með okkur í sundlaugina í Skógum eða á Seljavöllum, stundum á dráttarvél og við krakkarnir á vagninum, algert ævintýri. Ef einhver fékk nammi sent að sunnan fór það í „kistuna“ sem boðið var úr á laugardögum svo allir fengju jafnt. Ég man eftir að hafa verið í Drangshlíð um jól og að hafa veikst. Amma var oft með sérstakar skoðanir, þarna var hún sannfærð um að í svona veikindum væru sjón- varpsgeislar ekki hollir svo ég varð að sitja á stól í dyragætt stofunnar við að horfa á sjón- varpið á meðan veikindin vörðu svo fjarlægðin væri nægileg. Það eru svo ótalmargar minn- ingar tengdar dvölinni í sveit- inni hjá ömmu sem veita mér ómælda gleði að rifja upp. Eftir að amma kom í bæinn aftur bjó hún í Hamrahlíðinni í fjölda ára. Ég bjó hjá ömmu í smátíma 19 ára. Ég var að spila tónlist sem maður ætlaði ekki að væri ömmu að skapi en þar var ömmu kannski vel lýst, hún hækkaði í botn og skipaði mér að koma að dansa með sér. Hún ræddi við mig um allt milli himins og jarðar, það var eng- inn tepruskapur í ömmu og hún kom sér hreint og beint að efn- inu. Ég var ekkert alltaf sam- mála og ef mér fannst of langt gengið var bara að segja það, þá virti hún sjónarmið mín. Eftir að amma flutti í Árskóga gerði ég nokkrar tilraunir til að kenna henni að rata til mín því stutt var á milli okkar en á endanum komumst við að því að það væri bara einfaldara að sækja hana. Amma keyrði bíl mjög lengi, maður var nú oft logandi hræddur í bíl með henni, hún var með einfalt mottó við aksturinn, ef hún gaf stefnuljós var það bara hinna að víkja og vara sig. Ég tel það forréttindi barna minna að fá að kynnast og muna eftir langömmu sinni. Amma vílaði ekki fyrir sér að leggjast á gólfið í leik með þeim, spjalla og spila. Amma var lífsglöð og gjafmild og það sem gerði ömmu meðal annars svo einstaka og sérstaka í mín- um huga var það að hún var óhrædd við að lifa lífinu, lét sér ekki leiðast, átti góða félaga sem hún ferðaðist með um landið, dansaði með og spilaði meðan hún hafði heilsu til. Hún var bara hún sjálf, oft með sér- stakar skoðanir og lífssýn og það var bara í góðu lagi. Nú dansar amma eflaust langþráðan dans við afa Villa. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Hjördís Ólöf Jóhannsdóttir. Í dag kveð ég elsku Ásgerði ömmu mína. Hún var einstakur persónuleiki og það var aldrei lognmolla í kringum hana. Ég naut þess sem barn að vera hjá henni og afa í Víðihvammi, margar af mínum bestu æsku- minningum eru frá þeim tíma. Eftir að afi lést og amma flutti í Drangshlíð undir Eyjafjöllum og hóf búskap með Kristjáni bónda þar, áttum við systkinin viðburðaríka og ógleymanlega dvöl hjá henni. Þar vorum við ásamt fimm frændsystkinum okkar í einni fallegustu sveit landsins. Ömmu þótti ekkert tiltökumál að hafa okkur öll og vorum við í sjö sumur. Við byrjuðum dvölina yfirleitt á tveggja vikna reiðnámskeiði en síðan tóku við húsverk og bú- störf undir styrkri stjórn ömmu. Hún var trúuð, kenndi okkur bænir en hafði líka dul- ræna hæfileika og mikinn áhuga á andlegum málefnum. Amma hafði einnig áhuga á náttúrulækningum og heilsu- fæði, við krakkarnir fengum snemma að kynnast því og má meðal annars nefna morgun- grautinn grúsku, ósykrað skyr, heilhveitivöfflur og hunang fyr- ir svefninn. Bíltúrarnir með ömmu eru ógleymanlegir en á sunnudög- um staflaði hún okkur inn í Morris Marínuna sína og fór meðal annars með okkur um sveitina, í heimsóknir, í kaup- staðarferðir, niður í fjöru eða í sund. Já, hún amma okkar var engri lík. Við amma áttum oft góðar stundir saman, sérstak- lega eftir að hún eltist og flutti í Árskógana. Það var alltaf hægt að koma til hennar í kaffi, spjalla og spauga en amma var húmoristi og það var alltaf stutt í hláturinn. Við vorum ekkert alltaf sammála en góðar vinkon- ur á endanum. Amma var mikill bílstjóri og átti lengi vel forláta bleikan Lanzer sem hún ferðaðist á um landið þvert og endilangt. Hún lét ökuskírteinið mjög treglega af hendi og það var alltaf hægt að tala við hana um bílinn, hún mundi