Morgunblaðið - 04.05.2011, Blaðsíða 38
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hinir árlegu Stuttmyndadagar í
Reykjavík fara fram í Bíó Paradís
dagana 15.-16. júní næstkomandi.
Keppt er um bestu stuttmyndina og
verða veitt þrenn peningaverðlaun
fyrir bestu myndirnar.
Frestur til að skila inn
myndum rennur út
þann 24. maí. Líkt og
venja er munu áhorf-
endaverðlaun verða
veitt sérstaklega. Auk
þess mun Sjónvarpið
sýna þær myndir sem
hljóta áðurnefnd verð-
laun. Þá verður leik-
stjóra þeirrar myndar sem hlýtur
fyrsta sætið boðið á Kvikmyndahá-
tíðina í Cannes að ári þar sem mynd-
in tekur þátt í hinu svokallaða Short
Film Corner.
Stuttmyndadagar hafa verið gras-
rótarvettvangur íslenskra kvik-
mynda allt frá 1991. Þar hafa fjöl-
margir kvikmynda-
gerðarmenn, sem síðar
hafa getið sér gott orð,
stigið sín fyrstu spor.
„Við erum mjög
spennt fyrir því að þetta
sé komið hingað, í Bíó
Paradís, þar sem þetta á
að sjálfsögðu heima,“
segir Ásgrímur Sverris-
son, dagskrárstjóri í Bíó
Paradís og kvikmyndagúrú með
meiru.
„Þetta er tveggja daga hátíð nú en
ekki eins og venjan hefur verið und-
anfarið. Við erum að gera aðeins
meira úr þessu. Innsendar myndir
eru margar að vanda og það minnk-
ar ekkert áhuginn á þessu. Það er
mikil gróska í grasrótinni, og bara
það að virknin sé mikil gefur til
kynna að einhverjir góðir hlutir séu
að gerast.“
Ásgrímur segir að þróunin í stutt-
myndagerð hérlendis, hvað efnistök
og slíkt varðar, sé athyglisverð.
Minna sé í dag um að fólk sé að apa
eftir, sem var giska algengt á tíma-
bili.
„Það var mikið um þetta a.m.k.
þegar Tarantino var sem heitastur.
En það er minna um það nú. Það
verður enginn meistari á því að
herma eftir öðrum meisturum, höf-
um það hugfast!“
Stuttmyndadagar í Reykjavík
fara fram 15.-16. júní í Bíó Paradís
Samskipti Úr sigurmyndinni 2010, Áttu vatn?, eftir Harald Sigurjónsson.
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Sýningin Verði þér að góðu verður frumsýnd í
Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardags-
kvöldið en í henni er manneskjunni fagnað
sem „marglaga félagsveru“ eins og segir í til-
kynningu. Það er félagsskapurinn Ég og vinir
mínir sem býður til þessa samkvæmis en
dansarinn Margrét Bjarnadóttir er einn for-
sprakkanna.
„Umfjöllunarefnið er ekki ósvipað og í sýn-
ingunni okkar Húmanimal fyrir tveimur ár-
um. Þá vorum við að vinna með manninn og
dýrið í manninum, þetta dýrslega eðli. Núna
erum við aftur að vinna með manninn en
leggjum áherslu á hann sem félagsveru,“ seg-
ir Margrét en óhætt er að segja að sýningin
Húmanimal hafi slegið í gegn.
Vinna sem hópur að sýningunni
Sami hópur er að baki þessari sýningu fyrir
utan að Sveinn Ólafur Gunnarsson kemur í
stað Jörundar Ragnarssonar. Aðrir leikarar
og dansarar í hópnum eru Álfrún Helga Örn-
ólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Ein-
arsson og Saga Sigurðardóttir auk Gísla
Galdurs Þorgeirssonar, sem kemur fram í
sýningunni auk þess að semja hljóðmyndina í
verkinu. Leikstjóri er Friðrik Friðriksson og
Rósa Hrund Kristjánsdóttir sér um leikmynd
og búninga. Sýningin er samstarfsverkefni
leikhópsins og Þjóðleikhússins og hlaut styrk
frá Leiklistarráði og Prologos.
„Við vinnum sem hópur að sýningunni og
erum öll höfundar henn-
ar. Hugmyndin sem
við lögðum af stað
með fór í mjög
marga hringi á
leiðinni,“ segir
Margrét sem út-
skýrir að þetta geti
verið erfitt en sé
sömuleiðis gefandi.
„Þegar maður finnur
að hlutirnir eru að
fara að ganga
upp verður
þetta alveg
tífalt meira
gefandi en
maður hár-
reytir sig
mjög mikið
þess á
milli. Við
erum níu
Níu manna lýðræði
Margrét Bjarnadóttir var í Þýskalandi í átta
mánuði á síðasta ári. „Ég fékk vinnuaðstöðu
í leikhúsi í Hamborg og samdi þar nýtt verk
sem ég frumsýndi í lok nóvember,“ segir hún
en verkið ber nafnið On Misunderstanding og
leikhúsið heitir Kampnagel og er vel þekkt.
