Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Sun 17/4 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 19:00 aukasýn Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 19:00 Lau 7/5 kl. 19:00 Fös 20/5 kl. 19:00 Fös 29/4 kl. 22:00 aukasýn Sun 8/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Lau 30/4 kl. 19:00 Fös 13/5 kl. 19:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 22:00 Fös 13/5 kl. 22:00 aukasýn Fim 5/5 kl. 20:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Sun 17/4 kl. 20:00 7.k Lau 30/4 kl. 20:00 10.k Lau 7/5 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 8.k Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 20:00 9.k Fös 6/5 kl. 20:00 Krassandi ruslópera. Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 26/4 kl. 20:00 forsýn Sun 8/5 kl. 20:00 8.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Mið 27/4 kl. 20:00 frumsýn Fös 13/5 kl. 20:00 9.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Fim 28/4 kl. 20:00 2.k Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukasýn Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Lau 30/4 kl. 20:00 3.k Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Þri 3/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Mið 4/5 kl. 20:00 5.k Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Fim 5/5 kl. 20:00 aukasýn Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 20:00 6.k Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Lau 7/5 kl. 20:00 7.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Vesturports Afinn (Stóra sviðið) Lau 16/4 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Nýdönsk í nánd (Stóra sviðið) Fim 14/4 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 19:00 Fös 15/4 kl. 22:00 Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 16/4 kl. 13:00 Sun 17/4 kl. 14:30 Sun 1/5 kl. 13:00 Lau 16/4 kl. 14:30 5.k Lau 30/4 kl. 13:00 Sun 1/5 kl. 14:30 Sun 17/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 14:30 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Nýdönsk í nánd - á Stóra sviðinu um helgina! Tugir fornleifafræðinga og allt að eitt þúsund verkamenn, sem 1.600 hermenn gæta, keppast við að grafa upp sem mest af fornminjum í Mes Aynak í Afganistan og koma þeim í skjól. Þeir reyna að bjarga sem mestu af fornum styttum, stúpum og öðrum minjum áður en kínverskt námufyrirtæki fær svæðið afhent og breytir því í opna koparnámu. Talið er að á svæðinu sé eitt besta kopar- svæði jarðar í dag. Þeim fornminjum sem næst ekki að flytja áður en framkvæmdir hefjast verður eytt. Mes Aynak var við hina fornu Silkileið og þar höfðu verið reist um- fangsmikil búddahof fyrir um 2.500 árum. Auk þess að vera mikilvæg trúarmiðstöð var þetta litríkur verslunarstaður og þá þegar var far- ið að vinna dýra málma úr fjöllunum í kring. Í Mes Aynak er nú viðamesti forn- leifagröftur samtímans, enda unnið í kapphlaupi við tímann. Að sögn The Art Newspaper var það þarna sem liðsmenn Osama bin Ladens voru þjálfaðir áður en þeir gerðu árásina á Tvíburaturnana, en nú hefur svæð- ið verið leigt kínversku ríkisfyr- irtæki til næstu 30 ára fyrir sem nemur 3,5 milljörðum Bandaríkja- dala. Er það stærsti samningur sem afgönsk stjórnvöld hafa gert við er- lenda aðila og er vonast til að hann verði mikilvæg innspýting fyrir afg- anskt efnahagslíf. Kínverjar bíða átekta Merkar afganskar menningar- minjar hafa verið eyðilagðar í stórum stíl á síðustu árum, ekki síst meðal talibanar ríktu í landinu. Fornleifafræðingarnir í Mes Aynak hafa til að mynda fundið margar stórar búddastyttur, sem höfuðið hefur verið brotið af til að selja. Þrátt fyrir að samið hafi verið um námuvinnsluna árið 2007 var ekki hafist handa við að bjarga forn- leifum fyrr en tveimur árum síðar. Hluti klaustra hefur síðan verið grafinn upp og fjöldinn allur af stytt- um, í misgóðu ásigkomulagi, komið í ljós. Til að mynda fundust tíu metra löng höggmynd af Búdda liggjandi, umfangsmikil veggmálverk og hlaðnar stúpur, en það eru bæna- turnar sem hýsa helga gripi. Þrátt fyrir að tiltölulega lítið hafi enn verið grafið upp af þeim minjum sem sérfræðingar telja vera á staðn- um á verkinu að ljúka eftir 14 mán- uði. Fullyrt að þá hafi aðeins hluta verðmætanna verið bjargað. Aðstoðarmenningarráðherra Afg- anistans, Omar Sultan, sagði fyrir skemmstu að fjölga ætti fornleifa- fræðingum við verkið úr 30 í 65. Mikilvægustu gripirnir eru sendir til Þjóðminjasafnsins í Kabúl en talið er að geymslur muni þó engan veg- inn ráða við umfangið. Þegar er þó farið að sýna í safninu hluti sem fundist hafa í Mes Aynak, en banda- ríska sendiráðið kostar sýningu á 70 gripum sem var opnuð 15. mars síð- astliðinn. Þá er nú rætt um að byggja sérstakt safn um hluti frá Mes Aynak. Kínverskir verktakar hafa þegar hafist handa við vegagerð og annan undirbúning fyrir námuvinnsluna sem hefst árið 2014. efi@mbl.is Bjarga fornminjum í kapphlaupi við tímann  Viðamesti upp- gröftur samtím- ans í Afganistan Stytta í vegghleðslu Gripirnir eru viðkvæmir en þá þarf að fjarlægja. Höfuðlausar Fornar Búddastyttur standa í hofi í Mes Aynak. Gagnrýnandi Artforum sem fjallar um innsetningar Katrínar Sigurð- ardóttur í Metropolitan-safninu í New York, segir verkin töfrum hlaðin; arkitektúrísk hlutföll og rými birtist þar rétt eins og Lísa hafi snúið aftur frá Undralandi með sönnunargögn um heim fullan af annarskonar innviðum húsa. Sýning Katrínar, sem nefnist Boi- series, opnaði í safninu í október síðastliðnum og lýkur 30. maí næst- komandi. Katrín skapaði tvær inn- setningar í safninu og byggjast þær á frönskum herbergjum frá 19. öld sem eru í safninu. Hægt er að horfa inn í aðra innsetninguna, herbergi sem Katrín hefur gert alveg hvítt, en hitt er eins og skermur með sí- minnkandi einingum. Margir gagnrýnendur hafa fjallað lofsamlega um sýninguna. Í Artforum segir til dæmis að verkin veki spurningar um á hvað sé horft og það að horfa. Gagnrýnandi The New Yorker hrósar sýn Katrínar, talar um „draugalega einangrun“ sem birtist í verkunum þar sem hún bendi á forréttindi hinnar ráðandi stéttar sem leiddu til frönsku bylt- ingarinnar og upphafs nútímans. Verkum Katr- ínar hrósað Boiserie Hluti annarrar innsetn- ingar Katrínar Sigurðardóttur. ©The Metropolitan Museum of Art Nánast fullfermi var á næstsíðustusinfóníutónleikunum í fimmtuguHáskólabíói á fimmtudag. Hvaðsvo sem það þýðir í raun – því auk kreppu rugla margar breytur tölfræðina. Í fyrsta lagi hefur landsmönnum fjölgað um hátt í helming síðan 1961, og ætti hlut- fallsleg aðsókn að 90% fleiri sætum Eldborg- arsalar í Hörpu af þeirri ástæðu einni því eftir að reynast engu minni, jafnvel þótt klass- íkáhugi kunni að hafa minnkað frá því sem áður var. Aftur á móti er fyrirsjáanlegt að aukin forvitni hlustenda með tilkomu nýrri og glæsilegri salarkynna muni framan af birtast í drjúgri viðbótaraðsókn – líkt og þegar óp- eruáhugi Dana tók 40% kipp upp á við fyrstu misserin eftir vígslu nýja söngleikhússins í Kristjánshöfn. Það verður því varla hægt að bera saman aðsóknartölur fyrir og eftir vistaskipti SÍ fyrr en að nokkrum árum liðnum. En auðvitað vonum við öll að aðalbreytan – verðandi hljómburður á heimsmælikvarða – skipti mestu, þó svo að þáttur erlendra gesta gæti líka orðið meiri en áður þekktist. Að því töldu má sjá hvað vangaveltur um vinsældir Tjajkovskíjs, mældar í beinharðri miðasölu, eru um sinn ómarktækar – jafnvel þótt melódísk ægifegurð verka hans hafi bor- ið af flestu í tónleikasölum hins vestræna heims allt frá ofanverðri 19. öld, eins og ugg- laust kæmi skýrt fram af „Topp tíu“- hlustendakönnun í dag. Hvað sem því líður fór ekki framhjá nein- um að hlustendur síðasta fimmtudagskvölds kunnu gott að meta eftir rífandi góðu und- irtektunum að dæma. Ekki sízt í jafnágætum flutningi og hér gat að heyra, enda lék sveitin flest af fagmannlegum eldmóði undir stjórn sænska básúnistans Christians Lindbergs, er kom mér raunar oft í óvæntan stanz miðað við fyrstu fordóma um snaggaralegan vélhjóla- töffara með einleiksfortíð úr einkum fram- sæknum nútímaverkum. Því þótt glampasn- arpan blástur SÍ-látúnsliða hafi kannski borið einna hæst fékk Lindberg líka ótrúlega mikið út úr tré- og strengjaleik bandsins af gesta- stjórnanda að vera, þökk sé m.a. fágaðri dýnamík, markvissum rúbatóum og almennt bullandi innlifun, er gerðu þessi rúmlega 130 ára gömlu tónverk jafnt bráðspræk sem un- aðslega söngvæn fyrir hugskotseyrum. Einleikari kvöldsins var hinn aðeins hálfþrítugi bandaríski Rússi Mikhail Simon- yan. Nálgun hans að heimsfrægum fiðlukons- ertinum frá 1878 var víða furðufíngerð – jafn- vel svo minnti á köflum á ofurnýtingu Isabelle Faust á veikustu mögulegu styrkleikagráð- um. Þótt ekki væri inntónun fiðlarans alltaf óaðfinnanleg í hæðinni átti Simonyan á móti margt skemmtilegt í pokahorni er bar vott um sjálfstæðari túlkun en viðgengst hjá eldri sólistum. Kom þannig á óvart hvað hann virt- ist hafa frjálslega, stundum jafnvel lág- stemmt kímna, afstöðu til hins dáða meist- araverks án þess samt að brengla boðskapnum. Kyrrlátt aukalag hans, Armensk bæn, kom enn meir á óvart fyrir einlæga túlkun á flug- eldasneyddu austrænu sönglagi á íhugulum vængjum mannlegrar tilhöfðunar er lét eng- an ósnortinn. Vélhjólatöffari leynir á sér Morgunblaðið/Einar Falur Simonyan „... margt skemmtilegt í pokahorni er bar vott um sjálfstæðari túlkun en viðgengst hjá eldri sólistum.“ Háskólabíó Sinfóníutónleikarbbbbn Tsjajkovskíj: Capriccio italien, Fiðlukonsert og Sinfónía nr. 5. Mikhail Simonyan fiðla og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Christian Lind- berg. Fimmtudaginn 7. apríl kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.