Morgunblaðið - 18.04.2011, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
Ábyrgðir: Seljir þú verktaka vörubíl
og gangir frá pappírum þess efnis á
formlegan hátt þá berð þú enga
ábyrgð á því tjóni sem af þessu
ágæta tæki gæti hugsanlega hlotist.
Það er kaupandinn, eigandinn sem
ber þá ábyrgð á sínu fyrirtæki og
eigum þess.
Svindl: Taki verktakinn að sér
stórverk og verkkauparnir eru svo
vitlausir að borga fyrir fram vegna
loforða um hagstæð kjör, þá er það á
þeirra ábyrgð að treysta honum.
Fari verktakinn svo í lystireisur á
snekkjum og þotum og kaupi allt
sem honum finnst spennandi fyrir
aura verkkaupanna, en skili ekki
umsömdum verkum, heldur grafi af-
ganga verklauna sinna í bönkum á
einhverri breskri paradísareyju og
selji svo vélina, gírkassann og hjólin
undan bílnum sem þú seldir honum
og grafi andvirði þess á Tortola, þá
er ekki mikið að sækja fyrir þessa
glámskyggnu, fégráðugu verkkaupa.
En að verkkauparnir rukki þig fyrir
tjón sitt er fáheyrt nema þar sem
mafíur, handrukkarar og stuðnings-
menn þeirra ráða ríkjum. Ég hélt
lengi að höfuðvígi slíkra væri suður
við Miðjarðarhaf, með útibú í Banda-
ríkjunum. En nú er að koma í ljós að
höfuðvígi svona þjösna er hjá Bret-
um og Þjóðverjum með stuðningi
héðan frá Íslandi. En til þess að fá
inngöngu í klúbbinn og fullnaðarvið-
urkenningu þá þarf að gera óskunda
til að sanna sig eins og hjá Hells
Angels og þannig skýrist þrjóska Jó-
hönnu og Steingríms í þessu máli,
þau þurfa að fá viðurkenningu Hell
Evrópu klúbbsins, sem er afgangur
þriðja ríkisins uppræktaður.
Gúmmíkarlarnir: Ég gafst upp á
að finna vitrænt samhengi í fram-
setningu B. Benediktssonar í Morg-
unblaðinu 26. mars sl. og sneri mér
að máli T.Þ. Herbertssonar sem ég
hafði nokkurt traust til. En nú
bregðast krossspýturnar. Hann seg-
ir í sama blaði að samningurinn sé
gerður á jafnréttisgrundvelli og án
þvingana. Hann segir og að samn-
ingurinn lýsi vilja til að halda áfram.
Hverslags bull er þetta eiginlega í
vesalings manninum, veit hann ekki
að Bretar lýstu okkur hryðjuverka-
menn og veit hann ekki að þeir fé-
lagar G. Brown og A. Darling ætluðu
að rústa íslensku samfélagi í sam-
starfi við Evrópusambandið til að
vernda Evrópubankana? Hann segir
og að samningurinn lýsi þrá eftir að
koma undan sænginni, hann má vel
vera leiður á að vera undir sæng en
það kemur þessu máli bara ekkert
við.
Fólk sem kann sig ekki: Engum
Breta hefur svo mikið sem dottið í
hug að biðjast afsökunar á því verk-
lagi sem hinum ruddalega G. Brown
og hinum mál- og hughalta A. Dar-
ling þóknaðist að beita þjóð sem þeir
töldu minnimáttar á örlagastundu.
Því miður fyrir þá bjargaði Geir því
sem hann fékk frið til að bjarga fyrir
Ingibjörgu og Steingrími, en með
tímanum koma staðreyndirnar í ljós.
Til athugunar: Að skrifa undir
óútfylltan víxil er samskonar glap-
ræði og að segja já við Icesave. Það
fólk sem er sífellt að tala um að Ice-
save sé flókið skilur málið ljóslega
ekki, eða smíðar flækjuna í ann-
arlegum tilgangi.
HRÓLFUR HRAUNDAL,
rekur vélsmiðju á landsbyggðinni.
Allt er einfalt sem
maður skilur, hitt er flókið
Frá Hrólfi Hraundal
Núverandi ríkisstjórn er þegar orðin
skelfilegasta óáran sem yfir landið
hefur gengið.
Það var nógu slæmt sem kom út úr
fyrri stjórn en nú eftir hálft kjör-
tímabil er stjórnin löngu búin að
sanna sitt óhæfi til þess að stjórna.
