Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Ef þessar tekjuforsendur standast og það verður tekjuaukning [í sam- félaginu] þá verður tekjuaukning hjá sveitarfélögunum og þá hafa þau eitt- hvert svigrúm. Ekki kannski sama svigrúm og almenni markaðurinn tel- ur sig hafa. En ef það verður ekki tekjuaukning þá er svigrúmið ekk- ert,“ segir Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Kjarasamningar á milli sveitarfé- laganna og viðsemjenda þeirra hefjast á næstunni og er gert ráð fyrir að þar verði tekið mið af nýgerðum kjara- samningum á al- mennum markaði sem undirritaðir voru fyrr í vik- unni. Halldór seg- ir sveitarfélögin einfaldlega enn vera í þeirri stöðu að þurfa að gera allt til þess að ná niður rekstrar- kostnaði. Það yrði því að koma fjármagn á móti ef þau ættu að taka á sig auknar skuldbind- ingar vegna launakostnaðar. „Það kom mér á óvart hversu bjart- sýnir þeir eru með tekjumyndunina í þessum samningum á almennum markaði. Ég vona að þetta sé raun- hæft en óttast að það sé það ekki. Það vilja allir hækka laun og auka kaup- mátt. En það verður aðeins gert með því að auka tekjur í samfélaginu. Þetta er einfaldlega staðan eins og hún blasir við okkur í dag,“ segir Hall- dór. Fjárfestingar ekki hindraðar Halldór segir að það verði hrein- lega allt að ganga upp í efnahagslífinu til þess að forsendur kjarasamning- anna standist. „Það þýðir meðal ann- ars að menn geri sér grein fyrir því að það gangi ekki að vera að standa í vegi fyrir fjárfestingum og fram- kvæmdum.“ „Það verður allt að ganga upp í efnahagslífinu“  Svigrúm sveitarfélaganna háð því að tekjuaukning verði Halldór Halldórsson júní, 50 þúsund krónur fyrir fullt starf. Síðan verður 10 þúsund króna álag á orlofsuppbót og 15 þúsund króna viðbót við desemberuppbót. Úrslit 25. maí Samningarnir verða kynntir fé- lagsmönnum í félögum launþega og vinnuveitenda næstu daga. Þá verð- ur efnt til almennrar atkvæða- greiðslu. Niðurstöður beggja aðila eiga að liggja fyrir miðvikudaginn 25. maí, klukkan 16. Hjá aðildarsamböndum og fé- lögum ASÍ verður almennt efnt til póstatkvæðagreiðslu um samn- ingana. Hefst hún í næstu viku. Ein- hver sambönd munu þó verða með rafræna kosningu. Bætt framkvæmd útboða Í samningum ASÍ og SA er skerpt á ýmsum réttindamálum. Meðal ann- ars er sérstök yfirlýsing um fram- kvæmd útboðsmála. „Miklu skiptir fyrir íslenskt efnahagslíf að atvinnu- lífið og vinnumarkaður starfi eftir skýrum og gegnsæjum lögum og reglum og tryggi eðlilega og heil- brigða samkeppni. Útboð verklegra framkvæmda er mikilvægur þáttur í atvinnustarfsemi. Því skiptir miklu að útboðslýsingar vegna verklegra framkvæmda, mat á hæfi bjóðenda, val á tilboði og ákvæði um skil á greiðslum til allra þeirra sem vinna tilboðsverk séu betur undirbúnar og settar fram með ákveðnari hætti en nú er raunin,“ segir í inngangi henn- ar. Vísað er til ákvæða um þetta í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf út í tengslum við gerð kjarasamninga. Þá komu SA og ASÍ sér saman um samræmt mat verkkaupa á hæfi bjóðenda í útboðum. Áhersla er lögð á að matið taki bæði til opinbera og almenna markaðarins og nái jafnt til aðal- og undirverktaka. Við mat á bjóðendum verði meginreglan að starfsmenn séu í föstu ráðningar- sambandi. „Við teljum að með þessu sé verið að styrkja stöðu verktakaiðnaðar í landinu, reynt að koma því fyrir að keppt verði á jafnréttisgrundvelli, bæði launafólk og fyrirtæki,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formað- ur Samiðnar. Hann segir að ákvæði um gerviverktöku eigi að styrkja fyrirtæki sem eru með fastan starfs- mannakjarna í samkeppninni við fyrirtæki sem kalla menn tímabund- ið inn til verka til að losa sig undan samningsbundnum réttindum starfsfólks. Enginn geti keppt við fyrirtæki sem ætli sér ekki að standa við tilboð sem það gerir. Mánaðarlaun hækka um 30 til 70 þúsund krónur á tveimur árum  Laun undir 260 þúsund krónum hækka mest  Sammála um að bæta framkvæmd útboða Hækkun launa Maí 2011 Júní 2011 Feb. 2012 Feb. 2013 kr. % 600.000 626.000 647.000 668.000 68.000 11% 500.000 521.000 539.000 557.000 57.000 11% 400.000 417.000 432.000 446.000 46.000 11% 300.000 313.000 324.000 334.000 34.000 11% 200.000 212.000 223.000 234.000 34.000 17% 165.000 182.000 193.000 204.000 39.000 24% Mánaðarlaun Hækkun á mánuði 1. júní 50.000 kr. Álag á orlofsuppbót 10.000 kr. Álag á des.uppbót 15.000 