Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LISSÝ BJÖRK JÓNSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta krabbameins- lækningadeild 11-E njóta þess, sími 543 1159. Jón Viðar Matthíasson, Helga Harðardóttir, Hörður Már Jónsson, Elfa Björg Aradóttir, Viðar Jónsson, Mardís Heimisdóttir, Björk Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Aldís Helga og Hjördís Svava Harðardætur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, mágkonu, ömmu, langömmu og langalangömmu, HREFNU VILHELMÍNU BJÖRGVINSDÓTTUR, Svínaskálahlíð 11, Eskifirði. Guðmundur Björgvin Stefánsson, Dóra D. Böðvarsdóttir, Viktor Stefánsson, Stefán Ingvar Stefánsson, Gunnhildur Björk Jóhannsdóttir, María Hjálmarsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Elín Þorsteinsdóttir, Haraldur Benediktsson, Brynja Halldórsdóttir, Ingvar Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ HaraldurSkjóldal fædd- ist á Ytra-Gili, Hrafnagilshreppi, 13. apríl 1928. Hann lést á Akureyri 6. apríl 2011. Foreldrar hans voru Kristján Páls- son Skjóldal, málari og bóndi frá Möðru- felli, f. 1882, d. 1960 og Kristín Gunn- arsdóttir frá Eyri við Skötufjörð, f. 1892, d. 1968. Þau bjuggu á Ytra-Gili. Kristín var af Arn- ardalsætt í báðar ættir. Móður- foreldrar Kristínar voru Gunnar Sigurðsson og Kristín Anna Har- lést 1934. Systkini Haraldar voru: Ragnar, f. 1914, d. 2009; Páll Gunnar, f. 1916, d. 1997; Gunnar Páll, f. 1919, d. 1920; Guðný, f. 1922, d. 2005; Gunnar, f. 1923; Dýrleif, f. 1924; Óttar, f. 1932 og Ingimar, f.1937, d. 2005. Haraldur kvæntist Björgu Benediktsdóttur sjúkraliða, f. í Reykjavík 10. júlí 1931, hinn 8. júlí 1955. Þau bjuggu alla tíð á Ak- ureyri. Haraldur starfaði lungann úr ævinni hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga auk þess að stunda minka- og refaveiðar sem og búskap í smáum stíl. Börn þeirra eru Svala, f. 1956, Kristján Skjóldal, f. 1961, Þorsteinn Jónas Skjóldal, f. 1966 og Anna Kristín Hammer, f. 1972. Auk þess átti Björg Hafstein Andrésson, f. 1950, d. 31. ágúst 2003. Barnabörn þeirra eru 15 og barnabörn 7. Útför Haraldar Skjóldal er frá Akureyrarkirkju í dag, 18. apríl 2011, kl. 13.30. aldsdóttir. Móðir Kristínar dó af barnsförum þegar hún var þriggja ára og stóð þá Gunnar uppi með sex börn. Heimili hans leystist upp og flutti Gunnar að Bessastöðum. Kristján Pálsson Skjóldal var sonur Páls Hallgríms- sonar, bónda og hreppstjóra á Grund. Árið 1914 flytja föðurafi og amma Haraldar að Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi þar sem sonur þeirra Kristján hóf búskap 1913. Páll lést 1915 en Guðný dvaldi á Ytra-Gili uns hún Elskulegur faðir okkar hefur nú kvatt þetta líf og er nú lagður af stað til hinna friðsælu veiði- landa, en þangað sagði hann að sín ástkæru dýr færu, er þau hefðu kvatt þetta líf. Eitt sinn sagði hann að þar væri fallegt um að lit- ast, græn grös og nóg af vatni, og viljum við trúa því að þangað hafi hann farið ríðandi á gráum hesti. En pabbi var ósérhlífinn og harður af sér og látum við nokkrar sögur fylgja sem lýsa honum vel. Einu sinni sem oftar fór pabbi okkar til rjúpna frá Ytra-Gili. Vit- að var að hann ætlaði upp með Gilsárgilinu og upp í Bungur sem þykir gott rjúpnaland. Þegar líða tók á kvöldið og Haraldur hafði ekki skilað sér fór heimilisfólk á Gili að óttast um hann. Loks seint um kvöldið kom pabbi heill á húfi heim aftur. Hann hafði þá gengið upp í Bungur, en þar sem veiði hafi verið treg hafði hann ákveðið að skella sér fram í fjörð og upp Finnastaðaöxlina og þaðan inn í dal. Sem er ein og sér óraleið og svo alla leiðina til baka gangandi. Spurður af hverju hann hefði ekki gengið niður á veg á heimleiðinni og fengið far til baka í Ytra-Gil sagði hann: „Æi, mér fannst bara svo skammarlegt ef fólk héldi að ég hefði ekki getað gengið heim.