Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 8. A P R Í L 2 0 1 1  Stofnað 1913  91. tölublað  99. árgangur  FRJÁLSAR VEIÐI- LENDUR Á NET- INU TIL AÐ TÆLA ÞREFALDIR MEISTARAR HVAR ÞRÍFST FRUMLEG TÓNLIST Á ÍSLANDI Í DAG? ÍÞRÓTTIR JÖFN FRAMLEIÐSLA 26FORVARNARVERKEFNI 10 Vinnsla Starfsmenn Samherja vinna aflann sem landað var í gær. Leikskólinn Krílakot á Dalvík var opnaður klukkan átta í gærmorg- un. Það var gert svo starfsfólk Samherja, sem á börn á leikskól- anum, gæti mætt til vinnu, en vinnsla á 200 tonnum af ferskum fiski hófst klukkan fjögur aðfara- nótt pálmasunnudags í landvinnslu Samherja á Dalvík. Samherji greiddi kostnaðinn sem hlaust af opnun leikskólans, en hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar veitti Samherja á móti afslátt af hafnargjöldum. Tog- ari í eigu dótturfélags Samherja í Þýskalandi, Baldvin NC, sigldi þrjá sólarhringa úr Barentshafi til að geta landað í Dalvík. Um er að ræða fisk sem veiddur var innan aflaheimilda Evrópusambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- herja hefur ferskum fiski frá skipi skráðu innan Evrópusambandsins ekki verið landað til vinnslu á Ís- landi í um það bil tvo áratugi. Þor- steinn Már Baldvinsson forstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær reikna með því að hluti aflans yrði keyrður til Keflavíkur strax um kvöldið og flogið með hann til Evrópu nóttina eftir. »2 Leikskólar opnaðir á sunnudegi  Samherji landaði ESB-þorski á Dalvík Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra, segir að fundur fulltrúa Ís- lendinga í Washington í gær hafi verið góður og málefnalegur. Árni Páll Árnason, efnahagsráðherra, sagðist í gær eftir fundinn ekki telja að Bretar og Hollendingar myndu leggja stein í götu Íslendinga við framgang efnahagsáætlunar Íslands hjá AGS. Hins vegar kom fram í tíu- fréttum RÚV í gær, að Frank Wee- kers, aðstoðarfjármálaráðherra Hol- lands, hafi sagt við hollenska fjölmiðla að Ísland gæti ekki reitt sig á stuðning Hollands í stjórn AGS. Ræddu við Moody’s Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að fulltrú- ar Íslands hefðu freistað þess að sannfæra Moody’s um að fella Ísland ekki í ruslflokk „og í öllu falli ef þeir væru í slíkum hugleiðingum hvort þeir væru ekki tilbúnir að anda ró- lega og sjá hvernig ynnist úr mál- um,“ sagði Steingrímur. »2 Stíft fundað í Washington  Hollendingar segja Íslendinga ekki geta reitt sig á stuðn- ing sinn innan AGS  Matsfyrirtækið Moody’s „andi rólega“ Ráðherrar Steingrímur og Árni Páll fóru til Washington á fund. Morgunblaðið/Ómar Tómar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu 2010 2011 Fokhelt og lengra komið Að fokheldu 375 1.641 348 1.300 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samtök iðnaðarins létu nýverið telja tómar nýbyggingar á höfuðborgar- svæðinu og í ljós kom að þeim hefur fækkað um 18% milli ára. Samtökin segja þessa niðurstöðu óvírætt benda til þess að aukin þörf sé að skapast á frekari byggingarfram- kvæmdum, einkum smærri íbúða. Sambærileg talning fór fram á síð- asta ári. Þá voru tómar nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu ríflega 2.000, þar af um 1.600 fokheldar íbúðir og lengra komnar. Talningin nú sýndi 1.648 tómar byggingar, þar af um 1.300 fokheldar og nær fullbúnar. Samtökin létu líkt og í fyrra einnig kanna stöðuna á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ og þar hefur tóm- um íbúðum sömuleiðis fækkað. Þá voru íbúðir með þessum hætti taldar í fyrsta sinn á Akureyri og reyndust þær vera ríflega 100 í fjölbýli. Talið er að byggja þurfi 1.500 til 2.000 íbúðir á ári til að uppfylla eðli- lega þörf markaðarins en stórir ár- gangar ungs fólks eru á leiðinni með- al íbúðarkaupenda. Jón Bjarni Gunnarsson og Friðrik Ágúst Ólafs- son hjá Samtökum iðnaðarins, sem önnuðust talninguna, segja m.a. í Morgunblaðinu í dag að sveitarfélög- in þurfi að breyta skipulagi sínu og lækka ýmis gjöld til að koma mark- aðnum af stað á ný. MFramkvæmdir fari af stað »6 Tómum íbúðum fækkar  Samtök iðnaðarins segja nýja talningu sýna aukna þörf á að byggja nýjar og ódýrari íbúðir á höfuðborgarsvæðinu Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Björgvin Halldórsson, varð sextugur sl. laugardag og fagnaði stórafmælinu með þrennum tónleikum um helgina í Háskólabíói. Uppselt var á alla tón- leikana, fólk fær aldrei nóg af Bo. Myndin var tekin í gærkvöldi á tónleikum Björgvins en með honum á sviði var þá söngvarinn Eyjólfur Krist- jánsson, Eyfi, sem varð fimmtugur í gær. Stór- afmæli hjá tveimur stórsöngvurum. Björgvin og Eyfi fögnuðu stórafmælum sínum Morgunblaðið/Golli Flokkur Timos Soini, Sannir Finn- ar, vann stórsigur í þingkosning- unum í gær og er nú þriðji stærsti flokkur landsins með 39 þingsæti af alls 200 og 19% atkvæða. Í kosning- unum 2007 var flokkurinn með fimm þingsæti. Miðflokkur Mari Kiviniemi forsætisráðherra galt af- hroð, fékk 35 sæti en hafði 51. Soini hefur lýst andstöðu við að Finnar taki þátt í að bjarga efnahag illra staddra evruríkja með lánum og var því fylgst vel með kosning- unum víða í álfunni, ekki síst í Brussel. Takist flokknum að fá sæti í næstu stjórn gæti það orðið af- drifaríkt að mati stjórnmálaskýr- enda, samstaða evrusvæðisins um aðgerðir gæti rofnað. Erfitt er að staðsetja flokk Soinis í pólitíska litrófinu þótt margir kalli hann hægri öfgaflokk. Hann er t.d. vinstra megin þegar kemur að ýms- um velferðar- og efnahagsmálum en mjög þjóðernissinnaður á sum- um sviðum. kjon@mbl.is Stórsigur Sannra Finna í þingkosningunum Timo Soini

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.