Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 07.04.2011, Síða 28
✝ Guðlaug Sig-ríður Hall- björnsdóttir, fv. matráðskona, fæddist á Seyð- isfirði, 14. apríl 1926. Hún lést á líknardeild Land- spítala Háskóla- sjúkrahúss, Landa- koti, 23. mars 2011. Hún var dóttir hjónanna Hall- björns Þórarinssonar frá Hnit- björgum í Jökulsárhlíð, f. 25. nóvember 1890, d. 20. júní 1982, og Halldóru Sigurjónsdóttur frá Langanesi, f. 1. apríl 1893, d. 12. október 1955. Bræður Guðlaugar voru: Þór- arinn Hallbjörnsson, f. 7. ágúst, 1916, d. 3. febrúar 1978, Sig- urjón Hallbjörnsson, f. 7. ágúst 1916, d., 15. júlí 1989, Sigurður Hallbjörnsson, f. 25. desember 1917, d. 12. desember 1982, Ingi Hallbjörnsson, f. 9. apríl 1919, d. 28. janúar 1991, Ólafur Hall- björnsson, f. 14. mars 1923, d. 27. mars 1967, Lárus Hall- björnsson, f. 26. agúst, 1929, d. 9. febrúar 2002. Sonur Guðlaugar er Hall- flutti með foreldrum sínum að Sörlaskjóli 82. Þar hélt hún heimili með foreldrum sínum, Sigurði bróður og syni sínum, en Sigurjón bróðir hennar bjó á neðri hæðinni. Árið 1965 keypti hún svo íbúð að Reynimel 84, þar sem hún bjó til dánardags ásamt föður sínum og Sigurði bróður. Hún gekk í Miðbæj- arskólann og var ein af yngstu nemendunum sem teknir voru inn í Húsmæðraskólann, aðeins 16 ára gömul. Vann ýmis störf framan af, m.a. í verslun, starf- aði um tíma í Félagsprenti og Gutenberg prentsmiðju þangað til hún réð sig sem fram- reiðslukonu í veitingasal Loft- leiða, fyrst í Reykjavík og síðar á Keflavíkurflugvelli. 1974 gerðist hún svo matráðskona hjá Skeljungi í Skerjafirði þar sem hún vann til loka starfsald- urs. Eftir að almennu starfi lauk réð hún sig sem „amma“ og fylgdi þremur börnum frá fæð- ingu til unglingsára. Guðlaug var virk í starfi skíðadeildar KR og ein af stofnfélögum KR kvenna. Hún starfaði með Rauða krossi Íslands við aðstoð við nýbúa eftir að fyrsta flótta- fólkið kom frá Víetnam, 1979 ásamt vinkonu sinni, Svanfríði Jónasdóttur, og sinnti hún því starfi til dánardags. Útför Guðlaugar fer fram frá Neskirkju í dag, 7. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13. björn Sævars, f. 13. apríl 1946. Hall- björn var kvæntur Margréti Sigurð- ardóttur, og eign- uðust þau einn son, Sigurð Jóhann. Þau skildu. Sigurður er í sambúð með Guð- rúnu Andrésdóttur. Hann á börnin Grétu Ingibjörgu og Sveinbjörn Sæv- ar úr fyrra hjónabandi. Eig- inkona Hallbjörns er Hrönn Þormóðsdóttir, f. 3. júní 1946. Þau eiga tvö börn, Hilmar Kára og Guðlaugu Emmu. Hilmar er kvæntur Sjöfn Finnbjörns- dóttur. Hann á börnin Hrefnu Maríu og Ara Fannar úr fyrra sambandi. Guðlaug á soninn Sævar Frey. Einnig á Hallbjörn fóstursoninn Magnús Þór Vil- bergsson. Hann er kvæntur Hörpu Sæþórsdóttur og eiga þau börnin Harald Bjarna, Ey- rúnu Ósk og Mörtu Hrönn. Guðlaug flutti frá Seyðisfirði 3ja ára gömul, og bjó víða í Reykjavík, lengst á Laugavegi 141, í Mjóstræti og á Ljós- vallagötu 12, þangað til hún Nú ertu farin, amma mín. Mikið á ég nú eftir að sakna þess að kíkja inn á Reynimeln- um. Og Hrefna og Ari sakna þess líka. Það hefur nú ýmislegt breyst síðan ég flutti til þín í síðasta sinn, þá reyndar í kjall- arann. Þá hjálpaðir þú mér mik- ið með að líta eftir Hrefnu og Ara á meðan ég svaf eftir næt- urvaktir. Nú, undir það síðasta voru þau farin að koma til að „líta eftir ömmu“. Sem var nátt- úrlega bara yndislegt. Þú varst merkileg kona. Verkakona alla ævi, áttir svo sem ekki mikið á milli hand- anna, en enginn fór þó svangur út frá þér. Og merkilegt nokk, að þrátt fyrir að þú byggir „ein“ frá því