“ Og eitt sinni lágu Haraldur og Óttar bróðir hans saman á greni frammi á Finnastaðadal þegar brast á með snjókomu og foráttu- veðri. Óttar vildi þá hlaða þeim skýli úr snjó til að hlífa þeim fyrir mesta veðrinu, pabbi svaraði þá: „Til hvers? Við drepumst hvort eð er hér.“ Aldrei hvarflaði að honum að það væri möguleiki að hætta og hverfa til byggða meðan veðrið gengi yfir. Ekki meðan grenið væri óklárað. En þeir bræður hlóðu sér samt skýli og kláruðu grenið á tveimur nóttum. Og einu sinn þegar pabbi og Alli í Hvammi fóru inn Glerárdal og hugðust ganga á Kellingu. Vanalega leiðin er inn fyrir Lamba og þar upp, til- tölulega auðgengin uppganga. Þeir voru hinsvegar ungir og óþol- inmóðir og leiddist krókurinn inn eftir og fóru að leita að styttri leið upp. Sáu þeir þá góða klauf sem var sett af snjó og klakadregin og leist þeim á að þarna væri leiðin komin og fóru þeir því þar upp og komu svo heim bísperrtir. Ekki er vitað að neinn hafi farið þarna upp án útbúnaðar enda öllum búinn bráður bani ef þeir hrapa. En hug- ur hans og hjarta hefur alltaf tengst fjöllum og hestum og hefur hann nú enn á ný, hann faðir okk- ar, haldið til fjalla. Hann er einn í þessari ferð. Hann fer upp með Gilsárgilinu með tvo til reiðar. Heldur svo sem leið liggur inn undir Háubrekkur, yfir Tvísteins- hæðina og upp í Bungur. Hann áir við Tvílækina, leggur Browningin við stein og sest niður með brauð- sneið vel smurða með kjötflís og drekkur mjólk úr Wyborowa- fleyg með. Eyðir síðan dágóðri stund í að skoða sveitina sína í slitna 7X35-kíkinum sínum. Stendur síðan upp og fer á bak Hæru gömlu og slær undir. Ríður ákveðið til norðurs, það er galsi í hestinum og hann gefur Hæru lausan tauminn. Við vitum að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum. Við, eins og hestarnir, vit- um hvert hann stefnir, inn í dalinn sem honum þótti vænst um, Gler- árdal. Þín börn, Kristján Skjóldal, Svala, Þorsteinn Jónas Skjóldal og Anna Kristín. Ég kynntist tengdapabba fyrir 33 árum. Ekki leist mér nú á þenn- an mann fyrst þegar ég sá hann, með úfið hár, mikið skegg og há- væra dimma rödd, en það leið ekki langur tími þar til ég sá hvaða mann hann hafði að geyma, heið- arlegur, traustur og kletturinn í fjölskyldunni. Hann var mjög sér- stakur maður sem lifði eftir gamla tímanum og vildi ekkert hafa með þetta nútímarugl. Fram á síðasta dag sló hann lóðina sína með orfi og ljá, hann var nægjusamur og glaður með það sem hann átti, kindurnar sínar og hestana. Hann var mikill veiðimaður og sá um grenjaleit og minkaleit, og til rjúpna fór hann á hverju ári. Hann heillaðist af persónuleikum sem skáru sig úr fjöldanum og það var eins með dýrin. Hann átti for- ystusauð og á honum hékk bjalla og í eitt skipti datt honum í hug að fá sér göngutúr í Borgarsíðuna með forystusauðinn í bandi, hann vakti mikla athygli hjá vegfarend- um og hann lét stoppa fyrir sér á meðan hann dró sauðinn yfir gangbrautina, og í Borgarsíðuna kom hann í heimsókn með sauðinn sinn og teymdi hann aftur til baka ásamt krökkum sem fylgdu hon- um, hann var mikill barnakarl og börn sóttu í að vera með honum. Hann var alltaf hress og til í allskonar fíflalæti, sérstaklega ef honum tókst að hneyksla fólk. Það var einmitt í eitt skipti að ég var í óvissuferð með vinnufélögum mínum, og við áttum að mynda hitt og þetta í bænum, við áttum t.d. að