Það er löngu komið að því að fólkið í
þessu landi geti með undirskrift viss
hluta landsmanna krafist nýrra kosn-
inga. Það hefur
komið í ljós að
einn skelfilegasti
morðingi á Íslandi
virðist ganga laus
eftir að hafa verið
úrskurðaður
ósakhæfur. Hann
hafði þó nógu
mikið vit til þess
að þræta fyrir og
reyna að hylja
glæpinn, en fyrst hægt er að úr-
skurða morðingja ósakhæfan, af
hverju er ekki hægt að kanna það
hvort stjórnendur þessa lands eru
„stjórnhæfir“? Framkoma núverandi
stjórnar er að verða eins og þriðja
flokks glæpasaga. Forsætisráðherra
er búinn að fremja þrjú lögbrot og
ætlar að sitja áfram þrátt fyrir það.
1) Hún réð útlending í æðstu stöðu
Seðlabankans sem er stjórn-
arskrárbrot.
2) Hún réð of marga aðstoðarmenn
fyrir sig án lagaheimildar.
3) Og svo núna þverbraut hún jafn-
réttislög sem hún hafði sjálf krafist
að aðrir færu eftir.
Það vill svo til að í einu fylki í
Bandaríkjunum er það regla að setja
menn inn ævilangt þegar þeir hafa
framið þrjá glæpi.
Það hlýtur að vera komið að því í
þessu landi að setja staðal um há-
mark siðleysis. Nú þegar á að greiða
atkvæði um einn ömurlegheitasamn-
inginn í viðbót er alveg kominn tími
til að fjármálaráðherra svari einni lít-
illi spurningu, en hún er svona: Verð-
ur ráðherrann aldrei þreyttur á að
mæla með ömurlega óhæfum samn-
ingum? Og svo bætist við umhverf-
isráðherrann sem hefur fengið
hæstaréttardóm gegn sér en ætlar
samt að sitja áfram! Nú er svo komið
að búið er að byggja fyrir ljósvitann á
Sjómannaskólanum og það eru alveg
ákaflega skýr lagafyrirmæli um hvað
skuli gert ef byggt er fyrir ljósvita og
það þarf engan hæstaréttardóm til
þess að úrskurða þar um.
Næsta tilkynning frá Vita-
málaskrifstofunni gæti hljóðað svona:
Vitinn á Sjómannaskólanum logar
áfram en það er bara búið að byggja
fyrir hann og gera hann ónothæfan!
Vitanum verður haldið logandi áfram
til minningar um óhæfustu rík-
isstjórn allra alda á Íslandi. En
ástæðan fyrir því að
byggingin sem skyggir á vitann
hefur ekki verið rifin niður er sú að
stjórnin er að bíða eftir því að
það verði hefð að byggja fyrir ljós-
vita í Íslandi.
BERGSVEINN
GUÐMUNDSSON,
Garði.
Helferðarstjórnin
Frá Bergsveini Guðmundssyni
Bergsveinn
Gudmundsson
Ég skilaði auðu í síðustu þjóð-
aratkvæðakosningunum um Ice-
save-samninginn. Vegna þess að
mér fannst óviðeigandi að verið
væri að leggja valkosti í dóm al-
mennings sem jafnvel færustu sér-
fræðingar gátu ekki komið sér
saman um; hvor þeirra væri ódýr-
ari fyrir þjóðina. Hins vegar vildi
ég taka þátt í að leggja rækt við
hina nýju hefð sem er að skapast:
um að leggja mál í dóm þjóð-
arinnar.
Er ekki eitthvað bogið við það
að við sem þjóð erum alltaf að
safna skuldum, og að nú þegar
eitthvað fer úrskeiðis sé helsta úr-
ræði okkar að reyna að fá enn
meiri lán; sem leiða svo til enn
meiri skulda; nema allt fari á
besta veg?
Erum við þá ekki enn föst í
þjóðarhlutaveltuhugsunarhætt-
inum sem olli hruninu? Ættum við
ekki frekar að gera eins og ein-
staklingi er uppálagt, sem fer á
hausinn með sitt fyrirtæki; að
leggja ekki í ný áhættuævintýri
fyrr en hann er búinn að lækka
sínar skuldir? Getur verið að þjóð-
in sé komin í hliðstætt kennitöluf-
lakk gagnvart útlöndum og sumir
gjaldþrota framkvæmdamenn
stunda nú á Íslandi?
