Morgunblaðið - 04.05.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2011-2012.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600.000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk.
til formanns sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Skagfirska söngsveitin í
Reykjavík heldur tónleika í
Salnum í Kópavogi á föstu-
dagskvöld kl 20:00. Gesta-
söngvari söngsveitarinnar
verður Sigrún „Diddú“ Hjálm-
týsdóttir, en einnig leikur
hljómsveit undir, skipuð þeim
Birni Thoroddsen á gítar,
Vigni Þór Stefánssyni á píanó,
Jóni Rafnssyni á bassa og Jó-
hanni Hjörleifssyni á tromur.
Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir ýmsa er-
lenda og innlenda höfunda, þar á meðal
Leonard Cohen, Charles Chaplin, Eric Clapton,
Magnús Eiríksson, Bubba, Sigfús Halldórsson og
fleiri; létt og klassísk tónlist í bland.
Tónlist
Skagfirska söng-
sveitin í Salnum
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Fjórtánda tölublað tímaritsins
Jóns á Bægisá er komið út. Jón
á Bægisá er tímarit um þýð-
ingar og birtir þýðingar á er-
lendum bókmenntum og efni
um þýðingafræði, þýðinga-
starfið og gildi þýðinga fyrir ís-
lenska menningu.
Í ritinu eru birtar ritsmíðar í
íslenskri þýðingu eftir heims-
þekkta höfunda.
Einnig eru í heftinu greinar
eftir Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur og Magnús
Fjalldal og þýðingar Sigurður A. Magnússonar á
ljóðum frá Suður-Afríku. Gauti Kristmannsson
skrifar síðan grein í minningu þýðingafræðingsins
Hans J. Vermeers.
Þýðingafræði
Fjórtánda tölublað
Jóns á Bægisá
Kápa 14. tölublaðs
Jóns á Bægisá.
Vetrarstarfi Karlakórs Kefla-
víkur lýkur með árlegum vor-
tónleikum kórsins í Ytri-
Njarðvíkurkirkju á fimmtu-
dagskvöld kl. 20:30. Á efnis-
skránni eru hefðbundin karla-
kóralög og vinsæl dægurlög.
Stjórnandi kórsins er Guð-
laugur Viktorsson, sem stjórn-
að hefur kórnum undanfarin
sex ár. Einsöngvari er Davíð
Ólafsson bassi og undirleik
annast Jónas Þórir. Kórinn heldur einnig tónleika
ásamt Karlakór Rangæinga í félagsheimilinu
Hvoli á Hvolsvelli laugardaginn 14. maí kl. 16:00.
Karlakór Keflavíkur er stofnaður 1. des. 1953
og hefur starfað óslitið síðan.
Tónlist
Vortónleikar Karla-
kórs Keflavíkur
Guðlaugur
Viktorsson
20. starfsári Karlakórs Kjalnesinga
lýkur með tónleikum í Langholts-
kirkju kl. 20:00 í kvöld, en tónleik-
arnir verða endurteknir á laugar-
dag kl. 16:00 á sama stað.
Framundan er þó frekara starf á
næstu vikum, því kórinn heldur í
tónleikaferð til Pétursborgar og
Tallinn í lok sumars. Tónleikarnir í
dag og á laugardag verða síðustu
vortónleikarnir sem Páll Helgason
stjórnar, en hann lætur af stjórn
kórsins eftir utanferðina í sumar.
Yfirskrift tónleikanna er „Trallað
með Palla í 20 ár“.
Þetta afmælisstarfsár hefur ver-
ið annasamt, enda einsetti afmæl-
isnefnd kórsins sér að kórinn kæmi
tuttugu sinnum fram á afmælis-
árinu. Meðal tóneika á árinu má
nefna orgelsöfnunartónleikar í
Guðríðarkirkju, jólatónleika í
Langholtskirkju, söng í sjóminja-
safninu Víkinni á safnanótt, tón-
leika með kórum úr Mosfellsbæ í
mars og söng á Skjaldbreið og Esju.
Efnisskrá tónleikanna verður
þverskurður af þeirri tónlist sem
kórinn hefur verið að fást við með
útsetningar Páls Helgasonar í
fyrirrúmi og taka hljómsveit og
einsöngvarar úr röðum kórfélaga
þátt í flutningnum ásamt Guðrúnu
Gunnarsdóttur söngkonu.
Trallað Páll Helgason, kórstjóri
Karlakórs Kjalnesinga í tuttugu ár.
Trallað
með Palla í
tuttugu ár
20. starfsári Karlakórs
Kjalnesinga lýkur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Helsta markmið listahátíðarinnar
Listar án landamæra er að koma list
fólks með fötlun á framfæri og að
koma á samstarfi milli fatlaðs og
ófatlaðs listafólks. Liður í því er sýn-
ing á verkum Jóns B.K. Ransu og
Guðrúnar Bergsdóttur sem opnuð
verður í Sverrissal Hafnarborgar á
morgun kl. 16:00. Ransu sýnir óhlut-
bundin málverk en Guðrún óhlut-
bundinn útsaum.
