Morgunblaðið - 18.04.2011, Page 21
blessi minningu Þorvaldar Thor-
oddsen.
María og Ágúst Breiðfjörð.
Elsku afi og langafi okkar. Þú
varst tekinn frá okkur alltof
snemma og trúi ég því ekki enn að
þú sért farinn frá okkur. Það varð
skyndilega allt svo tómlegt hér án
þín. Ég útskýrði fyrir Tristani
hvar langafi hans væri núna, að
hann væri orðinn engill sem flygi
fyrir ofan okkur og vekti yfir okk-
ur. Á hverju kvöldi þegar við
Tristan förum með bænir og sign-
um okkur segir hann í lokin „afi
engill fljúga“ og bendir upp í loft.
Við eigum eftir að sakna þín
sárt elsku afi minn, sérstaklega
Tristan þar sem hann var svo
mikill afakarl og minnist ég þess
þegar þú söngst alltaf fyrir hann,
lékst við hann og leyfðir honum
að glamra á píanóið þitt jafnvel
þótt það hefði farið í eyrun á sum-
um. Þér þótti bara gaman að
hlusta á hann, alveg eins og þegar
ég var yngri og fékk að spila á
það.
Elsku afi minn, þér á eftir að
líða betur núna þar sem þú ert
kominn upp til systur þinnar, og
okkur á eftir að líða betur að vita
af þér á góðum stað og erum við
einnig þakklát fyrir að hafa haft
þig og þína nærveru sem hluta í
lífi okkar.
Hafðu það gott hjá englunum
og þín verður sárt saknað.
Þín
Kristrún og Tristan Berg.
Við kynntumst Þorvaldi seint,
þó að alltaf hafi hann verið nálæg-
ur, og nú er hann farinn. Undan-
farið höfum við hist oftar á förn-
um vegi en áður, spjallað saman í
síma, svona eins og ættingjar
gera. Þægileg samvera er minn-
isstæð. Þorvaldur með bros á vör
og glettni í augum. Í minningu
sjáum við fyrir okkur Þorvald þar
sem hann upphóf rödd sína í af-
mæli, keppt var við góða samgesti
um hver gæti sungið hæst. Rödd-
in er minnisstæð, Þorvaldur vann.
Seinast voru málin rædd þá lið-
ið var nokkuð á mars, þá var hann
ekki „alveg jafn sprækur og vana-
lega“, sagði hann, lyfjagjöfin
hafði eitthvað dregið úr honum.
Það var svo sem ekkert merki-
legt. Hann hafði verið í lyfjagjöf,
en hjólaði, söng og synti, ekkert
amaði að honum frekar þá en
vanalega. Svona var Þorvaldur,
ekkert að bera á torg líðan sína,
bjartsýnn. Stefnt á tónleika á af-
mæli Bolla bróður. Vildi hafa
hann með. Ekki hvarflaði að okk-
ur að um síðasta samtal væri að
ræða.
Þorvaldur Thoroddsen hafði
góða nærveru og var góður mað-
ur. Hvíl í friði.
Megi allt hið góða styðja Guð-
rúnu og fjölskyldu.
Emil og Katla.
Þorvaldur Thoroddsen hafði
yndi af að syngja. Þorvaldur var
félagi í Söngsveitinni Fílharmón-
íu í 25 ár. Mætti á velflestar æf-
ingar, tvisvar í viku, stundum
beint af æfingu með kirkjukórn-
um sínum. Hann lagði sig fram í
starfinu, seldi miða í tugavís fyrir
hverja tónleika, þar sem hann
gekk um vinnustað sinn og hafði
ræktað upp dyggan hóp aðdáenda
kórsins. Þorvaldur var um árabil
burðarás í stundum fámennum en
ætíð galvöskum og þétt skipuðum
hópi tenóra. Hann söng einsöng
með kórnum í Háskólabíói í frum-
flutningi á verkinu Fjalla-Eyvindi
eftir Franz Mixa og tók þátt í fjöl-
mörgum stórverkum sem flutt
voru á þessum árum, oftar en ekki
með Sinfóníuhljómsveitinni; 9.
sinfóníu Beethovens, Þýsku sálu-
messunni, Sálumessu Mozarts,
Messíasi eftir Händel, fjölda óp-
erutónleika og svo mætti lengi
telja. Ótal góðar minningar lifa
frá þessum árum. Kórfélagar
þakka Þorvaldi fyrir samfylgdina
og framlag hans til starfsins. Ég
votta aðstandendum innilega
samúð.
