Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 53 86 4 03 /1 1 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. NINTENDO 3DS Á SÉR ENGA HLIÐSTÆÐU Í HEIMI LEIKJATÖLVA Upplifðu að spila tölvuleiki í ÞRÍVÍDD án þess að nota gleraugu. Hægt að tengjast þráðlaust á Internetið, spila þráðlaust við aðrar Nintendo DS leikjatölvur, taka ljósmyndir í 3 vídd og margt, margt fleira. LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 Sjá nánar á www.ormsson.is VERSLANIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Komdu og sjáðu þetta undratæki með eigin augum! Liðsmaður sögufélagsins Gruppo Storico Romano, klæddur eins og hundraðshöfðingi í rómverska hernum til forna, tekur þátt í hátíð í Róm í tilefni þess að 2.764 ár voru liðin frá stofnun borgarinnar eilífu í gær. Sam- kvæmt goðsögninni stofnuðu tvíburarnir Rómúlus og Remus hana en þeir voru fóstraðir af úlfynju. Reuters Afmæli Rómaborgar er fagnað með mikilli viðhöfn ár hvert Hundraðshöfðingi bregður sér í úlfsham Robert Zoellick, forstjóri Alþjóða- bankans, segir hækkandi verð á mat og aukið at- vinnuleysi geta valdið miklu tjóni í þróun- arlöndunum, þar geti heil kynslóð misst af öllum tækifærum. „Við erum á barmi mikils áfalls,“ sagði hann á vorfundi Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington um helgina. Hann vísaði einkum til ólgunnar í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku, ef menn biðu með nauðsyn- legar umbætur þar til ró færðist yf- ir færu tækifærin forgörðum. En jafnframt stofnaði veik staða í þró- uðum hagkerfum efnahagsbat- anum í heiminum í hættu. „Fjármálakreppan kenndi okkur að forvarnir eru betri en lækning. Við höfum ekki efni á að gleyma þeirri lexíu,“ sagði Zoellick. kjon@mbl.is Varar við áfalli vegna hækkandi matvælaverðs Robert Zoellick Goodluck Jonath- an, forseti Níger- íu, virðist hafa tryggt sér sigur í Nígeríu í kosn- ingunum sl. laug- ardag. Jonathan var kominn með um tuttugu millj- ónir atkvæða í gærkvöld en helsti keppinauturinn, Muhammadu Buhari, um tíu milljónir. Ákvæði eru í stjórnarskrá um að sigurvegari þurfi að fá að minnsta kosti 25 pró- sent atkvæða í tveim þriðju sam- bandsríkjanna 36. Frambjóðandi þarf einnig að fá meirihluta allra atkvæða í landinu öllu en um 74 milljónir manna voru á kjörskrá. Buhari er frá norðurhluta landsins þar sem flestir eru múslím- ar en Jonathan frá suðurhlutanum þar sem þorri manna er kristinn. Um 150 milljónir manna búa í Níg- eríu sem er lang-fjölmennasta land Afríku. kjon@mbl.is Jonathan á sigurbraut í Nígeríu Goodluck Jonathan Kristján Jónsson kjon@mbl.is Herlið Muammars Gaddafis í Líbíu var í gær í aðeins 20 km fjarlægð frá borginni Ajdabiya í austurhluta landsins og gerði harða hríð að upp- reisnarmönnum sem enn halda henni. Beittu menn Gaddafis sovésk- smíðuðum Grad-flugskeytum og sprengjuvörpum og fjöldi óbreyttra borgara flúði austur á bóginn. Talið er að á laugardag hafi átta uppreisnarmenn fallið í úthverfum Ajdabiya og margir særst. Hart var einnig barist í Misrata þar sem minnst sex manns féllu og 47 særð- ust í gær, að sögn uppreisnarmanna. Nokkur hundruð hermanna Gaddaf- is voru þegar komnir inn í borgina. „Við erum vissir um að okkur tekst að frelsa borgina alveg og bjarga óbreyttum borgurum okkar sem sæta tryllingslegum árásum dauðasveita Gaddafis,“ sagði Sham- siddin Abdelmolah, talsmaður upp- reisnarmanna. Hann gagnrýndi að sögn CNN aðgerðir NATO í Misrata, sagði að uppreisnarmenn skildu ekki stefnu bandalagsins. Nýlega hefðu upp- reisnarmenn sótt fram og Gadd- afi-menn hörfað inn í skóverksmiðju sem þeir notuðu síðan sem bækistöð til að gera sprengjuárásir á íbúðar- hverfi. En NATO hefði neitað að gera árásir á verksmiðjuna, hún væri „borgaralegt skotmark“. Sótt að Ajdabiya  Uppreisnarmenn gagnrýna stefnu NATO sem forðast að gera loftárásir á svonefnd borgaraleg skotmörk Reuters Vörn Uppreisnarmenn leggja jarð- sprengjur við veg að Ajdabiya. Slagorð og sprengingar » Miklar sprengingar heyrð- ust í Tripoli á laugardag, talið er að um hafi verið að ræða loftárásir NATO-véla. » Um kvöldið söfnuðust hundruð stuðningsmanna Gaddafis saman og hrópuðu slagorð gegn Vesturveldunum. » Yfirmaður sjúkrahúss í Misrata segir um 700 manns hafa fallið í borginni síðan átökin hófust þar fyrir tveim mánuðum. Mubarak-fjölskyldan í Egyptalandi má muna tímana tvenna; fyrir fáein- um vikum var Hosni Mubarak valda- mesti maður landsins og nánast ein- ráður. En nú hírast synir hans tveir, Gamal og Alaa, saman í klefa í tveggja hæða steinsteyptu fangelsi í Kaíró er nefnist Tora-býlið þótt fátt minni þar á landbúnað. Óvinir valda- stéttarinnar voru löngum hafðir þar í haldi, að sögn L.A. Times. Sjálfur er forsetinn fyrrverandi á sjúkrahúsi en verður senn flutt- ur á hersjúkra- hús þar sem hans verður gætt vel til að hindra flótta. Í Tora eru einnig yfirstétt- armaðurinn Ah- med Nazif, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem eitt sinn sagði að Egyptar væru ekki reiðubúnir fyrir lýðræði, og fleiri fyrrverandi ráðamenn. Fangaverðir segja að gömlu vald- hafarnir séu eins og í losti yfir því að vera bak við rimla. Þeir haga sér vel, „þeir brýna aldrei raustina“. Fang- arnir nýta sér rétt þeirra sem ekki hafa enn hlotið dóm og láta senda sér mat utan frá. En Gamal Mub- arak virðist vera niðurbrotinn, hann neitar oft að borða. kjon@mbl.is „Þeir brýna aldrei raustina“ Hosni Mubarak Skannaðu kóðann til að lesa meira um Líbíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.