Morgunblaðið - 04.05.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað
um Eurovision föstudaginn 10. maí.
MEÐAL EFNIS:
Allt um Eurovision.
Stiklað á stóru í sögu
Eurovision í máli og myndum,
helstu lögin og uppákomurnar.
Íslenska lagið og sagan
á bak við það.
Kynning á keppendum
í undankeppni og í aðalkeppni.
Frammistaða íslendinga
í gegnum tíðina.
Íslensku lögin í gegnum tíðina.
Klæðaburður keppanda,
tíska og tískuslys.
Ásamt fullt af spennandi efni
um Eurovision.
–– Meira fyrir lesendur
Eurovision 2011
SÉ
R
B
LA
Ð
Þann 10. maí gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Eurovision.
Undankeppnin verður 10. og 12. maí. Aðalkeppnin er laugardaginn 14. maí.
Þetta er blaðið sem lesendur hafa við höndina þegar Eurovision verður
sýnt í sjónvarpinu.
Katrín Theódórsdóttir
Sími569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 5. maí.
Mánudagur er ekki til mæðu hjá stjörnunum sem mættu galvaskar í
sínu fínasta pússi á galakvöld sem haldið var á vegum Costume
Institute í Metropolitan-safninu í New York. Þetta er einn helsti við-
burður ársins í tískuheiminum og skarar klæðaburðurinn hugsan-
lega fram úr Óskarsverðlaununum í fínheitunum. Galakvöldið er
haldið við upphaf sýningar safnsins og hafa þemu sýningarinnar
undanfarin ár verið bæði ofurhetjur og súpermódel. Að þessu
sinni er sýningin tileinkuð ævistarfi breska hönnuðarins Alex-
anders McQueens, sem féll frá langt fyrir aldur fram á síðasta
ári. Sýningin ber nafnið „Savage Beuty“ sem mætti þýða
„Villt fegurð“.
ingarun@mbl.is
Reuters
Myndarleg hjón Íþróttamaðurinn Tom Brady ásamt eiginkonu sinni,
ofurfyrirsætunni Gisele Bündchen, íklæddri Alexander McQueen-kjól.
Í hvítu Söngkonan Florence Welch kom fram seinna um
kvöldið en hér er hún ásamt hönnuðinum Stefano Pilati.
Algjör stjarna Madonna var í kjól frá vinkonu sinni
Stellu McCartney með Cartier-skartgripi.
Reuters
Tískupar Gossip Girl-leikkonan Blake Lively, með glænýjan háralit, íklædd hátískukjól
frá Chanel ásamt hönnuðinum Karli Lagerfeld í fötum frá Tom Ford.
Reuters
Gullslegin Fyrirsætan Iman tók sig sérstaklega vel
út á dreglinum og var eins og nýsleginn túskildingur.
Ólíkindahjón Fyrirsætan Lara Stone og grínistinn
David Walliams úr Little Britain.
Stjörnupar Leikararnir Joshua Jackson og Diane
Kruger í Jason Wu tóku sig vel út saman.
Villt fegurð
Rauðir lokkar Poppstjarnan Rihanna var í kjól
frá breska hönnuðinum Stellu McCartney.
þriðj i n