Morgunblaðið - 18.04.2011, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
Hjördís Stefánsdóttir
hjordst@hi.is
Á gullaldarárum Hollywood
(1927-1960) höfðu flestar kvik-
myndir karllega frásagnarfestu
sem rofin var með nærmyndum
af íðilfögrum konum. Ímynd
konunnar birtist þá sem af-
markaður og kynferðislegur við-
burður sem var oft í litlu sam-
hengi við atburðarásina. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar síð-
an og nú er svo komið að meðal
vinsælustu hasarmyndahetjanna
eru kraftmiklar konur sem
tukta varmenni hressilega og
bjarga gjarnan heiminum í leið-
inni. Fyrir stuttu steig til dæm-
is Beatrix Kiddo á svið og tryllti
lýðinn með aðför sinni að fúl-
menninu Bill. Þar áður lét Lara
Croft til sín taka og englar
Charlies komu, sáu og sigruðu.
Hasarmyndakvenhetjan
blómstrar hreinlega í Hollywood
um þessar mundir en hún á
rætur að rekja aftur til miðrar
síðustu aldar.
Tálkvendi í rökkurmyndum
Þá fóru konur í fyrsta sinn að
knýja atburðrás kvikmynda í
rökkurmyndunum svokölluðu. Á
stríðsárum héldu konur hjólum
atvinnulífsins gangandi en að
stríði loknu urðu margar þeirra
frá að hverfa þegar heimkomnir
hermenn mettuðu vinnumark-
aðinn. Rökkurmyndir taka á
þessum öru hlutverkaskiptum
og tefla fram hinu ógurlega
tálkvendi. Tálkvendið er sjálf-
stæð kona sem með þokka sín-
um dregur ólánsamar karlhetjur
inn í heim morða og svika. Hún
er dulúðleg og myndavélin
fylgir hverri hreyfingu hennar.
Það gerir einnig karlkyns áhorf-
andinn sem er óbanginn því
tálkvendinu var ávallt rutt úr
vegi á endanum þannig að
feðraveldið hélt velli.
Fæðing hasarmynda-
kvenhetjunnar
Það má segja að fæðing
hasarmyndakvenhetjunnar verði
síðan á áttunda áratugnum í
kjölfar vaxandi jafnréttisbar-
áttu. Kvenhetjan er þá sköru-
legri og heildstæðari persóna. Í
sjónvarpsþáttum eins og Char-
lie’s Angels og Wonder Woman
er kvenhetja komin í stað karls-
ins í miðju atburðarásarinnar þó
formgerðin beri augljós merki
þess óöryggis sem fylgdi breyt-
ingunni. Englar Charlies voru í
senn hetjur og fyrirsætur en
umfram allt þjónuðu þær mið-
lægri karlpersónu. Kynþokki
þeira vegur upp á móti sterkri
stöðu þeirra í frásögnunum.
Þessir sjónvarpsþættir eru
byggðir á myndasögum um
leðurklæddar slagsmálastelpur.
Af sama meiði úr heimi kvik-
myndanna kemur Barbarella
(1968) sem aftur varð svo fyr-
irmynd að Red Sonja (1985) og
Conan the Destroyer (1984). Á
þessum tíma áttu austurlenskar
bardagamyndir einnig miklum
vinsældum að fagna, þar á með-
al myndir með aðsópsmiklum
kvenhetjum. Hollywood innlim-
aði þessa hefð í sína framleiðslu
og í byrjun tíunda áratugarins
voru China O’Brien-myndirnar
frumsýndar þar sem kvenhetjan
er byssulaus lögreglustjóri, föð-
urlaus dóttir og óttalaus kona.
Andstæðingar hennar gerðu ráð
fyrir að hún gæti ekki barist en
annað kom á daginn.
Ný kynslóð kvenhetja
Síðan þá verður frásagn-
arminnið um kvenhetjuna sem fet-
ar í fótspor föður síns sífellt al-
gengara. Oftast tengjast störf
þeirra þá löggæslu og er Clarice
Starling gott dæmi um slíka hetju.
Í The Silence of the Lambs (1991)
sjáum við þessa litlu nettu konu
reyna að hasla sér völl innan karl-
veldis FBI. Hún er notuð sem
kynferðislegt agn á Hannibal Lec-
ter í von um að hann hjálpi FBI
við að handsama annan raðmorð-
ingja. Þar sem henni er kerf-
isbundið haldið utan rannsókn-
arinnar sameinar hún krafta sína
og Lecters og leysir málið á eigin
vegum. Þannig hlýtur hún náð
karlveldis FBI en kvenhetjur á
borð við hana þurfa iðulega að
berjast gegn kerfinu til að sanna
sig, öðlast sjálfstæði og verða
hluti af hópnum.
Slíkt á sterklega við Ripley í
Alien(s)-myndunum sem upp-
haflega tilheyrir ekki hópnum og
er auðsýnileg andstæða allra
hinna kvenpersónanna. Ripley og
Sarah Connor úr Terminator 2
(1991) eru enn fremur kyndilberar
nýrrar kynslóðar kvenhetja, þær
eru massaðar og búa yfir miklum
karllegum styrk. Yfirleitt tengjast
slíkar hetjur hermennsku af ein-
hverju tagi. Með Alien komst
kvenhetjan í stórmyndaframleiðslu
Hollywood en femínistar afskrif-
uðu hasarkvikmyndir níunda ára-
tugarins sem karllegar og aft-
urhvarf í sjálfstæðisbaráttunni.
