Morgunblaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Viðbót við menningarflóru Húsavíkur
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Menningarfélagið Úti á Túni hóf
starfsemi sína í fyrra, skömmu fyrir
áramót, á Húsavík en að því standa
ungar manneskjur með list- og
hönnunarmenntun að baki, þau Röð-
ull Reyr Kárason, Sigríður Hauks-
dóttir, Arnhildur Pálmadóttir, Bald-
ur Kristjánsson og Arnþrúður
Dagsdóttir.
Röðull segir aðdragandann að
stofnun félagsins þann að Sigríður
og Arnhildur hafi verið með hug-
myndasmiðjur fyrir krakka á Húsa-
vík á sumrin. Þær hafi farið þess á
leit við bæjaryfirvöld að fá húsnæði
undir ungmennahús og vinnustofur
fyrir listamenn. Þær hafi fengið til
afnota húsið Tún sem félagið er
nefnt eftir, gamla sýslumannshúsið í
bænum.
„Sigríður er yfir ungmennahúsi
og félagsstarfi í framhaldsskóla og í
öðrum helmingi Túns er ungmenna-
hús og félagsmiðstöð. Hinn helming-
inn fékk Arnhild-
ur til umráða,“
útskýrir Röðull. Í
síðarnefnda
helmingnum séu
sex vinnustofur
eða -rými, stofa
og eldhús og í
kjallara sé fyr-
irhugað að hafa
æfingaaðstöðu
fyrir hljómsveitir
og segir Röðull að vonandi verði þar
einnig hljóðver. Hann og Baldur hafi
fengið þarna vinnuaðstöðu sem og
Arnþrúður Dagsdóttir, mynd-
menntakennari og myndlist-
armaður, en Röðull og Baldur eru
báðir lærðir arkitektar og Röðull
auk þess með BA-gráðu í myndlist.
Fyrir alla, ekki bara unglinga
„Upp úr því kemur þessi hug-
mynd að stofna menningarfélag með
það að markmiði í sinni stefnu að
auka við menningarflóruna á Húsa-
vík, með fókus á ungt fólk. Ungt fólk
á öllum aldri, innan sviga,“ segir
Röðull kíminn. Haft sé samstarf við
ungmennahúsið í Túni og stefnt að
því að halda uppi öðruvísi menning-
arstarfsemi fyrir bæjarbúa. Boðið
hafi verið upp á bíósýningar, tónlist-
arviðburði, handverksmarkað, vínyl-
plötukvöld og teiknikvöld þar sem
fólk mætti, drakk kaffi og teiknaði
saman, svo fátt eitt sé nefnt.
„Það hefur verið margt í gangi en
það halda margir hér í bænum að
það sem fari fram í þessu húsi sé fyr-
ir unglinga,“ segir Röðull og hér
með leiðréttist það. Tilgangurinn
með félaginu sé m.a. sá að gera eitt-
hvað fyrir fólkið í bænum og þá m.a.
unga fólkið, kveikja í því sköpunar-
þörfina.
Framundan er myndlistarsýning
um páskana og segir Röðull að fólki
sé frjálst að leita til félagsins, vilji
það halda sýningar, tónleika eða
annars konar menningarviðburði.
Áhugasamir geti hringt í hann í síma
6918301 eða sent honum tölvupóst á
rodull@gmail.com.
Menningarfélag stofnað í gamla sýslumannshúsinu á Húsavík, Túni Tilgangurinn að auka við
menningarflóru bæjarins og margt í boði fyrir „ungt fólk á öllum aldri“, segir einn stofnenda
Sköpun Ungir Húsvíkingar spreyta sig og sýna afraksturinn. Starfsemi
menningarfélagsins Úti á Túni má kynna sér á utiatuni.blogspot.com.
Röðull Reyr
Kárason
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Rafmagnslaust á Norðurpólnum
kallast tónleikaröð þar sem tveimur
ólíkum hljómsveitum er stefnt sam-
an til að spila órafmagnað. Það er
Stormur & Stilla sem stendur að
tónleikunum sem fram fara í
Norðurpólnum, leikhúsrými á Sel-
tjarnarnesi.
