Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is S tígamót munu brátt opna athvarf fyrir konur sem eru á leið úr vændi eða mansali. Að mati Guð- rúnar Jónsdóttur, tals- konu Stígamóta, er vændi viðvar- andi vandamál og henni finnst mikilvægt að lögreglan framfylgi lögum sem banna kaup á vændi. „Ég sakna þess að fleiri hafi ekki verið dæmdir fyrir vændiskaup, miðað við það vændi sem er í gangi.“ Hildur Jónsdóttir, formaður sérfræði- og samhæfingarteymis vegna mansals, segir að talið sé óyggjandi að dæmi séu um að kon- ur komi hingað til lands sérstaklega til að stunda vændi. Í sumum til- fellum séu þær fórnarlömb mansals en í öðrum ekki. „Það er aldrei hægt að vita hvort konur sem stunda vændi eru fórnarlömb man- sals eða ekki. Þess vegna hvet ég alla þá sem verða varir við óeðlilega starfsemi af þessum toga að láta lögreglu vita svo hún geti rann- sakað málið,“ segir hún. Ástundun vændis er ekki lög- brot en kaup á vændi og að skipu- leggja það er á hinn bóginn ólög- legt. Hildur bendir einnig á að það sé ólöglegt að hafa vitandi vits hagnað af vændi, s.s. með því að leigja húsnæði undir slíka starfsemi eða auglýsa það. Hildur segir að þær vísbendingar sem liggi fyrir um skipulag vændismarkaðarins hér á landi bendi til að það séu Ís- lendingar sem ráði þar mestu en séu gjarnan í sambandi við glæpa- hringi úti í heimi sem geti útvegað konur. Alvarlegar afleiðingar Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að flestar konur, þó ekki allar, sem komi til Stíga- móta vegna vændis eigi það sameig- inlegt að hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi, s.s. sifjaspellum eða nauðgunum, áður en þær leiddust út í vændi. „Afleiðingar þess að hafa verið í vændi eru ákaflega sambærilegar við afleiðingar annars ofbeldis, nema afleiðingar vændis geta verið ýktari. Við lítum raunar á vændi sem ofbeldi gegn kon- unum,“ segir hún. Þrjár starfskonur Stígamóta starfrækja sjálfshjálparhóp fyrir konur sem hafa verið í vændi og segir Guðrún að konurnar líki starfi sjálfshjálparhópsins við hálfgerða frelsun. Steinunn Gyðu- og Guðjóns- dóttir, fyrrverandi framkvæmda- stýra Unifem á Íslandi, hefur verið ráðin sem verkefnisstýra í athvarf- inu sem Stígamót ætla að opna fyrir konur sem eru á leið úr vændi og mansali. Búið er að tryggja lág- marksfjármögnun fyrir verkefnið en eftir er að finna rétta húsnæðið. Hingað til hafa konur sem koma úr vændi getað leitað til Kvenna- athvarfsins en Guðrún segir að að- staðan þar sé ekki talin henta nægi- lega vel. „Við vitum það af okkar reynslu og annarra að þessar konur þurfa meiri ró og lengri tíma til að jafna sig. Við sjáum fyrir okkur að athvarfið verði fyrir færri konur og að þær geti verið öruggar um að fá sérherbergi.“ Guðrún bendir á að þótt reynt sé að láta skipulagða vændis- starfsemi fara hljótt geti vændi aldrei verið ósýnilegra en svo að hægt sé að selja það. „Og ef kúnn- arnir geta fundið það, þá geta það aðrir líka, meðal annars lögreglan, fjölmiðar og fleiri,“ segir hún. Lög- regla hér á landi hafi tekið marga góða spretti við að uppræta skipu- lagt vændi. „En það vantar upp á að hún sýni sífellda árvekni.“ Opna athvarf fyrir konur á leið úr vændi Morgunblaðið/Ásdís Skjól Athvarf Stígamóta verður byggt að danskri fyrirmynd. Þær konur sem leiðast út í vændi hafa flestar áður orðið fyrir ofbeldi. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstaðaþjóð-ar- atkvæðagreiðsl- unnar sem fram fór um síðustu helgi var afger- andi. Skoðana- kannanir náðu ekki að segja fyrir um úrslitin þótt MMR- könnun fyrir Andríki hafi ver- ið næst því. Þó gáfu kannanir til kynna að eftir því sem um- ræðurnar urðu markvissari óx andstaðan. Upplýst umræða hlaut að leiða til að svarið yrði Nei. Hin umdeilda af- staða forystu Sjálfstæð- isflokksins til málsins bætti vafalaust stöðu Já-manna nokkuð. En ekki fer þó á milli mála að yfirgnæfandi meiri- hluti flokksmanna og stuðn- ingsmanna flokksins sagði nei í kjörklefanum. Forysta Sjálfstæðisflokks- ins á aðeins tvo kosti í stöð- unni. Tilkynna að hún muni fara frá á næsta Landsfundi flokksins, sem ber að halda á þessu ári, ellegar leitast við að endurvinna það traust sem glataðist og fá endurnýjað umboð á fundinum. Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki þeirrar gerðar að hann krefjist játn- inga af forystumönnum sínum við aðstæður eins og þær sem nú eru innan flokksins. En hann hlustar grannt eftir við- brögðum þeirra. Í hnotskurn er vandi for- ystunnar þessi: Hún ákvað skyndilega og óvænt að ganga þvert á svig við skýra ákvörð- un Landsfundar flokksins í þýðingarmiklu stórmáli. Það getur forysta flokksins ekki leyft sér að gera nema ein- hver sú neyð eða nauðung sé uppi sem réttlætti slíkt og flokksfólkið myndi skilja og sætta sig við. Ekkert slíkt var fyrir hendi nú og forysta flokksins og meirihluti þingflokksins náði ekki að skýra með sannfærandi hætti hvers vegna hún ákvað að fylgja leiðsögn Jóhönnu og Steingríms í hinu afdrifaríka máli. Bersýnilega las hún ekki rétt hug sinna eigin flokks- manna og virti ekki skýra ályktun þeirra og afstöðu. Af því leiðir að flokksmenn ræða sín á milli hvort hætta sé á að forystan kunni að bregðast með áþekkum hætti í öðrum stórmálum. Þarna liggur trúnaðarbresturinn. Núverandi forysta er skip- uð ungu fólki sem er mörgum góðum kostum búið. Hún hef- ur sagt að hún muni gera allt til þess að vinna traust flokksmanna og kjósenda flokksins á ný. Í því felst að hún ætlar ekki að berja höfð- inu við steininn heldur við- urkenna mistökin í verki. Hún hefur með öðrum orðum áréttað vilja sinn til að læra af því sem gerðist. Forystan mun ekki vinna trúnað flokks- fólks á ný eins og hendi sé veifað. En líkur standa til að það sama fólk vilji gefa for- ystunni annað tækkifæri. Sé það mat rétt verður hún að nýta það tækifæri vel. Annað mun örugglega ekki gefast. Það er ekki keppikefli að al- varleg upplausn í Sjálfstæð- isflokknum bætist við hið al- menna upplausnarástand sem nú er í þjóðfélaginu. Ábyrgð forystunnar er því mikil. Sannfærist flokksmenn um einlægni hennar og góðan vilja getur þrátt fyrir allt vel ræst úr. Trúnaðarbrestur forystu og flokks er stóri vandinn. Hann verður að leysa} Staða Sjálfstæðis- flokksins Viðbrögðhinnar lán-lausu rík- isstjórnar Íslands við kröftugu neii þjóðarinnar við uppgjafarstefnu hennar lofa ekki góðu. Árni Páll Árnason, sem er ósýnt um að leysa nokkurt mál, fór fljótt og illa af stað eftir neiið. Hann sagðist flýta sér við að koma ESA-málatilbúnaðinum áfram! Þessi viðbrögð eru hneyksli. Forstjóri ESA hefur orðið ber að yfirlýsingum og dómum á meðan málið er enn í meðferð í stofnun hans. Hann hefur gefið til kynna að EFTA-dómstóll- inn sé ómerkilegur stimpilpúði og hann ráðstafi úrskurðum þess dómstóls að vild. Fyrsta krafan hlýtur að vera sú að þessi óhæfi ESA-maður víki þegar í stað. Auðvitað er hætta á að norsk yfirvöld skipi annan engu betri í staðinn, því vitað er að norskir fulltrúar í ESA fylgja fyr- irmælum stjórnvalda í Osló í smáu og stóru. Ferill fulltrú- anna fyrir og eftir veru þeirra í ESA styrkir það mat. Þótt hin lánlausa ríkisstjórn þráist við að víkja, og fyrirlitning þjóð- arinnar á framgöngu hennar blasi við kemst hún varla hjá að sýnast gæta hagsmuna þeirrar sömu þjóðar út á við. Getur hún í það minnsta leitast við í smáu að fylgja fordæmi forseta Íslands. Vantraust ríkir á vilja og getu rík- isstjórnar til að gæta hagsmuna Ís- lands} Ríkisstjórnin ber ekki við að gæta hagsmuna Íslands Þ rjú