Morgunblaðið - 18.04.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 18.04.2011, Síða 4
Samkvæmt forystumönnum innan ASÍ náðist það samkomulag í febr- úar að ef ekki fengist sátt um kjarasamning til lengri tíma yrði undirritaður skammtímasamn- ingur sem gilti frá 1. mars og fram á haust. Í drögum SA var lagt til að allir kjarasamingar yrðu framlengdir til 15. júní og greidd yrði 50 þúsund króna ein- greiðsla til starfsfólks í byrjun maí. SA gæti síðan fyrir 10. júní ákveðið að framlengja sam- komulagið til 15. september og yrðu þá greiddar þrjár greiðslur, hver upp á 16.670 krónur, í lok júní, júlí og ágúst. Ekki sátt um gildistímann? SKAMMTÍMASAMNINGUR 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Undir miðnætti síðastliðið föstu- dagskvöld varð ljóst að ekki yrði skrifað undir kjarasamning þann daginn en fyrr um kvöldið höfðu viðsemjendur, Samtök atvinnulífs- ins og Alþýðusamband Íslands, haf- ið viðræður um skammtímakjara- samning þegar ljóst varð að forsendur samnings til þriggja ára voru ekki fyrir hendi. Samningsað- ilar höfðu fundað stíft allan daginn í húsakynnum Ríkissáttasemjara en hið víðfræga vöfflujárn var aldrei tekið fram úr skápnum og eru engir fundir ráðgerðir á næstunni. For- svarsmenn SA segjast líta svo á að hlé hafi verið gert á viðræðunum en ASÍ segir málið nú í höndum aðild- arfélaga sinna. Viðræðuhlé fram yfir páska „Í rauninni þá var bara farið í að skoða hvort það væri möguleiki á skammtímasamningi, sem við vor- um í raun tilbúnir til að skrifa und- ir,“ segir Vilmundur Jósefsson, for- maður SA, um það sem við tók þegar ljóst var að þriggja ára samningur var út úr myndinni. „En við vildum hafa ákveðinn formála um það hverjar væru ástæðurnar fyrir því að ekki væri hægt að halda lengra. Og það var eitthvað sem ASÍ gat ekki fellt sig við að skrifa undir,“ segir hann. Vilmundur segir hvorugan aðil- ann hafa slitið viðræðum og segist enga ástæðu sjá til annars en að reyna til þrautar að ná samningum eftir páska. Verði lausn fundin á sjávarútvegsmálum og viðbótarlof- orð og trygging gefin fyrir því að hagvexti verði náð þá sé ekkert því til fyrirstöðu að skrifa undir þriggja ára samning. Ríkisstjórnin verði hins vegar að fara að átta sig. „Það er í rauninni ótrúlegt að fylgjast með framgöngu forsætis- ráðherra,“ segir Vilmundur, „það er eins og hún sé með tvær tungur; sú hægri talar um að það sé nauðsyn- legt að ná hagvexti og byggja hér upp, en sú vinstri segir að það eigi að rífa niður aðalatvinnuveginn og koma í veg fyrir hagvöxt.“ Ekki í vegferð með SA Í samtali við mbl.is um helgina sagði Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnar- maður í SA, að viðræðurnar hefðu ekki strandað útaf sjávarútvegsmál- unum einum saman heldur hefðu ýmis mál verið óleyst, t.d. þau er sneru að orkuöfl- un, orkufrekum iðnaði og samgöngufram- kvæmdum. Þessu er Signý Jó- hannesdóttir, varafor- seti ASÍ, ósammála og segir Samtök atvinnu- lífsins hafa ætlað að stilla ASÍ upp við vegg þar sem kröfum Landsambands ís- lenskra útvegsmanna hefði ekki verið mætt. „Það sem þeir kalla sameiginlegan rökstuðning fyrir samkomulaginu er bara þeirra framsetning á því að ríkisstjórnin vilji ekki hlusta á þeirra sjónarmið varðandi kvótamálin og við höfum frá upphafi lýst því yfir að við vær- um ekki að fara í einhverja vegferð með SA til að ná fram þeirra sjón- armiðum í fiskveiðistjórnunarmál- um,“ segir Signý. Hún