Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Önundur Páll Ragnarsson Rúnar Pálmason Væn peningasumma dúkkaði upp á bankareikningum þúsunda Íslend- inga um mánaðamótin, mörgum að óvörum. Þar var á ferðinni hin sér- staka vaxtaniðurgreiðsla ríkisins, til stuðnings skuldurum íbúðalána, sem stjórnvöld ákváðu um síðustu áramót að reiða af hendi. Alls fengu vaxtaniðurgreiðslu 96.653 manns sem búa á 62.000 heimilum. Það var því tæpur þriðj- ungur þjóðarinnar sem fékk glaðn- ing. Von er á annarri greiðslu 1. ágúst næstkomandi, en greiðslan fyrsta þessa mánaðar var fyrirfram- greiðsla byggð á skattframtali síð- asta árs. Kostnaður ríkissjóðs við fyrri greiðsluna nam ríflega 2.957 milljónum króna og áætlar Skúli Eggert Þórðar- son ríkiskatt- stjóri, í samtali við Morgunblað- ið, að kostnaður- inn við greiðsluna í ágúst verði svip- aður og við þessa. Skerðist með hreinni eign Ekki fengu allir þessa aðstoð, enda bundin vissum skilyrðum og aðstoðin tengd þeirri upphæð sem fólk skuldar. Niðurgreiðslan er hins vegar ekki tekjutengd og er því ljóst að margir sem skulda mikið en hafa jafnframt nógu háar tekjur til að ráða við skuldbindingar sínar fengu talsverða niðurgreiðslu. Ein veigamikil ástæða fyrir því að sumir fengu greiðslu en aðrir ekki er að hún skerðist eftir því sem hrein eign fólks í íbúðum sínum er meiri. Á vef ríkisskattstjóra kemur fram að skerðing hjá einstaklingi byrjar við tíu milljóna króna eign í íbúðinni umfram skuldir og fellur al- veg niður þegar hin hreina eign nær tuttugu milljónum. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæð- um foreldrum byrjar við fimmtán milljóna króna nettóeign og fellur niður þegar eignin nær þrjátíu millj- ónum. Mest 300.000 krónur Greiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær stóðu í árslok 2010 og 2011 samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012. Hún verður að hámarki 200.000 krónur hjá einhleypingi og 300.000 krónur hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum. Ef fólk borgar skatta erlendis hluta úr árinu miðast hámarksupp- hæðin sem það getur fengið við það hlutfall ársins sem það borgar skatta hér á landi. Þar að auki getur niðurgreiðslan, að viðbættum hefðbundnum vaxta- bótum, ekki orðið hærri en vaxta- gjöld viðmiðunarársins vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Fólk á með öðrum orðum ekki að geta komið út í hreinum gróða, hvað vexti varðar, vegna þessarar ráðstöfunar. Þrír milljarðar til skuldara  96.653 manns með sérstaka vaxtaniðurgreiðslu, en önnur greiðsla berst í ágúst  Ekki tekjutengt en skerðist eftir því sem hrein eign fólks í húsnæði er meiri Skúli Eggert Þórðarson Vorið minnti loksins á sig í vikunni og nýttu margir tækifærið og tóku út hjólfáka sína eftir vetrarlanga geymslu. Að venju taka fjölmargir þátt í átakinu Hjólað í vinnuna – sem hófst ein- mitt í vikunni – en líkt og þessar tvær ungu kon- ur eru aðrir sem aðeins njóta útivistarinnar í góða veðrinu. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands rignir á höfuðborgarsvæðinu í dag en á sunnu- dag brestur á með sól og vænum hita. Morgunblaðið/Golli Þeystust á hjólfákum fráum um Laugardal Alls bárust auglýsingastofunni Pipar/TBWA 1.017 um- sóknir þegar hún auglýsti eftir markaðsfulltrúa í sér- deild samfélagsvefja í byrjun apríl. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar, segist hafa það á tilfinningunni að einhverjir hafi sent inn umsóknir með hálfum hug en greinilegt sé að gríðarlegur áhugi hafi verið á starfinu. „Ég byrjaði á að sigta þá út sem uppfylltu ekki þau skilyrði sem sett voru fram í auglýsingunni eða skiluðu ekki þeim upplýsingum sem farið var fram á,“ segir Val- geir, hæfir umsækjendur hafi verið 178. Hann sat að lok- um uppi með umsóknir 15 einstaklinga sem hann vildi alla ráða. „Þetta varð gríðarlega erfitt þegar ég var kominn nið- ur í 8 og upprunalega ætlaði ég að ráða einn eða tvo en endaði á því að ráða fjóra,“ segir hann, „ég fékk bara þarna svo svakalega öflugt fólk“. Réðu starfsfólk í hruninu Starfið eftirsóknarverða fólst í því að vinna innan deildar sem að sögn Valgeirs sérhæfir sig í öllu sem teng- ist samfélagsvefjum og snjallsímum og markaðssetningu vara í gegnum þessa miðla. Fólkið sem á endanum hlaut störfin var tækni-, viðskipta-, og sálfræðimenntað. „Það er ofsalega mikið af hæfu fólki sem er ungt og vill gera nýja hluti,“ segir Valgeir. Hann segir auglýsingastofuna hafa verið í örum vexti þrátt fyrir efnahagsaðstæður í landinu. „Við erum búin að stækka alveg síðan í október 2008 og vor- um að ráða starfsfólk í janúar 2009,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Bárust 1.017 umsóknir um starf á auglýsingastofu  „Mikið af hæfu fólki sem er ungt og vill gera nýja hluti“ Valgeir Magnússon Heimsmark- aðsverð á olíu hækkaði um 1,2- 1,8 prósent í gær, en það hafði lækkað mjög mikið dagana á undan. Íslensk olíufyrirtæki hafa lækkað verð á bensíni og dísilolíu um nokkrar krónur í vikunni, og kostar bens- ínlítrinn nú um 239 krónur og lítri af dísilolíu um 235 krónur. Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir að fyrirtækið hafi þegar hafið lækkunarferli á eldsneyt- isverði, en fleira spili inn í verð- lagninguna en aðeins hráolíuverð ytra. „Í fyrsta lagi seljum við ekki hrá- olíu, þannig að fara verður varlega í að draga ályktanir um bensínverð af hreyfingum á hráolíumarkaði. Þá er helmingur af bensínverði skattar frá ríkinu, sem við höfum enga stjórn á. Annar kostnaðarliður er innlendur kostnaður, en verðbreyt- ing á heimsmarkaði breytir honum ekki. Að lokum verður að benda á að Bandaríkjadalur hefur styrkst gagnvart krónu undanfarna daga, þannig að lækkunin erlendis er ekki jafnmikil í krónum talið.“ Lækkunar- ferli hafið Karlmaður á fimmtugsaldri var í fyrradag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, en hann er grunaður um að hafa árum saman beitt pilt, sem nú er 14 ára, kynferðislegu of- beldi. Fjölskyldutengsl eru á milli mannsins og drengsins. Maðurinn var handtekinn í kjölfar ábendinga frá barnaverndaryf- irvöldum. Húsleit var gerð hjá hon- um og lagt hald á tölvubúnað og -gögn, en grunur leikur á að þar sé að finna myndir sem sýna barnaníð. „Rannsóknin er á frumstigi og við ekki byrjuð að skoða þessi gögn, það tekur langan tíma,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferð- isbrotadeildar Lögreglu höfuðborg- arsvæðisins. „Það liggur því ekki fyrir hvort þetta efni tengist við- komandi barni.“ Að sögn Björgvins hefur mað- urinn áður komið við sögu lögreglu vegna vörslu barnakláms og var hann dæmdur til refsingar fyrir um tveimur árum. annalilja@mbl.is Grunaður um kyn- ferðisofbeldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.