aðildarríki evrusvæðisins hafa þurft að leita eftir neyðarlánum frá Evrópusambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum á síðustu tólf mánuðum sökum þess að þau hafa ekki með góðu móti getað endurfjármagnað skuldir sínar á fjármálamörkuðum. Þetta ætti að vera sterk vísbending um að ekki sé allt með felldu á evrusvæðinu. Neyðarlánin fela í sér takmarkaða lausn á þeim vanda sem við er að etja. Þau veita grískum, írskum og portúgölsk- um stjórnvöldum tímabundið skjól frá fjár- málamörkuðum en hins vegar verður vart séð að það dugi til þess að leysa þann grundvall- arvanda sem við er að etja. Opinber skuldastaða viðkomandi hagkerfa er aðeins birtingarform þess vanda sem er óumflýjanlegur þegar Evrópski seðlabankinn tekur fyrst og fremst tillit til stöðu mála í þýska hagkerf- inu, stærsta hagkerfi evrusvæðisins, við framkvæmd pen- ingamálastefnunnar. Stærstan hluta fyrsta áratugar ald- arinnar hélt ECB stýrivöxtum lágum vegna hægagangs þýska hagkerfisins. Á sama tíma flæddi fjármagn til jað- arsvæðanna, meðal annars með þeim afleiðingum að launakostnaður rauk upp úr öllu valdi án þess að fram- leiðni fylgdi með. Á meðan hann stóð nánast í stað í Þýska- landi hækkaði hann um 30% í ríkjum á borð við Grikkland og Portúgal. Því hefur verið fleygt fram í umræðunni hér heima að þessi þróun sýni hversu evran er góð þegar kem- ur að því að verja kaupmátt launamanna en í þeirri fullyrð- ingu felst hugsunarvilla. Þessi launaþróun í þeim evruríkjum sem eru verst stödd um þess- ar mundir hefur leitt til þess að útflutningsiðn- aður þeirra er hvorki samkeppnishæfur á evrusvæðinu né á alþjóðamörkuðum. Allar efnahagsaðgerðir þeirra ríkja sem þurft hafa að leita eftir neyðarláni þurfa að miðast við að ná niður launakostnaði til þess að endurreisa samkeppnishæfni. Þetta þýðir með öðrum orð- um að þau þurfa að framkalla sjálfkrafa áhrif gengisfellingar án þess að mögulegt sé að fella gengið. Ennfremur knúðu lágir vextir á evrusvæð- inu áfram stórfellda eignabólu á fasteigna- markaði í ríkjum á borð við Spán og Írland. Þrát fyrir að fasteignaverð í þessum ríkjum hafi lækkað umtalsvert á liðnum árum er hægt að færa nokkuð sannfærandi rök fyrir því að leiðréttingin sé ekki komin fram að fullu og það á auðvitað eftir að hafa skaðleg áhrif á viðkomandi hagkerfi. Lausnin við þessum vanda hefur falist í frekari lántök- um hins opinbera auk þess að grípa til víðtækra aðhalds- aðgerða sem einsýnt er að muni halda niðri hagvexti á næstu árum og þar af leiðandi getu viðkomandi stjórn- valda til þess að standa straum af aukinni skuldabyrði. Ákvörðun Evrópska seðlabankans um hækkun stýrivaxta vegna umtalsverðrar þenslu og verðbólguskriðs í Þýska- landi stráir svo salti í sár hinna svokölluðu jaðarríkja evru- svæðisins á sama tíma og viðbúið er að það muni blæða áfram úr því á komandi árum. Örn Arnarson Pistill Salti stráð í sár evrusvæðisins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að kynferðisbrotadeildin eigi fullt í fangi með að rannsaka kærur vegna kynferðisofbeldis, s.s. nauðgana og kynferðisbrota gegn börnum, og hafi því lítið getað sinnt rannsóknum á vændi. Rannsóknir á vændi séu tímafrekar og krefjist töluverðs mannafla. „Við sinnum því sem kemur inn á okkar borð og tilefni er til.“ Björgvin segir að svo virðist sem það hafi frekar aukist að ungar stúlkur selji sig fyrir fíkni- efni og peninga. „Þetta kemur ekki á borð lögreglu en þetta er virkilega mikið áhyggjuefni sem vert er skoða,“ segir hann. Stefán Eiríksson lög- reglustjóri segir að lögregla sinni öllu sem komi inn á borð til hennar en tíminn til að fara í frumkvæðisvinnu sé sífellt minni. Ungar stúlkur fyrir fíkniefni TÍMAFREKAR RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.