að afi og Siggi frændi dóu, varstu næstum aldrei ein. Auðvitað hjálpaði ég svolítið til til þess, ég flutti fjórum sinnum til þín, en fleiri fengu nú að njóta þess að búa hjá þér. Minn- isstæðast er þegar þú tókst tvær víetnamskar fjölskyldur inn á heimili þitt um aldamótin sl. Ekki kvartaðir þú yfir þrengslunum þó svo að átta manns byggju í litlu íbúðinni á Reynimelnum. Þú varst líka alltaf að gefa öllum gjafir. Ég sagði oft að þú þekktir hálfa Reykjavík, og hefðir gefið öllum a.m.k. einu sinni jólagjöf. Og ég held að það sé ekki fjarri lagi, svo gjafmild varstu. Hvergi mátti nokkur henda neinu öðruvísi en þú vær- ir búin að taka við því og koma því í hendurnar á einhverjum sem þurfti. Ég man varla eftir þér öðru- vísi en prjónandi. Þú varst næstum því eins og Magga móða í Elíasbókunum, gast prjónað gangandi. Og hraðinn var þvílíkur að Álafossprjónavél- arnar bliknuðu. Ég man eftir því þegar ég var að fara til Ameríku eitt sinn, og hugsaði á síðustu stundu um að taka með mér lopapeysu til að gefa þeim sem ég var að heimsækja, að þú snaraðir í eina á tveimur dögum. Og það var með öllu öðru sem þú varst að gera. Þú varst líka alltaf keyrandi alla. Bíllinn þinn var ekinn jafn mikið á einu ári og meðalleigu- bíll. Og ferðir þínar voru tíðari en hjá Strætó. Það var alveg sama hvort þú varst nýkomin heim eða ekki, og hvort aðilinn var að fara á milli Grafarvogs og Hafnarfjarðar, alltaf skaustu út í bíl að skutla. Ég naut auðvitað góðs af því eins og aðrir. Og KR hjartað sló fast. Á yngri árum starfaðir þú mikið fyrir skíðadeild KR og það voru ófáar sögurnar sem þú sagðir mér frá ævintýrunum uppi í Skálafelli. Þó svo að þú fylgdist ekki mikið með íþróttum hin seinni ár, fór aldrei á milli mála hvaða lið þú studdir. Mér hlotnaðist sá heiður, eftir að þú dast í desember, að fá að snúa umhyggjuhlutverkinu við og fá að annast þig á meðan þú lást á spítalanum. Það var orð- inn fastur liður að kíkja inn hjá þér eftir skólann og spjalla við þig um daginn og veginn. Við vorum farin að leggja línurnar um að fara til Bandaríkjanna í vor, þegar brotið var gróið, til að heimsækja „stelpurnar“ vin- konur þínar. En það verður að bíða betri tíma. Vertu bless, amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Hilmar Kári Hallbjörnsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín nafna, Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir. Kvatt hefur þessa jarðvist merkileg kona, Guðlaug Hall- björnsdóttir, „Lauga“. Kynni mín af Laugu hófust fyrir rúm- lega fjörutíu árum er unglings- vinkona mín Svala, sem seinna varð konan mín, kynnti mig fyr- ir frænku sinni og fóstru sem væri mikil og flink prjónakona og gæti gert lopapeysur sem væru óhefðbundnar en þessi átti að vera hippaleg og með hettu. Lauga prjónar peysuna, að vísu með aðeins of stórri hettu og spíssuðum toppi, einnig var hún með rennilás. Peysan vakti eft- irtekt og sló í gegn á sjöunda áratugnum. Ég heimsótti Laugu á Reynimelinn til að máta og gat aðeins kíkt á Svölu í leiðinni. Fann maður strax að þarna var kona sem ekki fór í manngrein- arálit og með gæskumikið hug- arfar. Hún talaði ófeimin við fólk á glaðværan hátt með ör- litlum smámælishljómi á essinu sem var hlýlegt. Lauga var föðursystir Svölu sem bjó hjá henni sem ungling- ur eftir að að Ólafur faðir Svölu varð bráðkvaddur um aldur fram. Þétt samband og kært var alla tíð á milli Svölu og Laugu fóstru hennar. Lauga var um- hyggjusöm og hafði hlýtt hjarta sem sýnir sig þegar fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam koma til Íslands. Lauga