Elín Hansdóttir gerði leikmyndina og bún-
ingana fyrir sýninguna en leikhúsið útvegaði
ekki aðeins vinnuaðstöðuna heldur fram-
leiddi líka þetta nýja verk. „Saga er
einmitt í þessu verki. Það er ekki búið
að sýna verkið á Íslandi en við gerum
það eftir að barnið hennar er komið í
heiminn.“
Hún segir það frábært að hafa
komist í þessa aðstöðu. „Þetta var
algjör lúxus að hafa vinnuaðstöðu
allan sólarhringinn í átta mánuði.“
Vinnuaðstaða allan
sólarhringinn
SETTI UPP DANSVERK Í HAMBORG
„Mikil gróska í grasrótinni“
Margrét
Bjarnadóttir
Ef þú ert hjá Símanum
skaltu grípa tækifærið
og græja þig upp
fyrir sumarið.
Magnaðir miðvikudagar!
25% afsláttur
af öllum GSM
aukahlutum í dag
Ég og vinir mínir setja upp
sýninguna Verði þér að góðu í
Þjóðleikhúsinu Bæði dans-
arar og leikarar taka þátt og
útkoman er líkamlegt leikhús
Sami hópur gerði Húm-
animal
Öðruvísi mannfræðingar
Hér má sjá hluta hópsins
sem frumsýnir Verði þér að
góðu á laugardaginn.
manns, þetta er níu manna lýðræði, sem get-
ur verið rosalega erfitt. Stundum skiptir ein-
faldlega máli hver er bestur í að selja hug-
mynd!“
Nota spuna en ekki skrifað handrit
Vinnuferlið hefur verið svipað og í Húm-
animal. „Við héldum að við hefðum lært rosa-
lega mikið af Húmanimal-ferlinu og þetta yrði
allt miklu auðveldara núna en níu manna lýð-
ræði er bara eins og það er. Þetta er okkar
vinnuaðferð. Við vinnum mikið upp úr spuna
og erum stanslaust að framleiða efni sem leið-
ir okkur síðan áfram. Við komum aldrei að
borðinu með skrifað handrit. Það sem við
framleiðum á æfingum nuddast smátt og
smátt inn í sýninguna,“ segir hún en sýningin
hefur breyst mikið meðan á þessu ferli hefur
staðið.
„Við ætluðum í upphafi að fjalla um mat og
matarmenningu, sem fór yfir í að fjalla um
manninn í matarboði sem breyttist síðan í
partí. Við skoðum hvernig fólk reynir að
tengjast hvað öðru. Við reynum að finna fýs-
íska nálgun á þessum efnivið,“ segir hún en
sýningin er á mörkum dans og leikhúss. „Það
væri kannski hægt að kalla þetta líkamlegt
leikhús,“ segir hún en tvær í hópnum eiga von
á barni, þær Álfrún og Saga og setur það
mark sitt á sýninguna, sem er krefjandi fyrir
alla. Til viðbótar á búningahönnuðurinn Rósa
Hrund líka von á barni þannig að það er ald-
eilis von á fjölgun innan hópsins.
Ögrum okkur meira svona
„Við erum alveg búin að gleyma því hver er
dansari og hver er leikari, við pælum ekkert í
því lengur, sem er bara mjög þægilegt og góð
tilbreyting. Ég held það væri erfitt að vinna
svona sýningu ef við værum upptekin af því
hver lærði leik og hver ekki. Þetta er stíll
hópsins. Það er svo mikilvægt að hugsa þetta
sem hóp en ekki einstaklinga með ákveðinn
bakgrunn,“ segir Margrét og bætir því við að
það fylgi því ákveðið frelsi að losna úr
fyrirfram skilgreindum hlutverkum.
„Það er frelsandi tilfinning í
svona samvinnu að henda sér
út í hlutina. Leikararnir
þurfa kannski að leggja
meira á sig í hreyfiköfl-
unum og við dans-
ararnir að leggja
meira á okkur
þegar við erum að
flytja texta. Við ögr-
um okkur meira svona,“
segir Margrét og útskýrir
að textinn sé líka meiri en í
fyrstu sýningu leikhópsins.
„Við erum með töluverðan día-
lóg í sýningunni.“
Aftur að umfjöllunarefni
verksins. „Við reyndum að
nálgast þetta sem autt blað og
settum Húmanimal til hliðar
en enduðum á því að fara ekki
langt frá því í efni. Við erum
ennþá að fjalla um manninn
og hvernig hann er eins og
skrýtið dýr og hvernig hann hag-
ar sér nema hvað með aðeins nýjan
fókus.“
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson