Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Gisting Sumarhús i Flóahreppi til leigu rétt hjá Þjórsábrú. Starplus.is og starplus.info Upplýsingar í síma 899 5863. Þú átt skilið að komast í hvíld! Í Minniborgum bjóðum við upp á ódýra gistingu í notalegum frístunda- húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2. Fyrirtækjahópar, óvissuhópar, ættarmót. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Húsgögn Atvinnuhúsnæði Til sölu/leigu fjölnota hús Til leigu eða sölu er 120 m² húsnæði með 60 manna sal. Hentar til margs konar nota. Auðvelt til flutninga. Staðsett í Grindavík. Uppl. 897 6302. Sumarhús Til sölu 40 m2 sumarbústaður í Selvogi, ásamt 14 m2 geymslu. 1/2 ha. eignarland. Sími 893 3102. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir Fjarstýrðar innanhússþyrlur - Gott verð Tilbúnar til flugs beint úr kassanum á góðu verði. Erum einnig með bíla, báta, skriðdreka og m.fl. Netlagerinn slf. Kíktu á vefsíðuna okkar Tactical.is S: 517-8878 frá kl. 16-18. Útivist Skotfæri - Byssuólar - Töskur og m.fl. Erum með mikið úrval af riffilsjón- aukum, ólum, tvífótum og m.fl. á góðu verði. Erum með skotfæri frá Sellier & Bellot. Tactical.is net- verslun. Sími 517-8878 frá kl. 16-18. Til sölu Gæða ungnautakjöt Gæða ungnautakjöt beint frá býli, hakk, gúllas og steikur. Snyrtilegur frágangur og engin aukaefni. Kílóverð 1600,- Allar uppl. á www.myranaut.is eða s. 868 7204. Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Smáratorgi Lágvöruverðsverslun fyrir heimilið Mikið úrval af nýjum vörum. Lægsta verð kr. 290. Gott verð kr. 390. Hæsta verð kr. 690. Sjónvörp 14" og 20" UNITED sjónvörp til sölu, lítið notuð í toppstandi. Uppl. í síma 823 8253. Vaskar til sölu Til sölu stainless steel vaskar 0,8 mm með blöndunartækjum. Verð 7500,-kr. stk. Einnig blöndunartæki á 2500,- til 5000,- kr. stk. Uppl. í síma 861 7540. Augnablik Geisladiskur með lögum við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, flutt af Nefndinni og gestum. Fæst í Hagkaupum, Tónspili, Samkaupum Egilsstöðum og hjá útgefanda í síma 863 3636. Netfang: darara@gmail.com Mbl. 1. febr. ★★★✰✰ ,,Það sem gerir plötur eins og þessar svo mikilvægar er hreinleikinn sem við þær er bundinn og forsendur allar”. Arnar Eggert Thoroddsen Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald, laun, öll skattþjónusta Áreiðanleiki, traust og gagnkvæmur trúnaður. www.fsbokhald.is. Fyrirtæki og samningar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík, s. 552 6688. FSbókhald.is. Skattframtöl Framtöl - bókhald - ársreikningar Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Mikil reynsla. Einnig bókhald, ársreikn. o.fl. fyrir fyrirtæki. HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977. www.fob.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Árg. '02, ek. 110 þús. km Glæsilegur M. Benz E línan. Sóllúga, Álfelgur o.fl. Sjón er sögu ríkari. Uppl. í síma 862 4682. Bílaþjónusta Hjólhýsi Vinnuhús á hjólum eða hjólhýsi 18 m² tveggja öxla, tvö svefnher- bergi. Fín innrétting, eldavél og upp- þvottavél, wc, sturta. Verð 3.000.000. Uppl. í síma 841-7794. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Kaupi silfur! Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, Kópavogi, fannar@fannar.is – sími 551-6488. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Góður vinur er fallinn frá, Fram- arinn Carl Bergmann. Mér er óhætt að segja að allir sem fylgdust með fótbolta hér á árum áður, þekktu til Kalla Bergmanns. Fjöl- margir í öðrum félögum þekktu hann, en allir í Fram. Hann var ekki eingöngu góður liðsmaður í meistaraflokki félagsins, hann var einnig góður félagsmálamaður, sat um árabil í aðalstjórn Fram og og lét gott af sér leiða við uppbygg- ingu félagsins. Hann hlaut allar viðurkenningar sem veittar eru, fyrir störf sín, silfur- og gullmerki og silfurkrossinn sem er æðsta heiðursmerki félagsins. Ég minnist gömlu góðu daganna þegar leikið var á mölinni á Mela- vellinum og æft á Framvellinum við Sjómannaskólann. Það var fyrst þegar Fram fékk aðstöðuna í Safamýrinni sem við fengum gras- völl. Þá voru flestir frumherjarnir smátt og smátt að hætta æfingum og keppni vegna aldurs, en ekki Kalli, þótt hann væri nokkuð eldri Carl A. Bergmann ✝ Carl AndreasBergmann úr- smiður fæddist hinn 16. nóvember 1926 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 2. apríl, 84 ára að aldri. Carl var jarð- sunginn frá Graf- arvogskirkju 11. apríl 2011. en við hinir. Hann var léttari, sprækari og átti létt með að leika boltanum. Þegar við hættum að taka þátt í opinberum mótum tóku fyrirtækjamótin við. Það var erfitt að hætta alveg. Það var árið 1958 að við nokkrir Fram- arar fengum leikfimi- salinn í Austurbæjar- skólanum til leigu einu sinni í viku fyrir skalltennis og innanhússfót- bolta. Þarna mættum við einu sinni í viku í 30 ár eða allt til 1988. Kalli Bergmann var með allan tímann. Úrsmíðastofan hjá Kalla var miðstöð áhugamanna um knatt- spyrnu, fyrst á Njálsgötunni, svo á Skólavörðustígnum og eins þegar hann flutti á Laugaveginn. Á þessa staði komu gamlir félagar að ræða málin, Valsarar, KR-ingar Víking- ar, Þróttarar og að sjálfsögðu Framarar. Það sýndi hvað Kalli var vel metinn, góður og tryggur félagi. Kalli var einnig góður bridge-spilari. Í mörg ár spiluðum við saman einu sinni í viku. Aldrei var hann stóryrtur en honum var ekki sama ef spil tapaðist af fljót- færni eða klaufaskap. Þegar einn félaganna varð fimmtugur fórum við spilafélagarnir með konurnar til Sikileyjar. Þar gripum við í spil og fengum slík spil á hendur að undrum sætti. Oft er við hittumst hafði Kalli orð á þessu og að gaman væri að hittast aftur, slá í slag og sjá hvernig tækist til. Það var eig- inlega alveg að koma að þessu, en verður því miður ekki. En kannski verður hann búinn að gefa þegar við hittumst næst. Það var gaman að minnast góðra stunda með Kalla, græsku- laus kátínan og gleðin hjá honum þegar slíkar stundir gáfust. Það verður daufara yfir Laugaveginum en áður, en minningarnar eru bæði margar og góðar sem þessi góði, tryggi Framari skilur eftir sig og við minnumst þeirra á komandi tímum. Kalli var einstakur vinur, ljúfur félagi og góður drengur. Við fé- lagarnir úr Austurbæjarskólanum, spilafélagarnir og aðrir Framarar þökkum Carli Bergmann sam- fylgdina, vinskapinn og tryggðina í gegnum öll ár. Fyrir hönd Knatt- spyrnufélagsins Fram var ég beð- inn um að koma á framfæri þakk- læti fyrir félagslega þátttöku og framlag til félagsins alla ævi hans. Við Framarar vottum Guðrúnu og börnum þeirra ásamt öllum ætt- ingjum, okkar innilegustu samúð við fráfall Kalla. Hörður Pétursson. Það fækkar óðum eldra fólkinu í Bergmannsfjölskyldunni, foreldr- ar mínir létust seint á síðasta ári og nú er Kalli föðurbróðir minn fallinn í valinn. Eftir lifir Sigrún frænka á Akureyri en Bíbí systir þeirra lést fyrir mörgum árum úti í New York þar sem hún bjó. Ljúfar bernskuminningar koma upp í hugann þegar hugsað er til fjölskylduhússins að Ljósvallagötu 24 á eftirstríðsárunum. Þá bjuggu þar fjórar kynslóðir samheldinnar fjölskyldu og flestir hinna fullorðnu unnu utan heimilis nema mamma og föðuramma mín sem gættu bús og barna. Meira að segja Jónína langamma vann í Sænska frysti- húsinu við Kalkofnsveg fram á ní- ræðisaldur og þurfti að beita hana hörðu til að fá hana til að hætta. Ef unga fólkið brá sér í bíó eða ball passaði hún okkur systkinabörnin og enn man ég mjúka rúmið henn- ar langömmu með öllum sínum undirsængum og koddum, en upp í það skriðum við börnin fimm þegar við vorum háttuð og hún sagði okk- ur sögur og kenndi okkur bænir. Ef okkur langaði að handfjatla þá fáu hluti sem langamma átti sagði hún að við mættum ekki „for- djerva“ þeim. En hátindur kvölds- ins var þegar hún fór inn í klæða- skáp og sótti handa okkur matarkex og smjör, sem hún brá ofan á kexið með matskeiðarskafti. Það voru okkar nammidagar. Þegar ég fer að muna fyrst eftir mér var Kalli rúmlega tvítugur, út- lærður úrsmiður og búinn að opna verkstæði og verslun á Njálsgöt- unni. Það fyrirtæki rak hann í yfir 60 ár, nú síðast á Laugaveginum. Hann lék knattspyrnu í meistara- flokki Fram og fór í keppnisferðir til Danmerkur og Þýskalands með félaginu á þeim árum. Það var ekki ónýtt fyrir okkur krakkana á þess- um hafta- og skömmtunarárum að eiga gjafmildan frænda, sem sigldi öðru hvoru til útlanda og færði okkur alltaf eitthvað fallegt sem ófáanlegt var á Íslandi. Hann var alla tíð mikill barnakall og hændust þau að honum. Hann naut þess að gantast við börnin í fjölskyldunni og sprella. Kalli var söngvinn og hafði fallega söngrödd eins og systkini hans. Á Ljósvallagötunni voru mikið sungnir danskir, þýsk- ir og amerískir slagarar auk rev- íusöngvana íslensku. Og þegar föðursystur mínar og mamma voru í húsverkunum dilluðu þær sér undir tónlist Nat King Cole. Fljótlega eftir að við hjónin hóf- um búskap fluttum við á Ljós- vallagötuna, en þá höfðu þau Kalli og Gunna búið þar um nokkurra ára skeið og eldri börn þeirra fædd. Þá endurnýjaðist frænd- semi og vinátta okkar hjóna við þau Gunnu og Kalla sem síðan hefur staðið og aldrei borið skugga á. Á þessum árum var líka mikill samgangur á milli foreldra minna og þeirra hjóna, og minnast yngri systkini mín með mikilli gleði ferðalaga bæði að sumri og vetri, einkanlega ferðanna vestur í Hnífsdal á heimaslóðir Gunnu. Að leiðarlokum þökkum við Kalla alla þá gleði og góðmennsku sem hann veitti okkur og börnum okkar í lífinu og ég veit að ég tala fyrir hönd okkar frændsystkina allra í Reykjavík, Akureyri og Bandaríkjunum þegar ég þakka það allt og bið honum blessunar Guðs. Gunnu, börnum Kalla og fjöl- skyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Andreas Bergmann. Hann kom jafnan til okkar í Skipholtið um níuleytið með fasi ungs manns með úrapoka í hend- inni og sagðist þurfa eitthvert var- astykki! Faðir minn, Ingimar Guðmundsson, samferðamaður Kalla sem lærði með honum úr- smíði hjá Magnúsi Benjamínssyni, hljóp jafnan til og athugaði með varastykkið meðan ég bjó til kaffi. Við ræddum um enska boltann, þar sem við deildum sameiginleg- um áhuga. Kalli var vel að sér þar, því hann var keppnismaður með Fram á sínum yngri árum. Hann var ekki mikið að flíka eigin hæfileikum en ég hafði heyrt af því að Kalli hefði verið leikinn með boltann og snöggur. Kalli var góður fagmaður og rak fyrirtæki sitt vel. Hann hafði næmt auga fyrir því hvað skyldi kaupa inn. Hann var greiðvikinn og oft gerði hann ýmis viðvik fyrir við- skiptavini sína sem hann tók ekk- ert fyrir. Ég sagði stundum við hann að hann ætti að taka eitthvað fyrir þetta sem hann var að gera og þá kímdi hann og sagði: „Hann kemur aftur.“ Kalli hefur líklega vanist því að eiga traustan við- skiptahóp sem kom aftur og aftur til að versla við hann og líklega gekk það í nokkra ættliði. Hann naut þess að eiga góða að og þá ekki síst dæturnar, sem oft hjálpuðu til um jól og þegar á reyndi. Þegar umræðu um fót- bolta lauk og varahlutir fengnir í vasann var Kalli þotinn og þá jafn- an í kaffi til strákanna í Banka- stræti 12. Ég mun sakna þess að sjá út um gluggann Toyotuna hans Kalla leggja í stæðið fyrir utan gluggann og finna orkusviðið og jákvæðnina sem fylgdu honum. Ég votta Guðrúnu og öðrum að- standendum samúð mína. Þormar Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.