Einar Karl Friðriksson,
formaður Söngsveitar-
innar Fílharmóníu.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
✝ Halldóra Ingi-marsdóttir
fæddist í Ingimars-
húsi á Þórshöfn á
Langanesi 19. júní
1920. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 8.
apríl 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ingimar
Baldvinsson, út-
vegsbóndi og póst-
og símstöðvarstjóri á Þórshöfn,
f. 20.11. 1891, d. 30.01. 1979, og
Oddný Friðrika Árnadóttir hús-
freyja, f. 16.7. 1893, d. 29.9.
1977.
Halldóra ólst upp í stórum
hópi systkina, systurnar voru
átta, Soffía, Þórdís, Helga,
Birna, Arnþrúður, Oddný og
Jóna, auk Halldóru. Bræðurnir
voru þrír, Ingimar, Jóhann
(Nói), sem lifir systur sína, og
yngstur var Árni Sigfús Páll.
Hinn 14. ágúst 1944 giftist
Halldóra Jóhanni Gunnari Bene-
diktssyni tannlækni, f. 9.1. 1916,
d. 8.2. 2010. Foreldrar hans
voru Benedikt Björnsson, skóla-
stjóri á Húsavík, frá Bangastöð-
um á Tjörnesi, f. 8.2. 1879, d.
28.7. 1941, og Margrét Ás-
mundsdóttir frá Auðbjarg-
arstöðum í Kelduhverfi, f. 15.3.
1881, d. 3.10. 1969.
Halldóra og Jóhann eiga tvö
börn: 1) Margrét, f. 6.3. 1953,
héldu utan til náms, hún á
handavinnuskóla og hann í
tannlækningar, bæði í Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn. Á
meðan Jóhann lauk námi sínu
eftir að heim kom kenndi Hall-
dóra handavinnu á ýmsum nám-
skeiðum. Eftir að þau settust að
á Akureyri unnu þau hlið við
hlið á tannlæknastofunni allt
þar til Jóhann hætti að vinna
1986. Starfsferli sínum lauk
Halldóra svo í versluninni Am-
aró á Akureyri.
Halldóra hafði unun af útivist
og ferðalögum og ferðuðust þau
hjón um víða veröld. Þá fór hún
í fjöldann allan af veiðiferðum
með Jóhanni, en ekkert endi-
lega til að veiða.
Halldóra var mikil félags-
málakona og var meðlimur í
Inner Wheel, m.a. umdæm-
isstjóri samtakanna um tíma. Þá
var hún systir í Rb.st. nr. 2,
Auði, og var heiðursfélagi stúk-
unnar.
Síðustu æviárin bjó Halldóra
á dvalarheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri. Hún var óþreytandi að
tala um hve mikil forréttindi
það væru að dvelja á Hlíð og
hversu vel væri hugsað um sig
og hvað starfsfólkið væri ein-
stakt í alla staði.
Útför Halldóru verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 18.
apríl 2011, og hefst athöfnin kl.
10.30.
gift Arnari Ein-
arssyni f. 14.6.
1945, d. 21.7. 2009.
Börn þeirra eru a)
Jóhann Gunnar, f.
26.4. 1973, kvæntur
Kristínu Ólafs-
dóttur, f. 3.5. 1972,
dætur þeirra eru
Kristrún Dröfn,
unnusti Tryggvi
Lárusson, Katrín
Ósk og Margrét
Hörn. b) Erna Margrét, f .3.6.