undir það síðasta betur eftir honum en mörgu öðru. Amma var félagslynd, stundaði sund, spilaði bridge af miklum móð, sótti félagsstarf aldraðra, var mikil handavinnukona, spil- aði á píanó, las og horfði lengi vel á uppáhaldsþáttinn sinn, Leiðarljós. Einnig var hún gjaf- mild með afbrigðum og vildi alltaf leysa alla út með gjöfum. Án stuðnings dóttur sinnar, Jóhönnu, hefði amma ekki get- að búið ein eins lengi og hún gerði. Það var sérstakt sam- band á milli þeirra mæðgna og hugsaði mamma einstaklega vel um ömmu þar til yfir lauk. Hún lést á Sóltúni þar sem hún hafði notið góðrar og kærleiksríkrar umönnunar síðustu árin og ég var svo heppin að fá að vera með henni síðustu dagana. En nú er komið að kveðju- stund, amma hafði alltaf óbil- andi trú á mér, hún hefur verið stór hluti af lífi mínu og er mér svo kær. Takk fyrir allar góðu stundirnar og veganestið, elsku amma. Hvíl í friði. Þín Hrönn Harðardóttir. Ásgerður Ágústa Pétursdóttir ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Gautlöndum, áður til heimilis á Spítalavegi 13, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 1. apríl. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. apríl kl. 13.30. Geirfinnur Jónsson, Hlíf Sigurjónsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Herdís Anna Jónsdóttir, Steef van Oosterhout, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Eiríkur Gauti, Jón Ásgeir, Guðmundur Karl, Þórunn og Katla, Jón H., Böðvar Ingi H., Jakob og Tómas. Stundum getur lífið orðið svo ótrúlega miskunnarlaust og óútreiknanlegt. Hverjum hefði dottið í hug að Anna Björk, ímynd hreysti og heil- brigðs lífernis, yrði lögð að velli í blóma lífsins? Að vísu vitum við að dauðinn er óum- flýjanlegur en að hann sæki heim hraust fólk á besta aldri finnst okkur ósanngjarnt og óskiljanlegt. Persónulega finnst mér afar erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá þessa yndislegu konu aft- ur, a.m.k. ekki í þessu lífi. Anna var ein af þessum per- sónum sem hafa mannbætandi áhrif á allt og alla. Fegurðin Anna Björk Magnúsdóttir ✝ Anna BjörkMagnúsdóttir fæddist í Reykja- vík 21. apríl 1961. Hún lést á heimili sínu í Þingholts- stræti 30 21. mars 2011. Útför Önnu Bjarkar var gerð frá Dómkirkjunni 28. mars 2011. innan sem utan einkenndi hana í hvívetna. Hún var óvenjulega glæsi- leg kona, teinrétt, vel vaxin og fríð. En það sem fyrst og fremst geislaði af henni var mann- kærleikur og fág- un. Þessi há- menntaði læknir kom fram við alla af sömu virðingu og kærleika og það var ekki erfitt að finna að læknisstarfið var henni af- ar hugleikið. Aldrei sýndi hún þann hroka sem stundum vill einkenna fagfólk í valdi sinnar þekkingar. Framkoma hennar við sjúklinga, sem og aðra, var því bæði hlý og notaleg. Við vorum samherjar og miklir vin- ir þó aldursmunurinn væri talsverður, nokkuð sem ég fann aldrei fyrir, því að greind hennar og þroski var hafinn yf- ir kynslóðabil. Anna hafði sér- hæft sig sem læknir í radd- meinum á sama hátt og ég hafði sérhæft mig sem þjálfari í raddveilum. Hún var eini læknirinn hér á landi sem hafði aflað sér þessarar sérmennt- unar og því mikill fengur í að fá hana til starfa hér. Að sama skapi er gríðarleg eftirsjá í henni sem slíkri þegar augu fólks eru að opnast fyrir því að rödd er verðmikið atvinnutæki sem getur bilað vegna misnotk- unar en sem oftast er hægt að laga með réttri greiningu og meðferð. Saman höfðum við áætlanir í bígerð um átak til bættrar raddheilsu og fá rödd- ina viðurkennda sem atvinnu- tæki sem heyra þyrfti undir vinnuvernd. Missir Önnu er því mikill ekki síst fyrir mig per- sónulega. Með henni er farinn hjartkær vinur og samherji. Minningin um hana mun lifa innra með mér og veita mér kraft til að halda áfram því starfi sem við höfðum í samein- ingu byrjað á. Ég votta Martin og öldruð- um foreldrum Önnu Bjarkar mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi sá sem alvald- ið hefur styrkja þau í þeirra miklu sorg. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.