mynda ljótan hund en eng- inn í hópnum vissi um neinn sem átti hund, svo við fórum í Rauðu- mýrina og spurðum tengdapabba hvort hann væri til í að leika ljótan hund, og auðvitað var hann alveg til í það, hann fór út í garð og á fjórar lappir og við mynduðum. En ekki unnum við þessa keppni því auðvitað var tengdapabbi ekki ljótur hundur, en svona var hann alltaf til í eitthvað gaman. Þótt hann væri harður jaxl sem ekkert beit á þá var hann mjúkur maður sem þótti ekkert sjálfsagð- ara en að taka til hendinni í heim- ilisverkunum. Hann var alltaf að ryksuga, þurrka af og þvo upp, bíllinn hans var alltaf hreinn og ævinlega hrein og fín stéttin, hvort sem það snjóaði eða ekki. Já, tengdafaðir minn var aldrei aðgerðalaus. Hann var ekki lengi í skóla þegar hann var barn þótt hann hefði gjarnan viljað meiri skólagöngu, en það bar hann ekki með sér því fróðari mann um alla hluti er erfitt að finna, mér fannst hann vita allt, hann fylgdist vel með fréttum og atburðum hvort sem það var hér á landi eða utan- lands, og að fara með honum í ferðalag um Ísland var stórkost- legt, hann vissi allt um alla staði og honum leiddist ekki að tala og hlæja og gekk þá gjarnan um gólf á meðan. Elsku tengdapabbi minn, mér er það mikill heiður að hafa átti þig að í öll þessi ár og vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég trúi því að nú finnir þú ekki fyrir svima eða verkjum leng- ur og getir notið þess að vera með hestunum þínum, þú mikli fjalla- og veiðimaður. Þín tengdadóttir, Hafey. Elsku afi minn skilur eftir margar góðar og skemmtilegar minningar. Hann var alger barna- karl og samverustundirnar með honum voru allar afar skemmti- legar. Það sem fyrst kemur upp í hugann eru allar hestaferðirnar. Hann hafði endalausa þolinmæði og ánægju af að reyna að kenna mér nöfn á öllum fjöllum, dölum, blómum og öðrum jurtum í ferð- um okkar um fjöllin. Nestið fyrir ferðirnar var stundum skrítið í mínum huga en það var oftar en ekki afgangurinn frá kvöldmatn- um daginn áður á milli tveggja brauðsneiða og mjólk í flösku. Afa fannst svo gaman að spjalla um heima og geima og sagði oft við mig: Segðu mér nú einhverjar fréttir og ef þú veist engar þá skaltu bara skrökva einhverjum að mér. Ég lifi á þessum ferðum endalaust. Annað sem kemur upp í hug- ann er þegar ég og Halli bróðir vorum smástubbar og ætluðum að fara að hjálpa afa við að sækja fimm kindur af efra túni, þá ókum við á Willys-jeppanum hans afa og við spurðum hvort við ætluðum að geyma bílinn efra og reka kind- urnar heim gangandi en hann sagði að við myndum bara taka þær með okkur í bílnum heim og við héldum að hann væri að grín- ast. En svo var ekki, hann henti hverri kindinni á fætur annarri aftur í bílinn og svo þurftum við að halda þeim eins og við gátum, svo skellihló hann alla leiðina því við réðum ekkert við þær. Skjóldal- arnir eru flestir þekktir fyrir að þurfa að skoða náttúruna aðeins nær en ætlast er til og þess vegna dugðu útsýnispallarnir ekki í ferðalögunum. Við krakkarnir vorum heldur ekki skildir eftir í bílnum eins og oftast er gert og fengum að koma með í að klifra upp á björg, bak við fossa, ofan í sprungur, skoða hengiflug aðeins betur o.s.frv. alveg sama hvað amma og mamma öskruðu mikið á okkur, þetta gerði þó skoðunar- ferðirnar skemmtilegri. Afi var líka alltaf til í fíflalæti og að gera hlutina öðruvísi en aðrir, gott dæmi um það er eitt af hans uppáhaldsdýrum, sem var for- ystusauður sem hann lagði mikla vinnu í að kenna að ganga með taum. Svo sást til hans ríðandi á hestum með sauðinn í bandi hlaupandi við hlið sér. Afi tók í