1975, gift Ólafi Gylfasyni, f.
19.12. 1969, dætur þeirra eru
Svanhildur Ýr, unnusti Ari
Kristján Halldórsson, Arna
María, Ásta Sonja og Elfa Mar-
grét. c) Elísa Kristín, f. 16.11.
1984, unnusti Arnviður Ævarr
Björnsson, f. 4.12. 1981. Dóttir
þeirra er Erna Karen. 2) Ásgeir,
f. 12.7. 1956, kvæntur Helgu
Sigurðardóttur, f. 21.6. 1957.
Börn þeirra eru a) Sæþór, f. 4.9.
1983. b) Íris Björk, f. 10.6. 1989,
unnusti Jakob Valgarð Óð-
insson, f. 17.2. 1988. c) Fannar
Freyr, f. 19.1. 1994.
Halldóra sleit barnsskónum á
Þórshöfn, sem hún taldi einn
dásamlegasta stað á Íslandi.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri ár-
ið 1938. Að því loknu stundaði
hún verslunarstörf á Akureyri
og Þórshöfn, þar sem hún
kynntist eiginmanni sínum. Þau
Elsku mamma mín. Nú hefur
þú kvatt þessa jörð eftir rúm 90
falleg og góð ár. Ég veit að þú yf-
irgafst þennan heim glöð eftir við-
burðaríka ævi. Þitt líf var ævintýri
líkast því þú gerðir það að því sem
það var. Þín afstaða til lífsins var
einstök, þín gleði og þitt viðhorf
var engu líkt. Í minningunni man
ég aldrei eftir þér nema hlæjandi
og brosandi jafnvel á erfiðum
stundum. Það var alltaf mikið um
að vera í kringum þig. Þið pabbi
voruð einstaklega gestrisin og það
skipti engu máli hversu margir
voru í gistingu eða í mat heima hjá
ykkur, þú tókst öllu svo vel með
þínu einstaka brosi. Ég man þeg-
ar ég var lítill og kom heim svolítið
súr, þá tókst þú í hendurnar á mér
og sagðir „nú skulum við dansa
charleston“ og alltaf fór maður að
hlæja og gleðin var komin aftur.
Eftir að þú og pabbi fluttuð á dval-
arheimilið Hlíð áttir þú stundum
erfitt með að sætta þig við það og
varðst leið. Þá beitti ég sömu
brögðum og þú á mig í gamla daga
og sagði: „Við tökum þessu vel og
tökum sporið“ og rifjaði upp
skemmtilegar minningar. Þá var
eins og við manninn mælt að þú
tókst gleði þína að nýju.
Ég var ekki ættleiddur af ykk-
ur fyrr en ég var 17 ára en hafði
búið hjá ykkur frá unga aldri. Að
hafa alist upp hjá ykkur voru for-
réttindi og fyrir það er ég afskap-
lega þakklátur og glaður. Þú
kenndir mér svo margt á lífsleið-
inni. Þeir einföldu hlutir svo sem
heiðarleiki, vinnusemi og jákvætt
viðhorf er einstaklega gott vega-
nesti í dagsins önn. Þú vitnaðir sí-
fellt í Stein Steinarr, sem þú
þekktir frá námsárunum og kunn-
ir megnið af hans ljóðum. Þau ljóð
sem þú fórst með innihéldu lífs-
gleði og hvatningu því það var þitt
mottó í lífinu. Nóttina áður en þú
kvaddir okkur las ég Stein Stein-
arr fyrir þig. Ég sá það á svipnum
og í augunum hvað þér fannst það
gaman. Þú skynjaðir návist mína.
Elsku mamma. Ég kveð þig
með ljóði eftir Stein Steinarr:
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
Ég vil nota tækifærið og þakka
öllu starfsfólki á Hlíð fyrir fyrir
alla þá hlýju og einstaku umönn-
un sem þau veittu mömmu og
pabba.
Minning þín lifir og við söknum
þín öll.
Þinn sonur,
Ásgeir.
