Morgunblaðið - 18.04.2011, Page 23

Morgunblaðið - 18.04.2011, Page 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 Sudoku Frumstig 2 9 5 4 3 6 4 5 9 3 7 6 4 4 9 2 5 3 9 7 8 5 8 6 7 3 4 2 8 9 4 1 6 6 7 8 7 5 4 7 1 5 9 2 1 5 7 9 6 2 2 4 3 7 8 6 9 8 4 7 1 9 5 4 3 6 9 5 1 9 5 6 3 8 1 9 2 8 3 4 7 1 6 5 7 3 5 1 6 9 2 8 4 6 4 1 2 5 8 9 7 3 8 1 6 4 9 2 5 3 7 5 7 2 8 1 3 6 4 9 4 9 3 5 7 6 8 2 1 3 8 4 9 2 5 7 1 6 1 6 9 7 8 4 3 5 2 2 5 7 6 3 1 4 9 8 1 5 9 3 4 7 2 6 8 3 4 6 8 5 2 9 1 7 8 2 7 6 1 9 5 4 3 4 3 2 5 6 1 8 7 9 5 6 1 9 7 8 3 2 4 7 9 8 2 3 4 6 5 1 2 1 3 4 8 6 7 9 5 9 7 5 1 2 3 4 8 6 6 8 4 7 9 5 1 3 2 1 9 8 7 6 5 3 4 2 5 2 7 3 4 1 8 9 6 4 3 6 2 8 9 1 7 5 7 8 1 9 2 6 4 5 3 6 4 9 5 3 8 2 1 7 2 5 3 4 1 7 6 8 9 9 6 2 1 5 4 7 3 8 8 1 5 6 7 3 9 2 4 3 7 4 8 9 2 5 6 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 18. apríl, 108. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I. Kor. 13, 13.) Vonandi er einhver útrásar-kraftur eftir hjá þjóðinni þó að margt hafi farið úrskeiðis síðustu ár- in. Þegar Víkverji staulast skjálfandi í gegnum hríðina í Reykjavík, í miðjum apríl, fær hann ýmsar hug- myndir, sumar góðar, aðrar kannski ekki eins góðar. Er ekki eðlilegt að treysta betur tengslin við þjóðir sem standa okkur nær en margar aðrar þótt þær séu landfræðilega nokkuð fjarlægar? x x x Víkverji dagsins er einn af þeimmörgu sem sáu húsnæðisskuld- ina rjúka upp fyrir íbúðarverðið og á því um sárt að binda. Tæknilega séð á hann líklega minna en engan pen- ing. Hann gæti því vel hugsað sér að geta skroppið til hlýrra stranda í skammdeginu, án þess að þurfa að yfirgefa ríkið. x x x Tortólumenn búa í Karíbahafinu,þeir eiga nóg af sólskini og notalegum baðströndum. Þeir hafa árum saman átt mikil samskipti við okkur, að vísu hafa fæstir þeirra haft hugmynd um þetta og deila má um það hversu farsæl samskiptin voru. En þau eru söguleg staðreynd. Víkverji vill hér með varpa fram hugmyndinni um ríkjasamband Ís- lands og Tortólu. Tvær litlar eyþjóð- ir eru sterkari en ein. Þessi hret eru óþolandi. Og hverju hefðum við að tapa? x x x Nóg um það. Annars langar Vík-verja að óska hjónunum á Þor- valdseyri til hamingju með nýju Gestastofuna. Það er svo frábært að sjá fólk grípa tækifærið til að snúa á örlögin sem léku marga bændur undir Eyjafjöllum svo hart í gosinu. Þau Guðný og Ólafur áttuðu sig á því að þetta varð að gera strax með- an hamfarirnar voru enn í fersku minni bæði okkar og erlendra ferða- manna. Margir þeirra vilja örugg- lega sjá með eigin augum staðina sem voru á sjónvarpsskjám um allan heim. Og fræðast. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dyngja, 4 dæma, 7 steinn, 8 skrá, 9 pinni, 11 raddar, 13 dvöldust, 14 ævi- skeiðið, 15 verkfæri, 17 dútl, 20 elska, 22 loðskinns, 23 ljúkum, 24 híma, 25 lengd- areining. Lóðrétt | 1 tryggingafé, 2 mjúkum, 3 svelgurinn, 4 spilltan félagsskap, 5 hrúg- an, 6 bardaganum, 10 hak- an, 12 urmul, 13 sár, 15 lág- fótan, 16 skartgripir, 18 snérum, 19 myrkur, 20 kvenfugl, 21 klæðleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sjávardýr, 8 lækur, 9 kytra, 10 nýr, 11 turna, 13 af- ræð, 15 spors, 18 klára, 21 kol, 22 fatta, 23 Óttar, 24 saka- manns. Lóðrétt: 2 jakar, 3 varna, 4 ríkra, 5 ýktur, 6 hlut, 7 gauð, 12 nær, 14 fól, 15 sófl, 16 ostra, 17 skaða, 18 klóra, 19 ástin, 20 aurs. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Be2 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. 0-0 Rc6 8. Be3 Be7 9. f4 d6 10. Kh1 0-0 11. De1 Rxd4 12. Bxd4 b5 13. a3 Bb7 14. Dg3 Had8 15. Bd3 Hd7 16. Hf3 Re8 17. Dh3 g6 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Aix-les-Bains í Frakklandi. Stórmeistarinn Sergey Fedorchuk (2.677) hafði hvítt gegn Rúmenanum Titus-Nad Petre (2.377). 18. Dxh7+! og svartur gafst upp enda óverjandi mát eftir 18. … Kxh7 19. Hh3+. Skák- þing Íslands, landsliðsflokkur, fer fram þessa dagana á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Grandmaster. Norður ♠D10 ♥G743 ♦K84 ♣10864 Vestur Austur ♠KG9 ♠8542 ♥KD98 ♥1052 ♦D9 ♦Á10753 ♣9732 ♣5 Suður ♠Á763 ♥Á6 ♦G62 ♣ÁKDG Suður spilar 3G. Hollendingar æfa nú af kappi fyrir HM, sem verður á heimavelli þeirra í Veldhofen í haust. Nýlega spiluðu þeir æfingaleik við sterka blöndu frá Ísrael og Englandi. Jan Jansma var í bana- stuði, einkum ef hann komst í þrjú grönd. Minntu tilþrifin á Sigtrygg „grandhog“ Sigurðsson í gamla daga, þegar hann var að hogga til sín og rúlla heim næfurþunnum grandgeimum. A-V voru Bakhshi og Townsend. Sá fyrrnefndi hafði doblað laufopnun Jansma og fengið tígulsvar. Þess vegna valdi hann fremur undarlegt út- spil – ♦D. Jansma lagði kónginn á og tók næsta slag strax á ♦G. Spilaði svo spaða að blindum. Vestur drap og spil- aði aftur spaða. Átta slagir mættir og sá níundi kom á batta: Jansma tók lauf- in og ♠Á, spilaði svo ♥Á og hjarta, sem tryggði honum slag á ♥G í lokin. 18. apríl 1872 Jarðskjálftar ollu stórtjóni á Húsavík. „Húsin léku til og frá, teygðust sundur og sam- an,“ segir í Annál nítjándu ald- ar, og „varla gátu staðið á ber- svæði nema styrkustu menn.“ Meira en hundrað manns urðu húsnæðislausir. Stærstu skjálftarnir voru 6-7 stig. 18. apríl 1903 Eldur kom upp í húsinu Glas- gow, sem stóð milli Fischer- sunds og Vesturgötu í Reykja- vík, en það var stærsta hús sem reist hafði verið á Íslandi. Ekki varð við eldinn ráðið en fólk bjargaðist með naum- indum. 18. apríl 1935 Efnt var til „skíðaviku“ á Ísa- firði í fyrsta sinn. Þátttak- endur voru níutíu, flestir frá Ísafirði. Skíðavikan hefur síð- an verið árlega, um páskana. 18. apríl 1958 Volkswagen-bifreið var flutt með flugvélinni Gljáfaxa frá Reykjavík til Akureyrar. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bíll er fluttur loftleiðis hér innanlands,“ sagði Al- þýðublaðið. 18. apríl 2007 Milljónatjón varð í stórbruna á horni Lækjargötu og Austur- strætis í Reykjavík. Rúmlega 200 ára gamalt hús gjör- eyðilagðist og hús sem var reist fyrir meira en 150 árum stórskemmdist. „Mesti bruni í miðbænum í fjörutíu ár,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Helgi Jónas Guðfinnsson, einka- og körfuknatt- leiksþjálfari fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Helgi er þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í körfu- knattleik og einkaþjálfari í Orkubúinu-Heilsurækt þar í bæ. Hann er einnig kennari við ÍAK einka- þjálfaranám Keilis. Þá er ekki allt upp talið, því Helgi heldur einnig úti vefnum styrktarthjalfun.is, upplýsingavef um allt sem tengist styrktarþjálfun, næringu og almennri heilsu. Helgi hefur þjálfað fjöldra þekktra íþróttamanna, ekki bara úr körf- unni, en á meðal þeirra eru Hlynur Bæringsson, Einar Hólmgeirsson