Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.2011, Blaðsíða 33
AF SJÓNVARPSÞÁTTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Fyrir stuttu bárust þær gleði-fréttir að framleiða ættifleiri þáttaráðir af þátt- unum Mad Men, sem eru með því allra besta sem sjónvarpsmiðillinn hefur getið af sér. Þegar David Lynch réðst í að framleiða tíma- mótaþættina Twin Peaks við enda níunda áratugarins tókst honum að sýna fram á að sjónvarp gæti hýst eitthvað annað og meira en afþrey- ingu. Hann tók glæsilegt stökk yfir í listheima með þáttunum og sjón- varpslandslagið breyttist til fram- búðar. Með tilkomu sjónvarps- stöðva eins og HBO, sem hóf framleiðslu á Sopranos árið 1999 og hóf að nota slagorðið „Þetta er ekki sjónvarp … þetta er HBO“, var brautryðjandastarfi Lynch smellt í stokk og æ síðan hafa sjón- varpsáhoerfendur getað nálgast efni sem er samhliða þeim gæðum sem við sjáum í kvikmyndum, og oft er farið fram úr þeim. Í eina tíð færðu kvikmyndastjörnur sem máttu muna sinn fífil fegurri sig yf- ir í sjónvarpsþætti en í dag þykir það upphefð ef leikarar ná að tryggja sér burðarrullu í þunga- vigtarþáttum. Nýjustu fréttir þessa efnis eru af gæðaleikaranum Steve Buscemi sem fer með aðal- hlutverkið í Boardwalk Empire, sem er einmitt framleitt hjá HBO. En … já, nú kemur „En-ið“ stóra.    Fréttirnar af Mad Men ollunefnilega tvíræðum tilfinn- ingum. Jú, þar sem maður er aðdá- andi gleðst maður. Líkt og að heyra að uppáhaldshljómsveitin manns sé komin í hljóðver að vinna að nýrri plötu. En um leið setti að manni ugg. Því að þegar þættir eru keyrð- ir svona áfram eiga þeir til að þynn- ast út, og reyndar hefur það nánast verið algilt að undanförnu. Despe- rate Housewives, Heroes, Dexter, 24 og svo má telja. Ef þeir þynnast ekki út verða þeir fyrir því sem kallast „þriðju þáttaraðar þyngsli“ eða „3rd season slump“, hugtak sem er orðið fast í umræðum um sjónvarpsmenningu og rík ástæða fyrir því. Vinsælir gæðaþættir eins og Dexter, Mad Men og Six Feet Under (aðeins Twin Peaks hafa skákað því síðastnefnda að snilld) stríddu við það sama. Þegar komið var inn í þriðju þáttaröðina var eins og vindurinn væri úr sköpuninni, líkt og ráðaleysi umlyki handrits- höfundana og þeir vissu hreinlega ekki hvert fara ætti með söguna. Spennan búin að byggjast upp hægt og sígandi í fyrstu tveimur, ýjað að margvíslegum hlutum sem fá fólk til að brjóta heilann, allnokkur dýpt og pælingar í samtölum og heild- ræn framvinda í gangi. Svo bara … eitthvað!?    Hver er ástæðan fyrir þessu?Jú, þegar lagt er af stað með nýjar þáttaraðir er lagt af stað út í óvissuna. Þættirnir tikka á áhorfi og ef þeir falla á milli þilja, fá ekki góðar undirtektir, er þeim um- svifalaust kippt út af dagskrá. Og gildir þá einu hversu langt menn eru komnir í ferlinu, tilbúnir þættir sem biðu útsendingar fara rakleitt ofan í kassa. Svo þegar þættir slá í gegn, líkt og með Mad Men, Heroes og Desperate Housewives, koma hins vegar kröfur um fleiri þætti. Og þá er líkt og Mammon snúi list- gyðjuna niður. Jafnan fleiri þættir -» meira áhorf -» meiri peningar verður til muna mikilvægari en það hvort menn eigi það í sér að kokka upp eitthvað af viti fyrir saklausa aðdáendurna.    Twin Peaks entist ekki nema ítvær þáttaraðir og nýtur kannski költstöðu vegna þess. Og meira að segja þótti mörgum sem þeir væru farnir að fara út af spor- inu. Maður skyldi ætla að þegar þættir verða vinsælir væri hægt að ráða öfluga handritshöfunda. Eða er græðgin orðin slík að ákveðið er að skera þar niður líka, úr því að það er búið að veiða áhorfendur hvort eð er? Hugsjón Lynch um sjónvarpsþætti sem list heldur kannski ekki vatni eftir allt saman. Alltént, ég er tvístígandi gagnvart Mad Men eins og sjá má. Þegar vindurinn fer úr » Þegar komið varinn í þriðju þáttaröð- ina var eins og vind- urinn væri úr sköp- uninni, líkt og ráðaleysi umlyki handritshöfund- ana Twin Peaks Þættirnir sönnuðu að hægt væri að gera sjónvarpsþætti sem væru hreinasta listaverk. Höfundur er ólíkindatólið David Lynch. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet lést laugardaginn sl., 86 ára að aldri. Hann þjáðist af eit- ilfrumukrabbameini undir það síð- asta. Af þekktustu kvikmyndum Lumets má nefna 12 Angry Men, Dog Day Afternoon og Network. 