Elsku Halla amma mín.
Mikið ótrúlega var ég heppin
að fá að kynnast þér. Hjá þér var
alltaf gestagangur og fjör enda
einkenndi þig lífsgleði og kæti.
Það lifnaði yfir þér þegar þú sagð-
ir sögur frá gömlu góðu dögunum
þegar þú ferðaðist þvers og kruss
um heiminn. Ekki leiddist þér að
krydda sögurnar örlítið, það er jú
ekkert gaman að segja sömu sög-
una nákvæmlega eins tvisvar
sinnum.
Ég er svo ánægð að hafa
ákveðið að fara í Menntaskólann
á Akureyri því það skildi eftir sig
svo margar minningar sem
tengdust þér. Í hugann kemur
upp sólríkt sumar þegar ég vann
fyrir norðan. Við hittumst gjarn-
an eftir vinnu á sólpallinum þín-
um, fengum okkur rauðvínsdreit-
il, lásum Stein Steinar og
flissuðum yfir furðulegum klæða-
burði „gömlu kerlinganna“ á elli-
heimilinu eins og þú kallaðir þær.
Þú klikkaðir auðvitað ekki á
klæðaburðinum, alltaf í nýjustu
tísku með greiðsluna í lagi. Það
eru sko ekki margar konur sem
ganga á háum hælum á elliheim-
ilinu, en þig munaði ekkert um að
skella þér í hælana á morgnana
og þramma í morgunmat.
Mér er svo minnisstætt þegar
ég var að fara á árshátíð í
menntaskólanum eitt árið. Ég var
í einhverjum vandræðum með
klæðaburðinn og ákvað því að
kíkja í heimsókn til þín. Þú varst
auðvitað með ráð við því. Þú
dressaðir mig upp í kjól sem þú
hafðir átt í gamla daga og lést mig
ganga fram og til baka á gang-
inum á Ásveginum til að sjá
hvernig hann færi mér. Kjóllinn
smellpassaði og árshátíðinni var
reddað. Þú færðir mér hann síðar
að gjöf, sagðir alltaf að hann væri
eins og sérsaumaður á mig. Mér
þykir svo ótrúlega vænt um þenn-
an gullfallega kjól að ég varla tími
að nota hann.
Mig langar mig að kveðja þig
með uppáhaldsljóði okkar, sem
við fórum alltaf með saman þegar
ég kom í heimsókn.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna stundanna með þér. Guð
geymi þig.
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá,
og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til
(Steinn Steinarr)
Íris Björk.
Vaknaðu! sungu vængir dagsins
inn
í vökudraum minn, sjáðu! heimur
þinn
sem liðin veröld lét í hendur þér
og líf þitt, sál þín skóp, er brot af
mér,
því ég er allt; í andartaki því
sem er að líða fæðist þú á ný
í nýjum heimi, gríptu mína gjöf
með glöðum huga, ég á stutta töf;
já vaktu! því að allt er aðeins nú
og allt er hér, í mér; og ég er þú!
(Snorri Hjartarson)
Já, þetta er eitt af ljóðunum
okkar ömmu, sem eru svo ótal-
mörg. Þetta ljóð segir ótrúlega
margt um lífsviðhorf ömmu, að
grípa tækifærin þegar þau gefast,
lífið er svo ótrúlega stutt, eins gott
að njóta þess meðan maður getur.
Það er svo ótalmargt sem ég á
henni ömmu minni að þakka.
Fyrst og fremst kannski þessa
endalausu og skilyrðislausu ást og
trú á því sem ég var að gera
hverju sinni.
