Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 39

Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Stytta til heiðurs Kurt heitnum Cobain, söngvara Nirvana, var afhjúpuð í heimabæ hans, Aberdeen í Washington-ríki, 5. apríl sl. Þá voru 17 ár liðin frá því Cobain svipti sig lífi, þ.e. 5. apríl 1994. Styttan er þó ekki af Cobain sjálfum heldur Fender Jag-Stang raf- magnsgítar sem hann lék á. Styttan stendur í almenningsgarði í norðurhluta bæjarins, nærri Young Street Bridge en þann stað sækja jafnan aðdáendur Nirvana þar sem staðurinn kemur fyrir í texta lagsins „Some- thing In The Way“. Styttan er úr steinsteypu og um 2,6 metrar á hæð og á gítarnum borði með texta úr laginu „On a Plain“: „One more special message to go and then I’m done and I can go home.“ Höfundar styttunnar eru lista- mennirnir Kim og Lora Malakoff sem báðir eru íbúar bæjarins. Stytta til minningar um Cobain í heimabæ hans Minning Kurt Cobain svipti sig lífi 5. apríl árið 1994. Söngvarinn Bryan Ferry var lagður inn á sjúkrahús þriðjudaginn sl. og munu veikindi hans vera alvarleg, skv. vef NME. Til stóð að Ferry kæmi fram á viðburði tengdum Ólymp- íuleikunum í Lundúnum á næsta ári en hann hætti við það sökum veikinda. Skv. breska dagblaðinu The Daily Mail neitar talsmaður Ferrys að söngvarinn hafi fengið hjartaáfall. Hann gangist nú undir rannsóknir á sjúkrahúsi. Ferry er bókaður víða í sumar, m.a. á hátíðum, Thetford Forest og Hop Farm í júlí. Ekki er ljóst hvort hætt verður við þá tónleika. Bryan Ferry gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Roxy Music á sínum tíma en sú hljómsveit sendi frá sér smelli á borð við „Slave to Love“, „More Than This“ og „Virg- inia Plain“. Ferry sagður glíma við alvarleg veikindi Veikur Söngvarinn Bryan Ferry er á sjúkrahúsi. Bob Dylan hélt fyrstu tónleika sína í Kína í gær Tónleikarnir fóru fram í íþróttahöll verkalýðsins í Peking. Dylan heldur nú til Shanghæ þar sem hann verður með tónleika á morgun og Hong Kong, þar sem tvennir tónleikar verða í næstu viku. Þá verða rétt 50 ár liðin frá því hann hélt fyrstu stóru tónleika sína í New York, 11. apríl 1961. Dylan hefur áður reynt að halda tónleika í Kína en menningarráðu- neyti landsins vildi ekki veita honum leyfi á síðasta ári. Nú var leyfið veitt en sett voru skilyrði um að Dylan myndi halda sig við fyrirfram ákveðna efnisskrá. Það þýðir að lög- in eru ritskoðuð. Svalur Bob Dylan. Dylan söng fyrir Kínverja Angelina Jolie var nýlega í reisu um Túnis og Líbíu fyrir Sameinuðu þjóð- irnar og mátti sjá í nýtt húðflúr á henni. Þar sem hún er nú með húðflúr sem tengjast öllum börnunum sex sem hún og eiginmaðurinn Brad Pitt eiga saman eru dægurmiðlar þegar farnir að leggja saman tvo og tvo og sjá að þetta nýja húðflúr tákni að enn eigi að bæta í barnaflotann. Heimild- armaður People varaði hins vegar við því að of mikið væri lesið í þetta. Jolie og Pitt eiga nú börnin Mad- dox (9 ára, ættleiddur frá Kambódíu), Pax (7 ára, ættleiddur frá Víetnam), Zahara (6 ára, ættleidd frá Eþíópíu), Shiloh (4 ára, fædd í Namibíu) og Vivienne og Knox (2 ára tvíburar, fæddir í Frakklandi). Öflug Angelina Jolie. Jolie með sjöunda húðflúrið Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.