vörina á seinni árum og þegar við krakkarnir spurðum af hverju hann væri að setja þetta í munn- inn sagði hann okkur að þetta myndi drepa Karíus og Baktus og þess vegna þyrfti hann aldrei að bursta tennurnar eins og við. Öll afabörnin voru í uppáhaldi hvert á sinn hátt hjá afa, hann las út hvern persónuleika og hafði gaman af því að finna sterka og ákveðna karaktera í hverju og einu barni og var óhræddur við að lýsa yfir skoðunum sínum ef við breyttum út af vananum. Elsku afi okkar, það er skrítið til þess að hugsa að hafa þig ekki hér á meðal okkar í framtíðinni, það er erfitt að kveðja þig og þín verður sárt saknað. En þú kenndir okkur margt um dugnað, hug- rekki og nægjusemi sem gerði okkur að betri manneskjum og því ætlum við að koma áfram til barna okkar, takk fyrir allt. Guðný Helga Kristjánsdóttir. Afi, þú varst mjög góður. Þú ert örugglega hinum megin hjá öllum kindunum og hestunum. Það væri gaman ef þú værir hér hjá mér. Mér þykir vænt um þig. Kveðja, Viktor Orri. Afi, þú veist að ég myndi gera allt til að þú myndir lifa. Mér finnst að þú sért rosalega góður og ég myndi óska að þú myndir lifa. Kveðja, Martin. Nú er hann afi minn búinn að kveðja þessa jörð og skildi eftir sig margar sögur og ennþá fleiri minningar. Þó hann afi hafi verið þekktur fyrir að vera bæði hraust- ur, sterkur og virðulegur eins og hestarnir sem hann unni svo kært, þá var hann líka ljúfur sem lamb og lét sjálfsvirðinguna sína alltaf brotna undan gæskunni þegar aðrir þurftu á honum að halda, en þáði hins vegar aldrei neina hjálp sjálfur. Afi var líka alltaf hreinskilinn og sagði sínar skoðanir strax, enda þótti mér vænst um ef ég fékk hrós frá honum, því ég vissi að hann meinti það sem hann sagði og hann sagði það beint frá hjartanu. Elsku afi, takk fyrir allar frá- bæru stundirnar sem þú gafst mér, þær eru mínar bestu minn- ingar. Laufey. Sterkur var hann afi minn, stór, mikill og mjór. Nú er hann farinn maðurinn, en ekki var hann leiður þegar hann fór. Því bíða var afi búinn, og veröldin farin að dimma. Hann var orðinn mjög lúinn, þegar hann loks fór til himna. Takk, elsku afi, fyrir þessi fimmtán ár sem við áttum saman! Aðalsteinn Birgir Kristjánsson. Haraldur Skjóldal Kristjáns- son heiti ég eins og hann afi minn. Þetta er ekki bara flott nafn held- ur tignarlegt og ber ímynd afa með sér. Mikilmenni, hetja og þrjóskur eru orðin þrjú sem mér dettur fyrst í hug þegar ég hugsa um afa minn. Alls staðar eru til menn sem hafa þekkt hann lítið eða mikið en allir eru vissir um að þar hafi verið heljarmenni á ferð. Afi var haltur og kominn var tími á göngur, auðvitað gat hann ekki sleppt því að fara með okkur. Hann tók stafinn sinn fallega og rölti með okkur af stað að ná í roll- urnar. Því miður var forystusauð- urinn jafn þrjóskur og hann afi. Við þurftum að elta sauðinn yfir skurði og girðingar, yfir golfvöll- inn á Akureyri, aftur yfir skurði og girðingar þar til við vorum komnir inn í Kjarnaskóg. Þar þurftum við að elta sauðinn niður á veginn og alla leið að efra túninu hans afa. Já, þar náðist hann í garði hjá einhverju fólki sem var að grilla. Þrátt fyrir löppina fór hann afi minn alla þessa leið án þess að kvarta. Næsta ár á eftir byrjaði hann á því að skjóta sauð- inn áður en rollurnar voru sóttar, gróf djúpa holu og jarðaði hann uppi í móum. Margar svipaðar sögur eru til um hann afa en nú er ekki tími fyr- ir þær. Nú er tími til að kveðja þennan mann og hans er sárt saknað og mun hann ætíð vera í minningum okkar allra. Afi, við elskum þig. Þinn nafni, Haraldur Skjóldal Kristjáns- son og fjölskylda. Nú