Hún var ekkert venjuleg
amma, hún amma mín. Í hennar
huga átti allt að vera skemmtilegt,
alltaf. Ævintýrin voru á hverju
strái. Henni ömmu fannst ekkert
athugavert við að ég, strákurinn,
fengi að koma með í alla saum-
klúbba með sér, síspyrjandi um
allt og alla. Þolinmæðin endalaus
og alltaf svaraði hún öllu sem ég
spurði um, sem var ekkert lítið,
með brosi á vör. Ekki síður var
sjálfsagt að taka mig með í allar
veiðiferðir, sem var ekkert endi-
lega vinsælt hjá öllum sem í veiði-
ferðina fóru. Óteljandi voru ferð-
irnar í berjamóinn, heitt
súkkulaði á brúsanum og smurt
brauð í töskunni. Síðan var sultað
og strákurinn fékk að sjálfsögðu
að vera með. Alltaf var hún jafn-
glöð þegar maður færði henni
blómvönd, sem samanstóð af
flestöllum blómunum úr verð-
launagarðinum hennar. 10 slátur
tekin á haustin, sníða vambir,
sauma, skera mör og hræra blóð-
ið, setja í súr og sjóða punga, allt-
af fékk strákurinn að vera með.
Laufabrauðsgerðin var sér kapít-
uli út af fyrir sig, nánast trúar-
brögð. Fljótur að setja saman
deigið, skipta niður, setja í poka
og fletja þunnt út, ekki gleyma að
vanda sig við skurðinn, hafa feit-
ina nógu heita og steikja passlega
með bros á vör, að sjálfsögðu fékk
strákurinn að vera með. Sögu-
stundir um prakkarastrik systr-
anna í Ingimarshúsi, sem voru
ekkert svo fá, og Húsavíkursögur
afa og systkina hans. Það var al-
veg sama hversu oft maður heyrði
þær sögur, það var alltaf jafn
mikið hlegið, nú síðast í liðinni
viku, þegar við amma töluðum um
Kára í Hulduhól, hinn þunglynda
og brjálaða drenginn sem sendur
var suður með Esjunni.
Ekki má gleyma ljóðunum.
Hún amma kenndi mér svo mörg
ljóð, sem ég kann enn í dag. Ég
held að eina leiðin til að fá mig til
að hætta að tala hafi verið að
kenna mér ljóð. Mikið óskaplega
er það góð leið! Allt er hægt að
segja og jafnvel ekki segja með
ljóðum.
Það er mér svo dýrmætt að
Kiddý og stelpurnar mínar hafi
fengið að upplifa hana ömmu eins
og ég upplifði hana, fulla af enda-
lausri og skilyrðislausri ást og
hvatningu í öllu sem þær tóku sér
fyrir hendur.
Þú
sem ferð
ferð aldrei allur
Hverju sinni
skilur þú eitthvað eftir
x
Hluta af þér – í mér
(Sverrir Páll Erlendsson)
Minning ömmu mun lifa áfram
í mér og mínum.
Elsku amma! Svo sannarlega
er allt hér, í mér og ég er þú!
Jóhann Gunnar.
Jæja, þá er komið að kveðju-
stund. Hún elsku Hall’amma er
dáin. Mér finnst það mjög skrítin
tilhugsun, ég hef aldrei hugsað út
í það að þessi dagur myndi koma,
amma Halla var einhvernveginn
eilíf.
Mér finnst ég lánsamasta
manneskja í heimi að hafa átt
hana sem ömmu, hún var svona
amma sem maður les um í æv-
intýrum. Lífsgleðin skein af henni
og ég tala nú ekki um glæsileik-
ann, alltaf með nýlagt hárið,
augnskugga, varalit og auðvitað
klædd eftir nýjustu tísku.
Sem barn var ég mjög mikið
hjá ömmu og afa og ég vissi fátt
skemmtilegra en að fá að heim-
sækja þau. Ófáar tískusýningar
voru haldnar þar sem ég fór í
flottu kjólana hennar ömmu sem
voru geymdir í sérstökum kistli.