Mér sýnist að svarið sé, að ný-
sköpun í fyrirtækjum sé orðin svo
stór þáttur í rekstrinum á síðari
áratugum, að áhættan sé orðin
geigvænlega mikil; einkum fyrir
fámenna og fábreytilega menntaða
þjóð. Og kannski hafa hvorki Ís-
lendingar né aðrar vestrænar
þjóðir efni á að hægja á sér og
borga skuldir sínar, af því þá
myndu þær fara halloka fyrir hin-
um upprennandi efnahagsrisum
Asíu, sem eru stækkandi í krafti
mannfjölda en ekki áhættusækni.
Getur verið að þensluæði okkar
síðustu áratuga sé í raun æð-
isgenginn flótti undan asíska valt-
aranum? Og að við neyðumst til að
fara í skuldaánauð að lokum? Því
við getum ekki endalaust vonast
til að afskrifa skuldirnar hver hjá
öðrum.
Svo virðist sem lánardrottnar til
Vesturlanda séu að miklu leyti fá-
mennur hópur ofurríkra, sem
stuðli þannig að framkvæmdum
sem þeir græða á ef vel fer, en
sem almúginn á Vesturlöndum
þarf að borga ef illa fer.
Að þar sé ekki neinum
ákveðnum þjóðum um að kenna,
né einhverjum illskilgreinanlegum
alþjóðlegum hópi fjárfesta, né ein-
hverjum nafngreinanlegum ein-
staklingum, heldur að þetta sé lík-
ara sjálfvirku píramídakerfi sem
sé látið vaxa; vegna þess að það
gefst oftar en ekki vel. Lítið má
þó bera út af til að það rústi ekki
framavonum heilla kynslóða, æ
tíðar.
Forseti Íslands fullyrti eftir
kosningarnar, að hann vissi um
fullt af fyrirtækjum á Íslandi, og í
mörgum atvinnugreinum, sem
væru nú einmitt að blómstra í
kreppunni. Ég hef frétt af ein-
hverjum slíkum, en vel mætti þó
hugsa sér að hann svipti hulunni
af þessum lista sínum, okkur hin-
um til uppörvunar, jafnvel þótt
þau séu lítill hluti af heildinni. Til
að sýna að bjartsýni hans sé ekki
alveg úr lausu lofti gripin!
TRYGGVI V. LÍNDAL,
þjóðfélagsfræðingur og skáld.
Er broddur
á skuldahalanum?
Frá Tryggva V. Líndal
–– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um Heimili og
Hönnun föstudaginn 6. maí.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. maí
MEÐAL EFNIS :
Hvaða litir verða
áberandi í vor og sumar?
Hönnun og hönnuðir.
Sniðugar lausnir.
Stofan.
Eldhúsið.
Baðið.
Svefnherbergið.
Barnaherbergið.
Innlit á fallegt heimili.
Þjófavörn.
Vorverkin á heimili og í garðinn.
Ásamt fullt af öðru spennandi
efni um heimili og hönnun.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Heimili og Hönnun
SÉ
R
B
LA
Ð
Verð: (án vsk.)
Dálksentimetrinn í 4 lit er 1.250-,
Dálksentimetrinn á síðu 3 er 1.400-,
Dálksentimetrinn á baksíðu er 1.500-,
Í blaðinu verða kynntir geysimargir
möguleikar og sniðugar lausnir fyrir
heimilin. Skoðuð verða húsgögn í
stofu, hjónaherbergi,barnaherbergi og
inntéttingar bæði í eldhús og bað.
Blaðamaður er Sigurður Bogi Sævarsson
netfang: sigurdurbogi@mbl.is sími 569-1268
HOLTSBÚÐ 97 - GARÐABÆ
Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali
GARÐATORGI 7
210 GARÐABÆ
Sími 545 0800
gardatorg@gardatorg.is
www.gardatorg.is
Tveggja íbúða hús. Mjög gott mikið endurnýjað. Samtals 306 m² einbýli á frábærum útsýnisstað í
Holtsbúðinni. 100 m² séríbúð með sérinngangi er á neðri hæð hússins. Tvöfaldur 57,4 m² bílskúr.
Góð aðkoma er að húsinu en það stendur á hornlóð, stór bílastæði. Lóðin er vel gróin og í góðri
rækt. Framhlið hússins snýr í suður. Mjög gott hús á frábærum stað.
Sölumaður: Sigurður s. 898 3708