Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 11
Hjólum í bæinn og látum yfirfara hjólin okkar Fjölmennum, verslum og njótum þar sem hjartað slær! Félagar úr harmonikkufélagi Reykjavíkur og Landssambandi harmonikkuleikara skemmta frá kl. 13 á eftirtöldum stöðum: Stjörnuporti, Laugavegi 77, Kjörgarði (Laugatorgi), Hljómalindarreit, við Hegningarhúsið Skólavörðustíg, við Sólon Bankastræti, Lækjartorgi og Ingólfstorgi. Harmonikkustórtóneikar í Ráðhúsinu kl. 15. Harmonikku-stórtónleikarí Ráðhúsinukl. 15:00 Fulltrúar frá Erninum verða á Lækjartorgi frá kl. 13:00, kynna ný hjól og yfirfara þau eldri. Fulltrúar frá GÁP verða við Hegningarhúsið Skólavörðustíg frá kl. 13:00, kynna ný hjól og yfirfara þau eldri. Munið jaðarsportsýninguna á reiðhjólum, mótorhjólum, hjólabrettum o.fl. á Ingólfstorgi í samstarfi við X-ið og 365. K R A FT A V E R K Spennt Stafgangan tekur meira á en blaðamaður ímyndaði sér, hann er þó enn brosandi eftir tímann. svo heppin að hafa fengið lánaða stafi en þarf að fá lánaða skó hjá Guðnýju Árnadóttur, einkaþjálfara og stafgönguleiðbeinanda, sem sér um um göng- una ásamt dóttur sinni, Örnu Borgþórsdóttur. „Þú ærist af því að ganga með stafina á malbiki án þeirra,“ segir Guðný og segir mér til um hvernig skuli setja skóna á sig svo og hvern- ig skuli herða ólarnar á stöfunum þétt að úlnliðunum. Síðan er haldið af stað og ég fylgi byrjendahópnum sem Arna fer fyrir. Það er ekki jafn auðvelt að ganga með stafi og ég hélt. Mikilvægt er að ná góðri samhæf- ingu handa og fóta og gleyma um leið ekki að beygja sig dálítið fram og passa mjóbakið með því að spenna magavöðvana. Dálítið eins og þegar maður er á skíðum. Arna kennir okk- ur undirstöðutriðin og við göngum í nokkra hringi til að æfa okkur. Ég einbeiti mér svo mikið að ég set í herðarnar og verð stíf. Þetta er víst algengt vandamál en mikilvægt er að reyna eins og maður getur að slaka á í öxlunum. Brennir mun meira Eftir að Arna ráðleggur okkur að hugsa ekki of mikið heldur bara ganga fer þetta að ganga ágætlega hjá mér. Nema náttúrlega að ég er svo fött að ég fæ smá í bakið. En þetta er allt saman spurning um að æfa sig. Það er frískandi að ganga úti í Laugardalnum og gangan er meira púl en ég átti von á. Enda brennir maður 20% meira í stafgöngu en í venjulegri gönguþjálfun og fólk styrkir vöðva í efri búk 40% meira en í venjulegri göngu. Á eftir er teygt vel og vandlega sem er gott því annars hefði ég örugglega vaknað með ógurlegar harðsperrur á glænýjum og skrýtnum stöðum daginn eftir. Áfram gakk Blaðamaður reynir að ná samhæfingu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Hvað er betra en að nota sunnu- dagskvöld til að upplifa nýja tón- list? Nú gefst aldeilis tækifærið til þess því lettneska sveitin Instru- menti verður með tónleika á Bakk- usi á sunnudaginn. Um er að ræða rafpoppsdúett en hann hefur verið staddur í Gróður- húsi Valgeirs Sigurðssonar að und- anförnu við upptökur. Breiðskífa er svo væntanleg með hækkandi sól. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og ætti ekki nokkur músíkaðdáandi að missa af þessu tækifæri til að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í tónlistarsenu vina okkar í Lettlandi. Endilega… Spila Hljómsveitin Instrumenti. …hlustið á lettneskt rafpopp Norðurlandaþjóðirnar ásamt Austurrík- ismönnum og Þjóðverjum urðu fyrstar til að tileinka sér stafgöngu. Í dag er talið að um að ein milljón manna í heiminum stundi staf- göngu a.m.k. einu sinni í viku. Hér á Íslandi hóf tilraunahópur Kvenna- hlaups ÍSÍ stafgöngu í júní 2003 og vakti verð- skuldaða athygli á göngu sinni. Í framhaldinu hefur ÍSÍ staðið að menntun stafgönguleið- beinenda sem halda námskeið fyrir almenning í Laugardalnum. Hist er klukkan 17:30 á þriðju- og fimmtudögum og er fólki skipt í hópa fyrir byrjendur og lengra komna. Nánari upplýs- ingar má finna á vefsíðunni stafganga.is. Hófst á Íslandi 2003 STAFGANGA Skannaðu kóðann til að sjá Maríu erfiða í stafgöngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.