14 kvikmynda Lumets voru tilnefndar til Óskarsverðlauna og hlaut Net- work fern verðlaun og tíu tilnefn- ingar. Lumet átti yfir 40 kvikmynd- ir að baki og leikstýrði auk þess leikverkum á Broadway í New York, heimaborg sinni, auk sjón- varpsmynda. Kvikmyndir Lumets þykja ögrandi og kannaði hann iðu- lega flóknar hliðar mannlegrar til- vistar og samskipta, kafaði í hugtök á borð við réttlæti, vald og sam- skipti ólíkra kynþátta og síðast en ekki síst reiði og rætur hennar. Þá þótti hann hafa mikið lag á því að ná því allra besta út úr leikurunum í myndum sínum og kvikmyndir hans afar fjölbreyttar. Lumet hlaut heiðursverðlaun Óskarsakademí- unnar árið 2005 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Leikstjórinn Steven Spielberg minntist Lumets í gær með þeim orðum að hann hefði verið einn mesti kvikmyndaleik- stjóri sögunnar. Einn af merkari kvikmyndaleikstjórum sögunnar, Sidney Lumet, fallinn frá Reuters Merkur Kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet á kvikmyndahátíð árið 2007. Götuspilarinn knái Jójó ætlar að fagna þeirri ákvörðun að breyta Austurstræti í göngugötu með því að endurútgefa plötu sem hann gaf út til styrktar Hjartavernd árið 2008. Plata sú bar nafnið Jojo og Götustrákarnir og komu margir vel þekktir hljóðfæraleikarar við sögu þar. Í þetta sinnið mun þó fylgja með mynddiskur með stórfrægum götuspilara, nefnilega Bruce Springsteen. Jójó og stjórinn hitt- ust á Strikinu árið 1988 eins og frægt er orðið og tóku lagið saman. Upptaka af þessu hefur verið til á Youtube en kemur nú loks fyrir sjónir manna í miklum gæðum. Jójó fagnar Austur- stræti með útgáfu Morgunblaðið/RAX Jójó Riddari götunnar. SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM Á EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FÓR BEINT Á TO PPINN Í USA STÓRKOSTLEG NÝ ÞRÍVÍDDAR TEIKNIMYND FRÁ DISNEY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MYND SEM GAGNRÝNENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ SAMBLANDA AF BOURNE MYNDUNUM OG TAKEN “THE BEST ACTION THRILLER IN YEARS!” Stuart Lee, WNYX-TV “ EXHILARATING. UNKNOWN IS THE FIRST GREAT MOVIE OF THE YEAR!” Shawn Edwards, FOX-TV “LIAM NEESON IS INTENSE!” Bill Bregoli, CBS RADIO NEWS “IT’S TAKEN MEETS THE BOURNE IDENTITY.” Rick Warner, BLOOMBERG NEWS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI MATT DAMON EMILY BLUNT ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI MATT DAMON OG EMILY BLUNT ERU MÆTT Í MYND SEM ER BYGGÐ Á MAGNAÐRI VÍSINDASKÁLDSÖGU FRÁ PHILIP K.DICK, HÖFUNDI BLADE RUNNER, TOTAL RECALL OG MINORITY REPORT HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHH - EMPIRE SÝND Í EGILSHÖLL -T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG WATCHMEN ÓVÆNTASTA BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS HHH - EMPIRE BJÖRK OG EMILÍANA TORRINI MEÐ LÖG Í MYNDINNI - CHICAGO SUN TIMES - ROGER EBERT PAUL GIAMATTI HLAUT GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN FYRIR BESTA LEIK Í GAMANMYND - NEW YORK DAILY NEWS- EMPIRE ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL 700 kr. Tilboðil 950 kr. á 3D sýning ar 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI 700 kr. Tilboðil SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI „INGENIOUS THRILLER“ – CHICAGO SUN-TIMES – R.EBERT „TWISTY BRAINTEASER“ „ACTION-THRILLER“ – ENTERTAINMENT WEEKLY „A THRILLER – AND POETRY“ – SAN FRANCISCO CHRONICLE HHHH – EMPIRE HHHH - T.V. – KVIKMYNDIR.IS MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.ISÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 700 kr. - 3D 950 kr. GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIR SOURCE CODE kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 SOURCE CODE kl. 8 - 10:10 VIP SUCKER PUNCH kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 5:40VIP - 8 - 10:20 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 6 ísl. tal L HALL PASS kl. 8 - 10:20 12 RANGO ísl. tal kl. 5:50 L JUSTIN BIEBER kl. 5:50 L / ÁLFABAKKA SOURCE CODE kl. 5:30 - 8 - 10:15 12 SUCKER PUNCH kl. 5:25 - 8 - 10:35 12 LIMITLESS kl. 8 - 10:35 14 UNKNOWN kl. 8 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 5:30 ísl. tal L HALL PASS kl. 5:25 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 10:35 10 BARNEY'S VERSION kl. 5:30 - 8 - 10:20 nr. sæti 12 SUCKER PUNCH kl. 8 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 10:40 nr. sæti 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 nr. sæti 16 THE KING'S SPEECH kl. 5:40 nr. sæti L TRUE GRIT kl. 5:50 nr. sæti 16 SOURCE CODE kl. 8 - 10:20 12 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 12 SOURCE CODE kl. 8 - 10:10 12 TRUE GRIT kl. 8 16 LOVE AND OTHER DRUGS kl. 10:20 L HOP ísl. tal kl. 6 L MÖMMUR VANTAR Á MARS kl. 6 ísl. tal L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI BARNEY'S VERSION kl. 8 L HOP ísl. tal kl. 6 L NO STRINGS ATTACHED kl. 8 - 10:10 12 THE WAY BACK kl. 10:30 12 KURTEIST FÓLK kl. 6 7 Le Comty Cry frumsýnd 9. apríl endurflutt. 13. apríl   Skráning í sumarbúðirnar í fullum gangi, www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.