Kvikmyndin Thelma and Louise
(1991) breytti viðhorfunum nokk-
uð. Þær stöllur voru kvenlegar að
hætti staðalímynda en mótlæti
lífsins bugar þær og margir vilja
því meina að boðskapur mynd-
arinnar þjóni hugmyndaforræði
feðraveldisins.
Áfram hélt kvenhetjan þrauta-
göngu sinni án teljandi vinsælda.
Barb Wire (1996) fékk töluvert
umtal enda kvenhetjan erótísk.
Hún hefur það þó fram að færa að
hún býður ekki aðeins upp á
kynferðislegt gláp karlmanna
heldur svarar í sömu mynt. Þrátt
fyrir umtalið var aðsóknin vægast
sagt dræm. Ekki áttu myndirnar
The Long Kiss Goodnight (1996)
og G.I. Jane (1997) heldur mikilli
velgengni að fagna. Formúla
kvenhetjumyndanna gekk ekki
nægilega vel upp þannig að stór-
jöfrar Hollywood héldu áfram að
framleiða nær eingöngu myndir
sem snerust um karlhetjur og
rómantísk viðföng þeirra.
Hasarmynda-
kvenhetjan slær í gegn
Síðustu árin hefur svo orðið
bylting í þessum efnum og hasar-
myndakvenhetjurnar hafa rutt sér
til rúms. Myndirnar Charlie’s
Angels (2000/2003), Kill Bill (2003/
2004) og Salt (2010) höluðu allar
inn yfir 100 milljónir dala í bíó-
húsum og fóru þar með inn á vin-
sældasvæði sem hörkutól eins og
Schwarzenegger höfðu áður
drottnað yfir. En fleira kemur til.
Ímynd kvenhetjunnar hefur einnig
verið endurbætt. Forsenda góðrar
hasarræmu virðist því nú liggja í
að kvenhetjan barmi sér aldrei,
tali minna og standi vörð um dul-
úð sína. Kvenhetjurnar myrða yf-
irleitt ekki erkióvininn með köldu
blóði heldur koma honum fyrir
dóm með öðrum hætti. Subbulegt
ofbeldi sem fyrirfannst í gömlu
hasarmyndunum á ekki við í nýju
myndunum, hárgreiðsla og farði
hetjanna helst í skorðum sama
hvað gengur á. Kill Bill er mik-
ilvæg undantekning frá þessu og
gæti verið vísir að því sem koma
skal.
Nútímakvenhetjurnar eru einn-
ig geðfelldar. Þær leysa oft deilur
án ofbeldis, á rökrænan hátt og
sýna samúð og meðaumkun. Mis-
kunnarlaus kvenhetja selur ekki
eins og Geena Davis komst að í
The Long Kiss Goodnight. Í byrj-
unaratriðinu gerir hún nokkuð
sem alls ekki samræmist hug-
myndum um kvenlegt eðli er hún
snýr dádýr úr hálsliðnum. Lykill-
inn að velgengni virðist liggja í að
kvenkyns áhorfendur geti sam-
samað sig við hetjuna og að hún
sé ekki svo ógnandi að karlmenn
geti ekki litið hana girndaraugum.
Söguleg þróun kvenhetjunnar
í hasarmyndum Hollywood
Liðug Fimir og liprir líkamar kvenhetja eins og Umu Thurman láta gamlar kempur og vöðvatröll á borð við Arnold Schwarzenegger líta út eins og
þungalamalega og hægfara klumpa. Hér er Thurman á fullri ferð í mynd Quentin Tarantino, Kill Bill eða Bana Billa eins og hún var þýdd.
Dýrsleg Dregið var úr ótta við hið
annarlega með því að gera svartar
kvenhetjur eins og Grace Jones í
Conan the Destroyer dýrslegar.
Meðal vinsælustu hasarmyndahetja Hollywood í dag eru kraftmiklar konur sem tukta til varmenni
Lykillinn að velgengni kvenhetjunnar virðist m.a. liggja í að karlmenn geti litið hana girndaraugum
Hanna, ný hasarmynd með kven-
hetju, verður frumsýnd hér-
lendis um páskana. Samnefnd
aðalhetja (Saoirse Ronan) er
táningsstúlka sem þjálfuð hefur
verið af föður sínum (Eric Bana)
til að verða hinn fullkomni laun-
morðingi. Hún hefur lygilegan
styrk, úthald og herkænsku en
öll uppvaxtarár hennar fóru í
stífa þjálfun á harðneskjulegum
auðnum Finnlands. Hún er send
út af örkinni til að drepa spillta
bandaríska alríkislögreglukonu
(Cate Blanchett) og klekkir á öll-
um andstæðingum sem settir
eru henni til höfuðs. Myndin ger-
ir út á þá þróun síðustu ára að
hafa erkióvin kvenhetjunnar
harðsvíraða konu sem hægt er
að sigrast á án þess að vekja
geldingarótta meðal karlkyns
áhorfenda. Hetjan er enn fremur
barnung til að hnykkja á óflekk-
aðri ímynd sakleysis og fölsku
varnarleysi.
NÝ ÞRÓUN
Hanna Stilla úr kvikmyndinni.
Ung og sak-
laus kvenhetja