Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 108. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Lést í bílslysi
2. Ingólfur Margeirsson látinn
3. Kyssti keisaraynjuna á kinnina
4. Siglfirðingur fékk 61 milljón
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á gullaldarárum Hollywood höfðu
flestar kvikmyndir karllega frásagn-
arfestu sem rofin var með nær-
myndum af fögrum konum. Síðustu
árin hefur orðið bylting í þessum efn-
um og hasarmyndakvenhetjur rutt
sér til rúms. »28
Þróun kvenhetjunnar
í hasar Hollywood
Leikhópurinn
Vesturport tók í
gær við evrópsku
leiklistarverðlaun-
unum í Péturs-
borg. Verðlaunin
hlaut hópurinn
fyrir frumleika,
nýsköpun og
framlag sitt til
leiklistar í Evrópu. Hópurinn hefur
sett upp Faust og Hamskiptin í borg-
inni sl. daga fyrir fullu húsi leikhús-
fólks, blaðamanna og gagnrýnenda.
Vesturport tók við
leiklistarverðlaunum
The Weird Girls Project ætlar að
framkvæma næsta gjörning í maí og
hafa stúlkurnar verið að afla fjár til
þess að af honum megi verða.
Hópurinn ætlar að nota
trampólín í gjörningnum
og óskar eftir að fá
lánuð lítil trampól-
ín. Þeir sem til-
búnir eru til þess
eru beðnir að hafa
samband við
kittyvonsometi-
me@gmail.com
Weird Girls Project
leitar að trampólínum
Á þriðjudag Vestan 8-13 m/s, en 15-20 við NA-ströndina í fyrstu.
Bjartviðri A-lands, annars víða él. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag SV 8-15 m/s. Rigning eða slydda. Hiti 2 til 10 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG S 10-15 m/s austan til, hægari vestlæg eða
breytileg átt á V-landi. Rigning víða um land og slydda vestast. Hiti
1 til 10 stig, mildast A-lands. Vestan 10-15 í kvöld og él V-til.
VEÐUR
Rut Jónsdóttir braut blað í
sögu íslensks handbolta á
laugardaginn. Hún varð þá
fyrsta íslenska handknatt-
leikskonan sem tryggir sér
rétt til að spila úrslitaleik í
Evrópukeppni. Rut og sam-
herjar hennar í danska lið-
inu Team Tvis Holstebro
fengu óvænt sæti í Evr-
ópukeppni í haust og á
laugardag unnu þær ævin-
týralegan sigur á Lada frá
Rússlandi. »1
Rut fyrst í úrslit í
Evrópukeppni
Liverpool kom erkifjendum sínum í
Manchester United að góðu liði í bar-
áttunni um enska meistaratitilinn í
fótbolta í gær. Dirk Kuyt jafnaði fyrir
Liverpool gegn Arsenal á síðustu
sekúndu í 12 mínútna uppbótartíma
og jók verulega möguleikana á að
United yrði meistari í 19. sinn, einu
sinni oftar
en Liver-
pool. »7
Liverpool aðstoðar
erkifjendurna
Eftir góðan árangur íslenska karla-
landsliðsins í íshokkíi á öðru heims-
meistaramótinu í röð er sorglegt að
íshokkíáhugamenn á Íslandi skuli
ekki fá tækifæri til að sjá með eigin
augum hversu sterkt landslið þeirra
er orðið, segir Kristján Jónsson í við-
horfsgrein en hann fylgdist með
mótinu sem lauk í Zagreb á laug-
ardaginn. »8
Sorglegt að fá ekki
að sjá landsliðið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Um helgina fór fram þing ung-
mennaráða sveitarfélaga í Iðnó í
Reykjavík, Stjórnlög unga fólksins,
en að því stóðu Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF, umboðs-
maður barna og Reykjavíkurborg.
Markmiðið með þinginu var að
rödd barna og ungmenna fengi að
heyrast við endurskoðun stjórn-
arskrárinnar.
Á þinginu mótuðu fulltrúar ung-
mennaráða 16 sveitarfélaga á land-
inu tillögur og gáfu álit á ýmsum
málum sem tengjast stjórnarskrá
Íslands og verður skýrsla unnin úr
niðurstöðum þingsins og afhent Al-
þingi og stjórnlagaráði. Var m.a.
gerð krafa um að stjórnarskráin
væri læsileg, aðgengileg og á ein-
földu og skýru máli og einnig að
efni hennar yrði kynnt börnum og
unglingum. Þátttakendur eða þing-
menn voru 41, sá yngsti 13 ára.
Fjármálafræði í grunnskólum
„Mér fannst þetta ganga framar
mínum björtustu vonum, alveg frá-
bærlega,“ segir Vigdís Fríða Þor-
valdsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs
sveitarfélagsins Árborgar, um þing-
ið en hún er 15 ára. Hvað endur-
skoðun stjórnarskrárinnar eða
mögulegar breytingar á henni varð-
ar nefnir Vigdís mikilvægi þess að
kennd verði fjármálafræði í grunn-
skólum.
„Það er verið að kenna okkur eðl-
isfræði og ýmislegt annað en okkur
er ekki kennt að fara
með peninga,“ segir
Vigdís. Vigdís segist
hafa orðið hissa þegar
hún komst að því
hversu stutt
stjórnarskráin
væri og segist
hafa kynnt sér
hana m.a. með
því að horfa á myndbönd á vef
Stjórnlaga unga fólksins.
Óþarft ákvæði um þjóðkirkju
Svanur Pálsson, 17 ára, sat einnig
þingið sem fulltrúi ungmennaráðs
Ísafjarðarbæjar. Svanur segir erfitt
fyrir unga fólkið að lesa stjórnar-
skrána, hana þurfi að umorða fyrir
ungmenni landsins svo þau geti
kynnt sér hana vel. „Þetta eru nátt-
úrlega grunnlögin,“ bendir Svanur
á. Hvað aðrar mögulegar breyt-
ingar á stjórnarskránni varðar
nefnir Svanur orðalag í mannrétt-
indakafla skrárinnar, telur að það
megi einfalda með því að segja stutt
og laggott að allir séu jafnir fyrir
lögum. Þá telur hann ákvæði um
þjóðkirkju ekki eiga heima í
skránni.
Stjórnarskrá unga fólksins
Ungmenni hug-
leiddu stjórnar-
skrána í Iðnó
Morgunblaðið/Golli
Þing Fulltrúar ungmennaráða sveitarfélaga í Iðnó í fyrradag að velta fyrir sér endurskoðun stjórnarskrárinnar.
„Við fáum Nýja testamentið að
gjöf í barnaskóla, af hverju ekki
stjórnarskrána?“ var ein þeirra
hugmynda sem viðr-
aðar voru á Stjórn-
lögum unga
fólksins. Einnig
var krafa gerð
um að
stjórnarskráin væri læsileg, að-
gengileg, á einföldu og skýru máli
og að börnum og unglingum yrði
kynnt efni hennar sérstaklega.
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnlaga-
ráðsmaður var á þinginu. „Þarna
kom ýmislegt áhugavert fram, til
dæmis að forsetinn eigi að geta
vísað málum aftur til þingsins.
Þetta sýnir bara hvað unglingarnir
eru frjóir og hafa margt til mál-
anna að leggja,“ er haft eftir henni
á vef Morgunblaðsins.
Læsileg og aðgengileg
UNGMENNIN UM STJÓRNARSKRÁNA
Vigdís Fríða og Svanur