Ransu er menntaður í myndlist frá
Akademie voor Beeldende Kunst í
Enschede í Hollandi og National Col-
lege of Art and Design í Dyflinni á Ír-
landi og hefur haldið fjölda einkasýn-
inga og tekið þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis. Verkin sem
hann hyggst sýna í Hafnarborg kall-
ar hann popop. Þau eru frá 2003 til
2007 og nokkuð ólík því sem hann er
að fást við í dag. Hann sýndi þau á
sínum tíma í Gerðarsafni og í Gallery
Turpentine, en þá með öðrum verk-
um og hefur ekki sýnt þau stök.
„Ég valdi verkin eftir að hafa skoð-
að verkin hennar Guðrúnar og það
verður skemmtilegt samtal úr þessu.
Mér fannst áhugavert þegar ég skoð-
aði verkin hennar að það er svo
greinileg þróun frá geómetríu í að
hún leysir upp formin sem er lógísk
þróun hjá abstrakmálara. Efnistök
okkar eru ólík, en verkin eiga það
sameiginlegt að vera skynvillandi.“
Ransu segist ekki hafa þekkt mikið
til verka Guðrúnar, en hann kannist
við þau og muni eftir sýningu hennar
með Gjörningaklúbbnum.
Guðrún Bergsdóttir stundaði nám
við Öskjuhlíðarskóla og hefur sótt
námskeið í textíl og saumum hjá Full-
orðinsfræðslu fatlaðra, nú Fjölmennt.
Hún hefur haldið einkasýningar á
verkum sínum, m.a. í Gerðubergi og á
Mokka, og tekið þátt í samsýningum.
Móðir Guðrúnar, Sigríður Skaft-
fell, segir að Guðrún hafi lært að
sauma í áteiknaða stramma, en síðan
hafi hún byrjað að sauma frjálst þeg-
ar vinkona hennar gaf henni óáteikn-
aðan stramma og garn. „Hún er alltaf
með stramma í gangi og gerir þetta
algerlega eftir eigin höfði, hefur eng-
ar fyrirmyndir,“ segir hún, en segja
má að stærð strigans ákveði hvernig
verkið verður.
Eins og getið er verður sýningin
opnuð í Hafnarborg kl. 16:00 á
fimmtudag, en Guðrún Bergsdóttir
og Margrét H. Nordahl verða síðan
með listamannsspjall næstkomandi
sunnudag kl. 15:00. Jón B.K. Ransu
verður með listamannsspjall miðviku-
daginn 1. júní kl. 20:00.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Samtal Guðrún Bergsdóttir og Jón B.K. Ransu í Sverrissal Hafnarborgar.
Óhlutbundin
málverk og
útsaumur
List án landamæra
» Listahátíðin List án landa-
mæra var sett í Ráðhúsi
Reykjavíkur sl. föstudag og
stendur fram á sumar.
» Af viðburðum sem fram-
undan eru næstu daga auk
sýningar Guðrúnar Bergs-
dóttur og Jóns B.K. Ransu má
nefna að List án landamæra
tekur þátt í Vatnsmýrarhátíð
Norræna hússins í ár og opn-
aður verður risavaxinn blóma-
garður við Norræna húsið á
laugardag, tilraunastofa í
myndlist sýnir í Þjóðminjasafn-
inu afrakstur námskeiðs sem
Myndlistaskólinn hélt fyrir
listamenn sem erfitt eiga með
að nota hendurnar.
Jón B.K. Ransu og Guðrún
Bergsdóttir sýna saman í Hafnarborg
Í vikunni kom út ný ljóðabók Bjarna Bernharðs,
Undir tjaldhimni veruleikans. Bjarni segir að það sé
ekkert eiginlegt þema í bókinni, en lýsir ljóðunum
svo að þau túlki sýn hans á lífið og tilveruna, „ef
hægt er að kalla það þema og það birtist í ýmsum út-
gáfum með margskonar sniði“. Hann segir að ljóðin
hafi að mestu orðið til á skömmum tíma. „Ég vinn
oft þannig að ég skrifa ekkert í marga mánuði en svo
kemur hlaup fram, ef svo má segja, og þá gengur
mikið á, þá er mikið skrifað og unnið og pælt.“
Síðasta sumar kom út fyrsta smásagnasafn
Bjarna, Spunaþræðir úr tilverunni, en að þessu
sinni er ljóðið ómengað, enginn prósi, „eins og klár
ljóðabók og framast getur verið“. Hann segir að fyr-
ir sér sé ljóðabókin meira andlegt þrekvirki en smá-
sögurnar. „Fyrir mér er ljóðformið æðsta bók-
menntaformið. Ef ég allt í einu fæ þá köllun að fara
að skrifa prósa þá er það ekki vegna þess að ég sé að
gera tilraun heldur liggur landið bara svona og ég
veit ekkert hvort ég skrifa nokkurntímann aftur
smásagnabók. Ég trúi á náttúrlegar sveiflur í sköp-
un, að við séum hluti af náttúrunni og það flæði sem
við rithöfundar upplifum sé í tengslum við náttúr-
una.“
Ljóðformið er æðsta
bókmenntaformið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlaup Bernharður segist trúa á náttúrlegar sveiflur í sköpun.
Bjarni Bernharður gefur út nýja ljóðabók
Það var mikið um
þetta a.m.k. þegar
Tarantino var sem heit-
astur. En það er minna um
það nú. 38
»