og Brenton Birmingham. Helgi á sjálfur að baki glæsilegan körfuknattleiksferil, og á til að mynda 63 A-landsleiki að baki. Ellefu ára gamall flutti hann frá Nes- kaupstað til Grindavíkur. Hann lék lengi vel með liði Grindavíkur, en gerðist atvinnumaður rúmlega tvítugur. Hann lék með liðum í Belgíu og Hollandi og fagnaði meistaratitlum í báðum löndum. Þegar heim var komið gekk hann aftur til liðs við Grindavík, sem hann þjálfar í dag. Helgi segist ætla að halda afmælisdaginn hátíðlegan með fjöl- skyldu sinni, en hann er kvæntur Arnfríði Krisinsdóttur og á tvö börn, Arnór Tristan og Anítu Rut. einarorn@mbl.is Helgi Jónas Guðfinnsson er 35 ára í dag Fagnar með fjölskyldunni Flóðogfjara 18. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.10 -0,1 6.12 4,1 12.26 -0,1 18.37 4,3 5.46 21.09 Ísafjörður 2.16 -0,2 8.06 2,2 14.32 -0,2 20.36 2,3 5.41 21.24 Siglufjörður 4.14 -0,1 10.35 1,3 16.42 -0,1 22.54 1,4 5.23 21.08 Djúpivogur 3.25 2,2 9.30 0,2 15.46 2,5 22.04 0,1 5.13 20.41 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er margt sem freistar í fjár- málaheiminum og margt að varast. Fólk sem hefur áhuga á þér getur líka hjálpað þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur velt langtímamarkmiðum fyrir þér og komist að niðurstöðu. Vertu eins og franskur rennilás og losaðu þig annað veifið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Til að forðast allan misskilning skaltu samt ræða málið við viðkomandi að- ila. Næsta mánuðinn munu samstarfsfélag- arnir sýna þér venju fremur mikinn stuðning. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Eitthvað sem þú hefur reitt þig á frá öðrum er skyndilega ekki í boði lengur. Fólk sem á sér líf ætlast ekki til að þú sleppir öllu til að falla því í geð. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert svo upptekinn af tæknilegum at- riðum þess sem þú ert að bauka að þú verð- ur að passa þig að missa ekki sjónar á stóru myndinni. Skyndilega er heimilis- og fjár- málavandinn á brott. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Rómantíkin nær sér á skrið, þó að þú takir kannski varla eftir því. Eitthvað sem var ófrágengið eða óútskýrt í síðasta mánuði er nú alveg klippt og skorið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ekki nóg að geta sett mál sitt fram með skemmtilegum hætti ef þú gætir þess ekki að ræðan sé líka fræðandi. Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er langur listi verka sem þarf að sinna, og þú ert rétti maðurinn. Nú er tækifærið að sýna hvað í þér býr. Hikaðu ekki við að slá til, þú þarft ekki að vera of- urhetja. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þig langar til að skipta sköpum í lífi vina þinna, en sú löngun má ekki taka yfir líf þitt. Krafturinn liggur í loftinu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ágætt að staldra við, líta yfir sviðið og reyna að gera sér grein fyrir því, hvort málin þokast áfram eða ekki. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú átt eitthvað erfitt með að gera upp hug þinn núna. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónarsemi þína. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnst þú vera að drukkna í alls kyns misvísandi upplýsingum. Ekki snið- ganga þarfir þinna nánustu núna. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.