Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.04.2011, Qupperneq 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Sudoku Frumstig 9 2 2 7 5 8 8 4 3 7 3 2 5 7 1 9 1 2 4 9 4 3 7 9 4 5 8 7 6 2 3 8 3 2 4 7 4 6 2 6 1 9 6 1 7 2 8 4 4 1 1 3 7 5 6 7 8 9 7 8 6 4 9 9 3 6 4 5 7 2 2 9 3 8 6 7 5 7 2 8 2 8 7 4 5 3 1 9 6 5 3 4 9 6 1 7 8 2 9 6 1 2 8 7 5 4 3 4 9 6 8 7 5 2 3 1 7 5 2 3 1 9 4 6 8 3 1 8 6 2 4 9 5 7 1 4 9 7 3 8 6 2 5 6 7 3 5 9 2 8 1 4 8 2 5 1 4 6 3 7 9 7 6 5 9 3 8 4 2 1 8 2 4 7 1 5 3 9 6 3 1 9 2 4 6 8 5 7 6 3 2 1 9 7 5 4 8 9 5 7 4 8 2 1 6 3 1 4 8 5 6 3 9 7 2 2 7 1 3 5 4 6 8 9 5 8 3 6 2 9 7 1 4 4 9 6 8 7 1 2 3 5 4 2 3 7 5 8 1 9 6 5 9 6 2 1 4 7 8 3 1 7 8 9 6 3 5 4 2 3 5 9 6 8 7 4 2 1 7 6 2 4 9 1 8 3 5 8 4 1 3 2 5 9 6 7 9 8 7 5 3 2 6 1 4 6 3 4 1 7 9 2 5 8 2 1 5 8 4 6 3 7 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 7. apríl, 97. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyr- ir yður. (1Pt. 5, 7.) Það er vor í lofti og dag tekið aðlengja. Á laugardag var Vík- verji þess fullviss að nú veturinn hefði tekið saman föggur sínar og væri farinn á suðlægari slóðir. Sól skein í heiði og í bænum var ekki þverfótandi fyrir fólki. Veðurblíðan varð til þess að Víkverji og kona hans ákváðu að draga fram hjólin og hjóla sem leið lá á útgáfutónleika Megasar í Norðurpólnum á Seltjarn- arnesi. Þá hafði að vísu eitthvað kólnað í veðri, en kvöldbirtan og anganin úr fjöruborðinu vógu á móti því. x x x Tónleikar Megasar voru hinmesta skemmtun og fór hann á kostum ásamt Senuþjófunum. x x x Eftir tónleikana var eins og skipthefði verið um árstíð og slydd- unni kyngdi niður. Víkverji og kona hans létu það þó ekki á sig fá, heldur stigu á bak fákum sínum og lögðu í veðrið. Slyddan fyllti öll vit og augu. Víkverji varð fljótt gegndrepa, en kona hans hafði viðhaft ívið meiri skynsemi þegar hún bjóst til ferð- arinnar. Á heimleiðinni tók Víkverji ekki eftir rotnunarlyktinni úr fjör- unni og myrkrið var eins og um miðjan býsnavetur. Þegar Víkverji loks komst heim höfðu hlaðist upp skaflar á öxlum hans líkt og hann hefði fengið hastarlegt tilfelli af flösu. Næturævintýri þetta á hjóli í slyddu og myrkri hefði getað farið illa hefði kona Víkverja ekki haft rænu á að hita kakó og bragðbæta það ögn til að hrekja burt hrollinn. x x x Næsta dag glennti sólin sig á ný,en hafði þó ekki alveg náð að hrekja burt verksummerki nætur- innar því að enn mátti sjá föl á jörðu. Á hitamælinum í sundlauginni úti á Seltjarnarnesi sagði að hitinn væri 12°. Víkverji var ekki sannfærður um að það væri rétt, en tókst þó að plata sjálfan sig til að setjast niður á bekk og sleikja sólina í nokkrar mín- útur áður en hitamælir líkamans sagði honum að það væri reyndar frekar kalt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ójafna, 8 þrautir, 9 mannsnafn, 10 elska, 11 flýtinn, 13 yndi, 15 nagg, 18 afundið, 21 skaut, 22 bál, 23 svefnfarir, 24 hafsauga. Lóðrétt | 2 jurt, 3 ákæru- skjalið, 4 hljóminn, 5 munn- bita, 6 sundfæris, 7 sigra, 12 kropp, 14 beita, 15 digur, 16 gamla, 17 mánuður, 18 bylgjur, 19 húsdýrin, 20 fá af sér. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hreif, 4 fúnar, 7 elgur, 8 æfing, 9 nár, 11 púar, 13 bann, 14 efnir, 15 fisk, 17 áköf, 20 krá, 22 kíkja, 23 lúpan, 24 runni, 24 sárið. Lóðrétt: 1 hrepp, 2 ergja, 3 forn, 4 flær, 5 neita, 6 regin, 10 árn- ar, 12 rek, 13 brá, 15 fákar, 16 sökin, 18 kopar, 19 fénað, 20 kati, 21 álfs. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5 Rd4 4. Bc4 e6 5. Rge2 Re7 6. O-O Rec6 7. d3 d6 8. f4 Be7 9. f5 O-O 10. a4 exf5 11. Rg3 fxe4 12. Rgxe4 Be6 13. Rd5 Re5 14. Ba2 Bh4 15. Hf4 Be7 16. Rxe7+ Dxe7 17. Dh5 Bxa2 18. Hh4 Staðan kom upp í B-flokki Norð- urlandamóts einstaklinga í skólaskák sem fór fram fyrr á þessu ári í Osló í Noregi. Nökkvi Sverrisson (1787) hafði svart gegn Norðmanninum Er- lend Kyrkjebø (1966). 18… Dxh4! 19. Dxh4 Rdf3+ 20. gxf3 Rxf3+ 21. Kf2 Rxh4 22. Hxa2 Rf5 svartur hefur gjörunnið tafl. 23. Bf4 Had8 24. Ha1 f6 25. Hg1 Kf7 26. c3 b6 27. c4 d5 28. Rc3 dxc4 29. dxc4 Rd4 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Glötuð tækifæri. A-Allir. Norður ♠ÁD98 ♥KDG10 ♦K ♣K1086 Vestur Austur ♠K2 ♠53 ♥987542 ♥Á ♦864 ♦ÁG10932 ♣74 ♣ÁD93 Suður ♠G10764 ♥63 ♦D75 ♣G52 Suður spilar 4♠. Austur er gjafari og opnar á 1♦. Sú sögn er pössuð til norðurs, sem do- blar. Á austur að skipta sér meira af málum? Við borðið sagði austur einfaldlega 2♦. Suður teygði sig í 2♠ og norður hækkaði beint í 4♠. Útspilið var tígull og um leið og blindur birtist harmaði austur glatað tækifæri – auðvitað átti hann að segja 2♣ til að benda makker á annað og betra útspil. Já – útspil í laufi setur samninginn strax tvo niður, því vörnin nær að trompa bæði lauf og hjarta. En eftir tígulinn út þarf galdravörn til að ná spilinu einn niður: Austur tekur á ♥Á og spilar síðan ♣D! Þannig er blindur læstur inni og sagnhafi kemst ekki heim til að svína í trompi. En austur glataði þessu tækifæri líka og spilaði tígli áfram í öðrum slag. 7. apríl 1943 Laugarnesspítali í Reykjavík brann. Hann var byggður árið 1898 sem holdsveikraspítali en síðustu árin hafði bandaríski herinn hann til umráða. „Einn mesti eldsvoði sem hér hefur orðið,“ sagði í Morgunblaðinu. 7. apríl 1979 Ólafslög voru samþykkt á Al- þingi. Þau fjölluðu um stjórn efnahagsmála og voru kennd við Ólaf Jóhannesson forsætis- ráðherra. 7. apríl 1979 Fjögur systkini úr Vest- mannaeyjum gengu í hjóna- band í sömu athöfn í Bústaða- kirkju, þrír bræður og systir. Þetta þótti mjög óvenjulegt. 7. apríl 2005 Framhaldsskólanemendur mótmæltu hugmyndum um styttingu náms í framhalds- skólum úr fjórum árum í þrjú ár. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Við höfum gefið í skyn að hér megi fá kleinur og kaffi frá klukkan 16 og eins lengi frameftir og af- mælisbarnið getur haldið sér vakandi,“ segir Árni Valur Viggósson á Akureyri léttur í bragði en hann fagnar 80 ára afmæli sínu í dag. „Ég ætla bara að vera heima. Ef einhver man eftir mér og gestir koma ætlar konan að sjá um þetta,“ segir Árni sem á marga kunningja og vini, m.a. í reglu musteris- riddara, en hann er staðarhaldari í húsnæði þeirra. Árni er bæði rafvirkjameistari og símsmíðameistari að mennt en hann fékk snemma mikinn áhuga á leiklist og var ljósameistari í leikhúsi Leikfélags Akureyrar í hartnær 20 ár. „Má því segja að ég sé þrefaldur meistari,“ segir hann og hlær. Árni segist hafa mikinn áhuga á stangveiði og bíður spenntur eftir að ísa leysi af vötnum svo hann geti rennt fyrir silung. „Skapið hefur alltaf verið létt og gott. Ég hef stundum verið spurður að því hvort ég geti aldrei verið alvarlegur en ég held að ég hafi komist býsna langt á því að vera ekkert að sökkva mér niður í þunglyndi. Mað- ur tekur bara hlutunum eins og þeir koma fyrir.