„Það vildi þannig til að ég þekki
einn af stofnendum Norðurpólsins,
hann Denna, og við fórum að velta
þeirri hugmynd fyrir okkur að það
væri gaman að halda þar líka tón-
leika. Við ákváðum að órafmagnaðir
tónleikar væru sniðugir þar sem lít-
ið er haldið af slíku,“ segir Jana
María Guðmundsdóttir, söng- og
leikkona, sem sér um skipulagningu
tónleikanna. Hljómsveitirnar Agent
Fresco og Orphic Oxtra riðu á vaðið
nú í byrjun mars en Jana María
segir að undantekningarlaust hafi
verið tekið vel í þessa hugmynd.
„Við biðjum tvö ólík bönd að koma
og gera eitthvað saman sem þau
myndu ekki gera undir öðrum
kringumstæðum. Það er alltaf vilji
fyrir slíkum nýjungum og við-
brögðin hafa verið mjög góð bæði
frá tónlistarfólkinu og tónleikagest-
um,“ segir Jana María.
Lára og Valdimar
Næst stíga á svið söngkonan
Lára Rúnars og hljómsveitin Valdi-
mar, í kvöld, 7. apríl, og hefjast tón-
leikarnir kl. 21. En svo skemmtilega
vill til að sama lagið, „Næturrölt“,
er að finna á plötum beggja og
tengir þau saman. Það var samið af
einum meðlima Valdimars og hefur
fengið að njóta sín í flutningi
beggja. Hljómsveitunum sem fram
koma er einnig gert að undirbúa
sameiginlegt verk sem síðan er sýnt
á tónleikakvöldinu. Má það vera allt
frá málverki til gjörnings og lista-
mönnunum gefnar alfarið frjálsar
hendur í þeirri listsköpun. „Orphic
Oxtra og Agent Fresco gerðu gjörn-
ing í hléinu þar sem mætt var með
eina 10 eða 12 rafmagnsgítara og
pylsur, lesið ljóð og sýnt vídeó af
matarslag. Ég vil endilega að þau
taki áhættu í þessu og í raun má
hvað sem er. Hljómsveitirnar ráða
líka alveg hvort þær spila hver í
sínu lagi allan tímann eða að ein-
hverju eða öllu leyti saman. Okkur
langar að halda áfram með þessa
tónleika en á þessu ári slá Stórsveit
Samma og Pétur Ben lokatóninn í
nóvember og líklegast verður engin
lognmolla í kringum það,“ segir
Jana María.
Morgunblaðið/Eggert
Valdimar Hljómsveitin ómfagra.
Engin lognmolla á Norðurpólnum
Matarslagur,
gjörningur og tón-
list úr ólíkum átt-
um á tónleikaröð
Lára Spilar á Norðurpólnum.
Ljósmynd/Daníel Pétursson
Rafmagnslaust Frá seinasta kvöldi tónleikaraðarinnar í Norðurpólnum, meðlimir hljómsveitanna Agent Fresco og Orphic Oxtra saman komnir.
Hljómsveitin Amiina hefur gert
samninga um útgáfu á geisla-
disknum Puzzle í Japan og Ástralíu
auk þess að tryggja sér dreifingu
um alla Evrópu. Í Ástralíu mun fyr-
irtækið Other Tongues gefa Puzzle
út þann 15. apríl en það er Rallye-
útgáfan sem hefur gefið diskinn út í
Japan. Föstudaginn 8. apríl kemur
svo Puzzle út á vínyl um heim allan
á vegum Sound of a Handshake /
Morr Music. Amiina spilar á Fak-
torý í kvöld og þar verður hægt að
kaupa vínylinn. Þetta verða
síðustu tónleikar sveitarinnar
þar sem allir meðlimir koma fram í
nokkurn tíma vegna barneigna og
lofar sveitin sérstaklega miklu
stuði.
Amiina kemur út
um allan heim
Ein af merkari sveitum íslensku
nýbylgjunnar um miðbik tíunda
áratugarins var Kvartett Ó. Jónson
& Grjóni sem var stofnuð á rústum
hljómsveitarinnar Púff. Eina plata
sveitarinnar, Karnival í Texas,
kom út í Lúðraseríu Smekkleysu
árið 1997 og hefur verið ófáanleg
um langa hríð. Henni hefur nú ver-
ið hlaðið upp á vefsíðuna Soundclo-
ud af meðlimum þar sem hægt er að
hlusta á hana án endurgjalds. Er
það vel.
Kvartett Ó. Jónson &
Grjóni á netið
Skannaðu kóðann
til að horfa á
myndband við lag
Láru Rúnars, „In
Between“.