kr. Aukagreiðslur 2011 Morgunblaðið/Sigurgeir S Fundað Samninganefndir Verkalýðsfélags Akraness og nágrennis og Framsýnar í Þingeyjarsýslum funduðu með vinnuveitendum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Aðalsteinn Árni Baldursson er oddviti samninganefndar Þingeyinga. Opinberar framkvæmdir Samkvæmt yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar munu stjórnvöld auka opinberar fjárfestingar í tengslum við nýgerða kjara- samninga á samningstím- anum. Ljóst er að flest þessara verkefna eru ekki ný af nálinni og mörg eru almennt orðuð og ekki ljóst nákvæmlega hvaða framkvæmdir um sé að ræða. Helstu verkefni sem til stendur að fara í eru samkvæmt yfir- lýsingunni: » Framkvæmdir vegna bygg- ingar nýs Landspítala fyrir 3,1 milljarð króna á þessu ári og næsta. » Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir vegna Vaðlaheiða- ganga hefjist næsta haust og að kostnaður vegna þeirra verði 10 milljarðar króna á næstu þremur árum. » Fjárfesting í nýjum hjúkr- unarheimilum er áætluð um 5 milljarðar króna á tímabilinu. » Fyrirhuguð eru útboð nýs fangelsis og framhaldsskóla (nýbyggingar fyrir Framhalds- skóla Mosfellsbæjar) á næst- unni. » Gert er ráð fyrir að átak verði gert í opinberum við- haldsframkvæmdum. » Ráðist verði í auknar fram- kvæmdir á vegum Ofanflóða- sjóðs á þessu ári og því næsta. » Fjármagn verður veitt úr ríkissjóði til þess að gera úr- bætur á fjölsóttum ferða- mannastöðum á landinu. » Nýlega var ákveðið að leggja aukið fé til vegaframkvæmda á Vestfjörðum. Fram kemur í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að umræddar framkvæmdir feli í sér aukn- ingu um ríflega 13 milljarða króna úr ríkissjóði fram til árs- loka 2012. Þá kemur fram að unnið hafi verið að því að skil- greina hvaða öðrum fram- kvæmdum stjórnvöld geti greitt fyrir. hjorturjg@mbl.is BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mánaðarlaun launþega með 400 þús- und króna laun verða 46 þúsund krónum hærri eftir tæp tvö ár, verði kjarasamningar ASÍ og SA sam- þykktir. Laun undir 260 þúsund hækka hlutfallslega meira og lægstu dagvinnulaun mest. Samningarnir eru ekki verðtryggðir þannig að kaupmáttaraukning er ekki tilsvar- andi. Launin hækka 1. júní næstkom- andi, 1. febrúar á næsta ári og 1. febrúar 2013. Hækkanirnar koma því á tæpum tveimur árum þótt samningarnir gildi til nærri þriggja ára, eða til janúarloka 2014. Miðað við 2,5% verðbólgu Á þessum tíma er 11,4% almenn launahækkun, sem allir launamenn fá sem aðild eiga að samningunum. Heildarlaunakostnaður atvinnulífs- ins í heild er meiri, eða um 13%, vegna þess að meiri hækkun kemur á lægstu laun. Launin hækka ýmist hlutfallslega eða með fastri krónutölu. Gildir sú hækkun sem gefur launamanninum meira í aðra hönd. Það þýðir að laun sem eru umfram 260 þúsund krónur á mánuði hækka um rúm 11% en laun sem eru lægri hækka meira. Í þessu felst viss launajöfnun. Til dæmis fá menn sem hafa nú 200 þúsund krónur á mánuði og 300 þúsund sömu krónutölu í hækkun á samningstímanum, 34 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hjá 200 þúsund króna manninum er þó um 17%. Lægstu dagvinnulaunin eru hækkuð sérstaklega með lágmarks- tekjutryggingu. Það skilar þeim sem nú eru með 165 þúsund og ekkert annað 39 þúsund krónum meira í launaumslagið á mánuði en það sam- svarar tæplega 24% hækkun. Kjarasamningarnir eru ekki verð- tryggðir. Sú verðbólga sem verður á samningstímanum mun því draga úr kaupmáttaraukningu samninganna. Í forsendum þeirra er miðað við að verðbólga verði ekki meiri en 2,5% á ári. Hægt er að endurskoða samn- ingana ef forsendur standast ekki. ASÍ og SA sömdu um sérstakar uppbætur, samtals 75 þúsund krón- ur, vegna þess tíma sem liðinn er frá því fyrri samningur gekk úr gildi. Greiðslurnar eru bundnar við árið 2011. Fyrsta greiðslan á að koma 1. Nokkur félög á almennum vinnumarkaði hafa ekki lokið gerð kjarasamninga við vinnu- veitendur. Mörg þeirra eru að funda um þessar mundir. Meðal þeirra eru Framsýn í Þingeyjar- sýslum og Verkalýðsfélag Akra- ness og nágrennis. Þá eru flest félög starfs- manna ríkis og sveitarfélaga með lausa samninga og hafa verið um hríð. Fæst þeirra hafa vísað kjaradeilum sínum til ríkis0sáttasemjara. Fjöldi sáttafunda er bókaður hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Áfram fundað OPINBERI GEIRINN ER EFTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.