þegar mágur minn Harald- ur Skjóldal er allur langar mig að kveðja hann með örfáum minning- arorðum. Ég hef þekkt hann nán- ast alla mína ævi og fyrst þegar ég man eftir honum bjuggu hann og Labba systir mín í lítilli íbúð á Bjarmastígnum á Akureyri. Ég man enn eftir eldhúsgardínunum þar. Þær voru gular eins og sólin og saumaðar af henni systur minni. Mér fannst þær lýsa upp þessa litlu íbúð. Þá voru þau bæði ung og lífið blasti við þeim og okk- ur öllum. Á þeirra heimili vorum ég og mitt fólk ævinlega boðin vel- komin af þeim báðum enda áttum við eftir að koma oft þangað. Strax við fyrstu kynni fannst mér ein- kenna Dalla hvað hann var kvikur og léttur í bragði, alltaf ræðinn og vel heima í flestöllum málum sem bar á góma manna á meðal. Allir vita hversu mikill útivistarmaður og fjallagarpur hann var. Mikill hestamaður var hann einnig og hann átti alltaf hesta og einnig kindur. Þó varð hann vegna heilsu- leysis að láta frá sér skepnurnar sínar síðustu árin sem hann lifði. Eitt man ég vel sem mér fannst einkenna Dalla. Það var hve auð- velt hann átti með að umgangast börn. Þau hændust líka að honum og fannst hann skemmtilegur. Ég man eftir að þegar ég og mitt fólk heimsóttum þau Dalla og Löbbu þá fórum við iðulega í ferðir með þeim um Eyjafjörðinn og ná- grenni. Dalli var við stýrið og sá um leiðsögnina. Hann vissi hvað hvert fjall, tindur, hóll, árspræna og bær hét. Þetta var hans land sem hann hafði ferðast um bæði á hestbaki og gangandi og hann var vel heima í sögu landsins og þjóð- lífi. Aldrei taldi hann eftir sér að rúnta með gestina um allar jarðir. Hann þekkti alla bæina og bænd- urna þar með nafni. Síðustu árin voru Dalla erfið. Ellin fór um hann ómjúkum höndum – rændi hann mörgu sem hafði áður verið hon- um til gleði. Hann sem áður hafði verið hinn mikli atgervismaður varð að láta í minni pokann. Það veit ég að hefur verið honum erfitt. Systur minni ásamt öllu þeirra fólki og einnig öðrum aðstandend- um votta ég samúð mína. Ég veit að þau hafa misst mikið. Ég sakna vinar í stað og óska honum farar- heilla á vit nýrra heima. Áslaug Benediktsdóttir. Fallinn er frá Haraldur Skjól- dal sem giftur var systur konunn- ar minnar. Mér er minnisstætt að þegar við Áslaug vorum í tilhuga- lífinu fórum við í reisu um landið. Hringvegurinn var þá ekki kom- inn svo við fórum til Neskaupstað- ar og til baka. Auðvitað komum við aðeins við hjá ungu hjónunum Dalla og Löbbu á Akureyri og þar var margt að sjá. Allra minnisstæðast er mér þó að þar á heimilinu voru nokkrir tófuyrðlingar sem hafðir voru sem nokkurs konar kettling- ar. Dalli sagði mér að alvanalegt væri að halda tófuyrðlinga á þenn- an hátt. Kannski var það alvana- legt fyrir honum en mér þótti þetta nýnæmi mikið og eftirminni- legt. Síðan hafa árin liðið og auðvitað hef ég komið nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra Löbbu og Dalla. Samband mitt við þau hefur þó aldrei verið mikið en þær syst- urnar hafa haft heilmikil samskipti í gegnum símann og á annan hátt. Fyrir fáum árum dvöldum við hjónin nokkra daga á Akureyri og hittum Löbbu og Dalla á ættar- móti skammt fyrir utan Akureyri. Þá var Dalli hinn hressasti þó auð- séð væri að árin hefðu ekki farið um hann mildum höndum. Í heimsókn til þeirra að Rauðu- mýri eitt höfum við líka nokkrum sinnum komið allra síðustu árin og ekki hefur farið milli mála að heilsu Dalla hefur farið mjög hrak- andi. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu allri mína dýpstu samúð. Sæmundur Bjarnason. Haraldur Skjóldal Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.