tekur undir orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að um ofbeldi sé að ræða af hálfu at- vinnurekenda. „Þetta er auðvitað bara algjört ofbeldi,“ segir hún. Í höndum aðildarfélaganna Signý segir að ASÍ hefði fyrir sitt leyti verið tilbúið að skrifa undir langtímasamning, að því gefnu að stjórnvöld hefðu gengið frá ákveðnum málum fyrir byrjun júní- mánaðar. ASÍ hafi komið aftur að borðinu í febrúar þar sem það taldi sig hafa tryggingu fyrir að ef ekki næðist sátt um samning til lengri tíma yrði a.m.k skrifað undir skammtímasamning. Það loforð hafi nú verið svikið og framhald málsins sé í höndum aðildarfélaganna. „Menn vilja bara hugsa sinn gang til að geta ákveðið hvað þeir vilja gera, hvort þeir vilja vísa deilum til sáttasemjara til að geta gripið til aðgerða. En við vitum ekkert hvort þær aðgerðir verða samræmdar eða hvort landsamböndin fari hér fram hvert fyrir sig,“ segir hún. Alls óvíst um framhald viðræðna  Engir fundir ASÍ og SA ráðgerðir eftir að viðræðum lauk með hvelli á föstudag  „Auðvitað bara al- gjört ofbeldi,“ segir varaforseti ASÍ  Formaður SA segir forsætisráðherra tala tveimur tungum Morgunblaðið/Golli Karphúsið Upp úr viðræðum slitnaði á föstudagskvöld eftir langa fundi. *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 53 86 4 03 /1 1 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. Fáni Evrópusambandsins prýðir nú varðskipið Tý en verið er að undirbúa skipið til að sinna verkefnum fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins, í Miðjarðarhafinu. Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen og í fyrra störfuðu varðskipið Ægir og flug- vél Landhelgisgæslunnar fyrir samtökin við góðan orðstír. Óskað var eftir að Gæslan sendi skip og flugvél til Miðjarðarhafsins í kjölfar þess óróa sem skapaðist á svæðinu þegar íbúar í norðanverðri Afríku kröfðust frelsis og umbóta. Morgunblaðið/Júlíus Evrópu-stjörnum prýddur Týr Einn lottómiðakaupandi var með allar tölur réttar í útdrætti helg- arinnar og hlaut hvorki meira né minna en 61 milljón kr. í vinning. Miðinn var keyptur í bensínstöð Ol- ís við Tjarnargötu á Siglufirði og er það í annað sinn á skömmum tíma sem stór vinningur fæst á miða sem keyptur er í bænum, í febrúar sl. skilaði Víkingalottómiði þaðan eig- anda sínum 16 milljónum króna. Hann var keyptur í versluninni Siglósporti. Eigandi lottómiðans sem vinningurinn stóri fékkst á hafði ekki gefið sig fram við Ís- lenska getspá í gær, enda sunnu- dagur og lokað hjá fyrirtækinu. Þá vissu starfs- menn á Olís-stöð- inni á Siglufirði ekki hver hefði keypt miðann, enda býsna margir lottómiðar seldir þar og ekki ljóst að svo stöddu hvort sá heppni er Siglfirðingur eða utanbæjarmaður. Einn með 60 milljóna króna lottóvinning Stórmeistararnir Héðinn Stein-grímsson og Henrik Danielsen héldu sínu striki í 3. umferð á Ís- landsmótinu í skák á Eiðum í gær. Héðinn vann Guðmund Kjart- ansson en Henrik vann Þröst Þór- hallsson. Þeir hafa báðir fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bragi Þorfinnsson kemur í hum- átt á eftir með tvo og hálfan vinn- ing eftir sigur á Róberti Lagerman. Stefán Kristjánsson er fjórði með tvo vinninga eftir sigur á Ingvari Þór Jóhannessyni. Næstu menn hafa einn vinning og því gæti stefnt í tvískipt mót. Fjórða umferð fer fram á Eiðum á Héraði í dag. Héðinn og Henrik með fullt hús stiga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.