Og nóg átti hún af skópörum til að
máta við! Fyrir háttinn var alltaf
sama rútína, við amma inni á baði
að bera allskonar hreinsikrem á
andlitið á okkur og síðan nætur-
kremið. Hún kenndi mér nú það
trix að ef maður myndi skjóta
hökunni upp í loft og horfa upp og
síðan strjúka 10 sinnum niður
hálsinn þá myndi maður ekki fá
undirhöku. Þetta fannst henni al-
gjör snilld. Annað sem kemur
strax upp í hugann eru bílferðirn-
ar með ömmu. Hún var sennilega
ekki besti ökumaðurinn í heimin-
um en klárlega langskemmtileg-
asti. Alltaf þegar við fórum í bíl-
túr þá sungum við „hver stígur
bensínið í botn á fyrsta gírnum,
amma á mjólkurbílnum“ og þetta
Halldóra Ingimarsdóttir
SJÁ SÍÐU 22
veislur og afmælisdaga á hreinu
og spurðir mig oft hvenær ég
ætlaði að halda veislu og gefa
barninu nafn sem ég eignaðist
núna í febrúar og hvenær ég ætl-
aði að halda upp á afmælið hans
Sigurvins Ragnars. Ég er rosa-
lega þakklát fyrir að þú gast
fengið að sjá litla kútinn minn
áður en þú kvaddir okkur. Ég
verð ævilega þakklát fyrir þig og
það sem þú hefur gert fyrir mig
og fjölskylduna mína, kærleiks-
ríkari konu en þig er ekki hægt
að finna, þú varst alltaf með
hjartað fullt af kærleik, opinn
faðminn og tilbúin til að hjálpa
öllum sem til þín leituðu. Þú sást
alltaf ljósið í öllu og öllum og
vildir öllum vel.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þig svona lengi í
mínu lífi, ég veit að þú varst orð-
in þreytt og þráðir hvíldina, að fá
að verða 93 ára er bara æðislegt.
Alltaf er jafn erfitt að kveðja þá
sem maður elskar svona mikið
eins og þig en nú ertu komin til
Sófusar afa sem hefur örugglega
tekið vel á móti þér með opnum
örmum. Knúsaðu hann frá okk-
ur, amma mín. Ég veit þið mun-
uð halda áfram að fylgjast með
okkur og vernda okkur. Þú átt
stórt pláss í hjartanu mínu og
mun ég aldrei gleyma þér, elsku
amma mín. Með augun full af
tárum og söknuð í hjarta kveð
þig í bili.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á
kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf
og tók
græðandi hendi að milda
sorgarstund.
Ó, hve við eigum þér að þakka
margt
þegar við reikum liðins tíma slóð.
Í samfylgd þinni allt var blítt og
bjart
blessuð hver minning, fögur, ljúf
og góð.
Okkur í hug er efst á hverri stund
ást þín til hvers, sem lífsins anda
dró
hjálpsemi þín og falslaus
fórnarlund.
Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.
(Vigdís Runólfsdóttir.)
Þitt barnabarn,
Ágústa Kristín Jónsdóttir.
Ég kveð nú elsku Settu ömmu
mína en hún er nú komin í faðm
Sófusar afa. Ég á margar fal-
legar og skemmtilegar minning-
ar um Settu ömmu, sem ég mun
alltaf geyma í hjarta mínu. Setta
amma spilaði stórt hlutverk í
mínu lífi og var hún alltaf til
staðar fyrir mig. Ég átti alltaf
auðvelt með að tala við ömmu,
bæði um það skemmtilega og
eins ef mér leið illa. Í raun var
hún ekki bara amma mín heldur
einnig vinkona. Amma var ein-
stök kona með frábæran húmor
og er ég mjög þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Ég
sakna hennar mjög sárt en ég
trúi því að hún muni fylgja mér
áfram og vernda.
Nú stöðvar ekkert tregatárin,
og tungu vart má hræra.
Þakka þér amma, öll góðu árin,
sem ótal minningar færa
Já, vinskap þinn svo mikils ég met
og minningar áfram lifa.
Mót áföllum lífsins svo lítið get,
en langar þó þetta að skrifa.
Margt er í minninganna heimi,
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá Guði þig geymi,
ég geymi svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þín elskandi dótturdóttir
Guðmunda Vilborg.