Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þetta lítur nú ekki út fyrir aðvera mikið mál,“ hef éghugsað með mér þegar égsé fólk arka í gönguferðum
með stafi í höndum. Svo ég er bara
nokkuð drjúg með mig þegar ég
mæti fyrir utan Laugardalslaugina í
blíðskaparveðri til að prófa staf-
göngu.
Þar hefur hópur fólks hist alla
þriðjudaga og fimmtudaga síðan ár-
ið 2004. Alveg sama hvernig viðrar.
Þó er tekið smá jóla- og sumarfrí.
Enda varla annað hægt fyrir svona
duglega göngugarpa.
Ærist af að ganga
á malbikinu
Í gönguna eru notaðir sérhann-
aðir stafir úr fiber-efni eða stáli. Þá
þarf meðal annars að velja sam-
kvæmt líkamshæð og líkamlegu
ástandi. Þarf þá að hafa ástand háls
og herða sérstaklega í huga. Ég er
Stafganga í blíðskap-
arveðri er hressandi bæði
fyrir líkama og sál.
Blaðamaður komst að
því að stafganga er meira
púl en hann bjóst við og
þörf er á góðri samhæf-
ingu líkamans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allir af stað Göngugarparnir æfa réttu hreyfingarnar áður en lagt er af stað í gönguferð.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Þeir sem hafa dregið fram fráa hjól-
fáka til að ferðast á til vinnu eða milli
staða eiga sér eflaust sína uppá-
haldsleið á daglegum ferðalögum. Að
sama skapi er ekki óhugsandi að eitt-
hvað sé á þeirri leið sem fara mætti
betur til að gera hjólaleiðina þægi-
legri og greiðfærari. Kannski er hola í
malbiki, enginn göngu- eða hjólastíg-
ur, þrengsli eða hættuleg horn þar
sem bílar koma skyndilega í ljós á
blússandi kani.
Nú hefur Reykjavíkurborg sett upp
sérstakan kortavef sem hefur það að
markmiði að bæta þessar leiðir. Á
vefnum geta hjólreiðamenn merkt
inn leiðirnar sínar og um leið gefið til
kynna hvar þeir vilja hjóla, hvar þeir
telja sig örugga og hvar óörugga. Þá
geta þeir merkt inn á kortið vástaði,
t.d. hvar vanti göngu- og hjólreiða-
stíga, hvar bifreiðar fari of hratt og
komið með aðrar athugasemdir og
ábendingar.
Hugmyndin er að upplýsingarnar
nýtist svo við að skipuleggja hjóla-
borgina Reykjavík í framtíðinni svo
auðveldara verði fyrir hjólandi veg-
farendur að komast leiðar sinnar og
veitir sennilega ekki af á tímum stöð-
ugt hækkandi eldsneytisverðs.
Vefsíðan http://lukr-01.reykjavik.is/hjolakonnun
Hjólað í vinnuna Komin með hjálm og sest á hjólfákinn en hvert liggur leiðin?
Góðar ábendingar vel þegnar
„Laugardagurinn verður nær allur
undirlagður vegna Virkjunardagsins,
en þá ætlum við að vera með mikið
húllumhæ,“ segir Gunnar Halldór
Gunnarsson, verkefnisstjóri Virkj-
unar á Ásbrú í Reykjanesbæ, en
henni er ætlað að stuðla að virkni
atvinnuleitenda og öryrkja á Suður-
nesjum. „Það hefur tekist að mörgu
leyti mjög vel upp með starfsemina
og við ætlum að enda vetrarstarfið
með eins konar uppskeruhátíð.“
Mikið verður um að vera. „Við
kynnum starfsemina og verðum með
billjardkennslu, kaffihlaðborð, töfra-
menn, uppistandara, örfyrirlestra og
fleira auk þess sem sitthvað verður
fyrir börnin.“ Hátíðin hefst kl. tólf
og endar með „dúndurtónleikum“ í
Andrews-leikhúsinu sem hefjast kl.
fjögur. „Þar koma listamenn eins og
KK, Bjarni Ara; Valdimar úr hljóm-
sveitinni Valdimar og Björgvin Bald-
ursson úr Klassart koma fram sam-
an í fyrsta sinn; þarna verður
hljómsveitin Framkoma sem hefur
æft í húsnæði Virkjunar, Mirra Rós
og blúsbandið The Lamedudes.
Kynnir og uppistandari verður Alma
Geirdal, Daníel
Örn töframaður
verður þarna líka
þannig að þetta
verður svakaleg
skemmtun.“
Gunnar ætlar
ekki að slá slöku
við að tónleik-
unum loknum.
„Systir mín og
mágur sem búa í
Alaska ætla að koma í heimsókn svo
ég á von á skemmtilegu kvöldi.
Sunnudagurinn hefst svo með
messu í Keflavíkurkirkju þar sem
Gunnar er sjálfboðaliði. „Þar verð ég
meðhjálpari; tek á móti fólki, les
ritningarvers og huga að því að allt
sé klárt fyrir messuna.“
Hvað gerist að lokinni messu er
enn óráðið. „Væntanlega verð ég
með börnunum mínum og svo á ég
einn afastrák sem væri ekki dóna-
legt að fá að hitta. Svo förum við
oft í sund á sunnudögum því yngsta
dóttir mín er mikið fyrir það. Þannig
að þetta verður alveg meiriháttar
skemmtileg helgi.“
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
Mikið húllumhæ á Virkjunar-
deginum í Reykjanesbæ
Morgunblaðið/Kristinn
Spila M.a. verður boðið upp á billjardkennslu enda nóg af billjardborðum.
Gunnar Halldór
Gunnarsson
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Púl í stafgöngu