“ Árni eignaðist sjö börn með fyrri konu sinni, sem nú er látin. Núverandi eiginkona hans er Unnur Þorsteinsdóttir. ,,Hún er bara með mig í bómull,“ segir Árni. Árni Valur Viggósson er 80 ára í dag Skapið alltaf létt og gott Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 7. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.18 0,5 8.20 3,5 14.27 0,6 20.36 3,7 6.25 20.36 Ísafjörður 4.27 0,2 10.17 1,7 16.36 0,2 22.34 1,9 6.24 20.47 Siglufjörður 0.28 1,2 6.37 0,1 13.03 1,1 18.45 0,3 6.07 20.30 Djúpivogur 5.29 1,8 11.38 0,4 17.50 2,0 5.53 20.07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær allar að raunveruleika. Verndaðu sjálfa/n þig og láttu engan ráðskast með þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Af mörgum ólíkum ástæðum sérðu nú gildi þess að taka frá tíma til að horfa á gróð- urinn lifna við. Nýttu þér tilboð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur lengi verið óánægð/ur með sjálfa/n þig og ekki vitað hvað væri til ráða. Viltu virkilega halda áfram á þessari braut sem þú ert? (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vertu vingjarnleg/ur við þá sem þú hittir í dag. Fólki finnst þú merkileg/ur, þótt það viti ekkert um þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er engin ástæða til þess að liggja á skoðunum sínum, þótt alltaf sé nauðsynlegt að orða þær þannig að engan særi. Endaðu daginn með rólegu kvöldi heima við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er afar brýnt að þú standist allar freistingar um aukafjárútlát í dag. Mundu að þú þarft ekki að borga brúsann fyrir alla í kringum þig þótt þú sért ákveðin/n í að skemmta þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Rannsóknarvinna getur skilað góðum ár- angri í dag. Taktu meira tillit til annarra og gerðu þér grein fyrir að þarfir manna eru mismunandi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ef þú þarft að einbeita þér að einu takmarki skaltu gera það að þínu. Ein- hver þér nákominn dettur í lukkupottinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Dagurinn markast af kraftmiklum og skapandi törnum. Mundu að ekkert er dýr- mætara í heimi hér en heilsan. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú færð tækifæri til að fram- kvæma það sem þig hefur lengi langað til. Kannski væri ráð að læra aðeins meira fyrst. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér hættir til að láta tímann líða án þess að gera nokkuð. Kappsemi er smit- andi. Þú færð vinning. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þótt þú sért félagslynd/ur þarftu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfum þér. Reyndu að sjá veröldina eins og hún er, en ekki eins og þú vilt helst að hún sé. Stjörnuspá Jónína Guð- mundsdóttir verður sextug 10. apríl næst- komandi. Í tilefni þess tekur hún á móti vinum og samferðafólki í Stapa, laug- ardaginn 9. apríl kl. 20. Gjafir eru afþakkaðar en samskotabaukur verður á staðnum til styrktar góðu málefni. 60 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.