aðstoð- ar þá af sinni gæsku og myndast tengsl á milli íslensku alþýðu- konunnar og asíska flóttafólks- ins sem voru allmerkileg og sér- stök. Hún opnaði dyrnar á heimili sínu fyrir þeim og oft bjuggu heilu víetnömsku fjöl- skyldurnar inni á henni. Þetta gaf henni einkar mikla lífsfyll- ingu og naut hún sín innan um þessa nýju landsmenn og ólíku menningu. Einnig má segja að þeir hafi tekið hana að sér að hluta til og var hún dáð og dýrk- uð af þeim. Það eru víst nokkur víetnömsk stúlkubörn sem bera nafn Guðlaugar. Var fallegt að sjá víetnömsku Íslendingana í allt að þriðja ættlið kveðja hana síðustu dagana í veikindum hennar. Var Guðlaugu veitt hin íslenska fálkaorða vegna starfa sinna við umönnun flóttafólks. Hún var auðvitað þakklát fyrir orðuna en samt fannst henni hún ekkert sérstaklega eiga hana skilið frekar en aðrir. Hún var þannig auðmjúk og gerði allt þetta með hjartanu. Hún horfði á alla sápuóper- uþættina sem sýndir voru dag- lega á sjónvarpsstöðvunum og lifði sig inn í þá. Á meðan prjón- aði hún lopapeysur. Lopapey- suprjón hennar fór um víðan völl. Óhætt er að segja að allir útlensku vinir okkar Svölu eigi lopapeysu prjónaða af Laugu og sumir af þeim voru meira að segja komnir í beint samband við „aunt Lauga“ og keyptu af henni lopapeysur til gjafa vítt og breitt um heiminn. Lauga var töluvert Ameríkutengd og átti íslenskar vinkonur sem fluttust þangað og voru tíðar heimsóknir þar á milli. Hún sagði óspart sögur frá þeim ferðum þótt sumt hafi verið sveipað dulúð. Margt var skemmtilegt og einkar amerískt við heimsóknir hennar þangað og hafði hún m.a. fjárfest í mjög amerískum ferðatöskum sem þær frænkur deildu á milli sín þegar við Svala fórum í ferðalög á þeim tíma. Mikil kúfort og var talað um Laugutöskur. Við minnumst Laugu sem lit- ríks persónuleika með stórt hjarta og glaðværð í sinni. Hún var kær öllum þeim sem hana þekktu. Lífið hefur sinn gang og hér er kvödd örlát frænka og fóstra, „amma“ og vinkona. Hvíl í friði, elsku Lauga. Sigurður Lárus Hall, Svala Ólafsdóttir og börn. Það verða stundum á vegi okkar einstaklingar, sem hafa sterk áhrif á okkur. Gera okkur sterkari, áræðnari og kjark- meiri. Vekja hjá okkur löngun til að láta gott af okkur leiða. Þannig einstaklingur var Guð- laug Hallbjörnsdóttir, sem mér og fjölskyldu minni datt aldrei í hug að kalla annað en Laugu frænku. Samt var Lauga ekki frænka mín, heldur konu minnar og barna. Þannig var að þegar ég fór að stíga í vænginn við bróðurdóttur hennar, gerði ég mér fljótlega grein fyrir því, að Lauga frænka fylgdi með í pakkanum, hún hélt föðurfjölskyldu konunnar minn- ar saman og álit hennar skipti alla fjölskylduna máli. Ég skildi fljótlega hvers vegna. Hún sagði álit sitt á opinn og hreinskilin hátt og lagði lið þegar hún taldi að liðsinnis væri þörf og jafnvel oftar en það. Ég held að orðið nei hafi ekki verið til í orðaforða hennar ef til hennar var leitað. Ég og fjölskylda mín stöndum í þakkarskuld við Laugu vegna svo margs. Á mínum bæ taldist það aldrei gilt stórfjölskylduboð, nema að Lauga frænka væri meðal gesta. Ekki bara var hún aufúsugestur, heldur var þá einnig tryggt, að ekki skorti fjörugar umræður um menn og málefni, hvað þá fróðleik eða lífsreynslusögur af ýmsu tagi. Þannig auðgaði hún umhverfi sitt á mikilvægan hátt. Í Laugu áttum við góðan og dyggan vin, sem ekkert okkar hefði viljað vera án. Það er hverri fjölskyldu nauðsyn að eiga „Laugu frænku“ í einhverri mynd. Okkar Lauga frænka var gulls ígildi. Ræktarsemi Laugu við okkur Hlíf, börn okkar og tengdabörn var einstök. Við fengum að njóta rausnar hennar á svo marga vegu. Hún prjónaði landsins flottustu lopapeysur og ég veit að legghlífar frá henni hafa haldið hita á fótum tveggja atvinnudansara í Þýskalandi í rúman áratug þ.e.a.s. dóttur minnar og tengdasonar og kunnu þau vel að meta sending- arnar frá Laugu. Samt var það viðmót hennar og hvatning, sem skipti mestu máli. Hvernig er hægt að þakka fyrir samfylgd á lífsleiðinni, sem hefur verið jafn gefandi, hvetj- andi og óeigingjörn eins og sam- fylgd okkar var með Laugu. Ég veit það ekki til fulls. En ég veit að samfylgdin gerði mig og fjöl- skyldu mína umburðarlyndari, hugrakkari, réttsýnni og hjálp- samari. Er það ekki eitthvað til að þakka fyrir? Er það ekki eitt- hvað sem tryggir það, að andi hennar verður með okkur alla tíð? Ég er viss um að svo verð- ur. Nú skilur leiðir að sinni. Við Hlíf og börnin okkar, þau Þór- arinn Óli, Hildur Elín og Hjör- dís María og makar þeirra þökkum fyrir það sem Lauga frænka var okkur og vottum Sævari og fjölskyldu hans sam- úð. Við minnumst góðrar konu, sem gerði okkur að betri ein- staklingum. Ólafur Ólafsson. Í dag kveðjum við Laugu föð- ursystur mína. Lauga var ein- stök manneskja. Hún var með eindæmum frændrækin og stærra hjarta held ég að fáir hafi haft. Þar var rúm fyrir alla. Eftir að föðuramma mín dó sá Lauga um heimilið fyrir afa, Sigga bróður sinn og Sævar einkason sinn. Lauga var ákaf- lega dugleg og vinnusöm. Þegar hún var heima voru prjónarnir aldrei langt undan. Þær eru orðnar óteljandi lopapeysurnar sem hún prjónaði. Og allir sokk- arnir og vettlingarnir, sem hún gaf ættingjum og vinum. Hún fór ung í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og hún eldaði mjög góðan mat og var dugleg að bjóða ættingjum og vinum heim. Á sínum yngri árum vann Lauga sem aðstoðarstúlka í prentsmiðjum. Lengi vann hún í í kaffiteriunni hjá Loftleiðum, en síðustu árin vann hún sem matráðskona hjá Skeljungi og alls staðar eignist hún vini. Hún var mikill KR-ingur og var á sínum yngri árum í skíðadeild KR. Hún starfaði með KR-kon- um frá stofnun þess félags. Lauga var alltaf á ferðinni og var iðin við að heimsækja ætt- ingja og vini. Hún keyrði bíl fram í desember síðastliðinn. Þá meiddist hún á öxl og varð að leggjast inn á spítala. Það var ekki hennar háttur að láta aðra hafa fyrir sér, en mjög vel var um hana hugsað fram á síðasta dag og var hún umvafin ást og umhyggju nánustu ættingja til síðustu stundar. Þegar fyrstu víetnömsku flóttamennirnir komu til lands- ins, var ein fjölskyldan svo heppin að flytja í stigaganginn þar sem Lauga bjó. Það voru þau Nanna, Kári og synir þeirra, Óli og Pétur. Og það var ekki að sökum að spyrja. Þeim vildi hún hjálpa og einnig Svana, vinkona hennar og ná- grannakona. Lauga var Víet- nömunum eins og besta amma. Ég veit að þau mátu það mikils. Þeir urðu fljótt fleiri Víetnam- arnir sem þær stöllur hjálpuðu í gegn um árin með ýmislegt. Ég veit að Lauga var mikils metin í víetnamska samfélaginu hér og það kom vel í ljós á síðustu dög- unum, því þau voru mörg sem komu að kveðja „Ömmu Laugu“ og þakka fyrir sig. Þegar Lauga lét af störfum fyrir 17 árum, gerðist hún dag- amma og passaði hana Guðrúnu og hugsaði um hana fram á síð- asta dag eins og hún væri henn- ar eigið ömmubarn. Einnig voru barnabarnabörnin oft í pössun hjá henni og naut hún þess að hafa þau í kringum sig. Lauga ferðaðist mikið um ævina og þá sérstaklega til Am- eríku, en þar átti hún nokkrar vinkonur. Fyrir nokkrum árum fór hún hins vegar í ferð til Ví- etnam og þótti gaman að segja frá þeirri ferð, sem var mikil lífsreynsla fyrir hana að sjá úr hvaða umhverfi Víetnamarnir hennar komu. Fyrir 5 árum var Lauga sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir aðstoð sína við Víetnamana og átti hún þann heiður svo sannanlega skilinn. Nú er hún frænka mín farin í sína hinstu ferð. Ég er viss um að hún er strax búin að finna einhvern sem hún getur rétt hjálparhönd. Hafi hún þakkir fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir mig og fólkið mitt. Elsku Sævar, Hrönn og aðrir nánir ættingjar. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Matthildur Þórarinsdóttir (Mattý.) Það er erfitt að sitja hér og skrifa mína hinstu kveðju til þín, elsku Lauga mín. En um leið kveð ég þig með þakklæti í hjarta fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Ég minnist hennar stór- frænku eins og ömmu, eða eins og hún sagði oftast þegar hún hringdi, þetta er hún amma Lauga, Lauga frænka. Stórfjölskylda Laugu var henni afar mikilvæg og jafn- framt allir þeir sem voru henni samferða. Ég man fyrst eftir Laugu þegar ég var barn, þá fór ég oft með móðurömmu minni Ólöfu til Halldóru og Hallbjarnar í Sörlaskjólið. Halldóra var systir ömmu og þar kynntist ég Laugu frænku vel. Fjölskyldan var mjög náin og kynni okkar Laugu urðu meiri eftir því sem árin liðu. Eftir að móðir hennar dó sá hún um heimili fyrir föður sinn og Sigga bróður sinn. Lauga var sterk kona og allt- af stutt í húmorinn, alltaf kát og hress og ekki varð maður var við aldursmuninn. Hún var mjög jákvæð og alltaf tilbúin að veita öllum aðstoð ef þess þurfti. Hún átti þvílíkt gott hjarta sem aðrir fengu að njóta. Eftir að ég stofnaði heimili hélt ég góðu sambandi við hana og kom hún oft í heimsókn ásamt pabba sínum til okkar í Hafnarfjörð. Lauga var kraft- mikil kona og miklaði ekki fyrir sér að keyra austur í sveitir og kom hún nokkrum sinnum ásamt vinkonu sinni til okkar í sumarbústaðinn. Þótt heilsunni hrakaði kom hún sjálf akandi til okkar í nóvember síðastliðnum í skírnarveislu dótturdóttur okk- ar og sást greinilega þar hvað hún var glöð að geta tekið þátt í sem flestu innan fjölskyldunnar og ekki má gleyma að þakka fyrir dekurdagana sem við átt- um saman í desember. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöð- um) Megi minning um góða konu lifa með okkur. Einína Einarsdóttir. Kveðja frá KR-konum Þá er hún Lauga okkar búin að kveðja. Hún var alla sína tíð með stórt KR-hjarta, ekkert var of gott fyrir hennar félag. Lauga gekk ung til liðs við skíðadeildina og þegar við nokkrar konur komum saman og stofnuðum KR-konur 1973 kom hún strax í félagsskapinn. Hún mætti á alla fundi og skemmtanir, alltaf jákvæð, hress og kát, og ekki ósjaldan með góðgæti meðferðis. Ef leit- að var til hennar var hún boðin og búin að hjálpa. Lauga hafði sérstaklega góða nærveru og allir löðuðust að henni. Hjálp- semi hennar náði langt út fyrir KR, en hún var ein af þeim fyrstu sem tóku á móti og opn- uðu heimili sitt fyrir erlendum fjölskyldum sem flutt höfðu til Íslands vegna erfiðra aðstæðna í heimalandi sínu. Árið 2006 hlaut hún fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu nýbúa. Við KR-konur viljum þakka Laugu fyrir samfylgdina í gegn- um árin og erum vissar um að hún tekur vel á móti okkur þeg- ar þar að kemur. Fjölskyldu hennar og ástvin- um sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Guðlaug Hallbjörnsdóttir HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði, elsku langamma. Þinn Sævar Freyr. 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.