Morgunblaðið - 04.05.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.2011, Blaðsíða 11
Næsta stóra ferðalag Katrínar hefst í lok mánaðarins þegar hún fer til Afríku þar sem hún ætlar að vera í fimm vikur. Þar hefur henni verið boðið að halda erindi á ráðstefnu um Viðskiptavinir Símans fá 25% afslátt af GSM aukahlutum í dag! Magnaðir miðvikudagar! GSM ferðahleðslutæki á 25% afslætti Fólk giftir sig að sjálfsögðu á öllum árstímum en nú rennur þó upp sá tími árs sem margir kjósa að gifta sig. Njóta sólarinnar og sumaryls- ins á þessum sérstaka degi. Að mörgu er að hyggja fyrir brúðkaup og kostnaður- inn getur orðið mikill enda vill fólk gera þennan dag alveg einstakan. Á sumum sviðum má þó vel spara með sniðugum hug- myndum. Vefsíðan zella- guide.com er einmitt hugs- uð fyrir brúðir sem hafa glöggt auga fyrir föndri og nostri þegar kemur að borða- skreytingum og öðru slíku. Á síðunni er að finna margar sniðugar hugmyndir að því hvernig nota má blóm á nýstár- legan hátt og klippa og föndra út ýmiss konar fallegt borð- skraut. Á vefsíðunni er að finna góðar leiðbeiningar og myndir og er sjón sannarlega sögu ríkari. Vefsíðan www.zellaguide.com Krúttlegt Þessar sætu uglur geta skreytt borðið sem brúðhjónin sitja á. Sniðugar brúðkaups- hugmyndir sjálfbæran ferðaiðnað, en það er efn- ið sem meistararitgerð hennar frá HÍ og Berkeley-háskóla í Kaliforníu fjallaði um. og þannig var ég t.d. sex vikur í Equador eitt sumarið. Stundum er ég bara á bakpokaferðalagi um löndin og er þá í styttri tíma á hverjum stað – ég eyddi t.d. bara örfáum dögum í El Salvador. Sum löndin hef ég heim- sótt oft svo það er allur gangur á þessu.“ Og það er enginn vafi á því hvað heillar við ferðalögin. „Mér finnst menntun mjög mikilvæg og m.a. þess vegna er ég með meistaragráðu en ég hef lært miklu meira á ferðalögunum en í skólunum sem ég hef gengið í. Ferðalög eru svo góð leið til að læra um heiminn, annað fólk og menningu og maður lærir jafnvel önnur tungu- mál. Ég lærði t.d. spænsku af því að ferðast um Suður-Ameríku í tvö sum- ur. Um leið verður maður betri manneskja af því að þurfa að spjara sig við ólíkar aðstæður.“ Katrín Sif er styrkt af ferðavef- síðunni www.dohop.com gegn því að hún skrifi ferðapistla. „Það dugir hins vegar ekki til framfærslu að fullu. Draumurinn er að lifa af því að skrifa um ferðalög í framtíðinni. Sem stend- ur einbeiti ég mér að því að byggja upp ferilskrána og smám saman von- ast ég til að byggja upp orðspor mitt sem ferðapenni. En mig langar líka til að læra meira og er að sækja um doktorsnám í ferðamennskufræðum. Venjulega er slíkt nám styrkt með einhverjum hætti svo ég gæti þá ver- ið í námi að læra um ferðamennsku um leið og ég nýtti ferðalögin til rannsókna fyrir doktorsverkefnið.“ Veraldlegir hlutir lítils virði Hún bætir því við að ferðalögin hafi veitt henni nýja sýn á lífið. „Það sem angrar mig mest við vestræna lifnaðarhætti er að þeir eru svo orku- frekir. Hver einstaklingur notar svo Mikilfenglegur Við Kaiteur-fossinn í Guyana en mamma hennar er þaðan. Útsýni Á toppi Borðfjallsins, Table Mountain, í Cape Town í Suður-Afríku. mikið af auðlindum jarðar bara í dag- legu lífi – allir eiga tvo bíla og kaupa sér ný föt um hverja helgi. Þegar ég kem aftur til Reykjavíkur eftir ferða- lög reyni ég að passa inn í hópinn en finn strax að það kostar mikið að gera mjög lítið. Á stöðum eins og Arg- entínu eyði ég hins vegar litlu við að gera hluti sem eru al- veg jafn spennandi og menningarlegir og það sem fólk er upptekið af hér.“ Sjálf segir hún veraldlega hluti lít- ils virði í sínum huga. „Mig langar ekki að eyða pen- ingunum mínum í bíl eða kaupa íbúð þegar ég er 25 ára og ég vil ekki kaupa ný föt um hverja helgi því mér finnst þessir hlutir einskis virði. Mig langar frekar að eyða peningunum mínum í upplifanir. Jafnvel þótt þær séu ekki áþreifanlegar og vari bara í ákveðinn tíma þá enda þær ekki sem rusl sem þarf að urða. Mér finnst líka mikill kostur að þessum lífsstíl fylgir engin áhætta – ég á ekki á hættu að missa húsið mitt ef ég þéna ekki nógu mikið – upplifanirnar eru mínar um leið og þær gerast og þær verða mínar að eilífu. Þú getur tapað svo miklu þar sem veraldlegir hlutir eru annars vegar, en það er ekki hægt að tapa reynslunni sinni.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011 Til að auðvelda sér ferðalögin fjárhagslega stundar Katrín það sem kalla mætti á íslensku beddaflakk. „Beddaflakk er hægt að stunda í gegn um vefsíðuna www.couchsurfing.org en í gegn um hana er hægt að komast í samband við hina og þessa gestgjafa um allan heim, sem bjóða manni að gista á sófanum hjá sér, endurgjaldslaust. Svo þegar ég er á Íslandi býð ég fram sófann minn fyrir ferðalanga sem langar til að koma hingað til lands. Þetta er heilt net ferðalanga sem annað hvort taka á móti gestum endurgjaldslaust eða gista ókeypis hjá öðrum. Þannig eignast maður nýja vini um leið og gistir hjá heimafólki og borgar ekki krónu fyrir.  Sjá fleiri myndir og ferðasögur á katrin.dohop.com Stundar beddaflakk GISTINGIN ÓKEYPIS 20% staðgreiðsla Frá 1. janúar 2011 ber bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 20% staðgreiðslu af vaxtatekjum og innleystum gengis- hagnaði ársfjórðungslega. Sama gildir um arð sem greiddur er til eigenda af eignarhlutum í félögum. Athygli er vakin á breyttum reglum um úthlutaðan arð sem fer umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í lok viðmiðunarárs hjá þeim sem skylt er að reikna sér endurgjald vegna starfa í þágu félagsins. Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti Nú er hægt að gera skil á fjármagnstekjuskatti á rafrænan hátt. Farið er á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með kennitölu og aðallykli eða skilalykli. Síðan er valið vefskil > staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts og opnast þá form útfyllingar. Fylgja þarf leiðbeiningum til enda og verður þá til krafa í heimabanka gjaldanda. Hafi ekki verið um að ræða neinar skatt- skyldar greiðslur arðs og vaxtatekna á tímabilinu skal gera grein fyrir því. Gjalddagar Fjármagnstekjuskattur er 20% frá 1. janúar 2011. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2011 og 20. janúar 2012. Eindagi er 15 dögum síðar. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á fyrsta ársfjórðungi 2011 er 20. apríl en eindagi er 5. maí. Fjármagnstekjuskattur Tímabilið 1. janúar - 31. mars Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.