Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 1
gerir grillmat að hreinu lostæti!
HANDHÆGARUMBÚÐIR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
46
40
7
50 METRA
LANGUR REFILL
SAUMAÐUR ÚT
FYLGST MEÐ
FLJÚGANDI
GJÖRGÆSLU
TAKMARKIÐ
BARA EITT: AÐ
GLEYMA SÉR
SUNNUDAGSMOGGINN ANDANS BRÆÐUR 43VATNSDÆLA SAGA 23
Mánaðarlaun launþega sem nú
eru undir 260 þúsund krónum á
mánuði hækka hlutfallslega meira
en laun þar yfir, samkvæmt ný-
gerðum kjarasamningum. Þannig
hækka 200 þúsund króna laun upp
í 234 þúsund á tveimur árum sem
svarar til 17% hækkunar.
Öll laun umfram 260 þúsund
króna hækka um 11,4%, eða um
34 til 70 þúsund á mánuði, miðað
við 300 til 600 þúsund króna mán-
aðarlaun í dag.
Vegna lágmarks dagvinnu-
launatryggingar hækka lægstu
laun mest. Lágmarkslaun fara í
204 þúsund sem er 24% meira en
nú. »6
Laun undir 260 þús-
und kr. hækka meira
Fasteignalán
» Arion banki býður nú hag-
stæðari lánakjör á fast-
eignalánum en tíðkast hefur á
síðustu árum. Hins vegar er
krafist 40% eiginfjárframlags
frá kaupendum fasteigna.
» Hinir bankarnir gera svip-
aðar kröfur um eiginfjár-
framlag.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Bankar krefjast þess nú að fast-
eignakaupendur leggi fram meira
eigið fé en áður við fasteignakaup
og algengt er að bankar bjóði upp á
60-70% lánsfjármögnun við fast-
eignakaup. Þetta gerir fyrstu kaup-
endum fasteigna erfiðara fyrir að
komast á markaðinn.
Arion banki kynnti í gær nýja
kosti í fasteignalánum. Býður
bankinn upp á 4,3% verðtryggða
vexti á fasteignalánum, með 60%
veðhlutfalli. Eru þetta lægri vextir
en Íbúðalánasjóður býður á sínum
lánum, en þeir eru 4,4 til 4,9%
verðtryggðir vextir, allt eftir því
hvort uppgreiðsluákvæði er fyrir
hendi. Árið 2004 hófst hörð sam-
keppni milli banka og Íbúðalána-
sjóðs á fasteignalánamarkaði. Stað-
an nú er ekki sambærileg að því
leytinu að mun hærra eiginfjár-
framlags er krafist frá kaupendum
en áður.
Ásgeir Jónsson, lektor í hag-
fræði, telur að í raun sé um nokk-
urt afturhvarf til fortíðar að ræða í
þessum efnum. Frá árinu 2004 hafi
bankar í auknum mæli litið til
framtíðargreiðsluflæðis lántakenda.
Því gæti ungt fólk þurft að leigja
lengur en ella undir núverandi
kringumstæðum. Sigurður Erlings-
son, framkvæmdastjóri Íbúðalána-
sjóðs, fagnar aukinni samkeppni.
„Þeir sem þurfa að fjármagna
hærra hlutfall kaupverðs, til dæmis
70% veðhlutfall eða hærra, fá hag-
stæðari vaxtakjör hjá okkur,“ segir
hann.
MSamkeppni í fasteignalánum »24
Erfiðara að kaupa fasteign
Bankar krefjast aukins eiginfjárframlags þegar lán eru veitt til fasteignakaupa
Mun líklega gera fyrstu kaupendum erfiðara að komast inn á markaðinn
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Taldir Fyrir dyrum stendur fyrsta
manntal á Íslandi síðan árið 1981.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Undirbúningur hefur staðið yfir á
vegum Hagstofu Íslands síðan árið
2007 að fyrsta allsherjarmanntali
hér á landi í tvo áratugi. Síðast var
slíkt manntal framkvæmt árið 1981
en niðurstöðurnar voru þó aldrei
birtar opinberlega þar sem þær
þóttu gallaðar.
Ekki er gert ráð fyrir að gengið
verði í hús að þessu sinni líkt og áður
heldur lögð áhersla á samkeyrslu
rafrænna gagna sem ekki hefur ver-
ið mögulegt áður. Anna Margrét
Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá
Hagstofunni, leggur þó áherslu á að
ekki sé um að ræða neinar viðkvæm-
ar upplýsingar.
Upplýsingar sem vantar
Markmiðið er ekki síst að afla upp-
lýsinga sem ekki liggja fyrir í dag.
„Það er ýmislegt sem við ekki vitum.
Það er til dæmis eins og fjöldi heim-
ila. Við vitum ekki hvað eru mörg
heimili í landinu og við vitum heldur
ekki hvernig fjölskyldurnar eru sam-
ansettar,“ segir Anna Margrét.
Íslendingar taldir rafrænt
Unnið að fyrsta allsherjarmanntali á Íslandi síðan 1981
Meðlimir kvenhjólaklúbbsins Skutlnanna voru
meðal þeirra sem komu saman á Ingólfstorgi í
gærkvöldi í tilefni af alþjóðlegum mótorhjóla-
degi kvenna. Þetta er fimmta árið í röð sem dag-
urinn er haldinn hátíðlegur og er tilgangurinn
að vekja athygli á því að mótorsport er ekki ein-
göngu bundið við karlmenn og að kvenmönnum
á mótorhjólum hafi fjölgað mikið á undanförnum
árum.
Skutlur á mótorhjólum skemmtu sér saman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Án flugvall-
arins í Vatns-
mýri lengist
flutningstími
sjúklinga í
sjúkraflugi um
að minnsta kosti
45 mínútur við
bestu aðstæður,
að sögn Þorkels
Ásgeirs Jóhanns-
sonar, flugstjóra
hjá Mýflugi. „Það er alls ekki boð-
legt því með slíkri seinkun minnka
batahorfur fólks verulega,“ segir
Þorkell. Það sé fáfræði að halda
öðru fram en mikilvægi flugvall-
arins. Fjallað er um málið í Sunnu-
dagsmogganum.
Mannfórnir færðar
ef flugvöllurinn fer
Þorkell Ásgeir
Jóhannsson
Á ársfundi Veiðimálastofnunar í
gær spáði Guðni Guðbergsson fiski-
fræðingur því að fiskigengd og lax-
veiði kæmi til með að vera áfram
góð og yfir meðaltali í ám með nátt-
úrulega laxastofna.
Guðni kynnti einnig tölur úr lax-
veiðinni í fyrrasumar en þá veidd-
ust 74.419 laxar og var það næst-
besta laxveiðisumarið frá upphafi.
Ef hafbeitarveiðin er undanskilin
hefur aldrei veiðst meira af laxi úr
náttúrulegum stofnum, 56.847 fisk-
ar. 28,8% laxa var sleppt aftur. »20
Spáð er laxveiði yfir
meðaltali í sumar
Stofnað 1913 106. tölublað 99. árgangur
L A U G A R D A G U R 7. M A Í 2 0 1 1