Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR
Stillanlegt og þægilegt
Stillanlegir dagar í maí.
6 mánaða vaxtalausar greiðslur!
0%
vextir
30%
afsláttur
Hér var í vikunni vitnað í skrifJóns Magnússonar, fyrrum
alþingismanns, sem benti á að í
Seðlabankanum væri farið yfir öll
kreditkortaviðskipti Íslendinga er-
lendis.
Mörgum blöskr-aði, þar með
talið þingmanninum
Guðlaugi Þór Þórð-
arsyni, sem spurði
Árna Pál Árnason
efnahags- og viðskiptaráðherra út í
þetta nákvæma eftirlit.
Guðlaugur Þór sagði lýsingarnará eftirlitinu hljóma eins og lýs-
ing á STASI í Austur-Þýskalandi,
en Árni Páll lét það ekki slá sig út
af laginu og varði af kappi lestur
ríkisins á kreditkortareikningum
landsmanna.
Árni Páll sagði að jafn víðtækgjaldeyrishöft og hér væru í
gildi stæðust ekki nema með þeim
væri haft eftirlit.
Það er líka ljóst að undanskots-hættan er umtalsverð jafnvel í
litlum fjárhæðum og skapast þá
veruleg hætta á að menn brjóti
stærri fjárhæðir niður í smáar og
komist þannig framhjá gjaldeyr-
ishöftunum,“ sagði Árni Páll.
Að mati hins frjálslynda ráð-herra er sem sagt „veruleg
hætta“ á því ef einhver Íslendingur
hefur pantað sér bók af Amazon-
.com fyrir 20 dali að hann sé að
„brjóta stærri fjárhæðir niður“ til
að fara framhjá höftunum.
Fyrrum félagar Árna Páls íAustur-Þýskalandi höfðu líka
sínar röksemdir fyrir því að fylgj-
ast með almenningi. Gott ef þær
voru ekki ámóta frambærilegar.
Árni Páll Árnason
Eftirlitið varið
blygðunarlaust
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 11 léttskýjað
Akureyri 13 léttskýjað
Egilsstaðir 8 skýjað
Kirkjubæjarkl. 8 skýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 23 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 17 léttskýjað
Moskva 13 skýjað
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 25 heiðskírt
Róm 18 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 17 alskýjað
Montreal 11 léttskýjað
New York 20 heiðskírt
Chicago 16 léttskýjað
Orlando 24 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:40 22:10
ÍSAFJÖRÐUR 4:26 22:34
SIGLUFJÖRÐUR 4:08 22:17
DJÚPIVOGUR 4:05 21:44
Á mæðradaginn,
sunnudaginn 8.
maí, hefst sala á
púsli til styrktar
UNICEF sem
ber heitið
Móðurást.
Í tilefni af
upphafi sam-
starfsins við
UNICEF býður
fyrirtækið
Puzzled by Iceland í kaffi en þar
mun Vigdís Finnbogadóttir taka
við fyrstu Móðurástinni. Hún er
verndari heimsforeldra UNICEF á
Íslandi. Útgáfukaffið á sunnudag
er í Toppstöðinni í Elliðaárdal og
hefst kl. 3. Allir velkomnir og boð-
ið verður upp á kökur og kaffi.
Fyrir ágóða UNICEF af einu
púsli má útvega 60 skammta af
saltupplausn sem hjálpar við að
vinna bug á ofþornun og niður-
gangi hjá börnum.
Kaffi og kökur
á mæðradeginum
Vigdís
Finnbogadóttir
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Unnið er að undirbúningi allsherjar-
manntals hér á landi á vegum Hag-
stofu Íslands en slík vinna hefur
ekki farið fram í tvo áratugi. Síðasta
manntal var þó aldrei birt opin-
berlega þar sem ekki þótti nógu vel
að því staðið að sögn Önnu Mar-
grétar Björnsdóttur, verkefnastjóra
hjá Hagstofunni, sem heldur utan
um manntalið nú. Síðan hafi ekki
verið farið í slíka vinnu vegna þess
hversu áreiðanleg Þjóðskráin hafi
verið. Markmiðið nú sé hins vegar
ekki síst að afla upplýsinga sem ekki
séu til í dag.
„Það er ýmislegt sem við vitum
ekki. Það er til dæmis eins og fjöldi
heimila. Við vitum ekki hvað eru
mörg heimili í landinu og við vitum
heldur ekki hvernig fjölskyldurnar
eru samansettar. Annað sem við vit-
um ekki er menntunarstig þjóð-
arinnar. Við höfum upplýsingar frá
1995 um það hverjir eru að útskrif-
ast en við höfum ekki heildstæða
mynd af því,“ segir Anna Margrét.
Hún ítrekar þó að ekki sé um neinar
viðkvæmar upplýsingar að ræða.
Unnið sé út frá alþjóðlegum stöðlum
með það að markmiði meðal annars
að fá samanburð við önnur lönd.
Öðruvísi manntal
„En það sem er öðruvísi við þetta
manntal er að það byggist ekki á því
að gengið sé í hús og fólk spurt eins
og gert var áður. Þess í stað verður
þetta skráatengt manntal, það á að
reyna að keyra saman skrár og
tengja þessar upplýsingar saman.
Þá losnar almenningur við þau
óþægindi sem fylgir slíkum heim-
sóknum,“ segir Anna Margrét.
Hún segir að ekki hafi verið hægt
að framkvæma manntal með þessum
hætti áður. Verið sé að leita leiða til
þess að afla þeirra upplýsinga sem
ekki séu þegar til, kanna hvaða
skrár séu til og hvað hægt sé að
keyra saman. Markmiðið sé að gera
þetta á sem hagkvæmastan og þægi-
legastan hátt þannig að það valdi
fólki sem minnstum óþægindum.
„Það hefur verið mikil undirbún-
ingsvinna fyrir þetta og hún hefur í
rauninni staðið síðan árið 2007. En
það á að miða við 31. desember nk.
Allar upplýsingarnar miðast við
það,“ segir Anna Margrét.
Gagnlegar upplýsingar
Meginmarkmiðið með manntalinu
er að afla gagnlegra upplýsinga sem
nýtist víða. „Það er auðvitað gott að
geta borið sig saman við önnur lönd
en þetta er fyrst og fremst fyrir okk-
ur. Til dæmis bara það að vita hvað
séu mörg heimili í landinu til að
mynda fyrir skipulagsmál. Það verð-
ur mikill munur að hafa þessar upp-
lýsingar.“
Fyrsta manntal í tvo áratugi
Upplýsinga aflað sem ekki liggja fyrir, s.s. um fjölda heimila og samsetningu
fjölskyldna Allsherjarmanntal síðast gert árið 1981 en ekki birt vegna galla
Morgunblaðið/G.Rúnar
Manntal Íslendingar sitja og njóta
blíðunnar við Austurvöll.